Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 8
v SS:;-. ■ - : i ' ) • S J' i i ^lfjl ■ ' '■ r ý'.C-C'ý-I rfSc , liv í, I ÍK s^Vi iRI IIIII 1 fjf ^ ■ .4 r ,: 7 : &fö$S®B»RW 16. januur 1966 Simone Signoret sem pólitískur fangi og Oscar Werner sem hinn heilsubilaði ■ skipslæknir, sem hún elskar, í „Ship of FooIs“. " D arling, handrit eftir John Schlesinger, framleidd a£ Joseph Janni fyrir Embassy. Hin áhrifamiklu ævintýri og flækjur siðlausrar ungrar stúlku, innan um þjóðfélagsskrímsli og viðskipta-glæframenn í London nútímans, París og Ítalíu, koma glæsilega fram í þessu skopleikriti. Julie Christie er glæsileg sem hin harða og samvizkulausa kvenhetja, og Dirk Bogarde, Laurence Harvey og Sean Conn.ery sem hinn rómantíski njósnari James Bond í „Thunderbatl". Eins og venja mín hefur verið í seinni tíð, hef ég valið jöfnum hönd- um úr myndum á ensku og myndum á framandi tungum, sem ég tel að mundu geta komið til mála á þessari skrá. Þið munuð taka eftir því, að tvær hinna útvöldu voru gerðar á Ítalíu, þrjár í Bretlandi, ein í Frakklandi, ein í Japan, tvær voru gerðar í New York og ein í Holly- wood. Þetta er skipting, sem ætti að geta vakið eftirtekt margra. Að minnsta kosti gæti hún vakið athygli á úbreiðslu kvikmyndarinnar um heiminn. Sylva Koscina ásamt systur sinni, sem leikin er af Giulietta Masina í ítalskri mynd Federicos Fellinis, „Juliet of the Spirits". Rod Steiger þar sem hann rifjar upp nazistaofsóknirnar í aðalhlutverki myiiiáarinnar „The Pawnbroker". Trevor Bowen eru ofsafengnir sem mennirnir, er hún umgengst. Leik- stjórn John Schlesingers er djarfieg og rafmögnuð. R.epulsion, handrit eftir Roman Polanski og Gerard Brach, leikstjórL Polanski, framleiðandi Michael Kling er-Tony fyrir Royal Films Inter- national. Enda þótt þetta sé æsileg og viðbjóðsleg mynd um sálræna eyðileggingu kynkúgaðrar ungrar konu, er myndin framúrskarandi af- rek kvikmyndalistarinnar. Eftirtekt- arverð er hin áhrifamikla notkun hljóðsins. Catherine Deneuve er átak- anleg í hlutverki stúlkunnar, sem verður brjáluð. Ian Hendry, John Fraser og Yvonne Furneaux eru einn- ig ágæt. J uliet of the Spirits, handrit eft- ir Federico Fellini, Tulio Pinelli, Ennio Flaiano og Brunello Rondi, eft- ir sögu þeirra Fellinis og Pinellis. Stjórnandi Fellini, Federiz-mynd frá Rizzoli. Hugvitssamleg og glæsileg sýning á imyndunum, draumum og endurminningum ríkrar miðstétt- arkonu, sem kemst að því, að maðurinn hennar er henni ótrúr. Hæðnisleg, meinleg og gamansöm, lit- skrúðug og stílhrein. Ágætlega leikin af Giulietta Masina, Sandra Miio, Mario Pisu o. fl. Auðveldasta aðferðin til þess að finna út, hversu gott kvikmyndaár undanfarandi ár hefur verið, er að athuga, hversu auðvelt er að nefna tíu beztu kvikmyndir ársins. En þessi aðferð dugar ekki að þessu sinni, eða að minnsta kosti finnst mér það. Mér hefur ekki veitzt það neitt sérlega erfitt að finna tíu þær beztu — og á ég þar við á- hrifamestu — ársins 1965. Og samt fer það svo, að eftir vand- lega athugun á þeim, sem fram hafa komið, finnst mér árið ekki hafa verið neitt sérlega gott. Kannski verður auðveldara að velja, vegna þess að margar þeirra mynda, sem miklar vonir voru við bundnar — eða létu mikið yfir sér — voru ekkert sérlega góðar. Ég nefni hér alkunn vonbrigði eins og „The Greatest Story Ever Told“ og „The Agony and the Ecstasy“, tvær áber- andi myndir í röð í hópi þeirra, sem kalla mætti hinar lökustu á árinu. Einnig má nefna heilan hóp af óláta- kómedíum, sem reyndust ósköp hefð- bundnar og alvanalegar, þegar til átti að taka. ARSINS 1965 Eftir Bosley Crowther Ship of Fools, handrit eftir Abby Mann, eftir skáldsögu Kather- ine Anne Porter, leikstjóri og fram- leiðandi Stanley Kramer fyrir Col- umbia. Einmitt vegna þess að þessi dæmisaga um heilan skipsfarm af fólki, sem er dæmt til þess að hverfa í Þýzkalandi árið 1933, er sett upp og gerð með snjallri eftirlíkingu a£ myndum fyrir stríð, verður hún minnisstæð og sérlega napurt háð. Simone Signoret, Oskar Werner, Viv- ien Leigh, Heinz Riihmann og mörg önnur sýna afburðaleik í þessum stóra hópi leikara, S aga Eleanor Roosevelts, skrifuð af Archibald MacLeish, leikstjóri Ric- hard Kaplan, framleidd af Sidney Glazier fyrir Ely Landau. Lgikstjóri H ér eru þaer þá, og í engri á- kveðinni röð, og án tillits til þess, hvernig þær komu fram í New York: The Pawnbroker, handrit eftir Dav- id Friedkin og Morton Fine, eftir sögu Edward Lewis Wallants, stjórnandi Sidney Lumet, framleiðendur Roger H. Lewis og Philip Langner. Þetta drama um einmanalegan eftirlifandi mann úr fangabúðum nazista, sem hefur reynt að týna sjálfum sér sem veðlánari í fátækrahverfi í New York, er átakanleg lýsing á þörf mannsins til að halda áfram þátttöku sinni í mannfélaginu nú á dögum. Hún er afburðavel leikin með Rod Steiger í aðalhlutverkinu, og auk þess Jaime Sanchez, Thelma Olivér og Geraldine Fitzgerald í öðrum hlut- verkum. TIU BEZTU KVIKMYNDIR 3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.