Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 9
 ( sig kandís, rúsínur og annað gntt. Svo voru keyptar kornvörur, kaffi og sykur og annað, sem með þurfti fyrir veturinn eða sumarið, því að sennilega hafa iþess- ir kaupmenn komið bæði vor og haust. E iíiishúsið, elzta húsið í Hólmavík í endurminningum sínum, að hann hafi verið í heimsókn hjá þeim merka klerki séra Arnóri Árnasyni á Felli í Kolla- f;rði seinni part sumars 1'892. Þeir riðu þá til kirkju að Tröllatungu, sem var annexía frá Felli. Getur hann þess, að Iþegar þeir komu yfir á Gálma- eða Gálmarströnd, hafi iþeir látið hestana spretta úr spori inn eyrarnar. Hvað orð- ið „Gálmar“ þýðir, er mér ókunnugt um. Annars er fjöibreytt leið, það sem eftir er til Hólmavíkur, stundum fer maður alla leið niður í fjöru og yfir ársprænur, og reisuleg býli eru alla leið inn að Víðidalsá. Nú sjást ekki torfbæir, heldur myndarleg ílbúðarhús úr steini sem og útihús, stór og rennislétt tún, svo útli't er fyrir almenna velmegun þarna. Bændur lifa þarna aðallega á kvikfjárrækt, svo að það er ekkert „smjörfjall“ í Hólmavík, enda engin mjólkurvinnsla þar. Fjallgarðurinn á vinstri hönd er hár, og skerast langir og djúpir dalir inn í hann, sem eru grösugir og gróðursælir, en nú eru að- eins tveir í byggð. Fjöllin á milli þessara dala eru kallaðar heiðar, og hefur hver heiði sitt nafn eins og Heiðarbæjarheiði, Tunguheiði, Bæjardalsheiði og innar Laxárdalsheiði og Kollabúðaheiði, sem dregur nafn af Kollabúðum í Þorska- firði í Reykhólasveit, en þar var til forna þingstaður og sjást þess enn merki. Bæjardalsheiði dregur nafn af höfuðbólinu Bæ í Reykhólasveit, þar sem héraðshöfðinginn Magnús Ingi- mundarson bjó, en þar naut ég gestrisni og hvíldar hjá honum í mörg sumur, eða þangað til Magnús hætti búskap og 'iét jörðina í hendur sonum sínum þrem- ur. Þar er því þríbýli nú, og mun þar vera eitt staðarlegasta og myndarlegasta býli hér á landi með þremur íbúðarhús- um og miklum túnum. Innsti bærinn, áður en komið er til Hólmavíkur, er Víðidalsá. Þangað er Staðarlegt heim að líta og þar bjuggu til skamms tíma Páll Gíslason og kona hans Þorsteinsína. Páll dó fyrir nokkr- um árum, og búa nú synir hans þar. Páll byggði myndarlegt þriggja hæða eteinhús á jörð sinni 1926, og öll eru útihúsin steinsteypt. Hefur það verið mikið þrekvirki að byggja svo veglegt íieinhús, áður en Hólmavík komst í vegarsamband, en þetta sýnir dugnað og stórhug Páls. Þau hjón, Páll og Þorsteinsina, voru með afbrigðum gestrisin, og var Páll sérlega skemmti- legur maður, sem ávallt var gaman að $ækja heim, því að hann hafði frá mörgu eð segja og hafði líka yndi af heim- sóknum. Mér er nú Ijúft og skylit ®Ö nxinnast þessara vina minna, þar sem við hjónin áttum svo oft ánægjulegar stundir; börnum þeirra vil ég líka þakka góða vináttu, sérstaklega Stefáni og Ragnheiði, sem ég kynntist mest. Þaðan liggur leiðin svo yfir Víði- dalsá, yfir góða og breiða brú, inn fyrir Skeljavík og niður í Hólmavík. I g hef komizt að Því, að elzta .húsið í Hólmavík er Riishúsið, og var það byggt 1896 af Richard Pétri Riis, kaupmanni. Hann byggði einnig verzl- unarhús á eyrinni, sem nú eru horfin. Riis verzlaði einnig á Borðeyri og Hvammstanga. Annað hús, sem enn stendur í Hólmavík og sómir sér vel, er gamla læknishúsið. Það mun vera 'byggt 1896 eða 1897, því að 1897 kemur Guð- mundur Scheving Bjarnason til Hólma- víkur, og var hann fyrsti læknirinn, sem settist þar að, og var þar til 1909. Næstur eftir hann er Magnús Péturs- son frá 1910—1922. Næstur á eftir hon- um kemur svo Karl G. Magnússon, sem var héraðslæ'knir í Hólmavík 1922—1941. Eftir hann kemur Valtýr H. Valtýsson og er héraðslæknir þar til 1947. Meðan hann var héraðslæknir í Hólmavík, hafði ég bækistöð í sjúkraskýlinu, og tók hans góða kona, Steinunn Jóhann- esdóttir, hjúkrunarkona, með glöðu geði okkur hjónin í fæði, þegar við vorum þar á sumrin. Þá var þar ekkert gistihús ' eða matsölustaður. Ég á sérstaklega ánægjulegar minningar frá 'þessu tíma- bili. Við Valtýr urðum vinir góðir, enda mjög líkt skapi farnir, að ég held. Hjá þessum góðu hjónum áttum við griða- stað í sex sumur, fjórar til fimm vikur í senn. Valtýr vaxð fyrir því áfalli, sem ég vil kalla annan skæðasta sjúkdóm hérlendis, er nú á undanförnum árum Bryggjan í Hólmavík Steingrímsfjörður er lengsti fjörður á Ströndum, víður yzt, en verður svona nokkuð jafnbreiður inn í Hólmavík, þar sem borgirnar ofan við Hólmavík ganga út í fjörðinn; þar snarmjókkar fjörður- inn um allan helming og breytir jafn- framt um stefnu til norðvesturs, meira en áður, alla leið inn í fjarðárbotn. I mynni fjarðarins eru miklar grynn- ingar og misdýpi, og er því siglingaleið þar varhugaverð fyrir ókunnuga. Sér- staklega var hún það, áður en vitar komu í Grímsey og Hólmavík. Geta má Iþess, að mesta dýpi fjarðarins er milli Hólmavíkur og Selstrandar. Áður en nokkur byggð varð í Hólmavík, komu kaupskip, aðallega skip lausakaup- manna, inn í Skeljavík, sem er falleg vík rétt utan við Hólmavík, og lögðu þar fleytum sínum. Fólkið kom svo af þæjunum með afurðir sínar og gerði kaup sín við kaupmennina, og var þá víst oft glatt á hjalla, því að vafalaust hafa þeir ekki sparað mjöðinn til að fá sveitafólkið til að kaupa sem mest; bændur fengu sér á kútinn og konur og uingmeyjar fengu sér skrau’tlega höfuð- kiúta og svuntur, m. a. Börn fengu upp hefur gætt í æ ríkari mæli (coronary thramibosis). Læknar hér voru iþá ekki aknennilega farnir að átta sig á þessum skæða sjúkdómi, en nú hafa verið tekn- a,r upp árangursrikari mótaðgerðir, sem örugglega hafa bjargað mörgum mann- inum, og hefur verið stofnað félag (Hjartavemd) i þeim tilgangi að hamla á móti þessum vágesti, og vonandi á það eftir að bera mikinn árangur. Valtýr læknir fékk svo Kleppjárnsreyki í Borg- arfirði, eftir að hann gat tekið til starfa á ný, og þjónaði því héraði í tvö ár, oft sárþjáður, en Vaitýr var karlmenni mikið og var ekki fyrir að hlífa sér. Mér þótti hann vera nokkuð kaldur á köflum að fara í langar ferðir í ófærð að vetri til, og þurfti hann þá oft að grípa til skóflunnar til að brjótast gegnum snjó- skafla. Val'týr andaðist haustið 1949. Píann var afbragðs læknir og traustur persónuleiki; þótti Hólmvíkingum mikill mannskaði að missa hann, svo mikið traust báru þeir til hans. Nú er komið nýt-t og veglegt læknis- hús í Hólmavík, 'byggt um 1950; það er eitt stærsta og fullkomnasta læknishús á landinu með sjúkrastofum niðri og röntgentækjum, svo og lækningastofum og apóteki, auk húsnæðis fyrir hjúkrun- arkonu; og á efri hæðinni er svo læknis- íbúðin með fallegu útsýni yfir fjörðinn og sveitirnar í kring. Nú á seinni áruim hafa Hólmvíkingar átt í mesta stríði með að hafa lækni um langan tíma í einu. Margir ágætir kandidatar og læknar hafa verið þarna síðustu 15 árin, einn kemur þá annar fer, og eru þessi eilífu læknaskipti mikill „höfuðverkur" fyrir Strandamenn; þó hefði ég haldið, að þetta væri eitt af tekjuhærri læknis- héruðum á íslandi. Síðastliðið haust fór þaðan ágætur læknir, ísleifur Halldórs- son, sem var búinn að vera þar um kyrrt í nokkur ár. Fólkið vax farið að kynnast honum og bar til hans ótvírætt traust, en svo fór hann, þar sem hann fékk betra hérað nær höfuðstaðnum. Þetta er afleitt fyrir íbúana á Ströndum, og stundum hafa þeir verið læknislausir vikum saman og hafa iþá orðið að treysta á lækninn á Reykhólum, en þá er yfir heiðar að fara og gæti orðið torsótt og afdrifaríkt að vetri til, hæði fyrir sjúkling og lœfcni, því að alvarleg slys getur borið að höndum á Ströndum norður eins og annars staðar, og getur :þá oft oltið á fáum klukkustundum, eða jafnvel mínútum, að sjúklingurinn kom- ist undir læknishendur, ef hann á að halda lífi. Mr egar ég kom fyrst til Hólmavíkur, var þetta frekar óskipulegt þorp á eyr- inni neðan við Borgirnar, húsin voru timburhús, nema 6 eða 7 steinhús. Þar var gamall barnaskóli frá aldamótum, þar sem ég hafði fyrstu þækistöð mína. Þetta steinhús þjónar nú því hlutverki að vera slökkvistöð þorpsins. Á nokkrum húsum eru kassar með gleri fyrir, sem í eru brunalúðrar, og eru þeir þeyttir, ef elds verður vart. Nú hafa bætzt við mörg steinbyggð hús, og bærinn hefur byggzt upp í Borgirnar og út með víkinni. Þar er yzt sýslumannshúsið, sem var byggt fyrir um 25 árum, og var mikið af við- um þess fengið úr Kálfanessbænum, sem hefur verið í eyði síðan, þó að Hólim- víkingar hafi heyjað þar fram á þennan dag og ræktað .mýrarflákann milli Kálfa ness og fellsins fyrir ofan. í Kálfanesi er eitt rómantískasta bæjarstæði, sem Gistihúsið og kaupl'élagið i Hólmavík 5. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.