Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 10
----;- SIMAVBÐTALIÐ ----- Mats er oð koma heim — Já. — Góðan dag, ég heiti Mats Wibe Lund. Gæti ég gerzt á- skrifandi að Morgunblaðinu? — Nei, velkominn Mats. Þetta er hjá Lesbókinni. Ertu kominn fyrir fullt og allt? — Já, blessaðir og sælir. Já, ég er að undirbúa flutninginn. Búinn að kaupa íbúð og búslóð- in kemur heim með vorinu. — Heim, segirðu? — Já, óafvitandi byrjaði ég að tala um að fara heim til ís- lands fyrir lengu. — Og þú telur að aðstaðan verði betrj fyrir þig hér en í Noregi? — Já, batnar mikið, eins og eðlilegt er. Ég hef lagt það fyrir mig að skrifa um ísland og dreifa greinum og myndum til skandmavískra blaða. Að vissu leyti er gott að vera á næstu griývum við blöðin, en mikilvæg ar». er að vera búsettur hér og gota notað hvert tækifæri, sem kemur til myndatöku — og fylgzt vel með öllu, sem hér gerist. Ég hef ekki alltaf verið heppinn með veðrið, þegar ég hef komið hingað til þess að taka myndir, hef jafnvel orðið að bíða eftir sólskini vikum saman. Þegar ég hef verið fyrir norðan hefur sólin skinið hér syðra — og þegar ég kem hing- að suður byrjar hann að rigna hér, en sólin skín fyrir norðan. Það er ekki alltaf svona sem betur fer, en þetta hefur komið fyrir. Þið þekkið þetta sjálfsagt sjálfir, er ekki svo? — Hvort við þekkjum það. En þú hefur fengið góða íbúð, varstu ekki aðallega í þeim hugleiðingum? — Já, konan mdn er íslenz'k og við erum hér í hálfgerðu jóla- fríi, en auðvitað er ég að undir búa flutninginn í leiðinni. íbúð ir eru dýrar hér, ég hélt satt að segja, að þær hefðu ekki hækk að jafnmikið í verði síðustu tvö árin og raun ber vitni. Ég geri ráð fyrir að hægt verði að fá innflutt hús við töluvert hagkvæmara verði, a.m.k. frá Noregi. — Af hverju tókstu ekki eitt með þér? — Mér vannst ekki tími til þess, en geri það sjálfsagt bráð lega. Ég hef fengið umboð fyrir framleiðanda í Noregi, Fjogstad hus heita þau — timburhús af ýmsum gerðum. — Jæja, ætlarðu að stunda verzlun jafnframt myndatök- unum? — Nei ekki beinlinis, en ein- hvern veginn þróaðist það, að allmargir norskir framleiðend- ur hafa falið mér að kanna fyr- ir sig markaðsmöguleika á Is- landi og ég hef samþykkt að taka að mér nokkur umboð — og húsin eru þar á meðal. Þau hafa 50 ára reynslu í Noregi — og hafa reynzt vel í Norður- Noregi sem annars staðar í land inu. íslenzkir fagmenn, sem litið hafa á þau plögg, sem ég hef, telja þau mjög hagkvæm hvað verð snertir. Ég ætla að athuga þetta frekar, þegar hreyfing kemst á þessi innflutn- ingsmál. Sjálfur hef ég áhuga á að eignast eitt. En ég er með fleira, húsin eru ekki það eina. — Og hvað helzt? — Til dæmis pappírsvörur — og norskan vetrarfatnað, sem náð hefur miklum vinsældum bæði í Evrópu og Ameríku undanfarna mánuði. í Noregi er þessi fatnaður mikið notaður til skíðaferða og annarra vetr- ariþrótta, en annars staðar er hann notaður við alls kyns úti- veru. Þessi fatnaður heitir á enskunni „Lapp-Look“ — og ástæðan er sú, að sérfræðingar framleiðanda fóru í mikið ferða la'g norður til Lappanna og kynntu sér heimilisiðnað þeirra, einkum litasamsetningu. Síðan hafa föt Lappanna verið lögð til grundvallar, en framleiðsl- an er samt mjög nýtízkuleg í sniðinu. Norðmenn hafa „slegið í gegn“, eins og sagt er — á heimsmarkaðinum með þennan vetrarklæðnað — og rétt áður en ég korri heim frétti ég, að verksmiðjan hefði fengið pönt- un á þrjátíu þúsund flíkum frá einni verzlun í Bandarikjunum. Fleiri höfðu vist pantað áiíka síðustu vikurnar. Lesbók æskunnar Framlhald af bls. 7 og er það haft fyrir satt, að þetta sé sá sami draugur, sem heldur sig við Menntaskólaselið og er kenndur við það. Rekur nú hvert atriðið annað og næst birtist Jósafat nokkur, nútíma „spjátrungur“, sem þykist vera vel spakur í norrænni sögu, en í raun og veru er þekking hans harla götótt. Kíta þeir Snorri um sannleiksgildi Egils sögu og hefur Snorri öllu betur. Inn í þeirra samtal fléttast siðan hin fjögur útskot, sem eru raunveruleg og byggð á Egils sögu. — Lokaþáttur leiksins er innskotið svonefnda, er Egill kemur fram á sviðið og drep- ur Jósafat nútímakarl og flytur lokakvæðið. Lokaorðið á svo Snorri,. þegar hann opinberar sína latínukunnáttu og segir: „ACTA EST FABULA, PLAUDITE“, en það útleggst svo: „Leiknum er lokið, klappið!" — Hvað tók það þig Bara gömul kona (Sænsk fyrirmynd) Gömul og gráhærð kona á götunni mætir þér. Lotin og lítil vexti, lágmælt og hrukkótt er. Gömul og gráhærð kona er gefa sig fáir að. Samtíðin sér hana ekki og sízt hennar verustað. Gömul og gráhærð kona á götunni mætir þér. Þú veizt ekki hvað hún vinnur, hve veglegt starf hennar er. Hún biður sem barn í anda og blessun hún Drottins fann. Svo trúföst, en tötrum búin hún talar um þig við hann. Gömul og gráhærð kona, Guðstrú er hennar skart. Hún þykir svo ósköp einföld en innra veit hún þó margt. Hún veit um hvað ber að biðja til blessunar landi og þjóð, þótt aðrir það ekki viti. Hún er svo trúuð og góð. Gömul og gráhærð kona á götunni mætir þér. í sjálfri sér ekkert er hún og ytra skraut hún ei ber. Hún öðrum finnst einskis virði, og ein ber hún lífsins kaun, en víst er, þá ævin endar, hún uppsker hin dýrstu laun. Hugrún. — Vonandi gengur þér vel að koma þessu á markaðinn. — Ég hef engar áhyggjur af því. — Kaupum við ekki tölu- vert af Norðmönnum? — Aðallega skip sem stendur — og alils konar útbúnað í skip. — En svo að við rjúkum úr einu í annað. Sástu Hafnfirð- ingana bursta Norðmennina? — Nei, ég komst því miður ekki, en ég veit, að leikirnir hafa verið mjög skemmtilegir. — Held.urðu, að þeir hafi vakið mikla athygli í Noregi — meðal íþróttafólks? — Töluverða, held ég. Ég sá undrun lýst yfir því í ein- hverju norsku blaði, að norsku meistararnir nenntu að fara alla leið til Islands til þess að leika handbolta. Blaðamaður- in var fyrirfram viss um að fyrirhöfnin borgaði sig ekki. —. Og liðsmennirnir græddu held- ur ekki mikið á ferðinni, þótt útkoman úr dæminu yrði önn- ur en þessi norski blaðamaður reiknaði með. Hann var svolít- ið montinn. ,— Annars hringdi ég eiginlega til þess að gerast áskrifandi að blaðinu. — Þú hefur fengið vitlaust númer. Viltu ekki hringja aft- ur í 22480 og biðja um afgreiðsl- una. Ef þú átt myndir af norsku húsunum og tízkufötunum, sem þú varst að tala um, þá ættirðu að senda okkur þær að gamni. — Sjálfsagt — og verið þið blessaðir. langan tíma að skrifa verkið? — Það er ekki gott að segja. Raunveruleg fæðing þess átti sér stað í byrjun nóvember, þegar ég tók til við að hugsa. Þetta kom síðan smátt og smátt, en ég vil skjóta því hér inn í, ef ég má, að ekki má gleyma leikstjóranum, sem var Baldvin Haildórsson. Hann átti ómetanlegan þátt í því, hve vel til tókst, og verður honum seint fullþakkað. Þess má einnig geta, að Björn Björnsson gerði leifcmyndina. — Hvað um kvæðin? — Ég samdi þau vist. Þau eru á fornu máli og ort undir dýr- um háttum. Dr. Haligrímur Helgason tónsetti þau og var framsagnarmáti þeirra slíkur, sem ætla má af spakra manna áliti, að Egill hafi viðhaft. Eftir flutning leiksins hófst dans í andyri bíósins og lék þar hljómsveit Óskars Guðmunds- sonar frá Selfossi. í danshléum flutti Halldór Rafnar minni karla og Jón Örn Marinósson minni kvenna. Þar mættu einn- ig Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson og fluttu gamanþátt; einnig var almennur söngur. Var þessi jólagleði hin glæsi- iegasta í hvívetna, enda vel til hennar vandað. L okaorðið hefur svo Hall- grímur Snorrason, inspector scholae: — Það má segja, að undir- búningurinn hefjist með skóla- árlnu. Þá er farið að velja fólk í jólagleðinefndina, en síðan er ákveðið, hvað taka skal til með- ferðar. Ætla má, að um hundr- að manns komi hér meira og minna við sögu enda veitir ekki af. Ég held, að enginn geti ímyndað sér, hve mikils und- irbúnings jólagleðin krefst, nema sá sem reynt hefur. Þeir voru margir, sem lögðu hönd á plóginn, það var unnið mikið og óeigingjarnt starf. — Ég er mjög hress yfir því, hve gleðin hefur farið vei fram; skemmtiatriði hafa geng- ið vonum framar og gestirnir komið vel fram. Má hinn gamli skóli vera hreykinn yfir. Þetta allt þakka ég ekki sízt jóla- gleðinefndinni, en þar er val- inn maður í hverju rúmi. — b. sív. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.