Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 4
Skólaverkefnið: Hinn ósanngjarni maður z r- „Hinn sanngjarni maður lagar sig ejtir umhverfinu; hinn ósann- gjarni maður reynir stöðugt að laga umhverfið eftir sér. Þess vegna hyggjast allar framfarir á hinum ósanngjarna manni.“ („The Revolutionist’s Iíandbook“ úr „Man and Superman“ eftir George Bernard Shaw). Um 68.000 væntanlegir um- sækjendur um námsvist í bandarískum háskólum árin 1969 og 1970 glímdu við tilvitnun þessa fyrir nokkru. Verkefni þeirra var að skrifa stutta ritgerð um efnið, og átti hún að vera einn þáttur í ritgerðaprófi þeirra. Sjö manna nefnd hins virðulega 65 ára gamla ráðs, er undirbýr inntökupróf há- skólanna, hafði valið tilvitnunina 'iil að kanna þekkingu umsækjenda á enskum stíl og málfræði- Að sjálfsögðu voru ýmsar viillur og (mishermi í ritgerðunium — suimt stafaði vafalaust af fljóbfæmi og tímaþröng, en annað sýndi því miður a-llmikla fáfræði. Hér eru nokkrar skemimitiileguisbu yfir- lýsingarnar: „Manninum er ætlað að ganga á jörð- inni, en fuglunum var æitlað að varna þeim (inhibit) himinsins.“ „Ef engir ósanngjarnir menn væru til, mundum við enn halda að sóiin snerist 1 kringum loftið.“ „Dr. George Washington Carver sem fann upp hnetuna . . . . “ „Hann stendur í báða fætur og bíð- ur eftir sér'hverri hindrun, sem kann að verða á vegi hans.“ „Sumir reyna að ódýra (dheap) al- menning. Þeir sem gera siíkt eiga sjúk- ar námur (mines).“ „Forsögumaðurinn saumaði föt. Síðan tendraði hann eld, byggði eldstæði, upp- götvaði raámagnið og fullkomnaði kjarn orkuna. Hinum sanngjarna manni er ennþá kalt.“ ★ ★ ★ E n þrábt fyrir þetta æittu eldri siðferðispostular, sem hættir til að líta á ungu kynslóðina sem óþroskaðan hóp sjálfsiánægðra sjónvarpsáhorienda er hangi á sjoppum og dái bíla og bítla, að herða upp hugann. Því allstór hópur nemendanna reyndist vera gæddur þroskaðri dómgreind, auk þess sem þeir höfðu gott vald á enskri tungu, þrátt fyrir hinn stubta tíma (20 mínútur), sem þeim var æblaður til að skrifa rit- gerðina. Ritgerðirnar um þetta háfleyga bók- menntalega efni sýndu, svo að vitnað sé í orð eins dómnefndarmanns, „hress- andi stuðning og samihygð með upp- reisnarmanninum. Þær sýndu einnig hæfileika til að greina á milli hins raun- verulega utangarðsmanns og beatniks- ins.“ Fhilip B-urnham, formaður nefndar- innar, sem undirtoýr og dæmir um rit- gerðir á ensku og er auk þess kenrrari í ensku við St. Pauls-skólann í Con- oord, N.H., var líka bjartsýnn. Hann sagði, að ritgerðirnar sýndu „ígrundaða virðingu fyrir einstaklingum, sem eru óánægðir með ríkjandi ástand. Þær mæla með æskilegum breytingum og leiða í ljós hugsjónir og óánægju nem- eridanna með mörg atriði í ríkjandi að- stæðum“. Og Burnham bætir við: „Nemendurnir sjá einnig þversögn, jafnvel mótsögn í hinum tilvitnuðu orðum. Ritgerðirnar bera einnig vott um þrá og viðleitni til að skapa betri heim“. ★ ★ ★ F rá fræðilegu sjónarmiði eru rit- gerðirnar í stórum dráttum álíka góðar. Einn nefndarmanna, Christine Royer, enskukennari við kvennaskóla í Connecti cut, sagði: „Ritgerðirnar sýndu þjálfun og löngun til að setja hugsanir skipu- 1 lega fram og rita einfalt, samfellt mál. Skrift og frágangur allur var eftirtektar- verður, og reynt var að marka orðum skýra merkingu.“ Kaflarnir, sem birtast hér að neðan, eru valdir af handahófi úr betri hluta þeirra ritgerða, sem teknar voru til greina. ★ ★ ★ „ Hinn ósanngjarni maður er hinum sanngjarna vissulega fremri. Hinn ósann- gjarni kemur málum í framkvæmd . . . Sesar var ósanngjarn, en einnig Jesús, Hitler var ósanngjarn, en einnig Paste- ur. Hinir ósanngjörnu menn eru yrkj- endur og eyðendur jarðarinnar. Hinn sanngjarni maður lætur sér nægja að inna af hendi dagsverk sitt, að því loknu fer hann heim og sefur. . . Hinn ósanngjarni maður fellir sig ekki við stöðnun, hann veit að heimurinn verður að breytast. En ekki vill hann láta aðra framkvæma þessar breytingar: Ef heimurinn á að breytast, er það hans hiutverk að framkvæma breytingarnar.. Hinn sanngjarni maður .... heldur í horfinu og innir hin nauðsynlegu störf af hendi. í hans stað má setja I.B.M.- vél. Sess ósanngjarna mannsins verður ekki öðrum skipaður." ★ ★ ★ „T il að skýra tilvitnun þessa er nauðsynlegt að gera sér ljóst, við hvað er átt með orðunum „sanngjarri' maður og „ósanngjarn" maður. Það virðist að með sanngjörnum manni sé átt við þann sem lagar sig eftir þjóðfélaginu .... er ánægður með tilveruna eins og hún birtist honum. Ósanngjarn maður virðist vera sér- vitringur, sem fellir sig ekki við þjóð- félagið og reynir að bæta það eftir sínu höfði. Enda þótt hann sé oft álitinn „utangátta" og „skrýtinn" . . . er það hann sem hugsar sjálfstætt og er sjálf- um sér samkvæmur, enda mun hann auðga og bæta þjóðfélagið í framtíð- inni“. ★ ★ ★ „Híinn ósanngjarni maður . . . er sá sem berst og keppir, sem hefur skarp skyggni til að sjá vanda heimsins og finna leiðir til úrbóta . . . Það er ósann- gjarni maðurinn sem er hafður að Júlíus Sesar Adolf Hitler píslarvotti, sem er dramatíseraður og vekur samúð allra. John F. Kennedy og Malcolm X eru ef til vill bezt þekktir. Jafnréttismenn- irnir þrír, sem „voru óðir að láta sér Framhald á bls. 11. Kópernikus Malcolm X 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.