Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 5
Eftir Siglaug Brynleifsson Konrad Adenauer: ERINNER- IJNGEN 1945—53. Deutsche Ver- lags-Anstalt Stuttgart 1965. DM 24.80. essarar bókar hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu og er von til þess. Þetta bindi fjallar um árin 1945—53, næsta bindi mun fjalla um eftirstríðsárin og fylgir því viðbótarbindi þar sem birtast munu skjöl, minnisnótur, fundargerðir, efnisskrá og registur yfir bæði bindin frá 1945. Tímabilið fyrir 1945 verður sérstakt bindi og kemur síðast. Þetta er 610 blaðsíðna rit í stóru broti og eintakafjöldi er meiri en af nokkru öðru riti, sem út hefur komið síðustu áratugina í Vestur-Þýzkalandi. Nokkrar mynd- ir fylgja af minnisstæðum atburð- um og persónum. Bókin kom út 13. október sl. Höfundur tileinkar föð- urlandi sínu þetta verk og skrifar fróðlegan inngang, þar sem hann setur fram þá skoðun sína, að sagn- fræðingar skuli reyna að segja fyrir um líklega þróun mála í heimi hér. Þessi skoðun er honum eðlileg, hann hefur sjálfur þá reynslu að hann þóttist geta sagt fyrir gang mála eftir styrjöldina síðari. Og þar að auki átti hann sjálfur mikinn þátt í að móta söguna á Þýzkalandi eftir ófriðinn. BóKIN hefst á samtali Adenauers og fangabúðastjórans, en hann hafði verið handtekinn eftir 20. júlí tilræði'ð við Hitler og settur í fangabúðir. í þessu samtali baðst fangabú'ðastjórinn þess að Adenauer gerði ekki tilraun til sjálfs- modðs, en hann taldi hættu á því, sök- um þess hve gamall hann væri og hann gæti ekki vænzt neins frekar af lífinu og auk þess þreyttur. Allar tilraunir til sjálfsmorðs yrðu aðeins til þess að auka ónæði og óþægindi yfirstjórnar fanga- búðanna. Adenauer fullvissaði hann um að hann myndi alls ekki auka honum ónæði með slíkum tilraunum. Síðan þetta gerðist eru rúmlega tuttugu ár og á þessum árum afrekaði Adenauer það, sem skipar honum á bekk með merkustu og áhrifamestu mönnum samtíðarinnar. Skoðun fangavarðar reyndist heldur en ekki röng. Adenauer fæddist 5. janúar 1876 og stendur nú á níræðu. Hann fæddist í Köln og framan af ævi vann hann þar sitt starf, sem yfirborgarstjóri. Hann var kosinn í borgarráð 1906, hafði þá lokið prófi í lögum, en það taldist góður undirbúningur undir það starf, sem hann ætlaði sér, sem var embættisstarf hjá ríki eða borg. Hann er sagður hafa verið mjög einráður sem borgarstjóri, en stjórn hans á borginni var röggsamleg og hann átti mikinn þátt í að gera Köln að einni fegurstu borg Þýzkalands. Hann var kosinn á þing 1917, en áhugi hans beindist fyrst og fremst að málefnum Kölnar. Þegar Hitler kemst til valda er hann sviptur starfi borgarstjóra og var illa séður af stjórnarvöldum, hand- tekinn 1834 og svo aftur 1944. í stjórn- málum var hann hægrisinni, kaþólskur og því alltaf til hliðar við þýzka út- þenslustefnu fyrir daga Hitlers. Þegar lýðveldi var komið á 1918, kaus hann Blaðadauðinn svonejndi er orð- inn ískyggilegt vandamál á Norð- urlöndum og víðar. Hér á landi vofir hann yfir fjórum af fimm dagblöðum. í Svíþjóð hafa þing- menn samþykkt að stjórnmála- flokkarnir fái árlega opinberan styrk, sem nemur 23 milljónum sœnskra króna og skiptist hlut- fallslega eftir þingfylgi þeirra. Er œtlunin að verja þessu fé til að styrkja flokksblöðin í landinu. (Það er ranghermi, sem komið hef- ur fram í íslenzku blaði, að Vest- ur-Þjóðverjar hafi farið svipaða leið. Þar í landi fá blöð ekki opin- bera styrki) 1 Noregi hafa samtök blaða farið þess á leit við ríkis- stjórnina, að skipuð verði nefnd til að rannsaka stöðu norskra blaða og benda á úrrœði til að bœta fjárhag þeirra, án þess brotið verði í bág við kröfuna um algert frelsi blaðanna. Norsk blöð eru yfirleitt andvíg sœnsku leiðinni. Hvað sem ofan á verður, þegar þessi vandamál verða tekin raun- hœfum tökum hérlendis, virðist augljóst að sœnska að- ferðin sé ekki fýsileg, þar sem hún lög- gildir í raun- inni ríkj- andi flokka- kerfi og hleð- ur mest undir þá sem sízt eru hjálpar- þurfi. Það yrði hrein skrípamynd lýðrœðisins hér á landi að veita flokkunum styrki eftir þingfylgi þeirra. Auk þess mundi sœnska leiðin stuðla að því að tjóðra blöð- in við flokkana enn frekar en orð- ið er, en á því er sízt af öllu þórf. Úr því Norðmenn og Svíar, sem hvorir um sig eru 20 til 40 sinnum fjölmennari en íslendingar, eiga í erfiðleikum með blaðaútgáfu sína, Konrad Adénauer helzt að Kínarlöndin yrðu sjálfstæð i þýzku ríkjasambandi, en slík stefna varð útilokuð sökum stefnu Frakka varðandi þessi landsvæði. F YRSTI hluti bókarinnar ber heit- ið „Beygður en ekki bugaður"; þar lýs- ir höfundur ástandinu við lok styrjald- arinnar. Það var hörmulegt, og von- leysið ofboðslegt. Þjóðverjum hafði ver- i'ð innrætt virðing fyrir ríkisvaldinu og nú var svo komið að Þýzkaland var ekki lengur ríki. Vonin um þúsundáraríkið var öll, þjóðernishýsterían var burtfok- in og eftir stóðu örsnauðir betlarar, alls- lausir og fordæmdir af öllum heimi. Við- reisnin hlaut bæði að verða siðfer'ðisleg þarf engan að undra þó hart sé í ári hjá dagblöðum á íslandi. Benda má á ýmsar orsakir hinnar ugg- vœnlegu þróunar, t.d. gegndar- lausa verðbólgu sem kemur hart niður á blöðunum, mjög óhag- kvœma útgáfutilhögun þar sem hvert blaðanna burðast með eigin rándýra prentsmiðju, eigin mynda- mótagerð, eigin dreifingarkerfi o. s.frv. Með skynsamlegri tilhögun mœtti án efa draga verulega úr útgáfukostnaði dagblaðanna og nýta bœði vélakost og aðstöðu mun betur en gert er. Hitt er firra, sem hrekja má með mörgum dœmum, að beztu blöðunum vegni vel, en lélegri blöð fari fjárhagslega hall- oka. Ef nokkuð er, virðist reglan erlendis vera þveröfug. Það sem þyngst er á metunum hérlendis og víða annars staðar er, að víðlesn- asta blaðið hlýtur að fá mest magn auglýsinga, sem aftur örvar sölu þess, og þegar slík víxlverkun er komin á, er fjárhag blaðsins borgið. Hvernig tryggja eigi, að út komi fLeiri en eitt dagblað á íslandi, er vandamál sem verður að leysa, ef tryggja á áframhaldandi lýðræði og nokkurn veginn frjálsa skoðana- myndun i landinu. Ég býst við ao fáir íslendingar, þar meðtaldir við Morgunblaðsmenn, mundu fagna því, að Morgunblaðið yrði hér eitt dagblaða. Aðhaldið sem önnur blöð veita því er skilyrði fyrir andleg- um viðgangi þess, en það á vissu- lega margt ólœrt ennþá um heil- brigðan og fordómalausan mál- flutning, þó það hafi á seinni árum þokazt mjög í rétta átt. Á timum þegar hið alvalda ís- lenzka ríkisbákn gín yfir öllum sköpuðum hlutum í landinu, er það beinlínis siðferðileg skylda að standa vörð um dagblöðin, sem eru ásamt nokkrum bókaforlög- um, vikublöðum og einu sjálfstœðu tímariti síðasta vígi Framhald á bls. 6. 16. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.