Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1966, Síða 3
m Maður ríður norðan móinn — Eins og venjulega. — Meinarðu hann hafi lent í ána? — Hefði Faxi ekki átt að skila sér? — Nú, þetta kunni ekki góðri luklu* að stýra. — O, margur hefur nú drukkið. — Og margur trúég farið í ána. — Það fer sem vill. M aður ríður norðan móinn. Hesturinn reistur. Mikilfextur. Mað- wrinn álútur á hestinum. Valtur. Tuldrar niður í bringu. Stormur fer um dalinn. Straumgnýr á eyrum. Þar veltist á um sanda. Byltist milli bakka. Dreifir sér um breiður. Niðar og kveð- ur í storminn. — Illir draumar. Illir draumar, Faxi, — ha? En ekki er mark að draumum, sagði sá argi þrjótur, Guðmundux ríki, — og datt svo niður dauður, ha? Datt svo niður dauður, Faxi, — ha? Já, mig dreymdi illa í nótt sem leið, Faxi. Og í morgun varst þú staður, þinn þrjót- ur. Vildir ekki af stað. Vildir ekki af stað. Rétt eins og sjálfur fjandinn stæði í vegi. En nú er allt í lagi, heilla- karlinn Faxi. Allt í lagi.Og ætli við rötum ekki norðan móinn, Faxi, — ha? Þótt hann blási. Þótt hann þjóti hérna í skriðunum og hamist og djöflist. Og um næstu helgi skal ég lesa yfir þeim betur þarna útfrá. Messa yfir þeim svo um muni, Faxi, — ha? Nú, en hvert þá í sjóðandi, Faxi. Ætlar þessi mór aldrei að enda? Og þetta myrkur. Og hvar er herjans vaðið? En sjáum til, Faxi. Nú glórir. Nú hleypum við fram á melinn. Við beygjum hér. Svona, við beygjum hér, Faxi. Senn komnir heim. Senn komnir í áfanga. Berjum upp bæinn, Faxi, — ha? Senn komnir heim þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir brennivínið bless- að, Faxi. Þrátt fyrir illspár og hlótur. En lótum þá hlæja, Faxi. Þeir hlæja, þegar ég er fullur og get ekki lumbrað á þeim. Um næstu helgi skal ég berja þá. Messa yfir þeim og berja þá. Berja þá ærlega, Faxi, — ha? Og þá skulum við sjá, hver hlær, — og áfram rnú. Áfram nú, Faxi, meðan birtan endist og brennivínið hlýjar fyrir brjósti. Senn kemur eyrin og vaðið, Faxi, — ha? Og áfram nú....... IMaður ríður norðan móinn. Stormurinn þýtur yfir frosið land. Eftir Kolhein frá Strönd Fer með súgsveip um klettasnös og giljadrag. Þegar sviptibylur æðir nakt- ar skriður, berst þungur dynur úr fjalli. Yfir hrannast skýjaklakkar, lýst- ir daufri birtu frá gráhvítu rofi. Maður ríður norðan móinn. Hesturinn fer á hröðu brokki. Reis- ir makka í fang. Faxið þyrlast í storm- inum. Maðurinn álútur og hnípinn á hestinum, þó óstöðugur og hallast sitt á hvað. Hesturinn þræðir götuna, fót- kvikur, viss. Hallar sér eftir 'hreyfing- um mannsins. Snöggvast bregður fölri birtu yfir móinn. Dökkar útlínur manns og hests mótast skarpt í tungls- birtunni, um leið og þeyst er fram á gráan mel. Það glamrar í skeifum við grjót. Ný stormhrina fer yfir dalinn. Dynur úr fjalli blandast straumklið ár- innar. Svo rökkvar á ný. Melur og mór, maður og hestur hverfa í myrfcur haustnæturinnar. Ekkert verður eftir nema dynur stormsins og slitrótt hófa- tök í grjóti. Myrkur og rof skiptast á. í einni skímunni sést, að maðurinn er kominn niður að ánni. Snögglega tekur hann í taumana. Beygir fram á sandeyri. Stefnir þvert á vatnsfallið. Fram á eyraroddanum spyrnir hest- urinn við fótum. Hálfrís að framan. Víxlast sitt á hvað. Lætur að lokum að vilja mannsins og stefckur út í ána. Þá dimmir á ný. Harður vindgustur fer um skriður. Áin dunar á eyrum. Myrkrið afmáir allt, sem hefur form eða lögun. Allt nema soghljóð storms- ins og gný árinnar og — — hljóðið. Hljóðið, sem ekki tilheyrir átökum náttúruaflanna, heldur lífinu sjálfu — —og þó dauðanum. Vonlaust og hróp- andi út í myrkrið. Neyðaróp deyjandi manns. Birtan kemur eins snögglega og hún hvarf. Skýjabálkarnir riðlast á loftinu. Tunglið brunar fram í rofið undan bik- svörtum klökkum. Harður, hvítur bjarmi geysist yfir landið. Það þýtur í Sumardagurinn fyrsti Akureyri /966 Eftir Helga Valtýsson Himinninn fullur af Drottins dýrð hreinþveginn, hyldjúpur, blár! Og Súlur eins hvítar og hugur minn, þá hann reis í morgun ár! Hér fiimst hvergi hlettur, skuggi né ský, allt er skínandi lit-töfrum skráð! Hve hugur minn fagnandi faðmar þig, mitt fannhvíta, vorbláa láð! ★ Guð gefi að svo verði hugur vor hreinn: Vor hjartsláttur fagnandi lofsöngur einn, svo guðsblessun þjóð vorri gefi í mund bessi glaðbjarta morgunstund! mónum, og byljirnir tæta úfnar straum- rastir árinnar. Þar er enginn á ferð. Hinum megin í dalnum stendur lág- reistur bær á hjalla. Fólk í svefni. Á in streymir niður eyrar. Veltir sér í þröngum álnum. Rífur malareyri hér. Hleður hana þar. Flennir sig um breiða sanda. Hljóðlát á lygnum. Há- vær í streng. Þöglir menn leita með ánni. Ríða um eyrar. Hvima með bökkum. Rekja slóð fram á Svarteyri. Undarleg slóð norðan vaðs. Spark við vatnsborðið. Framund- Torfkirkja framundan bæjarhúsum, fornleg og dökk. Kirkjugarður. Tún lít- ið og þýft og kofar á dreif. Há fjalls- hlíð að baki. Naktar urðir, en hamra- kambar efra. Engjabelti milli ár og hjalla. Svo siglir máninn inn í nýj- an skýjabakka. Himinn og hauður hverfa í botnlaust myrkur. D agur rís. Veðrinu er slotað. Skýjabakkar næturinnar horfnir. Mán- inn, litverpur og sviplaus, hniginn á lofti. Áin niðar enn. Fólk rís af svefni. Nuddar augu. Tín- ir á sig spjarir. Dyr opnast á bæjum. Spurul augu spá í veður. Þungbúin. Áhyggjufull. Gest ber að garði. — Séra Hrólfur ku ekki hafa komið heim í gærkvöld. — Núh? — Messaði útfrá í gær. Fór seint. — Hann hefur farið út á Fjörð. — Nei, — sást frá Melabæjunum. Stefndi suður á mó. — Kenndur? an breið lygna. Blautar sandeyrar skjóta upp kolli. Þeir horfa þungbúnir fram á breiðuna. Hrista höfuð. Hverfa síðan á brott. Ain geymir leyndarmálið. Hún hefur framkvæmt dóminn. Huslað hræið. Kveðið grafarsönginn. Nú þylur hún erfiljóðið kliðmjúk og þung. Segir þó engum neitt. Dunar á eyrum nótt og dag. Ár af ári, meðan tíminn líður. Hleður um sig íshrönn um vetur. Ryð- ur henni á vori. Dillar andfugli og fjallagæs á sumri. Vökvar eyrarrós á malargeira. Þolir enga bið. Áfram, áfram eins og tíminn. Áfram, áfram eins og lífið. Míaður ríður norðan móinn. Þegar dimmir á hausti og stormbylj- ir þjóta um gil og skörð. Þegar máninn treður grásvartan liimin storma og skýja, ríður maður norðan móinn. Smalinn horfir snöggur um öxl. Hleyp- ur við fót. Förukonan hvetur spor. Signir sig. Bóndinn rýnir út í túnjað- Framhald á bls. 12 17. júlí 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.