Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 14
HIN ANDLEGA
Framhald af bls. 10
1 fyrsta lagi hugsum vér með þakk-
læti og fögnuði til hins stóra skara af
ákveðnuim trúuðum æskulýð, sem er svo
merkilegur þáttur í andlegu lífi síðustu
ára í Noregi, og enn stærri skara ungra
kvenna og karla, sem í lífi og starfi sýna
að þeir bera ekki aðeins virðingu fyrir
orðum, heldur heyja sína baráttu og
þekkja ábyrgðina á framtíð sinni og
þjóðar sinnar. Slíkur æskulýður er enn
með oss, ef til vill fleiri og fleiri, og ef
til vill umfram það, sem vér gætum
vænzt og verðskuldað. Og hann er von
vor mitt í öllu, sem áhyggjum veldur.
Og þar með sendum vér þa'kkláta
kveðju öllum þeim heimilum, kennur-
um, barnastarfsmönnum og alls konar
æskuiýðsleiðtogum, sem vér verðum í
fyrstu röð að þakka fyrir allan þann
góða ávöxt, sem vex. Hvorki kirkja né
þjóðfélag skilur sennilega að fullu hvað
þau skulda þessum sáðmönnum. En ef
svo færi að það, sem nú veldur mörgum
mönnum óróleika, gæti leitt til nýrrar
árvekni um örlög æskulýðs og þjóðar,
og nýrrar samlþjöppunar alls þess, sem
þjóðkirkjan og vor kristni skóli halda
fast við, þá mundi biturleikinn breytast
í blessun. Þegar um er að ræða málefni
hins góða, sannleikans og réttarins, þá
er það ekki í fyrsta sinn sem barátta
hans byrjar með ósigrum í upphafi, en
endar með sigri.
Undirritað af öllum niu biskupum
Noregs. Jóhann Hannesson, prófessor,
þýddi með leyfi dr. Eilivs Skards,
prófessors í heimspeki við Olsóarhá-
skóla. Lítils háttar úrfellingar hafa
verið gerðar, auðkenndar með punkt-
um; einkum varðandi norska ríkisút-
varpið.
Jóhann Hannesson, prófessor,
þýddi með leyfi Eilivs Skards.
BANDARÍSKI
HARMLEIKURINN
Framh. af bls. 8
kenndist þetta hverfi af efnahagslegum
mismun: fáar fjölskyldur með meðal-
tekjur drógu svolítið úr andstæðunum
milli þeirra sárafátæku (aðallega neðra)
og þeirra vellauðugu í einbýlishverf-
um hvítra manna.
Þessi mismunur hefur minnkað eftir
styrjöldina. Fasteignaverðinu er haldið
niðri með þeim orðrómi, að hverfið sé
„90% svart“ (í raun og veru eru ekki
nema um það bil 35% íbúanna af öðrum
litarhætti en hvítum). Það er ánægjuleg
staðreynd, að margar innfluttar svert-
ingjafjölskyldur eru í öðrum tekjuflokki
en þeir svertingjar, sem frá upphafi hafa
átt þarna heima. Á þetta við um lögfræð
inga, lækna, ritstjóra og leikhúsfólk.
Einbýlishverfin á hæðunum bak við
skólann eru nú gersamlega blönduð;
þetta er mjög óvenjulegt og ókunnugum
er bent á það með stolti. Er litið svo á
að hér hafi skólinn gefið gott fordæmi,
sá andi, sem þar ríki, hafi 'breiðzt út í
samfélaginu og laðað að fólk svipaðs
sinnis.
Arið 1931 gaf svartur baptista-
prestur kost á sér við kjör til fræðslu-
málanefndarinnar. Þá voru nálægt 200
svört börn í skólum hverfisins og í
íræðslumálanefndinni var enginn, sem
sérstaklega gætti hagsmuna þeirra. Út
af fyrir sig var ekkert merkilegt við
þetta, því að um þessar mundir var
hvergi nærri um að ræða fullkomið
jafnrétti svartra og hvítra og 1 ítið
gert af opinberri hálfu til að
jafna ríkjandi mun. Krafa séra
Hughes vakti mótmælaöldu: menn þótt-
usl sjá fyrir samsæri til að koma svert-
ingjum til valda, nú væri Harlem á leið
hingað upp eftir. Hann féll í kosningun-
um þetta ár. Árið eftir gerði hann aðra
tilraun. Þá komst hann að, en miklar
ýfingar risu við kjör hans. Að kvöldi
kosningadagsins safnaðist mannfjöldi
saman utan við skólann, sem kosið var í,
og þessi mannfjöldi skiptist í tvo hópa,
svartan og hvítan. Þegar leið á nótt
barst uppspunnin frétt um, að eld-
ur væri laus í svertingjahverfinu.
„Farið heim! Það er að brenna hjá
ykkur“. — „Við verðum kyrrir!“ var
hrópað til baka. Á hæðinni ofan við
kirkju séra Hughes brenndu hvítir of-
stækismenn kross í mótmælaskyni.
En séra Hughes var kjörinn til setu í
fræðslumálanefndinni. Var hann fyrsti
svertinginn í New York-ríki, sem hlaut
það starf.
Sagan um Greenburgh nr. 8 á það að
sjálfsögðu sammerkt með öðrum braut-
ryðjendasögum, að hún er fyrst og
fremst saga um menn, sem í krafti
sannfæringar hafa átt frumkvæði að
nauðsynlegum breytingum. Séra Hughes
var sá fyrsti. Hann sagði frá því í við-
tölum, að hann hefði „farið mjög gæti-
lega í sakirnar". Fyrsti áþreifanlegi
árangurinn af starfi hans var ráðning
svertingja sem umsjónarmanna og hrein-
gerningakvenna í skólanum. Seinna
komu fyrstu svörtu kennararnir. (í
dag eru 19% af kennurunum svartir).
í augum svertingja þeirra tíma höfðu
gagngerar breytingar átt sér stað: þeim
fannst þeir í fyrsta skipti taka virkan
þátt í iífi samfélagsins. „Þetta er þinn
heimur, drengur minn, ég bara lifi í
honum“, segir svartur barþjónn í leik-
riti. — Séra Hughes byrjaði á að hús-
vitja á kvöldin og tók með sér meðlimi
úr söfnuðinum. Hann vildi komast að
raun um hvers vegna negrabörnin van-
ræktu námið og voru andsnúin skólan-
um. Það hefur sjálfsagt ekki vakið
undrun hans að komast að raun um,
að illa klædd, umhirðulaus og hungruð
börn í fátækrahverfum eiga erfitt með
að aðlaga sig háttum skólans og til-
einka sér fyrirvaralaust „fyrirmynd
millistéttar". Þetta var skóli hvítu barn-
anna, þau bara gengu í hann. Margir
hvítir einstaklingar tóku þátt í starfi
séra Hughes. Mönnum var að verða ljós
ábyrgð gagnvart þeim, sem beittir eru
misrétti vegna kynþáttar.
E n þegar nýr skóli var byggður
1939 varð hann vegna langrar hefðar
hverfis-skóla-kerfisins sérskóli með 500
svarta nemendur. Svo skall stríðið á og
ekkert nýtt gerðist í skólamálum. Eftir
stríðið fjölgaði í hverfinu. Nýinnfluttar
fjölskyldur kornust að raun um að skóla-
kerfið var frámunalega lélegt. Bygging-
um var illa haldið við og skólahúsin
hálftóm. Börn voru hundruðum saman
send í einkaskóla eða safnaðarskóla. Þar
sem kennararnir höfðu mjög léleg laun
og gátu ekki vænzt „tenure“, þ.e.a.s.
tryggrar stöðu eftir vissan árafjölda, var
eingöngu um lélega kennara að ræða
við skólana. Aftur gengu einstaklingar
fram fyrir skjöldu og hófu aðgerðir:
tveir umiboðsmenn, annar svartur en
hinn hvítur, söfnuðu um sig þrjátíu-
manna nefnd Greenburghbúa til að
breyta um til batnaðar. Þeir kröfðust
þess að foreldrar og aðrir skattgreiðend-
ur fengju að fylgjast betur með í skóla-
málum og fengju nánari ákvörðunar
rétt um þau mál. Fyrst komu þeir
því til leiðar, að hreinsað var til í yfir-
stjórn skólanna; tveimur hátt settum
skipulagsstjórum var sagt upp og einn
rektor keyptur til að hætta: riftun á
samningi við hann kostaði hverfið tíu
þúsund dollara. Kichard J. Bailey, vel
menntaður skólamaður, var gerður að
yfirmanni skólahverfisins, og persónu-
leiki hans átti eftir að setja svip sinn á
framlþróun skólamálanna. Hann var
þeirrar sannfæringar, að hvert barn
ætti rétt á sómasamlegri menntun — og
ekki bara á pappírnum. Þetta hljómar
kannski ekki svo byltingarkennt í
sænskum eyrum, en þegar orðið hvert
nær líka yfir eitt af átta systkinum í
einu herbergi og eldhúsi í fátæku negra-
hverfi eins og doktor Bailey lét það
gera, þá er fast að kveðið. Hér má minna
á gamalt sænskt viðkvæði: að fátæk
börn yrðu óhamingjusöm og framandi
umhverfi sínu ef þeim væri sleppt inn
í æðri skóla. — Dr. Bailey byrjaði með
því að koma á fót menntunarmiðstöð
fyrir fullorðna, sumpart til þess að gefa
skólunum þýðingarmikið hlutverk í lífi
samfélagsins og sumpart til þess að fá
foreldrana til að hittast augliti til aug-
litis. Seinna kom í ljós að það hafði
sína þýðingu, að hvítar og svartar
mæður höfðu verið saman á sauma-
námskeiði: þegar samkennslan komst
á og foreldrasamtökin voru af tveimur
kynlþáttum, urðu þessi lík kynni til að
auðvelda samvinnuna. Því að vissulega
verzla menn hlið við hlið í verzlunum
hér í Norðurríkjunum, en ég hef sjálf
verið spurð eftir miðdegisverð á heimili
þeldökks nemanda: „Hvað borða þeir?“
Það var hvít kona sem spurði, í borg
þar sem mikill fjöldi íbúanna er þel-
dökkur. — Næst voru launakjör fcenn-
aranna tekin fyrir. Dr. Bailey safnaði
að sér fólki, sem hafði sömu skoðanir
og hann og þurfti bara forustu til að
ganga fram og veita aðstoð sína. í sam-
vinnu við fræðslumálanefndina komu
þessir áhugamenn á fót tómstundamið-
stöð fyrir börnin; hvít og svört börn
hittast þar í tómstundum sínum.
Kvöldstarf séra Hughes varð æ um
fangsmeira — reynt var að ná saman-
burði við sem flest heimili tii að fá börn-
in til að aðlagast skólalífinu. Þeir áhuga-
menn, sem að þessu stóðu, sérfræðingar
og leikmenn, lögðu áherzlu á „hugsjón,
hagsýni og hagkvæmni". Og það varð
þetta þrennt, sem átti ríkastan þátt í því
að skólafyrirkomulaginu í hverfinu var
genbreytt: sérskólar eftir litarhætti voru
ekki bara ósamrýmanlegir amerískum
lýðræðishugsjónum, þeir voru einnig
óhagkvæmir og dýrir í rekstri.
A. rið 1950 voru fjórir skólar í
hverfinu, einn fyrir hvíta nemendur
eingöngu þar sem þrengsli torvelduðu
allt starf, einn svertingjaskóli (með
fjóra hvíta nemendur), sem var hálf-
tómur, og einn blandaður skóli þar sem
meiri hluti nemendanna var svartur.
Hér voru þannig bæði iila nýtt skóla
húsnæði, sem var sóun á fjármununum,
og sérskólar, sem stríddi gegn sann-
fræingu umbótamannanna. Dr. Bailey
og samverkamenn hans lögðu nú fram
fjórar áætlanir til að nýta betur skóla-
húsnæði; sú fjórða og róttækasta fól í
sér algera samskóla: Börnin áttu að
fiytjast á milli skólanna og vera í einni
skólabyggingu í 1.—3. bekk, í annarri í
4.—6. bekk og í 7.—10 bekk áttu þau
að vera í „Junior High“. Fræðslumála-
nefndin, sem hafði síðasta orðið, kaus að
fara gætilega í sakirnar: valin var sam-
komulagsáætlun og samkvæmt henni
skyldi einn skólanna vera sérskóli. Þeg-
ar skyldi einn skólanna vera sérskóli.
Þegar ákvörðunin var birt olli hún
samt miklum óróa meðal almennings.
Menn óttuðust kynþáttaóeirðir. Sumir
héldu því fram, að þeir hefðu persónu-
lega ekki neitt á móti samskólum, en
mótmæltu samt kröftuglega að þeirra
eigin börn yrðu sett í skóla með svona
mörgum negraibörnum. Á hinn bóginn
var það margra álit, að fremur en eiga
á hættu að barn þeirra yrði eitt af þrem-
ur hvítum börnum í svertingjabekk,
mætti það verða eitt af tíu í blönduðum
bekk. Einn faðir gekk til dr. Bailey og
lagði til, að tæki, sem gæfu frá sér
útfjólubláa geisla, yrðu sett upp úti fyrir
skólanum til að deyða bakteríur, sem
negrabörnin bæru með sér inn í skóla-
bygginguna! Afleiðingin af þessum deil-
um varð sú, að ákvörðun fræðslumála-
nefndarinnar var tekin aftur, og úrslit
málsins lögð í hendur íbúa borgarhlut-
ans. Fjórtán hópar borgara áttu að ræða
þessar fjórar áætlanir og síðan ákveða
framtíð skólanna með atkvœðagreiðslu.
Dr. Bailey og stuðningsmenn hans not-
uðu vopnahléið til að stuðla að mál-
efnalegum umræðum í þessum hópum
cg gengu oft frá einum dyrum til ann-
arra í hverfinu og mæltu með samskól-
um. Fólk kom til móttöku dr. Baileys til
að ræða ugg sinn í einrúmi. Allir for-
dómar og orðrómur var rætt af rökvísi
á málefnalegum grundvelli. Þegar at-
kvæðagreiðslan að lokum var háð, voru
þrettán hópanna með dr. Bailey, og
•þeir gengu auk þess lengra en fræðslu-
málanefndin hafði vogað, því að þeir
féllust á áætlunina um algera samskóla.
á var hægt að byrja endurskipu-
lagninguna. Fyrst var menntamálaráðu-
neytinu falið að gera drög að bekkja-
skiptingu. Bekkirnir áttu að skiptast i
jöfnum hlutföllum eftir „kyniþætti, kyni
og námsgáfum". Kennararnir voru settir
á sérstök námskeið til að læra að með-
höndla samsetta bekki og kynna sér
nýjar kennsluaðferðir, sem lögðu meg-
ináherzlu á einstaklingsbundna kennslu.
Margir kennarar urðu að yfirbuga rót-
gróið kynþáttahatur og hleypidóma hjá
sjálfum sér, aðrir urðu að yfirvinna til-
hneigingu sína að vera áberandi vernd-
andi og umburðarlyndir gagnvart svörtu
börnunum. En í flestum tilfellum segjast
kennararnir, sem voru með frá upphafi,
fljótlega hafa hætt að veita litarhætti
barnanna eftirtekt. Fyrsta árið var
spennandi; dr. Bailey segir að ein áflog
milii hvíts og svarts nemanda hefðu
nægt til að upp úr syði í samfélaginu.
Mörg 'börn í hverfinu þurftu á sál-
fræðilegri hjálp að halda, enda hafði
barnaverndarnefndin í New York City
l'öngum sent vandræðabörn úr Harlem
til ættingja eða annarra góðviljaðra
fjölskyldna hér uppfrá. Skólasálfræð-
ingar og starfsleiðbeinendur voru þess
vegna snemma ráðnir; skólarnir hafa
auk þess sérstaka félagsmálaráðgjafa,
sem reyna að veita aðstoð einnig utan
skólans.
Vandamálið, sem yfirskyggði allt
annað, var að bræða saman í skólanum
börn frá heimilum algerra andstæðna i
menningarlegu tilliti. — Nýráðnir kenn-
arar voru leiddir um hverfið fyrsta mán-
uðinn; þar sem flestir kennarar eru
aldir upp í millistéttarumhverfi og hafa
það sem kallað er „millistéttarmat“,
urðu þeir að fá að sjá með eigin augum
við hvernig aðstæður sumt fólk býr ti'l
þess að skilja þetta vandamál. Ef t. d.
Jimmy kemur frá heimili þar sem fyrir-
vinnulaus móðir býr með fimm börn
í einu henbergi og vinnur úti frá
klukkan 15 til 23 og Diana kemur úr
ein'býlishúsi, þar sem pabbi hennar og
mamma hafa hugsað um hana sameigin-
lega frá iþví að hún fæddist, þá gagn-
ar það ekki Jimmy að fá að sitja í sama
bekk og fá sömu kennslubækur. Hann
veit áreiðanlega miklu meira en Diana
um heim fullorðinna, hvernig maður
getur unnið sér inn nokkur cent og
hvernig skipt er á litlu systkini, en það
er ekki víst að honum hafi nokkurn
tíma verið sögð saga, eða hann sé yfir-
leitt vanur að tala við fullorðna. Það
kom brátt í ljós að fátæku börnin sýndu
lélegri námsárangur. Og þessi börn
voru næstum eingöngu negrar. Um
þetta sögðu auðvitað andstæðingar
samskólanna: Hvað sögðum við
ekki? og fjöldi foreldra varð áhyggju-
fullur yfir ástandinu í kennslumálum.
Þegar reynt var að hjálpa þeim, sem
skemmst voru komnir, hvernig fór þá
með námfús miðstéttarbörn? Þetta var
sagt með fullri virðingu fyrir sam-
skólakerfinu. í samvinnu við sérfræð-
14 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS
21. ágúst 1966