Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 10
M IIHIIIÍ Steingrímsson vígðist aðstoðarprestur sr. Daða haustið 1760. Virðist ek'ki hafa komið til neinna árekstra milli þeirra, svo að ótti sr. Jóns hefur verið .ástæðu- laus. En ekki var hann nema einn vet- ur í kapilánsstöðunni, því að vorið eftir fékk hann Sólheimaþing. Voru þeir sr. Daði síðan nágrannaprestar í Mýrdaln- um unz sr. Jón fluttist austur á Síðu 1778. Virðist hafa farið hið bezta á með þeim. Á efri árum tapaði sr. Daði sjón og var alblindur síðustu 7—8 árin, sem hann lifði. Hélt hann þó embætti til dauðadags með því að hafa kapilána. En dauft þykir honum í dimmunni. Og hann kveður: Myrkrið mitt er svo mæðusamt, mér finnst það æði strangt Af því að mér var yfrið tamt að iðja það sem var rangt. . . . En hann finnur styrk og hughreyst- ing í hjálpræðisverki frelsarans: Myrkrin, Jesú, sem mæddu þig í mestu þinni kvöl hugga og gleðja hrelldan mig, hér þó löng finnst dvöl. . . . Vil ég því allt með ljúfri lund líða hvað þóknast þér, hreppi ég þína hjálparmund herra, þá nægir mér. . . . Sr. Jón Steingrímsson segir frá síð- ustu samfundum sínum og sr. Daða í Ævisögu. Gamli presturinn hafði gert hoiíUm boð að finna sig „hvað ég gerði". Þá var sr. Jón kominn austur á Síðu og búnaðist vel á Prestbakka í góðærinu fyrir Skaftárelda. Gamli, blindi presturinn á Heiði finn- ur dauða sinn nálgast. „Sagði hann þá nærfellt fyrir hvenær hann mundi deyja, bað mig sjálfan að kistuleggja sig og jarðsyngja. Hann lét styðja sig blindan út, er við skildum; bað þar hvor fyrir öðrum, söng hann mig þá úr hlaðinu með þessu versi: Af himna hæðum hjálpræðis renni sól, með gleðigæðum. Guð sé þitt hlífðar skjól. etc, er hann þrítók með lystilegri röddu. Þetta var síðasta sinn, sem sr. Jón var sunginn úr hlaði „svo sem sá einfaldi móður er nú nær aflagður". Sr. Daði andaðist síðast í september 1779 73 ára gamall. Hann er fyrsti presturinn sem grafinn var að Reynis- kirkju. Séra Magnús Hákonarson xVrið 1854 gerðist mikill hæfileika- um. Það var sr. Magnús Hákonarson. Hann fluttist austur frá Miklaholti á Snæfellsnesi. LEIÐRETTIINIG Leiðrétting vegna greinar um „Veðrið á útfarardegi Mozarts", sem birtist í Jólalesbók Mbl. Nafna heimildarmannanna, Pró- fessors F. Steinhausers og Nicol- as Slonimskys, er getið í grein- inni, en af mistökum láðist að geta heimildarritsins. Tónvísinda- maðurinn Slonimsky ritaði grein um hinar nýju uppgötvanir í bandaríska tónlistarritið „The Musical Quarterly" í janúar 1960. Mörg atriði greinar minn- ar, m.a. tilvitnanir allar, eru þýdd . og endursögð úr áður- nefndri grein Slonimskys. Jón S. Jónsson- Sr. Magnús var sonur sr. Hákonar Jónssonar á Eyri í Skutulsfirði — ísa- firði — sem fórst í snjóflóði á heim- leið frá messuferð í Bolungarvík 17. febrúar 1817. Þá var Magnús aðeins 5 ára gamall. Fór hann í fóstur til Magn- úsar Stephensens í Viðey. Þar hafði fað- ir hans verið kennari í 9 ár og hefur sjálf sagt látið þennan son sinn heita í höf- uðið á dómstjóranum. Að loknu stúd- entsprófi sigldi Magnús til Hafnarbá- skóla, þar sem hann lagði stund á guð- fræði. Prófi lauk hann samt ekki, enda gaf hann sig að ýmsu öðru, því að hann var ritfær vel og hagmæltur. Eftir heim- komuna var Magnús enn á vegum Step- bensena, m.a. sýsluskrifari hjá yfir- valdi Rangæinga í Vatnsdal í Fljótshlíð. Er sr. Magnús kom í Mýrdalinn hafði hann verið vestra í 9 ár. Er þar al honum ekki lítil saga. Þá var sr. Pétur, síðar biskup, prestur á Staðastað og prófastur Snæfellinga. Hann stofnaði félag með prestinum í Þórsnesþingi. Voru það fyrstu samtök andlegrar stétt- ar manna á íslandi. Félagið stofnaði árs- rit, og komu út tveir árgangar. í báðum (heftunum eru ritgerðir, að vísu nafn- lausar, en taldar eftir sr. Magnús. Þær eru báðar harðar ádeilur, önnur um kirkjusönginn, hin um siðsemi við kirkju. Út af greinum þessum varð mik- ill úlfaþytur vestra. En allt mun það hafa verið hjaðnað, þegar sr. Magnús fluttist austur, enda þá nokkur ár liðin frá því þær birtust. Sr. Magnús Hákonarson var kvænt- ur Þuríði Jónsdóttur umboðsmanns í Þykkvabæ. Þau bjuggu í Vík í Mýrdal, meðan þau dvöldust eystra. Þrátt fyrir það góða jarðnæði og mikinn búskap voru þar ekki efni í búi. Er svo að sjá, sem sr. Magnús hafi ekki verið mikill búsýslumaður. Hinsvegar var sr. Magnús hinn bezti kennimaður og tilþrifamikill bæði í stól og fyrir altari. Flest árin, sem hann var í Mýrdal, var Jón Jónsson umtooðs- maður bóndi á Höfðabrekku. Var þar eitt hið mesta fyrirmyndar heimili bæði andlega og veraldlega, sem hugsazt gat. „En allri sókninni mátti líkja við stórt heimili", segir Eyjólfur á Hvoli í bók sinni um Merka Mýrdælinga. „Þar var aldrei messufall í færu veðri og svo fast gengu sóknarmenn eftir við presta sína að fá messu sinn ákveðna dag, að sr Magnús fór degi fyrr að Höfðabrekku, þegar illa leit út með veður og færð". En þessi kirkjulegi áhugi var ekki prestinum einum að þakka. Eitt sinn hafði prestur spurt Þorbjörgu húsfreyju á Bólstað: „Hvort haldið þér að Höfða- brekkukirkja verði svona vel sótt ef pokaprestur kemur eftir mig?" „Hún svaraði: Ég held það sé nú nokkuð sama hver presturinn er. Meðan Jón umboðsmaður og maddama Guðlaug eiga þar heima, verður kirkjusókn góð". Þegar sr. Magnús var kominn yfir hálfsextugt og hafði haldið Reynisþing í 14 ár, losnaði Staður i Steingrímsfirði. Það þótti gott brauð, um það bil helm- ingi tekjumeira en Reynisþing. Hefur það e.t.v. ráðið því að hann sótti um það kall. Fékk hann það vorið 1668. Um svipað leyti fluttist Sighvatur Borg- firðingur að Klúku í Bjarnarfirði. Var sr. Magnús sóknarprestur hans meðan hann dvaldist þar nyðra. iJ egir Sighvatur því af persónu- legum kunnugleik frá honum í presta- ævum sínum og lýsir honum svo: Séra Magnús var maður gildvaxinn og meðallagi á hæð, holdugur á efri ár- um, tigulegur á svip, heilsugóður oftast, ramur að afli og ágætur sundmaður. Hann var vel lærður í tungumálum, einkum norrænu og norrænum fræðum •og-fylgdi mjög hinu fagra móðurmáli sínu svo að ekki mátti hann heyra rang- mæli. Skáld var hann gott og orti ýms kvæði lausavísur og erfiljóð, harðkvæð- ur var hann, þó málið væri vandað. Hann var söngmaður góður og hafði sterkan róm. Hann var predikari með afbrigðum og vandaði öll prestsverk sín. Aldrei jarðsöng hann lík, svo að ekki héldi hann líkræðu, þó ekki væri hann beðinn. Það var eitt sinn sumarið 1870, að sr. Magnús söng messu á Kaldrana- nesi. Meðan stóð í tíðagjörð, var kom- ið með lík til greftrunar norðan frá Eyjum á Bölum, en presti hafði ekki verið áður tilkynnt dauðsfallið, því bæði var vegur langur frá Eyjum að Stað og veikindi gengu þar á bænum, en túnannir stóðu yfir. Vissi prestur ekkert af, fyrr en hann gekk í kirkju og líkið var komið heim að kirkjugarði. Tóku líkmenn þegar gröfina og gekk fljótt, en prestur sat á meðan í stofu sinni. Var þegar tekið til greftrunar. Flutti prestur snotra líkræðu alla í ljóðum. Var Sighvatur sjálfur staddur við útförina, svo þetta fer ekki milli mála. Af íþróttum sr. Magnúsar og vaskleik segir Sighvatur tvær sögur. Skulu þær raktar hér, þótt hvorug þeirra gerðist í Mýrdalnum. Eitt sinn kom Magnús vestan ríðandi að Hvítá í Borgarfirði og ætlaði á Þinga nesferju en enginn kom ferjumaðurinn. Prestur var í reiðkápu (kavíu) stórri með mörgum krögum hverjum utan yfir öðrum sem þá var títt, í stígvélum og með stromphatt á höfði og reiddi dún- pund bundið í klút í annarri hendi. Þannig ætiaði hann að sundríða niður yfir ána, en hesturinn steyptist á höf- uðið og prestur af honum. Synti hann síðan með hattinn á höfði en hélt dún- pundinu ofan vatns með annarri hendi. Sem dæmi um afl sr. Magnúsar segir Sighvatur eftirfarandi sögu: Það var vorið 1871, að hannvar stadd- ur úti á verzlunarskipinu Meta frá Kaup mannahöfn, sem lá þá á Skerjavíkurhöfn í Steingrímsfirði. Þar var lausakaupmaður, Bjarni Sand- holt frá verzlun Clausens stórkaup- manns. Sr. Magnús var niðri í miðlest skipsins þar sem verzlað var. Margir menn voru þar samankomnir og voru sumir uppi, en nokkrir niðri. Einn þeirra, er uppi á þilfari voru, var Jör- undur bóndi Gestsson frá Hafnarhólmi og var við öl. Visau menn ekki fyrri af en Jörundur steyptist á höÆuðið niður í lestina, sem var nær tvær mannhæðir frá þilfari niður til botns og þar var Magnús niðri og hafði búizt við falli Jörundar ofan yfir sig. Hafði hann út- rétta báða armleggi og lét Jörund falla niður á þá, en ekki kiknaði hann hið minnsta og hélt báðum örmunum beint út frá sér sem áður. Var Jörundur þó meira en meðalmaður á vöxt. Á þennan atburð horfði Sighvatur sjálfur. Þetta var fjórum árum fyrir andlát sr. Magn- úsar og hann þá orðinn feitur mjög og hafði ístru. Góður var sr. Magnús heim að sækja og skemmtinn í viðræðum þegar um fróðleik var að ræða og við þá, sem hann vildi eiga í samræðum við, og þá jafnan fræðandi og glaðvær. Sumum fannst hann nokkuð þóttalegur og að- finnslusamur enda var það til í fari hans. Vorið 1875 kom upp megn taugaveiki á Stað í Steingrímsiirði. Tók sú sótt flesta á bænum. Úr henni dó sr. Magnús, kona hans og tvö börn uppkomin, Bjarni og Guðjón, öll á einni viku. Séra Brynjólfur Jónsson »3 íðasti prestur í Reynisþingum var sr. Brynjólfur Jónsson, síðast á Ólafsvöllum og löngum kenndur við þann stað. Hann var sonur Jóns há- yfirdómara Péturssonar, tvíburabróðir við sr. Pétur Kálfafellsstað. Sr. Brynjólfur vígðist til Meðallands- þinga vorið 1875. Ekki var hann þar nema árið. Næsta vor fékk hann Reyn- isþing og settist að á Heiði. Þar var hann í 6 ár unz hann fluttist austur að Hofi í Álftafirði, síðan var hann einn vetur á Bergsstöðum í Húnaþingi. Þá fékk hann Ólafsvelli þar sem hann var prestur til dauðadags. Vorið 1025 fór sr. Brynjólfur til . Reykjavíkur á prestastefnu svo sem venja hans mun hafa verið. Hann of- kældist á leiðinni, lagðist veikur þegar suður kom og andaðist á heimili Helgu dóttiu- sinnar 2. júlí. Skeiðamenn komu suður til að bera hann til grafar, en yfir moldum hans töluðu þeir sr. Magnús Helgason og Friðrik Hallgrímsson. Sr. Brynjólfur mun hafa orðið næsta minnistæður öllum þeim, sem höfðu af honum einhver kynni. Frægastur var hann fyrir stálminni og hinn þaulfróð- asti í mörgum efnum. Hann kunni em- bættismannaskrár Norðurlandaríkjanna utan bókar, enda hafði hann Hof- og Statskalender Dana í höndum sér á deyjandi degi. (Vörður 18. júlí '25). Fyrri kona sr. Brynjólfs var Ingunn Eyjólfsdóttir frá Vælugerði í Flóa. Hún var af fátæku fólki komin en dug- miklu og var sjálf dugnaðar- og ráð- deildarkona, var hreinlynd og hjartagóð, vinsæl og velmetin af öllum, sem þekktu hana rétt. — Þannig farast Sighvati Borgfirðingi orð um síðustu prests- maddömuna í Reynisþingum. (í síðari hluta þessarar greinar verð- ur sagt nokkuð frá kirkjum og kirkju- stöðum Reynisþinga). Hagalagöar l ,,Illt veit hún á sig" | A harðindavetrum allt fram á síð- i ustu öld, var ekki einsdæmi, þótt bændur inntu fjármenn sína, þegar I heim komu frá fénu að kvöldlagi, | hvernig rjúpan hefði hagað sér í 1 dag. Það sem bóndinn vildi vita var, ! hvort rjúpan hefði verið í kröfsum fjárins og hvort hún hefði verið ið- in að tína í sarpinn. Væru svör fjár- mannsins jákvæð, var venjulega svarið: ,,Já, ekki spáir það góðu", eða ,,IHt veit hún á sig". Væru svör þess er spurður var á þá leið að 7i rjúpan hefði varla sézt í dag, þá 1 léttist heldur brún fólksins. í þann Q tíma var svo mikið undir því kom- í ið, að féð hefði sem oftast haga af Jj jörðinni. 1 (Ól. Þorvaldsson) U Gjafadagur Víða var það 1 að fólk, sem varð I að þiggja af öðrum, var vart talið i manneskjur, en fólkið á Svalbarðs- l\ ströndinni hugsaði ekki þannig. Þar /j hafði hvert efnaheimili ákveðinn I gjafadag og var þá farið með mjólk | og smjör og annað þess háttar heim til fátæklinganna. Ég man, að ég heyrði sérstaklega talað um, hve vel væri farið með munaðarleysingja þarna fyrir norðan, mun betur en fyrir sunnan. (Heimdragi II). Þúsund riddarar að norðan Ýmsar skröksögur hafa á þeim ár J um gengið í Kaupmannahöfn um uppreisnaranda íslendinga. Hinn 27. okt. 1848 skrifar Dr. Pétur Jóni bróð ur sínum: Altalað var í Höfn, að Jón Guðmundsson hefði riðið upp á Al- þing í sumar og gjört upphlaup, hefði verið í ráði, að 1000 Cavaller- istar eða. riddarar kæmu frá Norð- urlandi en Infanteri (fótgöngulið) að sunnan, sem áttu að drepa alla (I danska embættismenn og alla ,,dansksindede" og sjálfsagt alla kaupmenn. (Ævisaga Péturs biskups). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 9. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.