Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 2
Alheimssjónvarpið er á næstu grösum — og það er óum- flýjanlegt, hvort sem okkur líkar betur eða verr“, sagði höfundur greinarinnar „'Sj ónvarpsbyltingin er framundan“, David Sarnoff, hers- höfðingi í bandaríska hernum og stjórnarformaður RCA (Radio Cor- poration of America) á fundi með blaðamönnum, þegar hann átti 75 ára afmæli fyrir skömmu. „Það er ekki nóg með að allir jarðarbúar geti bráðlega séð myndvarpssend- ingar hvaðanæva að af hnettinum, heldur geta þjóðir heims innan fimm til tíu ára, ef þær tíma að eyða peningum til þess, útbúið sér- hvern mann litlu sjónvarpstals- sendi- og móttökutæki, sem gerir honum kleift að ræðast augliti til augliti við hvern sem er á hnett- inum. Þetta eru engir hugarórar; ég veit nákvæmlega, hvað ég er að segja. Þetta hefur kosti í för með sér. Mennirnir ættu að færast nær hver öðrum og skilja hver annan betur. En þetta hefur líka hættu í sér fólgna. Auðveldara verður en nokkru sinni fyrr að nálgast mann- veruna með áróðri andstæðingsins. Engin hugsanleg leið er til þess, að koma megi í veg fyrir, að hver einstaklingur í veröldinni taki við sendingum hvaðanæva sem er, ekki fremur en nú er kleift að hindra, að menn hlusti á útvarps- sendingar frá öðrum löndum, ef þeir eiga sæmilegt móttökutæki og kunna að lagfæra það eftir þörf- um, ef einræðisstjórn í ættlandi mannsins kynni að reka truflunar- stöðvar. Ég vona innilega, að mér auðnist að lifa svo lengi, að ég verði þátttakandi í þessari stór- kostlegu byltingu, sem mun ger- breyta lífi alls mannkynsins. Hins vegar neita ég því ekki, að ég kvíði jafnmikið fyrir byltingunni og ég hlakka til hennar. En við komumst ekki undan henni“. Þ egar David Sarnoff tekur til máls um fjarskiptamál, er hlustað á hann af sérfræðingum um víða ver- öld. Næstum því í sextíu ár, síðan hann var innan við tvítugsaldur, hefur hann verið viðurkenndur á alþjóðamæli- kvarða sem helzti frumkvöðull, hugs- uður, uppfinningamaður og spámaður á sviði fjarskiptatækni og fjölmiðlun- ar. Einkaleyfi hans á ómissandi upp- götvunum, sem eru snar þáttur í dag- legu lífi okkar, eru hér um bil ótelj- andi, og hann nýtur þess sjaldgæfa heið- DAVID SARNOFF urs að hafa séð alla spádóma sína ræt- ast. Á fyrri árum þóttu framtíðarhug- leiðingar hans oft svo fjarstæðukenndar, að fyrirtæki og fjáraflamenn neituðu að leggja fram fé til þess að hrinda þeim í framkvæmd, en þau og þeir, sem veðjuðu á framsýni hans, hafa ekki þurft að sjá eftir því. Allt það fé hef- ur skilað sér með margföldum ágcða. Fyrir nokkrum árum var hann kosinn „eini sannsöguli sp>ámaðurinn“ á al- þjóðaþingi útvarpsmanna. Einna ein- kennilegast þótti, að hann hafði gizk- að svo að segja nákvæmlega á það árið 1927, hve margir menn mundu hafa atvinnu af útvarpi í Bandaríkj- unum árið 1957. Snilligáfa þessa fram- herja á sviði útvarps, sjónvarps og geimsendinga er nú viðurkennd um heim allan. Bandaríkjamenn telja, að enginn einn maður hafi haft meiri áhrif á daglegt líf manna nú á dögum en Sarnoff, þegar Edison er undan skilinn, og eiga þeir þar við uppgötv- anir hans og kenningar á sviði útvarps og sjónvarps, síma og annarra fjar- skiptatækja, gervihnattatækni og raf- eindasmávéla. Lyndon B. Johnson, for- seti Bandaríkjanna lét nýlega svo um mælt, að enginn væri glæsilegra dæmi um hinn ameríska anda en Sarnoff, hvernxg hann hefði orðið að slíkum áhrifamanni í vísindum og tækni frá því að vera bláfátækur innflytjandi. Gyðingadrengurinn, sem fæddist í al- geru 'miðaldaþjóðfélagi austur í Hvíta- Rússlandi, þar sem lifað var eftir kenn- ingum spámanna gamla tesamentsins, hefur nú í meira en hálfa öld verið fremstur í flokki þeirra, sem boða hina nýju og ótrúlegu tækniöld, er þegar er hafin að nokkru leyti. Níu ára gam- all kom hann til Bandaríkjanna, þar sem fjölskylda hans lifði í einangruðu gyðingahverfi í New York, sem iá alveg utan við meginstrauma hins mikla, bandaríska þjóðlífs, svo að það kost- aði Sarnoff eins mikið átak að brjót- ast út úr innilokuðum innflytjendaheim- inum í „Lower East Side“ á Manhatt- an og það kostaði fjölskyldu hans að flytjast vestur. D, tryggnl, enda þóttu þær fjarstæðukennd ar flestar og ótrúlegar. Inn í þetta lok- aða samfélag bárust því lítil utanað- komandi áhrif, og væri um þau að ræða, beittu þorpsöldungarnir sér gegn þeim af festu, því að þau væru hættu- leg menningu hinnar guðs útvöldu þjóð- ar. Zarinn veitti hverju slíku gyðinga- samfélagi („shtetl") algera sjálfstjórn í eigin málum, að undanskilinni skatt- lagningu og herkvaðningu. Sýnagógan, guðshúsið, var miðstöð samfélagsins, og bæði í andlegum og veraldlegum efn- um hafði rabbí-inn, presturinn, æðstu völd, Kona hans, sem kölluð var reb- etsin, var sjálfkrafa æðst meðal kvenna Lögregluþjónar voru óþarfir, því að mjög sterkt almenningsálit og öflug samkennd íbúanna sá um að lögum guðs og manna og vilja rabbísins var fylgt í einu og öllu. Mannvirðingar og þjóðfélagsstaða var ekki' miðuð við auð eða afl einstaklingsins, heldur menntun hans og manngæzku. M. L óðir Davíðs Sarnoffs var af Pribin-ættinni, sem var í miklu áliti. Þótt fjölskyldan byggi í hiörlegu húsi og hefði verið sárfátæk í marga ættliði, töldust til hennar margir rabbínar, fórn- ardýraslátrarar (,,shoktim“) og prédik- arai-, sem voru vel að sér í helgum fræð- um og guðræknir. Afi Davíðs, Shmuel (Samúel) gamli Pribin var einna mest- ur lærdómsmaður þarna um slóðir. Hann lagði stund á að auka þekkingu sína alla ævi þekkingarinnar vegna, því að aldrei vann hann sér inn svo mikið sem einn kópeka. Kona hans, Rivke (Rebekka), sem var hörkudugleg, varð því að sjá fyrir fjölskyldunni, sem stöðugt bættist við, meðan Shmuel rýndi í forn helgirit og baðst fyrir. Öllum þótti þetta sjálfsagt, og ekki sízt Rivke gömlu. Hún gekk þorp úr þorpi, sumar og vetur, og seldi brauðhnúða með kjötmauki og sýi'ópsdrykki á markaðs- torgum. Samt hafði hún tíma til að elda mat, þvo og sauma heima fyrir. Börnin urðu níu, einn sonur og — átt- föld ógæfa — átta dætur. Shmuel tók þessu öllu með ró, og stolt fjölskyld- unnar varð hann, er hann hlaut virð- ingarsæti við eystri vegg sýnagógunnar og var stundum beðinn um að stíga í stólinn, þar sem hann hélt ágætar sabb- ats-ræður. Til Shmuels og Rivke má rekja mörg einkenni hinna fjölmörgu afkomenda þeirra: lærdóm og fræða- áhuga hans, og hagnýtar gáfur og óbil- andi dugnað hennar. E 'avid Sarnoff fæddist í Uzlian, afskekktu gyðingaþorpi í Minsk-héraði í Hvíta Rússlandi 27. febrúar 1891. Þetta var fornfálegt samfélag bláfátækra en heittrúaðra gyðinga, eins og Sholem Aleiohem (Sholom Aleikhem eða Schol- om-Alejchem) hefur lýst þeim meist- aralega í sögum sínum. Þorpið var á svæði, sem zar-stjórnin hafði úthlutað annars flokks borgurum sínum, Gyð- ingunum. Þeir drógu fram lífið á heima- iðnaði, smáiðju á litlum verkstæðum og lítilfjörlegu prangi við fólkið í ná- grannabyggðunum. Fólkið lifði alger- lega utan við heiminn umhverfis það, trúði því varla, að sjórinn væri til, nema af því að minnzt var á hafið í helgiritum þess, og hafði aldrei séð skip eða eimlest. Öllum sögum utan úr heimi var tekið með varúð og tor- lzta dóttirin, Leah (Lea), giftist ómenntuðum og heilsutæpum húsamál- ara, Abraham Sarnoff, og 1891 fæddist fyrsti sonur þeirra, David. Um þessar mundir var Nýi heimurinn, Ameríka, farinn að verka eins og segull á gyð- ingana í ghettóum Austur-Evrópu, Fyrstu mennirnir, sem fóru vestur frá Uzlian og nágrenni, voru ungir og ó- kvæntir menn. Þeir skrifuðu bréf heim til sín, sem voru lesin upp á samkund- um og höfðu mikil áhrif. Mörg bréf- anna voru reyndar stíluð til heilla þorpa. í þeim mátti lesa, að í Ameríku væri næg vinna, nógur matur handa öllum, skýjakljúfar og eimlestir, eu engir kósakkar. Merkilegast þótti þó, Framhald á bls. S Framkv.stJ.: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn Utgefandi Sigfas Jónsson. Siguröur Bjarnason fr& Vtgur Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jðnssón. Arm GarSar Kristtnsson. Aðalstrætl B. Siml 22480. fi.t. Arvakur. ReyKJavlK. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.