Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 6
ur sýnt þessa eiginleika sem hann tel- ur sig skarta. Samt er það rétt, að manni finnst sem tilfinningalíf hans Kaj Munk Framhald af bls. 1. svo neinu nemi, meðan þeir eru í sí- felldri lífshættu — já, í hættu við að missa meira en lífið. Þegar um er að ræða rétt og órétt an borgi sig, því að að'eins djöfullinn getur haft hag af þvi. En okkar barátta borgar sig meira að segja. „Það kemur mest niður á okkur sjálfum". Nei — og aftur nei. Það kæmi verst niður á okkur, ef við gerðum ekki neitt. Ef við eyðilegðum ekki sjálfir hættu- legustu fyrirtækin, myndi land okkar hafa orðið fyrir gífurlegum loftárásum fyrir löngu. Og ef við höldum skop- leiknum áfram, getur það aðeins orðið til þess að okkar litli vagn verður dreg- inn niður í djúpið með Þýzkalandi. Við erum ekki, eins og þeir halda, þjóð gamalmenna, sem lætur bjóða hafi orðið fyrir áfalli, ef til vill við skyndilegan missi beggja foreldranna í bernsku. Það er eins og hann hafi sér allt og neyða sig til allra hluta. Bóndinn kaupir rándýran áburðinn (það bitnar á honum sjálfum), já, en arðsins nýtur hann næsta sumar. í dag eru tuttugu ár liðin síðan ég steig í þennan prédikunarstól í fyrsta skipti. Og nú stend ég hér. Ég hafði ekki búizt við að þess afmælis yrði minnzt á þennan hátt. 20 ár — fjöldi er.durminninga sækir á hugann, og ég stend í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir tryggð ykkar og umburðarlyndi við míg, sem er svo ólíkur ykkur og flest- um öðrum. Því sársaukafyllra fyrir mig er það, sem hefur gerzt um þessar mundir. Ég veit engin nöfn og kæri mig heldur ekki um að vita þau. Ég get ekki annað en beðið til Guðs, að þessi sóknar- börn mín megi viðurkenna villu sína og finna leiðina til baka, svo að þau verði góðir kristnir danskir menn á meðal okkar. Amen. Helgi Hallgrímsson þýddi. stokkið frá bernskunni til fuils þroska og þekkingar á heiminum, og fyllt gap- ið með tregasárri rómantik. Því Maugham hefur vissulega verið rómantískur. Fyrstu tilfinningatengsl hans voru við spænsku þjóðina, og þau voru eingöngu af rómantískum toga spunnin. Það er ekki almennt álit, en ég held að þeir sem þekkja Spánverja muni mér sammála um, að Maugham láti verr að lýsa þeirri þjóð en nokkurri annarri. Eftir fyrri heimsstyrjöld og erfið veikindi fór hann til Austurlanda og fann þar, einkum í Malaja, miklu betri yrkisefni. En þessa rómantísku æð í Maugham, og vonbrigði hans, verð- ur að skoða í ljósi reynslu hans frá æskuárunum. Allar sögur Maughams, frá þeirri fyrstu til hinnar síðustu, eru tilbrigði við sama tema: hlutirnir eru ekki það sem þeir sýnast. Af því að Maugham hlaut strangt uppeldi og leitaði sér verndar bakvið heimsmannslegt yfir- bragð (án þess þó að þræða troðnar slóðir), vildi hann mega trúa því að hin sanna lífsfylling væri fólgin í róm- antísku, uppreisnargjörnu og óhefð- bundnu lífi. -A. örfáum árum varð Maugham vellríkur og afburðavinsæll rithöfund- ur. Hann átti um skeið þrjú leikrit í gangi í einu í London. Það var mark- mið hans og að því stefndi hann ráðn- um huga, að afla sér fjár á leiksviðinu til þess að fá tóm til að skrifa skáld- sögur sem er tímafrekt starf. Hann hef- ur aldrei dýrkað fátæktina. Hann hef- ur alla tíð verið hreykinn af þeim hæfi- leikum og auðæfum sem opnað hafa honum leið inn í samkvæmislífið, sem veitt hafa honum tækifæri til að’ferð- ast um heiminn og gefið honum húsið hans í Suður-Frakklandi. Hann er sískrifandi. Þó var þessi rit- leikni ekki meðfædd. Maugham er í ríkum mæli „sjálfskapaður“ rithöfund- ur: með stálvilja hefur hann þjálfað sig við ritstörfin, með æfingum og með því að líkja eftir fyrirmyndum hefur hann skapað sér þann gráa, hnökra- lausa samræðustíl sem við finnum í flestum bókum hans. Hann hefur lesið vandlega meistara hins óbundna máls eins og Dryden og meistara smásögunn- ar eins og Maupassant. Hann hefur alla tíð lagt mikið upp úr tækni. I einkalífi sínu er Maugham fé- lagslyndur, en mjög einmana. Þeir sem hafa hitt hann í Frakklandi munu ef- laust vera á annarri skoðun, en utan þess er hann hinn einmana gestur í gistihöllum stórborganna. Þrátt fyrir heimsborgarabraginn er í honum tals- vert af eðli meinlætamannsins. Hann er ekki öfgamaður, miklu fremur hygg- inn og forvitinn áhorfandi að lífinu, skarpskyggn hlustandi, sem með aldr- inum hefur tileinkað sér óskeikula, geð- þekka leikni í að leyna sárum sínum og umburðarlyndi gagnvart syndum annarra, sem er ef til vill meira en umburðarlyndi hans gagnvart dyggð- um þeirra. Honum er hvorttveggja gef- ið: áhugi læknisins á greiningu og lög- fræðingsins á dómum. Sjálfur hefur hann sagt: „Það er ekki nauðsynlegt fyrir rithöfund að borða heila kind til að geta sagt lesandanum hvernig kindakjöt er á bragðið. Honum nægir að borða einn rifbita. En hann verður að gera það!“ Maugham hefur látið sér nægja rif- bita vandlætarans. Þann rifbita hefur hann látið tilreiða sérstaklega handa sér, og það er vissulega safaríkur og dýr biti. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. bókina ofan af skápnum, kom sér vel fyr Vedersö-kirkja. ir i rúminu og tók að blaða í henni. Hún var vandlega handskrifuð með svortu bleki og fjöðurstaf. ,Brátt gleymdi hann sér alveg við lesturinn. Þetta var dag- bók hinna látnu hjóna. Hún hófst þann- ig: „Dagbók þessi er samvizka okkar beggja. í hana má einungis skrifa sann- leikann og ekkert nema sannleikann. Við eigum bæði frjálsan aðgang að henni en lofum því að ræða aldrei um það sem við skrifum og leyfa engum öðrum aðgang að henni.“ Anna María Jónsdóttir Klemenz Karlsson (sign.) Gvendur blaðaði áfram............ ...........Hann er að verða svo þegjandalegur og undarlegur. Líti ég upp frá prjónunum mæta mér athug- andi augu, sem líta jafnharðan undan ...........Á kvöldin situr hún dúðuð upp fyrir haus í alls kyns fataræflum og prjónar eins og hún eigi lífið að leysa nærboli á nærboli ofan fyrir þessa ömurlegu safnaðarnefnd........ Opni ég gluggann stendur hún stein- þegjandi upp, sýgur upp í nefið og lokar glugganum............... ...........Sér er nú hver eyðslu- semin. Ég veit ekki hvað stendur til hjá honum en mér finnst það vera skrítið uppátæki að kaupa lifandi blóm til þess eins að sjá þau visna og deyja. Eins og ekki hefði verið gagnlegra að kaupa mjöl eða sokkaplögg............ ...........Stundum eltir hún mig um allt húsið með tusku í hendinni. Snerti ég magohaníkommóðuna andar hún á staðinn og strýkur svo allt hvað af tekur. Hrökkvi smávegis aska a£ sunnudagsvindlinum mínum bíður hún ekki boðanna heldur sópar henni upp á augabragði. Hún hefur náð fullkomnun í hreinlæti. Það er fólgið í því að kaupa alla hluti þannig á litinn og þannig lag- aða að hin minnsta rykögn fái ekki dulizt. Stundum endist henni varla dag- urinn til þess að hreinsa.......... ...........Ef einhver segði mér að hann væri mállaus eftir klukkan átta á kvöldin mundi ég trúa því. Hann les dagblöðin nærri því upp til agna og þegar ég kem með kvöldteið tottar hann pípustertinn svo að hann hverfur í reykský og mig svíður í augun . . . . . ...........Það er ekki laust við að ég sakni Önnu Maríu dálítið. Hún leið út af eins og ljós. Læknirinn gerði þá athugasemd að líkið væri svo undarlega grátt. í dag verður hún jörðuð. Sjálfsagt grunar engan neitt nema e£ til vill lækninn. Til öryggis ætla ég að hverfa. í höf- uðstaðnum get ég fylgzt með því sem gerist hér. Ég get unnið sitthvað. Óneitanlega væri þó gott að mega eyða elliárunum hér í fjallaloftinu og kyrrðinni — í friði og ró. Gvendur lokaði bókinni, fór fram úr og setti hana upp í skápinn aftur. Hann settist á rúmstokkinn, spennti greipar, skaut hökunni fram og lokaði augunum: „Kæri Guð. Þú ræður svosum hvað þú gerir við hann, en ef til hans næðist hér máttu vita að hann yrði ábyggi- lega hengdur. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni held- ur frelsa þú oss frá öllu illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðm að eilífu. Amen“. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.