Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 8
................ WmSmmRm^á Hólmavík. Kirkjan gnæfir yfir þorpiff (lengst til vinstri) en áframhaldandi byggð er út með víkinni (t.v.) Myndin er tekin af bryggjunni. Greinarhöf. tók myndirnar. HOLMAVIK Eftir Guðmund Hraundal, háskólakennara Hví skyldi ég skrifa um Hólmavík og Hólmvíkinga öðru fremur? Þegar ég var í barna- skóla í Hafnarfirði, kom teikni- kennarinn einu sinni með fallegar landslagsmyndir á stórum spjöldum. Myndirnar voru frá árstíðunum fjórum og voru einkennandi fyrir Guðmundur Hraundal i ' - ' • ; • . 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- þær. Ég man sérstaklega eftir tveimur myndum; sumarmyndinni: sól skein í heiði og fólk var við heyþurrkun úti á túni, litbrigða- laust og flatt landslag. Öllum nema mér þótti hún fallegust, af því að þar var sumar og sól. Haustmyndin var af fallegum en lágreistum bóndabæ við lygnan fjörð, það var komið haust, fjörðurinn var spegil- sléttur og baksviðið var há og stíl- hrein fjöll, sem spegluðust í fjarð- arbotninum. Hvílík kyrrð og frið- ur yfir þessari mynd, enda tók ég hana fram yfir hinar myndirnar. Hvað fær manni meiri friðar og sælu en fagurt haustkvöld? Og er það ekki einmitt friður, kyrrð, sem við þörfnumst mest? f>að var ekki komin „atómöld“ þá, en þó kunni ég að meta þann frið og kyrrð, sem aðeins móðir náttúra getur veitt okkur inn til dala í faðmi blárra fjalla og við sævarströnd á lygn- um kvöldum, þar sem báran gljáfr- ar við fjörusand. að var einmitt þessi friður, sem gagntók mig fyrst, þegar ég kom til Hólmavíkur, enda þá sumri tekið að halla, Steingrímsfjörður spegilsléttur, og •báran bærði aðeins á sér í fjöriisandin- um, bæði norðvestan við eyrina, sem þorpið stendur á, og eins í Skeljavík. Síðan eru liðin mörg ár, og svo kom ófriður um aLian heim og rak friðinn á brott hjá mörgum, ef ekki flestum íbú- um á þessari jörð. En í Hólmavík getur maður enn fundið þennan sama frið, ef maður aðeins gefur sér tíma til að veita honum viðtöku. Og hvað er það svo, sem í Hólmavík, öðrum stöðum fremur, verk- ar þannig á mann? Jú, það er hinn fallegi Steingrímsfjöfður, þetta friðsæla og af- skekkta þorp, Borgirnar ofan við, fólkið, allt umhverfið, útsýnið beggja megin fjarðarins. Þar er ekki skógurinn! í hæsta lagi kjarr og lyng upp af piássinu. Áður fyrr var farin Dalaleiðin, þ. e. úr Gilsfirði yfir Steinadalsheiði, sem er há og brött og var alltaf illfær, sérstak- lega Kollafjarðarmegin. Þar heita efst Rjúpnabrekkur. Svo var yfir Steina- dalsá að fara á djúpu vaði, en nú sl. 17 ár hefur verið farin Hrútafjarðarleiðin, inn fyrir Bitrufjörð og út með honum að vestan og yfir Bitruháls, sem ekki virðist árennilegur, þegar maður sér Ennisfjail úr fjarlægð, en nú fer bíllinn þennan fjallveg án þess að hósta. Reynd- ar var það Dala-Brandur, vinur minn, sem fór þessa leið fyrstur á bíl, og síðan var lagður vegur eftir sömu slóðum, og má heita, að það sé skotvegur. Efst uppi á hálsinum er hlaðin varða, og er þaðan dásamiegt útsýni í björtu sumarveðri, jöklar og heiðar í suðri, Vatnsnes hand- an við Hrútafjörð, og sést alveg inn til Hvammstanga í Miðfirði, en svo utar og norðar Skagafjöllin, Kollafjörður við fætur manns, umkringdur fallegri og grösugri sveit, og loks Strandafjöllin í morðurátt í öllum sínum hrikaleik, eins langt og augað eygir. Við ökum í beygjum niður að Brodda- dalsá, en þá tekur við greiðfær vegur inn fyrir Kollafjörð, og handan fjarðar- ins er nú kominn nýr og breiður vegur uppi í miðjum hlíðum, en áður var farin. fjaran, og verð ég að segja það, að mér þótti það skemmtilegri leið, þótt sein- farnari væri, sérstaklega í góðu veðri, þegar fjörðurinn var spegilsléttur. Var þá venjan að heilsa upp á Karl og Kerlingu, tvo klettadranga, sem standa saman í fjöruborðinu, fara út úr bílnum. og teygja úr lúnum beinum, eftir lang- an akstur, og drekka eina kók, sera maður keypti í veitingaskálanum í Brú í Hrútafj arðarbotni. Nú eru eftir um 25 kílómetrar til höfuðstaðar Stranda- mranna, Hólmavíkur. En frá Brú til Hólmavíkur eru 120 kílómetrar. Leiðin, sem eftir er, er seinfarin á köfluim, eftir að farið er framhjá kirkjustaðnum Kollafj arðarnesi og Hvalsá, sem er síð- asti bærinn, áður en beygt er inn í Steingrímsfjörð. H ér eru þverhnípt björg á aðra hlið, en fjaran og rekaviðurinn á hina, og framundan handan fjarðarins blasir við Grímsey, sem dregur nafn af fyrsta landnámsmanininum, er bjó víst reyndar á Stað fyrir botni fjarðarins. Á Grímsey er viti; annars engin byggð; hún er igrösug hið efra en hömrum girt, og er þar mikið fuglalíf. Mjótt sund er milli Grímseyjar og lands handan fjarðarins, Grímseyjarsund, og dálítið innar á Sei- strönd er þorpið Drangsnes, útgerðar- piáss. Fór ég einu sinni þangað fyrir mörgum árum með héraðslækninum í Hól'rruavík í foráttuveðri á opinni trillu og fékk nóg af. Fannst mér þar allt stin'ga mjög í stúf við snyrtimennskuna í Hólmavík Það var á þeim árum, þegar þorpið var að byggjast, og þorskurinn óð á land. Nú er þar all't snyrtilegra, og þar er kominn barnaskóli með kap- ellu, annexíu frá Staðarprestakalli. Gálmaströnd heitir fyrst eftir að beygt hefur verið inn í Steingrímsfjörð; er þar upphleyptur vegur á sléttum eyrum, sjálfur vegarkaflinn er þráðbeinn og grár að lit, og þykir mér sennilegt, að oíaníburðurinn sé skeljasandur. Ég man, að Ari Arnalds, sýslumiaður, getur Iþess Fról'astsihúsið stendur við sjóinn inna n við þurpið. 5. júní 19GG

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.