Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Qupperneq 2
 SVIP- MVND Keisarinn í Japan, Hiro-Hito eða Hirohito, eins og nafn lians er oftast ritað nú orðið, er sagður vera 124. ættliður frá Ama- terasu, sólgyðjunni sjálfri. Þessu trúði meirihluti japönsku þjóðar- innar til skamms tíma, en keisar- inn trúði því hins vegar ekki sjálf- ur. Þótt hann væri alinn upp í Shinto-trúarbrögðum og margir kennarar hans væru aðalsmenn og hirðmenn af gamla skólanum, fékk hann einnig vestræna menntun að nokkru leyti. Japanir vissu vel, að þeirra eigin menntun og menning var ekki einhlít í heiminum. Þess vegna var það, þegar Hirohito var fjórtán ára gamall, að hann sagði upp í opið geðið á hneyksluðum sögukennara, að hann áliti guðleg- an uppruna sinn vera þjóðsögu. Hann bætti því kurteislega við, að vísindalega séð gæti þessi saga ekki verið sönn. Hirdhito fæddist í Tókíó 29. apríl árið 1901. Meiji, afi toans, var keisari í Japan í 45 ár, og honum tókst að fram- kvæma slíka gerbreytingu á þjóðarhög- um þar, að engar ýkjur eru að segja, að á hálfri öld hafi Japanir tekið stökk lengst aftan úr austurlenzku miðalda- þjóðfélagi og fram til hálfvestræns ný- tízkuþjóðfélags. Meiji og ráðherrar hans skildu kall tímans og hlýddu því, o,g þess vegna tókst Japönum að verða öflugasta og auðugasta þjóð Asíu á skömmum tima. Forn hugsunarháttur ríkti þó áfram á mörgum sviðum, svo sem trú á guðlegan uppruna keisaranna, forfeðra- dýrkun, hernaðarandi og alræði keis- ara, stríðsbaróna og landaðals. Meiji sendi ráðgjafa sína og trúnaðarmenn út um allan heim til þess að þeir gætu lært af öðrum þjóðum. Japanir stældu þýzka landherinn, brezka flotann og bandaríska iðnaðinn. Þeir öpuðu eitt- hvað eftir flestum þjóðum Vesturlanda, nema þá helzt Frökkum. Þó er talið, að hattatízka æðri stétta manna í Japan hafi verið frá Frökkum runnin upphaf- lega. Meiji var hressilegur og hinn hermannlegasti, lét vel að skipa fyrir, bdr sig vel á hesti og átti ótal fagurra hjákvenna. Þannig valdi hann sér beð- naut á kvöldin, að hann lét silkivasa- klút detta á gólfið fyrir framan hina útvöldu. Sonur hans, Taisho keisari, var hálfgerð „fígúra“. Hann stældi Vilhjálm Þýzkalandskeisara, bar vax í skeggið, tu þess að gera það stinnt og gljáandi, Og hafði mest yndi af því að þeysa á gæðingum sínum milli hermannaraða á hersýningum. En hermennirnir áttu erfitt með að taka son sólarinnar hátíð- lega, þegar hann steyptist hvað eftir annað af baki, stóð upp bölvandi og gleymdi virðuleikanum. iNúverandi keisari, Hirohito, er ólíkur föður sínum og afa. Hann er feiminn og mjög hlédrægur, unir sér bezt í söfnum sínum þremur (sjódýra- safni, ljóðabókasafni og jurtasafni) og hefur aldrei kunnað við sig á hersýn- ingum. Skapgerð hans er fremur lin- leg, enda var það létt verk fyrir hers- höfðingja og aðalsmenn að ná öllum völdum í sínar hendur og gera keisar- ann að heilögu en áhrifalausu þjóðar- tákni. Sú saga er sönn, að hann hafi viljað koma í veg fyrir þátttöku Jap- ana í síðari heimsstyrjöldinni og þar með árásina á Pearl Harbor, en hann fékk aldrei nákvæmar fregnir af því, sem var að gerast, og á ráðherrafund- inum, þegar ákvörðun um árásina var tekin, voru mótmæli keisarans ekki kröftugri en svo, að hann las ráðherr- ur.um nýort kvæði eftir sig, þar sem hann vegsamaði friðinn en fordæmdi stríðið. Hann er einnig ólíkur forfeðrum sínum að því leyti, að hann vill ekki taka sér hjákonur. Hirohito varð ríkis- stjóri tvítugur að aldri, árið 1921, og 1926 varð hann keisari. Árið 1924 kvæntist hann Nagako prinsessu, og hefur hjónaband þeirra verið sérstak- lega gott og hamingjusamt, enda er keisarinn mjög gefinn fyrir að dveljast í kyrrð og næði með fjölskyldu sinni. Þegar keisarahjónin höfðu eignazt fjórar dætur árið 1932, en engan son, skoruðu ættingjar keisarans og hinir æðstu aðalsmenn í landinu mjög ein- dregið á hann að taka sér hjákonur af göfugum ættum og reyna að geta við þeim son. Keisarinn harðneitaði. Jap- anska keisaradæmið telst stofnað 11. febrúar árið 608 fyrir Krists burð, þeg- ar Jimmu, fyrsti keisari Japana, kom til valda. Allt fram til 11. febrúar 1889, þegar Japan fékk nýja stjórnarskrá, gátu bæði prinzar og prinzessur erft ríkið, en eftir það voru voru ríkiserfðir bundnar við karllegginn. Árið 1933 eignaðist keisarafrúin fimmta barnið, og var það sonur (Akihito krónprinz). Eftir það átti hún annan son og fimmtu dótturina. Keisarahjónin hafa misst tvær dætur sínar. r VJTreinilegt er, að hið vestræna uppeldi ásamt hinu fíngerða í því jap- anska hefur mótað keisarann mest, enda a það bezt við skapgerð hans. Hið grimmdarlega, hernaðarlega og forn- eskjulega í hinu japanska uppeldi keis- arans hefur beðið lægri hlut, Þegar hann var ellefu ára, lézt afi hans. Einn kennara drengsins í hernaðarfræðum, ættarsögnum og Shintóisma, var Nogi hershöfðingi. Þegar hershöfðinginn frétti lát keisara síns, lauk hann róleg- ur seinustu kennslustundinni með drengnum, en hélt síðan heim til konu sinnar. Þau hreinsuðu líkama og sál samkvæmt fornum helgisiðum, en síðan brá Nogi rýtingi sínum, stakk konu sína til bana og risti sjálfum sér blóðörn og dró innýflin út. Þetta var svokallað „seppuku" eða helgifórn —- síðasta þjónustan við gamla keisarann, sem hann hafði lengi fylgt. Allt slíkt er andstætt skapferli Hirohitos. Menn urðu líka fyrir von- fcrigðum með hann á æskuárum hans, þegar í ljós kom, að hann hafði engan raunverulegan áhuga á hernum, stolti föður hans og afa. Mönnum fannst hann of blíður og auðmjúkur, kurteis og hlé- drægur. Útlitið var hvorki hermann- legt né höfðinglegt. Hann ólst upp í einveru, og getur það að einhverju leyti skýrt feimni hans. Bróðir hans sagði einu sinni um hann í háði, að það væri slæmt með krónprinzinn: Þegar hann dettur, hefur hann ekki hugmynd um það, hvernig hann á að standa á fætur aftur. Enginn hefur kennt honum það, hann hefur ekki lesið um það, eng- inn má snerta hans hágöfgi til að hjálpa honum á fætur, og enda þótt hann vildi fara eftir einhverri eðlishvöt, sem segði honum að rísa upp, þá þorir hann það ekki, því að hann veit ekki nema það sá óviðeigandi og andstætt venjum keisaraættarinnar. Hann var orðinn tvítugur, þegar hann fékk fyrst að fara til útlanda. Þá keypti hann eitt sinn sjálfur miða með neðan- jarðarbrautinni í París, og í ljós kom, að hrifning hans yfir þessum einfalda og ómerkilega hlut stafaði af því, að hann hafði aldrei séð peninga notaða áður, hvað þá notað þá sjálfur, Slík hafði einangrun hans verið. L ítil voru völd hans, þegar hann tók við keisaratigninni, og upp úr 1930 voru þau orðin hverfandi lítil. Stjórn- n.'álamenn, aðalsmenn og herforingjar höfðu öll ráð í hendi sér, og roluskapur keisarans var slíkur, að hann dró sig i hlé í höll sinni og söfnum. Þótt reynt væri eftir megni að láta hann ekki fá vitneskju um annað en það, sem valda- Framhald á bls. 15 Framkv.stj.: Slgfas Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viaur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl fi. SímJ 22480. Utgefandl: H.t. Arvakur. Reykjavnt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ". júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.