Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 13
 #111« fiNQfÍOOÐA HErqvöR Vc/ÖTUNHElMVM.Vie 'HENNi QATLOKt ÞRJÚ aÖRN. EiTT V/»? FE.NRISÚLPR, ANNAT JÖRMUNQANDR, ÞAT BR M/£>GAl?0SORMR, ÞRIÐlAER HEL. EN ER QOÐIN VfSSOTlL,AT pESSi ÞRJÖ SVSTKlN FÆDDUSK 09? 'IUÖTUNHEIMVM OKQO&N RÖKTUTlL SPADOMA, ATAF SSST' K\N\)M ÞtSSOM MYA/Dl ÞE/M MIICIT MEIa/ OKÖHAPP ÍTHA/DA,OK ÞÓfT/ ÖUUM MlKiLS ILLS AF V/ENI, FyRST Af M'OÐERNi OKENN VERRA AF FAPERNl. * . Þ'A KASTADI HANN ORMINVM'l tNN DiOPA SÆ,ERIIG5R UMÖULÖND. PASENDl ALFÖOR T(L GOÐIN At TAK BÖRNifJ OK F/ERA S'ER. ÖK ÉR ÞAU KÓMU TiL HA.NS...,' OK ÖX Sfl OR/1R SVA, AT HANN LIGGR V MI0JU UAF/NU OfÖLL LÖND OK li'lTR 7 SPORÐS'ER. nieðferðar við dómstóla kirkjunnar en veraldlegra valdhafa. K, Lirkjan átti öldum saman í styr- jöld við volduga andstæðinga, innan hins vestræna heims og utan. Enginn her vinnur slíka styrjöld nema liðsforingjar geti haldið uppi hlýðni og aga, og háir sem lágir lúti stjórn eins hershöfðingja ir.eð óskoruðu valdi. Á hinn bóginn eru allar stofnanir með því marki brenndar að sækjast eftir að færa út kvíarnar og auka ytri dýrð sína, hvort sem um er að ræða kirkjudeild, konungdæmi, stjórnmálakerfi eða stéttarfélag. Of inikið vald spillir bæði stofnunum og einstaklingum og því er valdajafnvægi nauðsynlegt. Þegar kirkjan rfðaði tU. falls, eins og hún hefur gert hvað eftir annað sökum misbeitingar valds síns eða annarra mistaka, risu upp aldtaf innan ihennar sterkir menn og guðmóðugir, Bem kröfðust siðabóta, og hún endur- mýjaðist að innra krafti, jafnvel þótt siðabótin yrði til þess að kljúfa hana í toili. Þetta eru þær nfðurstöður, sem próf- «ssor Gustavson kemst að í sinni ágætu foók, sam einkum er miðuð við skólafólk. Þær eru allólíkar þeim, sem menn hafa ótt að venjast síðustu aldirnar, þar sem íáfræði um miðaldirnar eða bein óvin- Étta í garð kirkjunnar hafa mótað alla eöguskoðun og sögukennslu. Þær ádeilur hafa heltekið suma kirkjurmar menn svo eð jafnvel prédikarar þrástaglast á því, sem aflaga hefur farið, í stað þess að vinna að samstarfi án tillits til fyrri mis- taka eða núverandi skoðanamunar um trúarsetningar til lausnar þeim þjóð- félagsmálum, sem kirkjan verður að taka þátt í, ef vestræn menning á ekki að líða undir lok. Saga læknastéttarinnar er sízt fegri en soga kirkjunnar, en hvað yrði sagt um þann lækni, sem heí'ði það fyrir sið að kvarta við sjúklinga um það, hvað lækn- ar hefðu drepið ótölulegan fjölda sæng- urkvenna vegna sóðaskapar eða fáfræði, m.a.s. í nafni vísindanna, eins og á dög- um Semmelweiss, og gerðu það jafnvel enn? Slíkar látlausar harmatölur yrðu varla vel séðar meðal stéttarbræ'ðra hans né vænlegar til góðs árangurs hjá sjúklingum hans. SMASAGAN Framhald af bls. 3 þjóðerni er að miklu leyti aðeins á- vani". Jón virðist ekki vera hrifinn af þess- ari vizku minni nema í meðallagi. Hann fer að tala um þjóðareinkenni og siði og spyr mig meðal annars hvenaer þjóðhátíð Englendinga sé. í>á verð ég að viðurkenna, að við eigum bara enga þjóðhátíð, sem hægt er svo að kalla. „I>að er auðvitað dagur helgaður hin- um heilaga Georgi, þjóðardýrlingi okk- ar, sem er líka afmælisdagur Shake- sp>eares. Kann er einhvern tíma í apríl — ég man ekki nákvæmlega hvenær — en raunar er ekki haldiS upp á hann, nema með því að flaggað er á kirkj- um". Jón hristir höfuðið og er heldur en ekki undrandi á þessari fáfræði minni. „Við erum víst búnir að vera þjóð svo lengi, að við erum (hættir að hugsa um það", segi ég afsakandi. „Annars var það Þjóðverji, Albert prins, sem fann upp marga þjóðsiði okkar Skot- anna á nítjándu öld. Við höfum lítinn áhuga á svona löguðu, en þetta er allt sjálfsagt ágætt handa amerískum túrist- um". Karl einn rauSbirkinn í sportjakka sezt hjá okkur með whiský og sóda og fer að tala um daginn og veginn. Hann er miður sín vegna allra skattanna, sem hann þarf að borga „til þess að styrkja alls konar útlendinga og svert- ingja", eins og hann orðar það. Hann segist vera sannfærður um það, að England sé að fara rakleitt í hundana, — „og væri ég yngri maður, myndi ég flytja til Kanada eða Ástralíu, þar sem ennþá er hægt að vera Englendingur". En nú er gömlu konunni nóg boðið. „Menn af ykkar tegund vilja þeir bara ekki sjá í Ástralíu", segir hún. „Hald- ið þér, að þá langi til að eyða pening- unum sínum í það að borga heimferS- ina handa alls konar útlenzkum let- ingjum, sem hafa ekki einu sinni dugn- að til þess að komast áfram í sínum eigin löndum og lenda áreiðanlega á bænum Ihjá þeim?" Karlinn er auðsjáanlega mjög gram- ur vegna þess, að hún kallar hann út- lenzkan, því að öllum er ljóst, að út- lendingar eru þeir, sem ekki eru Eng- lendingar, og auk þess er Ástralía ensk nýlenda, alveg eins og írland. Nú fýkur í konuna, og ég verð hrædd ur um, að þaS geti orSiS áflog út af þessu, en sem betur fer kallar bar- þjónninn: „Time, gentlemen, please!" sem er ábending um, að löggiltur drykkjutími okkar sé aS verða búinn. Þá flýtir karlinn sér að panta einn whiský í viðbót. „Mikið er fólkið rólegt annars", seg- ir Jón. „Það er búið að sitja tímunum saman og hella í sig einhverjum ósköp- um af bjór, whiský og ég veit ekki hverju, en þó verður maður ekki var við neitt fyllirí. Þetta er alveg eins og templaramót!" „Ætli það sé ekki vegna þess, að fólkið er búið að fá mótstöðu gegn á- fengi", segi ég. „Þar að auki myndi knæpueigandinn missa vínveitingaleyf- ið, ef það kvæði að einhverri óreglu hjá honum". „Time, gentlemen, please!" endurtek- ur barþjónninn, og farið er að slökkva ljósin. „Heyrið þið", segir karlinn rauðbirkni sem er að gleypa whiský-ið sitt, eins og mikið liggi á, „ef við flýtum okkur, getum við komizt í krá í næsta bæjar- hverfi. Þar er lokað (hálftíma seinna". „Hvernig stendur á því?" spyr Jón. „í>að eru lögin", svarar karlinn. Þar sem okkur langar ekki að drekka meira, ihöfnum við boSinu, en karlinn leggur af stað með gömlu konunni, og virðist vera bezta samkomulag milli þeirra. Um leið og við förum úr kránni, tek- ur Jón eftir bílaröðinni, við gangstétt- ina fyrir utan, og hvernig fólkið úr kránni fer í bílana, án þess að vekja athygli lögregluþjóns, sem gengur ró- lega framhjá. „Heyrðu", segir Jón, „má aka bíl, þegar maður er búinn að drekka í krá allt kvöldið?" „Já, það er nú svona", svara ég. „Auð- vitað er tekið hart á þvi, þegar ölvun veldur slysi". „En þá er orðið of seint, og ökumað- urinn ef til vill búinn að drepa ein- hvern". „Þetta er alveg satt hjá þér", segi ég. „En lögreglan á bágt með að sanna það, að ökumaður sé ölvaður sam- 5. júní 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.