Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 1
t l IM ■ ’ .■;.: ■ . ; ■■. . i''l«V'SíXÍ V*' @»S1p :p ý ; h . -ví-ý«V\: :.V: .. KRISTM í 29. tbl. 21. ág. 1966 — 41. árgangur Jþróttamcnn raða sér upp fyrir framan mynd af guðnum Maó á íþróttasýningu í Peking í sept- ember sl. Ilinn aldraði, lasburða og slappfeiti „guð“ er nú heims- meistari í sundi. ef trúa má fréttum frá Peking, auk þess að vera „mesta skáld mannkynsins, óskeikull vísindamaður, leiðtogi lýðsins og sonur sólarinnar“. - Hann aetti að liafa nóg að gera. þeirra til umræðu á almennum fundum á vinnustöðum, þar sem skorað er alvarlega á þá að „öðlast næmari þjóðíélagslegan skilning“ og að „falla betur inn í hið mikla kinverska þjóðfélag kommúnism- ans“. Framh. á bls. 10 K ristnir menn hafa aldrei vexið fjölmennir í Kína. í»eir voru minna en 1% kírwersku þjóðarinnar, áður en kommúnistar tóku völd á meginlandinu. Flestir þeirra voru rómversk-kaþólskir. Tala kristinna safnaðarmeðlima var um fjórar milljónir, áður en kommúnistar komust til valda, en er nú taep milljón. Múhameðstrúarmenn voru taldir um 50 milljónir fyrir byltingu, en nú um 10 milljónir. Bezt hefur kommúnistum tekizt að uppræta kristni í sveitahérúðum. Þar er kirkj-um lokað fyrir fullt og allt, eða |þær eru notaðar sem vörugeymslur, hlöður, skólar, skrifstofuhúsnæði, kvik- myndahús, leikhús og samkomustaðir. í sveitakommúnunum er lí'ka auðveldara að koma við alls konar þvingunum. Kristnir söfnuðir eru nú að mestu horfn- ir úti á landsbyggðinni, vegna þess að söfnuðunum hefur verið tvístrað og sam- kunduhús þeirra tekin af þeim. Erlendir trúboðar héldu líka hinu kristilega starfi að mestu uppi í sveitunum, og þegar þeir voru reknir úr landi, lag’ðist starf- ið smám saman niður. Hreinræktuð trúarbrögð hafa lengstum skipt Kínverja litlu máli. Flest- ir hafa játað trú á almáttuga veru, sem kölluð er „yfirstjórnandi himinsins“, og forfeðradýrkun hefur verið flestum Kín- verjum sameiginleg. Auk „yfirstjórnand- ans“ var trúað á fjölmörg goð og vætt- ir hvers konar, og hvert byggðarlag átti sér sína einkaguði. Inn í þennan átrún- að hefur svo blandazt mismunandi mikil Búddatrú, Konfúsíanismi og Taó-isimi. Algengt var, þegar biðja þurfti einhvers sérstaks, svo sem um vernd gegn flóð- uim, að í hinni sameiginlegu þorpsbæn væri blandað saman áköllum til Jesús Krists, Múhaiméðs, Konfúsíusar, Maríu meyjar, Búdda og Laó-tze. Kommúnistar gera sér far um að eyða öllum trúarlegum áhrif.um í Kína, en ganga misríkt eftir því að spilla trúar- legri starfsemi, eftir því hver í hlut á. Algengast er, að fólk sé hrætt frá þátt- töku í trúmálastarfsemi með einhverju móti. Þótt kristnir menn hafi aldrei verið hlutfallslega fjölmennir í Kína, eins og fyrr er sagt, þá voru áhrif þeirra Skýring teiknara sænska blaðsins „Dagens Nyheter“ á sundafreki Maós. mun meiri en tala safnaðarmeðlima gaf til kynna. FélagsLeg starfsemi þeirra, samheldni safnaðanna og oft undirstöðu- góð menntun á kínverskan og vestrænan mælikvarða gerði kristna menn öiflugri en margar fjölmennari trúarhreyfingar. Þess vegna þjóðnýttu kommúnistar trú- boðsstöðvarnar, hjúkrunarstöðvar o.fl. og ger'ðu erlenda trúboða landræka. Kristnir menn voru ásakaðir um að vera „útsendarar vestrænnar heimsveldis- stefnu“, en söfnuðunum var ekki bein- línis bannað að starfa, ef þeir játuðust undir alger yfirráð ríkisvaldsins. T.d. fá kaþólskir söfnuðir að starfa, ef þeir af- neita yfirráðum páfa og slíta öll tengsl við Páfagarð. T ao-ismi hefur orðið mjög illa úti í henferð kommúnista gegn hvers- konar trúarbrögðum öðrum en þeirra eigin útgáfu af marx-lenínisma. Sumir sérfræ'ðingar í málefnum Kína eru þeirr- ar skoðunar, að taó-ismi sé úr sögunni sem viðhorf til tilverunnar eða lífs- skoðun í Kína. Margt veldur því, að taó istum er sérstak'lega hætt í kommúnist- ísku þjóðifélagi. Hneigð þeirra (oft Hlutlaus athugandi, sem er nýkominn úr þriggja mán- aða ferðalagi um Kommúnista-Kína, skýrir frá því, að kristin trú sé á hröðu undanhaldi þar í landi. Söfn- uðum fækkar, og tala kristinna manna lækkar ört. Þar er átt við þá, sem játa kristna trú opinberlega, en þar eð til þess þarf nokkurn kjark, má búast við, að tala krist- inna manna sé nokkru hærri en sú, sem er gefin upp opinberlega. Kristnir menn eru ekki beint ofsótt- ir, en þeim er gert lífið erfiðara á marga lund. Vinnufélagar og eftir- litsmenn ríkisvaldsins leggja þá í einelti, tala við þá einslega í frí- stundum og taka þá og hátterni HNIGNAR IKINA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.