Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 14
■ PK (W 5HÓkM »UK>HAK TAIKM: HAHUÞ&fcASSOM- M n/lLTt (ifíNQLERl I UVER ER LEIÐ TIL UIMINS ftf JÖRDV ? M SVflR/lR H/IRR 0K HLÖ W. EIO ERNU FRÓÐ'- LlCfl SPURT. ER P'ER Eici SfíQT l>AT, ER GOblhJ GERÐU BRU Af JÖRÐU TlL HIMRS, ER HEITIR ÖIFRÖSr. HflMfl MUMTV S'ET Hflffl. KTWN VERfl.flr m KfíLLIR ÞU RíQNBOQft. HOfí £R MED ÞREfA UTUfft OKMJÖR STERK OK GÖR MEÐUST OVC KUNNfífTU MEIRI EN ftDRflJ? SM'lÐlR. £N SVft STERK SEM HON ER, Þ'fí MUN HoN BROTNft, p'ft ER. MOSPELLSMEdlR FflRfl OKRiÐfí HfíNft , OK ÍV/Mfl HEJT/IR ÞEIRfí VÞIRiTÓR-’ ftR 'flfl; Svfl KOMfl Þ£lR Fflfltf. Þft HÆLTi GflNtLERI: EIQl þóTTl MER Go&lN QERfí AF TrONftBI BKVNA'ÉR HON SKfíL UfíOTNfí MEQft, FR Þftu tfECU ÞÖ GERfí SEM ÞfíU V/tJfl, f>fl MÆLTI HfíRR: EIQI EKUQOÐ- IN HALLHÆLIS VERÐflF ÞESSI SrtlÐ.GöOHRC/ER ISlFKÓSr, EN ENQl HLUTR £R Sfl'/ ÞES$- Urt HEIrtl, ER S'ER MEfllTrttW- fí^ÞAER MOSPELLSSVNIR Þ'fí MÆÍT/ flflMCLERC. HVflt HflFÐ/SK flLFöÐR Þ'ftft1tER (JORR VARflSSARÐR'] f HflRRMÆLTí: 'l UPPHAFI S£rf/ HANN STJÖRNRRMíNn'1 SÆTI OK BEIDD/ >ýq flT D/£Mfl MEf) SER ÖRLÖQMftNNfl 0KKftÐft UIA SKIPUN BOfíQftRINNAfi. ÞftT VAR ÞfíR.SErt HElTiR IÐfíVÖLLR ‘l PIIÐRl BORQ- INNI, ALIT ER ÞflR ÚTftN OK iNNftN SVfí SEM CULL: ETT.l ÞEIM STflD KflLLft rtENN (fíflÐSHElM. Sidney bróður sínum, þegar hún er ekki að vinna. „Ég fer oftar heim nú en áður. Við erum núna átta, krakkarnir. Ég segi núna, því að foreldrar mínir væru vel til í að fjölga þeim enn meir en orð- ið er. Þegar ég kem heim, fá allir krakk- arnir frí úr skólanum og öll fjölskyld- an kemur á stöðina til að taka á móti mér, og svo eyði ég mestum tímanum í að skipta á bleyjum og drekka kók og ta-la við mömmu um það sem ég hefst að Og svo sef ég einhver ósköp. Pahbi rekur alla í rúmið klukkan níu“. Geraldine á tvöfaldan borgararétt, bæði amerískan og brezkan, en getur ekki kosið nema þar sem hún dvelur. Hún á mjög fáa kunningja í kvikmynda- heiminum, og ein ástæðan til þess er sú, að „ég verð skotin í öllum leikurum, sem ég hitti. Fyrst var það Marlon Brando. Og ég held meira að segja, að ég sé dálítið skotin í honum enn. Svo var það Belmondo. Núna er það Omar Sharif. Þegar hann kom inn í Sívago- myndina suður á Spáni, leit ég snöggv- ast á hann og sagði svo: „Ég get ekki leikið á móti þessum manni. Hann er alltof glæsilegur". önnur ástæðan er sú, að hún er alltof alvörugefin til að geta tekið leikara alvarlega . . Hún á t.d. meira en 300 plötur og aðeins ein þeirra er með Bítlunum. Hún hefur meiri smekk fyrir Sibelíusi og Bach, og hún les fremur Katherine Mansfield en Ian Fleming. „Ég er sannarlega ekki líkt þvi eins eftirtektarverð og blaðamennirnir viija vera láta“. En af persónu að vera, sem segist sjálf vera leiðinleg, getur hún samt fundið upp á ýmsu, sem liggur utan við hið hvers- dagslega. Eins og til dæmis fallhlífar- stökk. „Það er uppáhaldsíþróttin mín. Ekk. þó þessar her-fallhlífar, sem eru eins og dularmálning. f þeim gæti stúlka hálsbrotið sig . . heldur á ég við þessar skemmtilegu og kvenlegu fallhlífar, sem hvissast niður, svo að maður tapar bæði sálu og líkama og hugsar hvorki um himin né jörð. Ég hætti samt við þetta, eftir að ég hafði einu sinni lent á miðjum þjóðvegi, þar sem bílar voru á fleygiferð í báðar áttir“. Nýlega lét kunningi hennar, skurð- læknir, sótthreinsa hana og íklæða mjög svo óglæsilegri sótthreinsunargrímu meðan hún horfði á lungnauppskurð í fyrsta sinn á ævinni. „Karlmenn láta líða yfir sig, en kvenfólk ekki. Ég stóð þarna bara og hélt í höndina á ein- hverjum, mér til stuðnings — en það reyndist vera sjúklingurinn sjálfur. Þetta var svo fallegt. Ég gat séð hjartað í honum slá og einu sinni spýttist blóð- ið upp undir loft. Vitanlega gat ég ekki smakkað kjöt í heilan mánuð á eftir. Þeir tóku burt lunga og rif, og þá vakn- aði sjúklingurinn og kreisti á mér hönd- ina og ég gat varla séð hann fyrir tár- um. Ég grét eins og krakki. Þetta var áhrifameira en nokkur leikur í kvik- mynd“. Hvort svona áhugamál eru hverful eða hluti af eðli stúlkunnar, er auðvitað ekki að vita. En Geraldine er gallhörð á því, sem er aðal-áhugamál hennar: eiginn leiklistarframi. „Hlustaðu nú á“, segh' hún og Síams-kattar-augun kipra sig saman. „í tuttugu ár var ég ekkert annað en dóttir Charlie Chaplins. Nú lifi ég mínu eigin lífi og verð að skapa mér tækifærin sjálf. Nú er annaðhvort fyr- ir mig að duga eða drepast. Þegar mað- ur er krakki á Chaplin-heimilinu, er allt svo auðvelt. En þegar að því kemur að ráða fyrir sig sjálfur, er öðru máli að gegna. Þegar Michael bróðir minn giftist konu, sem var átta árum eldri en hann og átti tvo krakka, ætlaði pahbi alveg vitlaus að verða. Þegar ég fór til London til þess að ryðja mér braut sjálf, í stað þe. að fara í skóla, endurtók sagan sig. Og líklega verður hann enn einu sinni vitlaus, þegar hún litla systir mín fer að heiman. En hann hefur alltaf mömmu og þau eru afskaplega skotin hvort í öðru. Og þú verður að muna, að hann er orðinn 77 ára gamall. Við lifum bók- staflega talað sitt á hvorri reikistjörnu. Svo að þú sérð, að ég verð að standa mig. Ég hugsa aldrei um, hvort þetta sé nú rétt eða hvort það sé rangt. Þegar fariö er út í slíka vitleysu, er allur sálar- friður úti. Ég fer bara eftir eigin hug- boði. Pabbi hefur aldrei séð neitt, sem ég hef afrekað, en hann er bezti gagn- rýnandi minn samt. Hann hefur kennt mér að kryfja hlutverk til mergjar. „Fórnaðu öllum innýflunum", er hans leikaraheimspeki. Hugsaðu aldrei um getuna, en leggðu þig bara í límia. Meðan hann er ofan jarðar til að ke»na mér, ætla ég aldrei að læra neina leiklist. Því að hver gæti óskað sér betri kenn- ara en C'harlie Chaplins?" „Ef ég er ömöguleg . . . Hvað Sívago snertir, þó heldur hún því fram, að Julie Christie „steli“ allri myndinni. ,Hún er svo lifandi nýtízkuleg. En vitanlega hjálpuðu mér þarna allir. Þau vissu, að ég var hikandi og tauga- óstyrk. David Lean hvíslaði oft í eyrað á mér: „Það getur nú eins vel verið vitlaust, en svona mundi ég gera það“, og þegar það svo er rétt, lætur hann mann halda, að maður hafi fundið það ailt upp sjálfur. Ég ávarpaði alla „Sir“, jafnvel stúlkuna með handritið. Alec Guinness var vanur að draga mig afsíðis og segja: „Slappaðu nú af, telpa mín“. Ég hafði búizt við öllu því versta, eftir að hafa heyrt pabba tala um kvikmynda- fóik. En þarna var engin spenna og engin illkvittni". Jafnvel áður en myndin er komin fram og áður en hún hefur sýnt, að nokkurt gagn sé í henni, er Hollywood farin að veifa gullfingri sínum tii henn- ar. Geraldine lítur niður á beinaber hnén á sér, sem gægjast fram undan Baby-Doll-fötunum. „En hvað nú, ef ég er slæm — ekki svona rétt slarkfær, heldur virkilega ómöguleg? Hvað ef dóttir Charlie Chaplins getur ekki leik- i-5 eða tjáð sig?“ En svo setur hún upp bros, sem er svo töfrandi, að rósirnar í vösunum kinka kolli og stofan sýnist ljósari en hún var. Á þeirri stundu rann það upp fyrir undirrituðum, að hún befur að minnsta kosti svarað síðara hiuta spurningarinnar: Litla telpan hans Oharlie Chaplins, Geraldine, getur tjáð sig, og allt í lagi með það. ☆ 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.