Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 6
krates harðstjóri í Samos er talinn hafa safnað bókum. Peisistratos harðstjóri í Aþenu 560-527 er talinn til fyrstu safn- ara í Aþenu. Þetta safn hans og sona hans komst síðar í eigu borgarinnar og þegar Xerxes tekur Aþenu, er sagt að hann hafi látið flytja það til Persíu, en að það hafi svo verið flutt aftur til borgarinnar að tvö hundruð árum liðnum. Á 5. öld er getið safnara í Aþenu og þá er talið að bóksala hefjist þar í borg og þá virðist sú skoðun ríkjandi, að igott bókasafn sé prýði hvers húss. Evrípídesar er getið sem bókasafnara og í einu leikrita sinna gerir Aristóf- anes gys að kollega sínum fyrir bóka- brjálaeði hans. Evþýdemos sófisti safn- aði bókum af svo miklum áhuga, að Sókratesi þótti nóg um, og segir hon- um, að það sé þroskavænlegra að um- gangast vitra menn heldur en að liggja í bókum. Evþýdemos virðist ekki hafa látið sér segjast. Platon safnaði bókum og átti bæði einkasafn heimspekirita og eldri og yngri höfunda og skálda og skóli hans átti einnig gott safn rita varðandi náttúruvísindi og sögu; þetta safn stóð nemendum hans opið; sagt er að Platón hafi oft keypt bækur háu verði og hús hans var oft nefnt „hús lesarans“. Strabó getur þess að Aristóteles hafi verið fyrstur bókasafnara til að safna bókum skipulagsbundið. Hann sankaði að sér bókum hvaðanæva enda bækur mjög svo nauðsynlegar við rannsóknar- störf hans og athuganir á allri mann- legri viðleitni og fyrirbrigðum náttúr- unnar. Þetta safn varð frægt á sinni tíð og menn vita nokkuð um örlög þess næstu hundrað árin. Vinur Aristótelesar, Þeófrastos, sem var forstöðumaður skólans, eftir að Aristóteles hverfur frá Aþenu, erfir safnið og eykur það að nokkru. Síðan eignast Neleus það og flytur það til Skepsis. Þar kemst safn- ið í vanhirðu, erfingjar hans hirða ekkert um það, og geyma það í rökum kjallara, þar til Apellikon frá Teos, sem var mikill safnari, kaupir það og flytur til Aþenu og lætur skrifa þær bækur upp, sem verst voru farnar, nokkur misbrestur var talinn á ná- kvæmni uppskriftanna. Síðar kemst safnið í hendur Súllu sem flytur það með sér til Rómar. Súlla var mikill að- dáandi grískrar menningar og var vel að sér í grískum bókmenntum, hann flytur safnið til Rómar 84 f. Kr., lætur flokka það og skrá og hafði til þess gríska fræðimenn. Andronikos frá Ród- os fær afrit af verkum Aristótelesar í íþessu safni, en flestar útgáfur Arist- elesar eru byggðar á niðurskipan og uppskriftum Andronikosar. Alexandría — Bókasöfn Ptólemeanna. Alexander mikli lét skrá sögu herferða sinna. Hann lét einnig safna saman öllum þeim fróðleik, sem var fræðimönnum þeirra tíma tiltækur. Á herferðum sínum hafði hann með sér sagníræðinga, heimspekinga, lækna og landfræðinga. Hann ætlaði að gera höf- uðborg sína að höfuðbóli grískra mennta og menningar, en til þess entist honum ekki aldur. Eftirmenn hans urðu til þess. Engu að síður er það hans verk að leggja drögin að því allsherjar safni í grískum fræðum, sem varð stærsta bókasafn veraldar og háskóli vestur- lenzkrar menningar í nokkur hundruð ár. Upphaf þessa safns var, að Ptólem- eos Soter (323-280) kallar skáldið File- tas, málfræðinginn Zenodótos og Strat- on til hirðar sinnar til að uppfræða son sinn, ríkiserfingjann. Ptólemeos Filadelfos H (280-247) lætur safna öllum grískum bókurn, sem náð varð til. Sendimenn hans fóru um allan hinn. gríska heim, og keyptu og keyptu. Fræðimenn flykktust til Alex- andríu til þess að vinna að rannsókn- um handrita og gefa út rit klassíker- anna, þeir nutu styrks úr ríkissjóði og þurftu engar áhyggjur að hafa af af- komu sinni. Safnið óx svo á þessum árum, að reisa þurfti nýjar byggingar til þess að hýsa safnið. Þriðji Ptólemeinn, Ptólemeos Ev- ergetes (247-221) var ákafastur safnari þeirra frænda. Ef skip með bækur inn- anborðs komu til Alexandríu, voru þau kyrrsett, ef treglega gekk að fá eig- andann til þess að láta bækurnar af hendi og síðan fékk hann afrit og þýddi ekkert að mögla. Evergetes fékk rit Sófóklesar, Eskýlosar og Evrípídesar lánuð, sem Aþenuborg átti, í skiptum fyrir matvæli, ásamt 15 talenta trygg- ingu fyrir góðum skilum. Aþenubúar fengu aldrei aftur frumritin, urðu að sætta sig við eftirrit og tryggingu. Filadelfos II lét reisa safninu veg- legar byggingar í Brukeion-hverfinu, skammt frá konungshöllinni og Muse- ion-stofnuninni, en undir því nafni geng- ur bókasafnið, skólinn og fræðastiftun- in. Hann lét líka gera annað safnhús í egypzka hluta borgarinnar, skammt frá Serapis-hofinu, sem var nefnt dótt- ursafn Brukeion-safnsins. Það safn hef- ur líklega verið ætlað þeim Egyptum, sem vildu kynna sér grísk fræði. Þetta safn var of stórt og fjölbreytt til þess að vera eingöngu ætlað prestum hofs- ins, en Ptólemeos Soter lét reisa þetta hof hinum nýja ríkisguði, Serapis. Um fjölda bóka í söfnunum er ekkert vitað með vissu. í Museion er talið að verið hafi 200—700 þúsund bækur og í Serapeion 40—50 þúsund. Nokkuð er vitað um skipulag Musseion- afnsins. Kállímakos frá Kýrenu gerði á 3ju öld skrá yfir skáld og rithöfunda, síðan var þeim skipað í flokka eftir efnl hóka þelrra og höfundum raðað 1 stafrófsröð innan hvers efnisflokks. Hverjum höfundi fylgir æviágrip og listi yfir rit hans. Auk þessa voru auka- eintök skráð, og ferill bókanna rakinn, ef þekktist. Fyrsti yfirbókavörðurinn var Zenodótos. Um eftirmenn hans var ekkert vitað fyrr en 1914, þegar listi fannst með nöfnum þeirra nokkurra. Þeir voru allir merkir fræðimenn og vís- indamenn. Þýðing Museion-safnsins fyrir fornöld ina var jafnmikil og væri London eða París eina borgin í heiminum nú á dög- um, sem ætti svo til öll frumrit og beztu eftirrit frægustu höfunda lífs og liðinna. Museion-safnið var einnig útgáfufyrir- tæki, þar voru gefnar út fyrstu vísinda- legu útgáfurnar. Handrit voru borin saman og þau elztu og áreiðanlegustu afskrifuð í fjölda eintaka og sett á 'markaðinn. Þaðan höfum við rit góð- skálda Grikkja og heimspekirit Aristó- telesar. Þar voru gefin út rit í öllum vísindagreinum, og auk þess þýtt úr persnesku, hebresku, babýlónsku og egypzku og síðar úr latínu á grísku. Furstar annarstaðar í heiminum fóru .að dæmi Ptólemeanna og hófu bókasöfn- un, bókmenntaáhugi óx og kröfur um áreiðanlegar útgáfur. Örlög Museion-safnsins urðu þau að það brann að einhverju leyti 47 f. Kr., þegar Sesar lét kveikja í hafnarhverfi AJexandríu. 272 lætur Aurelíus keisari brenna Brukeion-hverfið í Alexandríu, og þá gereyðileggst safnið. Eftir það er Serapeion-safnið aðalsafn Alexandríu, þar til ofsatrúarmaðurinn Þeófílos patríarki sigar kristnum skríl á Serapis- hofið 391 samkvæmt þeirri skipun Þeódósíosar keisara að breyta heiðn- um hofum í kirkjur. SVIPMYND Framhald af bls. 2 að í Ameríku höfðu Gyðingar sömu réttindi og aðrir menn. Abraham Sarn- off varð fyrstur tengdasona Shmuels Pribins til þess að fara vestur, en Leah fluttist heim til foreldra sinna með David og tvo yngri syni þeirra. David var óvenju bráðþroska, og þegar aðr- ir drengir voru að byrja að læra að stafa, kunni hann utanbókar langa kafla úr helgiritunum. Amma hans sá, að hér var fjölskyldunni að bætast enn einn „lamdun“, þ.e. lærður maður, og sendi hann til bróður síns, sem var rabbí í Korme, nálægt Borisov. David var þá fimm ára gamall. Hann ólst nú upp hjá ömmubróður sínum innan um elntómt fullorðið fólk og var látinn Isem frá sólarupprás til sólseturs. Abraham Sarnoff vann við mál- un og veggfóðrun í New York, en vegna heilsuleysis varð hann stundum að liggja í rúminu mánuðum saman. Það tók hann því fjögur ár að nurla saman fyrir farinu vestur 'handa konu sinni og þremur sonum. Um vorið árið 1900 fór David frá Korme heim til sín í Uzlian, og þaðan var lagt af stað í ferðina miklu vestur um haf. Leah fyllti stóra tágakörfu af þurrkuðum brauðhleifum, reyktum fiski og soðnu keti. Hún sagði sonum sínum, að þetta yrði að duga þeim öllum, unz þau hittu föður þeirra. Fyrsti áfanginn var leiðin til Libau (Liepaja) í Lettlandi, hafnarborgar miðja vegu milli Ventspils og Memels. Þar var stigið á skipsfjöl og haldið til Liverpool. Rússnesku Gyðingarnir störðu undrandi á allt, sem þeir sáu. Allt var nýtt fyrir þeim; ekkert stóð eftir af hinum gamla miðaldaheimi þeirra, sem hafði virzt óhagganlegur. David kallar þessa ferð fyrri endur- fæðingu sína. Níu ára gamall varð hann að endurskoða allt, sem hann hafði áð- ur lært um lífið. Heimurinn var stærri og flóknari en sá, sem hann hafði kynnzt í Uzlian og Korme. Jl Liverpool voru þau flutt yfir í annað skip, sem þau sigldu með yfir Atlantshafið og til Montreal í Kanada. Skömmu áður en blásið var til brott- farar frá Liverpool, sá David, þar sem hann sat ihugsi á þilfarinu, að stóra tágakarfan með nestinu sveif niður í lest. Hann fylltist skelfingu, og án þess að hugsa sig um henti hann sér á eftir henni. Þetta var fimmtán metra fall, en til allrar hamingju lenti hann á hrúgu af mjúkum fatapinklum. Steinhissa sjó- maður, sem dró ririglaðan og grindhor- aðan drenginn upp úr leppahrúgunni, sagði: „Drengur minn, þér hlýtur að ganga vel í henni Ameríku". Nærstadd- ur Gyðingur þýddi þetta yfir á jiddísku fyrir David, sem lagði þessi orð á minn- ið og tók þau fyrir góðan spádóm. Hann segist heldur aldrei geta gleymt eymd- inni um borð á leiðinni vestur. Mál- lausu og tötrum klæddu fólkinu var stíað saman, eins og í gripalest, og lykt- in af skítugum líkömum og spýju hinna sjóveiku ætlaði allt að kæfa. Alla leið- ina gekk ekki á öðru en stunum og formælingum, æluhljóðum og sálma- söng. F rá Montreal fór fjölskyldan með Framhald á bls. 14 Davíð Sarnoff, fimm ára gamall, ásamt Leu, móður sinni. Myndin er tekin í Hvíta-Rússlandi árið 1896. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.