Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 15
Athugasemd svarað r unnar Sveinsson gerði nýlega hér í Lesbókinni athugasemd við nokkur orð sem ég hafði skrifað um Gunnar skáld Pálsson prófast í Hjarð- írholti. Það er alltaf þakkarvert ef menn vilja leiðrétta vitleysur annarra og ekkert spillir það ánægjunni fyrir mér þó nokkur geðillska fylgi með frá leiðréttanda, hvort sem hún stafar frá meðfæddri og áunninni skapergi eða maðurinn hefur bara legið eitt- hvað illa nóttina fyrir. Hitt þykir mér ósanngjarnt að inenn megi ekki hafa yfir vísu eða koma stöku í blað án þess að rann- saka öll ritverk höfundar og æviferil áður Hér mun Gunnar telja sig mega trútt um tala þegar hann hefur um árabil verið á framfæri hjá opinberu fyrirtæki vegna rannsókna á verk- um Gunnars Pálssonar, enda virðist hann álíta öðrum óheimilt að minn- ast á þetta gamla skáld. Þetta gerir nú engum neitt nema honum sjálfum. G. S. gerir sér upp heimsku og fcykist ekki skilja hvað ég meini með „allri málfræði“, það munu þó í'estir skilja í þessu sambandi. Þá veröur honum að fótakefli að í grein minni stendur að Gunnar Pálsson hafi skrifað eitthvað um málfræði, liér stóð í handriti mínu sitthvað. Ekki hef ég kynnt mér þau skrif Gunnars Pálssonar, en vissi að þau voru til og fór því ekki nánar í það. Þá er það einkennilegt hjá G.S. að segja mig rangfæra vísur Gunnars Pálssonar. Ekki efa ég að þær séu eins og G.S. segir í því handriti sem hann telur að ég „hljóti“ að hafa notað, en fyrst ég fór eftir öðru handriti þá er engin furða þó fram komi smávegis orðajnunur, og ekki breytti ég vísunni. Ég legg svo engan dóm á hvor gerðin sé réttari. Vísan alkunna: Hani, krummi, hund- Ur, svín .... hefur einatt verið eign- uð Gunnari Pálssyni, en það getur' ekki verið rétt samkvæmt stafrófs- kverinu frá 1782 og rétt er það hjá G.S. að í kverinu hefði ég getað. séð þetta og það gerði ég þó seint væri. JXfú munu vera til fá eintök af kveri þessu og einu sinni fékk ég' kvérið lánað í Landsbókasafni til að sjá vísu þessa, en í það eintak vantaði og þ.á.m. nefnda vísu; það var því ekki fyrr: en löngu seinna að ég sá kver þetta í heilu lagi. Vik ég nú ei:durtaka fyrri orð mín að kverið þurfi að ljósprenta, það er merki- legur gripur. egar ég skrifaði hjá mér þessar vísur var ég ekki að gera neinar handritarannsóknir, en þær urðu þarna fyrir mér og mér þóttu þær merkilegar, einkum vísan um kv-hljóðvilluna sem vera mun ein elzta heimild um þá málvillu. Vísan var þarna fortakslaust eignuð Gunn- ari og fylgdi henni dálítil klausa um sama efni en ekki neitt smákvæði eins og G.S. segir að sé í því hand- riti sem hann tilgreinir. Ritverk séra Gunnars eru mikil að vöxtum, þau sem hann er með vissu höfundur að, og að auki nokkur verk sem hann er ekki nefndur höf- undur að, þ.á.m. ein eða tvær gam- ahvísur og einnig „fornsögur", en þarna er aðeins um hæpnar líkur að ræða sem vel geta reynzt ómerkar. Fátt er almennum lesendum kunn- ugt af kveðskap Gunnars, það er helzt vikivakakvæðið um gleðina hjá honum Jóni Hjaltalín. Ég hef orðið var við að menn misskilja það kvæði eg halda að Gunnar hafi verið að deila á léttúðina. En til er frásögn sem sýnir að séra Gunnar hefur ekki verið mótfallinn slíkum gleðskap. Sú frásögn er preníuð í Blöhdu, eklci man ég í hvaða árgangi. Það er fagnaðarefni að eiga von á vandaðri útgáfu af verkum Gunnars Pálssonar, nóg er það samt sem ligg- ur í ræktarleysi af fyrri tiðar skáld- skap. Draghálsi 14. okt. 1965 Sveinbjörn Beinteinsson. SVIPMYND Framhald af bls. 2. er samdi hina frægu bók „Tthe Descent of the Dove“. Eftir að T. S. Eliot er fallinn frá, telja margir Auden vera mesta ljóðskáld hins enskumælandi heims. Hann vinnur reglulega, etur á ákveðnum timum og sækir kaþólsku kirkjuna í þorpinu á sunnudögum þar sem ékki er nein mót- mælendakirkja í nágrenninu. Venjúléga fer hann á fsétur kl. hálfsjö á morgn- ana um sumartímann, meðan hann dvelst í Kirdhstetten, fær séf kafíi og sezt við skrifborðið. Bf allt gengur að óskum, kemur hann tveim til þrem lín- um á pappirinn daglega. Meginhlutinn af sbáldskap hans nú er saminn á surnr- in í húsinu í Kirchstetten. HAGALAGÐAR „í einjárnungsvetrum“ Vetrarsauðagæzla í afréttinum (Höfðabrekku) var ætluð tveimur fullhraustum vinnumönnum. Þeir gengu í afréttinn til skiptis nema þegar verst var tíð og ófærð, þá tveir saman. Afréttarferðirnar þóttu hinar hættulegustu og tóku vanalega dag og nótt. í einni lotu. Sauðunum, sem þar gengu, var oftast ekkert hey gefið, en vilculega að þeim gætt og þá haldið til hagans ef í svelti stóðu. Kom og fyrir í einjárnungsvetrum, að þeir vöru teknir úr afréttinum Ög beitt í Selfjalli, sem er í heimaheið- inni, og mátti þá færa þeim nokkra heygjöf. , (Merkjr Mýrdælingar) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.