Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 2
Brezk-bandaríska skáldið Wyslan Hugh Auden, sem er mörgum íslendingum minnisstæður • af bók hans „Letters from Iceland“ (1937) og af seinni heimsókn hans hingað fyrir tæpum tveimur árum, er í flestu tilliti sérstæður maður. Andlit hans er veðrað og markað rúnum margvíslegrar reynslu (sjálf- ur segir hann að það sé eins og brúðkaupsterta sem hafi verið skil- in eftir úti í rigningu) og hugur hans er sístarfandi, leitandi að nýj- um leiðum til að tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Hann er sífellt að brjóta móðurmál sitt til mergjar, endurskapa það og ljá því nýjan ferskleik. Honum hefur að þessu leyti verið líkt við lax sem stekkur mót straumi. Hann hefur gaman af spakmælum og líkingum, og beitir þeim gjarna í samræðum. Nýlega sagði hann til dæmis: „Tungan er húsmóðir en ekki vinnukona hugs- unarinnar“. Auden er kominn af miSstéttafóliki, hlaut hefð'bundna menntun og hefur í flestu gæbt borgaralegs velsæmis, en samit hefur hann í 3'5 ár verið nokkurs konar ógnvaldur í brezkum bókmennt- Uim, vakið, eggjað, reitt til reiði og valdið vonbrigðum með ljóðlist sinni og ótvíræðu valdi yfir enskri tungu. F yrsta ljóðabók hans kom út 1927, þegar hann stóð á tvítugu. Hún var prentuð af vini og skáldbróður Audens, Stephen Spender, með handknúinni prentvél, meðan þeir voru báðir við nám í Oxford. Auden hafði komið til Ox- ford staðráðinn í að legigja stund á líf- fræði. en ákvað brátt að snúa sér að engku. Spender segir, að hann hafi haft á sér „vafasamt orð fyrir að geyma skammibyssu í skrifborðsskúffunni og yinna um hábjar.tan daginn við . raf- magnsljós“. Fyrsta ljóða'bóik Audens er fágæt og vandfundin nú orðið, en Faber-forlag- íð gaf skömmu síðar út stærri ljóðabók eftir hann, sem hann nefndi einfaldlega „Poams“, og voru fyrstu Ijóðin einnig þar, en með margvíslegum lagfæring- um. Næsta bók hans var „The Orators", og sú bók kermur út í nýrri og endur- bættri útgáfu innan skamms, um svip- að leyti og síðasta verk hans, „About the House“. A. uden fæddist árið 1907 og ólst upp í Birmingiham. Síðan hann fór fyrst að setja saman ljóð 15 ára gamall, hefur hann að mestu farið sínar eigin leiðir, án tillits til óska eða vilja ann- arra. Á seinni árum divelst hann að 'jafnaði sumarlangt í liblu húsi sínu í Austurríki, en eyðir vetrum vestan hafs. Síðasta bcik hans, „About tihe House“, er safn ljóða um. herbergin í húsi hans í Austurriki, og er hvert ljóð tileinkað einum vina hans. Fyrir seinni heims- styrjöld samdi Auden ljóðaleikina „The Ascent of F. 6“ og „The Dog Beneath the Skin“ í samvinnu við ævi- langan vin sinn, Christopher Isherwood, og eibt ljóðanna er tileinkað honum — það fjallar um salerni hússins! Eitt hefti brezka tímaritsins „New Verse“, sem Geoffrey Grigson gaf út, var helgað Auden árið 1937. Meðal greinar- höfunda var Isherwood, og þá hafði hann meðal annars þetta að segja: „Ef mér væri falið að kynna eimhverjum les- anda ljóðlist W. H. Audens, mundi ég byrja á: því að: segja honum að hafa þrennt hugfast: í fyrsta lagi, að Auden er í eðli sínu visindamaður: og kannski mundi ég bæta við „vísindamaður á menmtaskólasitigi“; í öðru lagi, að Aud- en er tónlistarmaður og helgisiðaunn- andi .... þegar við vinnum saman verð ég sífellt að hafa auga með honum, því annars eru persónurnar óðara farnar að knékrjúpa (sjá „F. 6“): ef Auden fengi að ráða, mundi hann gera hvert leikrit að samiblandi af óperu og há- messu ....; í þriðja lagi, að Auden er af norrænum stofni. Auden-ættin kom upphajflega frá íslandi. Auden ólst upp á íslendingasögum, og áhrif þeirra á verk hans hafa verið djúptæk". ]\í örg af hinum glæsilegu æsku- kvæðum Audens eru hörð, björt, héluð; þau brenna eins og hörkufrost. ísinn og norðurljósin heilluðu hann. Raust hins unga skálds var skýr og óvænt. En undir ísbreiðunni leyndust ókunnar hættur sem skáldið orti líka um: hann skynjaði fyrirboða ógnvænlegra at- burða. Árið 1928 fór Auden frá Oxiford, og foreldrar hans veittu honum heimild til að eyða ári erlendis. Hann ákvað að dveljast í Berlín. Skýring hans er frum- leg: „Þegar ég var smástiiákur í barna- skóla á stríðsárunuim fyrri og fékk mér aukabrauðsneið með smjörlíki, var ein- hver kennaranna vís með að segja: „Það er auðséð, Auden, að þú vilt að Hún- arnir sigri“. Þannig skapaðist í huga mér saimband milli Þýzkalands og for- boðinnar ánægju“. Hann dvaldist í Þýzkalandi með Isherwood, sem hefur í einni af bókum sínum lýst hinum uggvænlegum tím- um í Berlín á þeim árum. Árið 1936 fór Auden ásamt ljóðskáldinu Louis Mac Neiec til íslands, og eftir þá för sömdu þeir í sameiningii „Letters from Ice- land“, sem Auden á raunar bróðurpart- inn af. Urn þetta leyti ábti Auden í al- varlegu sálarstríði. Hann kveðst ekki vita, hvað hafi raunverulega bjátað á, en honum fannst hann verða að komast burt frá Bretlandi. Hann fór til Kína árið 1938, og þegar hann kom heim aft- ur ákváðu þeir Isherwöod að brenna skip sín og halda tii Bandaríkjanna, þar sem þeir urðu amerískir borgarar. Auden er þannig í „útlegð“, þó hon- um sé ekki meira en svo gefið um það orð og þá rómantisku og pólitísku undir- tóna sem það ber með sér. Hann hefur ævinlega neitað að viðurkenna að hann væri „pó-litískt skáld“, og enioa þótt vinir hans, Stephen Spender og ,C. Day Lewis, séu oft fl-cikikaðir með hón- um af gagnrýnendum, andmælir hann þvá harðlega að „Auden-Jhópurinn'1 hafi nokkurn tíma verið annað en hugar- fóstur. Hann var vinstri-sinnaður, en gekk k-ommúnistum a-ldrei á hönd, o-g var aðeins skamrna hríð á Spáni meðan á borgarastyrjöldinni stóð. Hann hatar af heilum hug allar einræðis-stefnur, hvort he-ldur er í póilitík eða skáldskap. E ins og fyrr segir skiptir Auden nú árinu milli litla hússins í Austur- ríki og lítillar í'búðar í New York, se-m hann leigir við vægu verði. En hánn ikemui eftir sem áður reglulega til síns gam-la heimalands, að minnsta kosti einu sinni á ári. Hann hefur ekki skorið á ræturnar sem tengja hann fortiðinni, og það var í Norður-Englandi sem hann á bernskuárunum uppgö-tvaði hirta „helg-u staði" sína. Þegar hann var í leyfi heima. fór móðir hans með hann til dal- anna í Yorksihire o-g til Norbhum-berlands, þar sem hann gerði sér flóknar dag- drauma-veraldir með vélu-m og alls kyns tilifæringum, lokaðar veraldir þar se-m hann var eini mennski íbúinn o-g eim s-kaparinn. í þessum dagdrau-m- u-m bernskunnar heim-sctti hann oft blý- námurnar nálægt Rookiho-pe, sem lagðar hcfðu verið niður en gáfu ímyndunar- aflinu ncg að starfa, o-g kalkmýrarnar í Norður-Englandi. Þetta um'hverfi skýt- ur oft upp kollinu-m í ljóðum hans, og hann er þakiklátur fyrir áhrifin sem hann varð fyrir, en þjáist ek-ki af heim- þrá og sér ekki eftir að hafa flutzt b-urt. Auden heldur því sjálfur fram, að hann hafi skri-fað „alltof mikið“, en um það munu ekki allir velunnarar hans á sama máli. Hann hefur stöðugt verið að gera tilrau-nir með ný ljóðform og hef- ur mikið yndi af að reyna nýja hætti — eða endurnýja gamla hætti. Hann hefur sérstakt d-álæti á ó-peru-m, hefur bæði þýtt o-g frumsa-mið ó-perutexta. Þegar Stravinsky bað hann að semja textann við „The Rake’s Progress", taldi hann sér mikinn heiður sýndan. Tónlist hefur ævinlega verið honum mikilsvei'ð, og enda þótt ekki sé nei'tt píanó í húsi hans í Austurríki, leikur hann mikið af hljómplötum. Ein ástæða þess að hann k-aus að búa í þorpinu Kirchstetten var sú, að þaðan er greiðfært til Vínarborg- ar. Hann á Vol-kswagen sem honum þylc- ir ga-man að aka, og er víst talsverður ökufantur. —uden ólst up-p í strangtrúarlegu andrúmi ensku biskupakirkjunnar og söng i drengjakór hei-makinkjunnar. Síð- an sagði hann skilið við kirkjuna, og það var ekki fyrr en hann hafði setz-t að 1 Ameríku, að hann tók af-túr upp kristna trú, Mikið af Ijóðum hans á seinni árum hefur kristilegan undirtón. Sjálfur telur hann að einn mikil-væ-g- asti atburðurinn í lí-fi sín-u hafi verið fundur hans við Charles Williams, þann Framihald á bls. 15 Fi-amKv.slJ.; giglas Jonsson. Ritstjórar: Slgurðúr Blarnason frá Vieur. Matthias Johar.nessen- Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar; Arnl Garöar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstræt) 6. Simi 22480. Utgefanai: B.l Arvakur ReykjavfR. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lö.< janúár -1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.