Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 9
Katsuo Nakamura sem hetjan í einni draugasögunni í japönsku myndinini „Kwaídan“. Hichard Kaplan. Yel samin og vandlega valin fræðslumynd um ævi eiginkonu Franklins D. Roosevelts, sem er ekki einasta fróðleg um ævi einnar mestu konu sinnar samtíðar, heldur sýnir og þjóðfélagsbreyting- arnar á fyrra helmingi 20. aldar. Textinn frábærlega fluttur af Mac- Leish, Eric Sevareid og frú Frances Coie. Ked Desert, handrit eftir Mich- elangelo Antonioni og Tonino Guerra. Leikstjóri Antonioni, framleidd af Antonio Cervi fyrir Rizzoli. í þessari fyrstu litmynd sinni sýnir Ant- onioni merkilega þróun hins sérstaka hæfileika síns til þess að finna og túlka skapbreytingar einmana og yf- irgefinnar konu í samtíma iðnaðar- samfélagi. Þetta er erfið og innihalds- rík mynd, slynglega og sterkt leikin af Monica Vitti, Carlo Chionetti og Richard Harris. ICwaidan, handrit eftir Yoko Mizuki, samkvæmt sögum Lafcadios Hearns; leikstjóri Masaki Kobayashi, framleidd af Shigeru Wakatsuki fyrir Toho. Hér eru einnig litirnir notaðir á glæsilegan hátt og nærfærin leik- stjórn og hófsamleg — hvorttveggja þetta sameinað hefur fætt af sér fallega mynd úr þessum þremur draugasögum, sem leggja áherzlu á 'hið óhugnanlega og yfirnáttúrlega, sem er Japönum svo handgengið. Þetta er hálistræn mynd, sem sýnir daprar og viðkvæmar tilfinningar. framleiðandi er Nichole Stephane, upprunalegur franskur texti eftir Madeleine Chapsal, þýddur af Helen Scott, en endursaminn af Clem Perry. Óhugnanleg og fróðleg mynd á snjalla fréttamyndavísu um borg- arastyrjöldina á Spáni. Ef til vili er hún látin spenna yfir ofmikið efni, en hún nær skáldlegri hæð í samstillingu mynda, röddum (John Gielgud, Irene Worth o. fl.) og fállegri tónlist eftir Maurice Jarre. Thunderball, handrit eftir Ric- hard Maibaum og John Hopkins, Frú Roosevelt ung — úr fræðslu- myndinni „The Eleanor Roosevelt Story“. byggð á upprunalegri sögu eftir Kev- in McClory, Jack Whittingham og Ian Fleming, leikstjóri Terence Young, framleiðandi McClory fyrir United Artists. Þessi mynd má heita afrek hvað snertir leiksviðsbrellur og melódramatíska atburði, eins og í öðrum James Bond-myndum. Þarna er sambland af vísindaskáldsögu og gamni, svolítið kynlíf, og hæðzt að nútímahetjunni úr gamansögunum. Sean Connery leikur enn Bond, eins og nærri má geta, með Claudine Aug- er og Adolfo Celi sem Nemesis. ÞÆR NÆST BEZTU arna eru komnar þær, sem ég tel þær „tíu beztu“. En auk þess verð ég að nefna nokkrar, sem komust mjög nærri því að komast á þá skrá. Við þetta er ég þó dálítið hikandi. To Die in Madrid, fræðslumynd undir leikstjórn Frederics Rossifs, en Ilópur hermanna úr „To Die in Madrid“ —. franskri mynd um borgarastyrj- öldina á Spáni, Þegar ég hef gert þetta, undanfarin ár, hafa útgefendur myndanna notað sér það og talið myndir sínar vera á úrvalslistanum. Þetta er brella, sem lesendur verða að vara sig á. Hér eru þær, sem ég tel allgóðar. Dr. Zhivago, þessi þunglamalega en heiðarlega framsetning á skáldsögu Boris Pasternaks hefur til síns ágætis fallega sviðstækni, og góðan leik Julie Christie. Operation Crossbow, átakanleg njósna- og skemmdarverkamynd, sem er leikin nógu raunverulega (en gam- ansöm öðrum þræði) til þess að sleppa við að vera bjánaleg, en sterkt leikin af George Peppard, Tom Court- enay og Trevor Howard. Leikstjóri Michael Anderseon. The Leather Boys, heiðarleg, við- kvæm og gamansöm mynd af mótor- hjóladýrkendum í Englandi, ágæt- lega leikin af Colin Campbell, Dudley Sutton og Rita Tushingham, undir leikstjórn Sidney J. Furie. The Ypcress File, annað dæmi um snjalla leikstjórn hjá hr. Furie — og önnur mynd af James Bond-taginu með Michael Caine, sem leikur eftir- tektarverða söguhetju með hófstillt- um persónutöfrum. Monica Vitti felur sig bak við slæðu í „Red Desert“, litkvikmynd Michel- angelos Antonionis. The Moment of Truth (ítölsk), nautaatsmynd af nokkuð óvenjulegu tagi, hörkulega en snilldarlega tekin og vel leikin af alvöru-nautabana, Miguel Mateo Migueiin. Those Magnificent Men in their Flying Machines, ein hin bezta af bráðsnjöllum skrípa-gamanleikum, er fram hafa komið á árinu. The Married Woman (frönsk), flók- in en skemmtileg lýsing á tilfinninga- flækjum franskrar konu, sem getur ekki gert upp á milli mannsins síns og friðilsins síns. Macha Meril leikur þessa konu prýðilega. The Hill, hryssingsleg og átakanleg lýsing á þjáningum mannanna í brezku varnarvirki í síðari heims- styrjöldinni. Vel leikin af Harry Andrews, Sean Connery, Ian Ifend ry og Ian Bannen. Leikstjóri Sidney Lumet. .. i Catherine Deneuve sem kvenhetjani í sálfræðidrama Romans Polanskis, „equlsion". The Overcoat (rússnesk), lætur lít- ið yfir sér, en er framúrskarandi persónulýsing úr sögu eftir Gogol á skrifstofuþræli, sem þráir það heitast að eignast ný föt. Leikinn af Roland Bykov, en leikstjóri er Aleksei Batal- ov. Svona hljóðar þá skýrsla ársins 1965. Julie Christie sem ástleitna stúlkan í brezku myndinni „Darling14. 16. janúar 1968 ■LESÐÓK AÍORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.