Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 4
NÝR HÚMANISMI EFTIR PÁL V. G. KOLKA Kristur ásamt Páli og Pétri. Mynd úr katakombunum. Gamli sáttmáli. S áttmálinn sem fslendingar gerðu vfð Hákon gamla, er þeir gengu honum á hönd, kom þeim að litlu haldi fyrr en eftir 600 ár, en þá átti hann nokkurn þátt í því að sameina þá um sjálfstæðis- kröfur sínar. Ein önnur þjóð á sinn Gamla sáttmála, sem hefur haldið þjóð- ernisvitund hennar vakandi í meira en 3000 ár, og það þótt hún hafi mikinn hluta þess tíma lifað utan föðurlands síns, verið herleidd af harðsvíruðum sig- urvegurum, hrakin úr einu landi í ann- að og dreifð um víða veröld án sam- eiginlegrar stjórnar og án annars tengi- liðs en tryggðarinnar við þennan sátt- mála og vonarinnar um uppfyllingu faans að lokum. Þessi furðulega þjóð er Gyðingar og Gamli sáttmáli þeirra sá, sem þeir trúðu að Guð feðra þeirra hefði gert á Sínai-fjalli vi'ð hinn mikla þjóðarleiðtoga þeirra, Móse. Engin önn- ur þjóð hefur verið sér eins meðvitandi um sögulegt hlutverk sitt og sögulega Þrettándi hluti ábyrgð sína. Þeir eru Söguþjóðin fram- ar öllum öðrum. Það sem hér verður sagt um sögu Gyðinga er að mestu tekið upp úr ný- legri bók eftir prófessorana G. Ernest Wright og Reginald H. Fuller: The Book of the Acts af God (1965), en hún er studd fornleifarannsóknum og göml- um handritum, m.a. þeim sem fundizt hafa síðustu tvo áratugina í nánd við Dauðahafið, en í því bókasafni eru yfir 100 bókfellsrollur af ritum Gamla testamentisins, þ.á.m. spádómsbók Jesaja í heilu lagi. Þessi rit éru talin um 2000 ára gömul. A llir kannast við boðorðin tíu frá Sínaí: Þú skalt ekki osfv., en þannig hljóða yfirleitt öll lög fyrr og síðar. Það neikvæða form gefur a’ð vísu meira at- hafnafrelsi en beinar fyrirskipanir um íramkvæmd ákveðinna athafna. Móse- lögmálið hefur líka að geyma fjölda slíkra jákvæðra boðorða, m.a. hin frægu orð í III Mósebók, XIX, 18: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Gyðingar áttu að minnast þess, að þeir höfðu sjálfir verfð undirokaðir í þræl- dómshúsi Egypta og því átti landið, sem Guð gaf þeim, að vera eign þeirra með því skilyrði, að þeir auðsýndu miskunn og réttvísi þeim fátæka og þurfandi, veika og vanmáttuga. Á þessu átti þjóð- félag þeirra og fjármálaskipun þess að vera reist, enda var það talið ósæmilegt að taka vexti af lánsfé, því áð sá auðugi átti ekki að græða á neyð náunga síns. Enn í dag er innbyrðis samhjálp og misk- unnsemi meiri meðal Gyðinga en flestra eða allra annarra þjóðflokka. Arftakar Djósers og Sargons á veldis* stólum Austurlanda voru einræðis- herrar, vilji þeirra lög, líf hvers þegns háð duttlungum þeirra. En konungar Gyðinga voru eins og allir aðrir lands- irenn undir lögmálinu, vald þeirra háð stjórnarskrá þess. Að vísu brutu þeir hana hvað eftir annað, en þá risu upp hinir miklu spámenn á 9. til 5. öld f. Krb. ávítuðu þá opinberlega og boðuðu þeim og allri þjóðinni refsingu. Viðkvæðið í reiðilestri þeirra var alltaf það sama: Konungurinn og auðmennirnir hafa rof- ið hinn Gamla sáttmála frá Sínaí, til- beðið annarlega guði, fótum troðið þá fátæku, brotið boðorð réttvísinnar. Spá- mennirnir voru alltaf málsvarar þeirra undirokuðu, allt frá Amosi, en ræðusafn hans er það elzta, sem geymzt hefur. Hann var uppi á dögum Jeróbóams II sem ríkti um 786—746 f. Krb. Spámennirnir ögúðu ekki aðeins þjóð sína, þeir héldu einnig uppi hugrekki hennar og von hennar í öllum þrenging- um. Án nokkurrar sameiginlegrar yfir- stjórnar var sömu lögmálsboðum og sömu helgisiðum fylgt bæði á heimilum trúaðra Gyðingja og í samkunduhúsum þeirra hvar sem var í heiminum öld eftir öld, í fullu trausti þess, að Guð hefði ekki gleymt lýð sínum og sáttmál- inn við hann væri enn í fullu gildi. Lög- niálið, spámennirnir og dýrðlegir lof- söngvar hinna miklu skálda hafa á okkar dögum borið ávöxt í Zionistahreyfing- unni og stofnun hins nýja ríkis, ísraels. Hellas og Róm. „Grikkir voru sú eina þjó'ð ver- aldarsögunnar, sem ekki þýddi að ræða við nema höfðað væri til skynseminnar", segir prófessor W. G. de Burgh i bók sinni The Legacy of the Ancient World (1961). Aðeins einu sinni hafði Jþessi stórgáfaða en sundurþykka þjóð náð að sameinast um stund og það var þegar yfir hana dundi árás voldugasta her- veldis samtíðarinnar, Persa, en sfðan var liðið á aðra öld og hafði hún eytt orku sinni og hagsæld í innbyrðis styrjöldum og flokkadráttum, þegar lærisveinn Ari- stótelesar, Alexander mikli, lagði ekki aðeins Grikkland undir sig, heldur líka öll stórveldi nálægari Austurlanda, frá Egyptalandi inn fyrir landamæri Ind- lands, Hann tók sér fyrir hendur að út- breiða gríska menningu um gervallt ríki sitt. Og það tókst að allmiklu leyti, enda þótt hann félli frá aðeins 33 ára gamall (323 f. Krb.). Hin helleniska menning breiddist út um öll austlægari Mi'ðjarðar- hafslönd og miðstöð hennar varð nýja borgin, sem bar nafn hins skammlífa sigurvegara, Alexandría. Vestur á ítalíu varð þróunin á mjög annan veg. Lítið bændaþjóðfélag, Róm- verjar, óx við járnharðan aga og skipu- lagsgáfu, fengna í ótal styrjöldum og við stjórn ólíkra kynþátta, þar til Róm hafði lagt undir sig öll lönd kringum Miðjarðarhaf, Mið-Evrópu til Rínar og Karpatafjalla og suðurhluta Englands. Sesar og Ágústus komu föstu skipulagi á þetta mikla helmsveldi, ur*ðu höfund- ar hins rómverska friðar, pax romana, sem ríkti um gervallt ríkið, að undan- teknum fjarlægum jaðarsvæðum. Þannig var komið þeirri sögulegu menningarþróun, sem hafizt hafði í Sumer og Egyptalandi 4—5000 árum fyrir daga Krists, þegar hann tók að fiytja mönnunum boðskap sinn í fjalla- héruðum Gyðingalands. Þar var að visu töluð arameíska, en fjölda grískumæl- andi Gýðingasafnaða var þá þegar að finna í borgunum kringum austanvert Miðjarðarhaf, allt frá Alexandríu til Ítalíu og gríska var vísindamál allra menntamanna, en rómverskur friður og rómverskt skipulag tryggði greiðar og góðar samgöngur um allt hið víðlenda ríki. Fylling tímans var komin. Gyð- ingar væntu þess Messíasar, sem spá- menn þeirra höfðu boðað. Hann kom að vísu ekki sem herkonungur, eins og þeir höfðu gert sér vonir um, en sverð Alexanders og Sesars höfðu plægt þann jarðveg, sem kirkja hans óx úr. Þreföld arfleifð. Rút grískrar menningar var farin að visna, þegar Alexander og arftakar ríkis hans fluttu fræ hennar út um öll Austurlönd, og hinn sterki rómverski stofn byrjaður að ormétast, þegar Gyð- ingurinn Páll frá Tarsos naut verndar rómversks borgararéttar á trú- boðsferðum sínum. Tarsos, sem nú er fátæklegt þorp á Litluasíuströnd Tyrk- lands, var þá blómlegur verzlunarbær og eitt af helztu menntasetrum hellenis- mans utan Alexandríu. Faðir Páls hef- ur sennilega verið velmegandi ullarkaup- n;aður og tjaldgerðarmáður — ef til vill selt hernum framleiðslu sína — og hinn gáfaði sonur hans verið jafnvígur á grísku og mál feðra sinna, kenningar faríseanna og Stóuspekinganna, sem héldu uppi háskóla í fæðingarborg hans. Ræða hans á Aresarhæð og margt í bréf- um hans þykir benda til slíkrar þekking- ar. Fyrstu boðendur kristinnar trúar voru ekki allir ólæsir og óskrifandi fiski- n;enn, eins og stundum er haldið fram. Máttheus var tollheimtumaður, Lúkas læknir og þá auðvitáð griskmenntaður. Eftir eyðingu Jerúsalem varð Antíokkía höfuðstöð hinnar nýju trúar í Austur- löndum og úr því umhverfi eru sam- stofna guðspjöllin talin sprottin. Þau voru eins og önnur rit Nýja testament- isins frumrituð á grísku, enda þótt mál- ftæðingar telji Opinberunarbókina rit- aða á svo lélegri grísku, að það mál hafi ekki verið tamt höfundi hennar og hann ef til vill lært það fyrst á efri árum. Um það vísast annars til bókar Sigur- björns Einarssonar biskups: Opinberun Jóhannesar (1957). Allir vegir lágu til Rómar, einnig leið postulaforingjans, Péturs, sem sam- kvæmt elztu arfsögnum gerðist forstöðu- maður safnaðanna í höfuðborg heims- veldisins og leið þar píslarvætti í of- sóknum Nerós á árunum 64 — 67 e.Krb. Því má skjóta hér inn í vegna þeirra, sem vilja rengja allar arfsagnir, að við vitum ekkert um landnám íslands ann- að en af arfsögnum, sem fyrst voru færðar í letur tveimur öldum eftir að landið byggðist. Fáir munu þó leyfa sér að efast um, að Ingólfur Arnarson hafi numið land í Reykjavík eða Egill Skalla- grímsson ort Sonatorrek. Kenningar og líkingar Jesú Krists voru mótaðar af sögulegu, menningar- legu og stjórnmálalegu umhverfi Lands- ins helga, þótt þær i einfaldleika sínum og stórfengleik eigi jafnt erindi til allra manna á öllum tímum síðan, en sú stofn- un sem varðveitti þær, kirkjan, varð mót Framhald á bls. 12 LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 5. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.