Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 12
 em stjómmálamaður einkenndist SVIPMYND Framhald af bls. 2 En C.D.U. tapaði jþessum meirihluta aft- ur 1961, þegar hann fékk 242 sæti af 499. Engu að síður var Adenauer, með Stuðningi Frjálsra demókrata, endurkos- inn kanzlari 7. nóv., með 258 atkvæðum Adenauer af einbeitni í stjórn og af því að vera ávallt reiðubúinn til að taka einn alla ábyrgð á ákvörðunum. Utan- ríkismál voru aðaláhugamál hans, en þar vakti fyrst og fremst fyrir honum að sameina vestrið gegn sovézkri ásókn. I innanríkismálum var honum aðal- atriðið að sigra í atkvæðagreiðslu, til að geta haldið áfram að ráða ferðinni í ut- anríkismálum. Hann hafði mikla hæfi- gegn 266. leika til að vinna hylli fólks og flokka. Konrad Adenauer, Edouard Herriot, ráðherra i Frakklandi, og dr. Wil- helm Kiilz, þýzkur ráðherra. 'W' ■ •■ ***<■ ^^Mttt+'-ý******, Churchill og Adenauer í Lundúnum 1951. \ £ . .... - ■! vTJtW’T rr'-ir'trjt rrn Hann hafði áhrif á fjöldann með hinni beinu og einföldu ræðu sinni og rök- færslu. Hans mun ætíð verða minnzt sem eins af mikilmennum þýzkrar sögu, og ferill hans og áhrif í þýzkum stjórn- málum hafa verið gæfusamari en nokk- urs annars stjómmálamanns í Þýzka- landi. Árið 1945 heimsótti Adenauer fanga- klefann, þar sem nazistar höfðu haft hann i haldi (í Brauweiler-fanga- búðunum). Með honum á myndinni er kona hans, Gussi, en nazistar fang- elsuðu hana einnig. — Nazistar ráku hann úr embætti yfirborgarstjóra í Köln árið 1933. Adenauer tókst að fela sig um tíma í klaustrinu Maria Laach, þar sem ábótinn var gamall skólabróðir hans, en 1934 var hann liandtekinn. Eftir nokkra fangelsis- vist var honum sleppt, en honum var bannað að taka þátt í opinberu lífi og eftirlit var haft með honum. 1945 settu nazistar hann í fangelsi aftur. Adenauer (til hægri við miðju með skjalamöppu) skömmu eftir fyrra stríð, þegar kappróðrabátur var skírður eftir honum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. kvikindinu. Langleitt, mæðulegt, ein- hvern veginn eins og sköllótt og munn- svipurinn svo óskaplega dapurlegur. Hún leit út eins og einhver skrípaskepnan í teiknimyndum Disneys. Þarna herti hún sig dálítið og horfði enn á hann, skelfingu lostin. Líkaminn var eins og klæddi:r fornfálegri og brakandi brynju. Hann hafði aldrei gert sér grein fyrir því áður, hversu óskaplega hlægileg kvikindi þessar engisprettur voru! Nú, það var kannski ekkert skrítið — menn hugsa yfirleitt um engisprettur sem eitthvað hópkennt, sem leiðindaplágu — menn eru ekki að horfa mikið fram- an í þær svona allajafna. etta andlit var þó svo sannarlega líkt mannlegu andliti, og meira að segja var það töluvert svipbrigðaríkt, fannst honum, en þegar hann svo aðgætti skrokkinn nánar, fannst honum tæplega hægt að velja honum svo myndarlegt heiti. Það var ekkert á kvikindinu, sem minnti á mannlega veru, nema andlitið. Líkaminn var eins og þunnur pappír, strengdur á grind úr eldspýtum, eins og heimagerð flugvél smádrengs. Og var hægt að kalla þetta fætur? Langir, sag- tenntir aftari útlimirnir voru eins og kjaftur á gömlum krana og hinir fremri eins og ein af hárnálunum hennar, beygð í tvennt. í þessu lyfti kvikindið upp öðr- um framfætinum hægt og seinlega og strauk honum skjálfandi um höfuð sér og sléttaði niður vinstri fálmarann. Alveg eins og maður, sem tekur upp vasaklút og þerrar svitann af enni sér. Hann var búinn að fá stórkostlega mikinn áhuga á pöddunni og hallaði sér áfram í stólnum til þess að sjá hana betur. Skordýrið fann þennan áhuga hans, og honum varð hverft við að sjá, að undir stinnum, brynjuklæddum síðum þess barðist hjartað ótt og títt. Mikið andaði kvikindið ört — hann hallaði sér ögn fjær til þess að hræða það ekki svona mikið. Hann horfði á það gaumgæfilega og 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.