Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 6
fnípel féll I hendur Tyrkjum. Meðal þeirra, sem dvöldu í Flórenz á vegum Lorenzos, var A. J. Laskaris, af býzönsku keisaraættinni. Hann flutti um 200 hand- rit með sér til Flórenz. Lorenzo sparaði ekki fé, þegar dýrmæt handrit voru á boðstólum, og reyndi á allan hátt að hlynna að listum og bókmenntum. Hann safnaði um sig listamönnum hvaðan- æva að, og það var ekki aðeins von um ríkuleg laun, sem teygðu þá til borgar- innar, heldur einnig hárfínn smekkur hans sjálfs og skilningur á starfi þeirra. Hann jók 'bókasafn sitt gífurlega og veitti fræðimönnum greiðan aðgang að því. Það var víðar en á Ítalíu, sem menn söfnuðu handritum. Einn frægasti safn- ari Evrópu var Matthías Corvinus, kon- ungur á Ungverjalandi (1458-1400). Hann lagði aðaláherzlu á söfnun hand- Bók frá Aldusi Manútíusi. Feneyjum 1521. IMAGO- ERASMMÍOTERODÁ j A\ I • AR ! A LBF-RTO - DVRERO-A&! v’lN'AAV' EFFIGIEM* UEUNÍATAH j HTh N • KPElTTíl *TA • SYFrPAA\, AVATA’ AflSEI D XX V 1 í' \ Erasmus Roterodamus (frá Rotterda ín). Koparstunga eftir Albrecht Díjr er frá 1526. síðan. Konungur lét vanda mjög band ust hæpnar fyrir daga húmanismans, rita, fúlsaði við prentuðum bókum, en hirti þó, ef handbragð var gott. Hann safnaði einkum ítölskum handritum. Konungur varði miklu fé til handrita- kaupa, um 23 þúsund gyllinum árlega. Safn þetta hefur talið milli 1000 og 1500 handrit og bækur, og örlög þess urðu iþau, að meginhluti þess féll í hendur Tyrkjum, og hefur ekki frétzt af því Hagalagðar Hvað er að? Hversvegna er það unga fólk, sem veit ekki hvernig það er að ganga út í ‘bleytuna á nældum sikóm, ekki ánægt með lífið? Hvað kemur til, að fólk, sem hefur ekki hugmynd um hvað er að fá þrimla á fætur af vosbúð, kuldabólgu á hendur, hefur tæplega kynnzt eða tekið þótt í lífsbaráttu manna, sem eru á mörkum harðrétt- is, ekki sátt með sinn hlut? Hví er sú unga kynslóð, sem lifir í alls- nægtum og munaði, ef miðað er við i kjör flestra feðra þeirra og mæðra í uppvextinum, ekki lífsglöð að sama skapi? Hversvegna er hún ekki þakk- lát þeirri kynslóð, sem hefur gefið henni vegina, hafnirnar, skipin, skól- ana, félagsheiimiilin — og ofan á þetta sífellt ítrekuð loforð um batnandi lífskjör? Af hverju er hún ekki bjart- sýn út á þetta allt? ! (Sigurbj. Ein.: Hirðisbréf). bóka sinna, eins og sjá má af þeim fáu eintökum, sem til eru úr safni hans í Vín og Búdapest. M aðurinn er mælikvarði allra hluta, og manninum er ekkert mannlegt óviðkomandi, eru fullyrðingar, sem töld- Hjúaleysi og hrossamergð. Á þessu vori brugðu nokkrir menn búi, en mörgum lá nærri fyrir því að hvergi fengust hjú, þó gáfu þeir ei betri kosti en aðrir er bjugigu, því að halda vildu þeir peningi sínum. Var vor kalt og síðgróið og ei mikill gras- vöxtur á túnum eða þurrengi og á votlendi góður og varð hin bezta nýt- ing og ár gott var að spyrja um land allt með þurrviðrum, en allsstaðar voru hin sömu vandræði með hjúa- leysi, og lausingjafjöld og hrossa- mergð. i (Espólín) SUMIR KENNDU HART Báru þá allir að sjá rnikla lotn- ingu fyrir guðdómshátigninni. Þá var trúað barnsXega og voru menn mjög fastir á trú sinni, sóttu tíðlega kirkjur og voru til altaris og sömdu sig sem kristið fólk. Kom það þá 1 oft fyrir, að prestar viiknuðu, þá þeir héldu ræður sínar, ekki sízt er þeir fermdu börn, og hugsast mér að það hafi verið af hjartaviðkvæmni en ekki hræsni. >á héldu prestar fast við guðspjöllin og kenndu sum- þegar völd kirkjunnar yfir hugum manna voru svo til algjör. Endurreisnar- hreyfingin og húmanisminn er undan- fari siðaskiptanna í Norður-Evrópu. Þegar þessi ítalska stefna berst norður yfir Alpa, breytist hún fyrir áhrif iþeirra aðstæðna, sem þar ríkja. Aðdáun á verk- um klassíkeranna, listsköpun og fagurlífi blandast nytsemdar- og siðferðiskröfum þjóða, sem byggja hrjóstugri og fátæk- ari lönd. Húmanisminn blandast á þessum slóð- um og frjóvgar nýjar kenningar í trú- málum; svipmót hans verður trúarlegt; á Ítalíu var það heiðið. Þjóðfélagslegar breytingar verða örari við landafundina og Vestur-Evrópa hremmir þann auð, Cosimo de’ Medici. ír ha>rt. (Venjur o.fl. um miðja 19 öld)? sem áður streymdi til Italiu með verzl- unarviðskiptum við Austur-lönd. Latína lætur undan sókn þjóðtungnanna, sem eflast einmitt fyrir áhrif trúarlegs húm- anisma. Prentlistin verður til þess að breiða út þessar nýju kenningar. Með prent- listinni lækkar verð bóka, nýjar kenn- ir.gar breiðast út með bókum og þær verða mikil lyftistöng fyrir útgáfustarf- semi og prentverk. Fyrst í stað litu vandlátir safnarar prentuð rit horn- auga, — þau þóttu á allan hátt ómerki- legri en skreytt og flúruð handrit, og fyrstu bækurnar voru stæling á hand- ritum. E rasmus frá Rotterdam (1465- 1526) er nátengdur sögu prentlistar og útgáfustarfsemi, ekki aðeins sem mikil- virkur höfundur, heldur og sem ráð- gjafi frægra prentara og útgefenda sinn- ar tíðar, Aldusar Manutíusar og Jó- hanns Frobens. Erasmus tók kenningum Lúthers fyrst í stað vel, en þegar deil- ur hörðnuðu og siðskiptamenn urðu kreddufyllri en pápistar, að dómi Erasmusar, hvarf honum öll aðdáun á hinum nýju kenningum. Hann var alltaf efagjarn og andsnúinn hvers konar ofstæki. Erasmus átti mikið bókasafn, sem er að nokkru ennþá varðveitt í Basel í Sviss, þar sem hann bjó. Johann Jakob v. Fugger (1516-1575) var af einni auðugustu kaupmannaætt Þýzkalands. Hann kom sér upp vönduðu safni, sem síðar rann inn í hirð- og ríkis- bókasafn konunganna í Bayern. Einn merkasti safnari á Þýzkalandi I upphafi 16. aldar var Maximilian I. (1459-1519). Hann verður keisari 1508 og var mikill safnari og áhugamaður um alla bókarmennt. Hann stóð að út- gáfustarfsemi, sem hann ætlaðist til að yrði sú vandaðasta og mesta í Evrópu, Matthías Corvinus Ungverjalands- konungur. Tréskurðarmynd frá 1584. og lét prenta nokkur öndvegisrit, sem nú eru talin til mestu dýrgripa prent- listarinnar. Bænabókin frá 1513 er myndskreytt af Dúrer og Cranach. Keis- arinn átti ágætt bókasafn, sem var hluti hirðbókasafnsins í Vín og síðar lands- bókasafnsins þar. Með siðaskiptunum er tekið að stofna opinber bókasöfn á Þýzkalandi. Tilgang- urinn var uppeldislegur, þetta var einn þáttur þess að ala fólk upp í þeim rétta, prótestantíska anda. Landstjómarmenn stofnuðu til þessara safna eða opnuðu almenningi söfn sín. Söfn voru einnig efld við skóla og háskóla. Fjöldi slíkra safna er stofnaður á 16. öld. Siðskipta- menn notuðu bókina óspart sem áróðurs- tæki. Hérlendis er bezta dæmi þess út- gáfustarfsemi Guðbrands biskups. Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.