Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 8
SIÐARI HLUTI vagna í New York City kom fram. Börn- unum skyldi safnað sem víðast að, og 'þannig áttu nemendur frá hverfum, sem voru illa stæð fjárha,gslega og menntun- arlega að komast í góða skóla. Mótmæli frá foreldrum voru gífurleg eins og kunnugt er, verkföll voru gerð og kröfu- göngur farnar. Helzta orsök þessara mót- mæla var ótti hvítra foreldra við sam- skóla hvítra og svartra. í nafni réttvís- innar verður þó að taka fram, að því fór fjarri að öll mótmælin byggðust á kynþátta'hatri: allir vissu hve lélegt menntunarástandið var í skólum svert- ingjanna og menn óttuðust að ástandið mundi almennt versna þegar börnin úr þessum skólum dreifðust í betri skól- ana. Og jafnvel þeir, sem í raun og veru voru hlynntir samskólun vildu þó ó- gjarna láta sín eigin börn líða við þessar tiiraunir. En þeir voru líka til, enda þótt það kæmi ógjarna fram opinber lega, sem voru þessu mótfallnir af hreinu kynþáttahatri, af andúð á negra- börnunum sem slíkum. Og í augum þeirra, sem eru sannfærðir um að hver maður geti hjálpað sér sjálfur, eru svertinigjakofarnir lifandi dæmi þess, að þar eigi negrabörnin bezt heima. Það var í þessu ljósi sem orðrómurinn um Greenburgh nr. 8 barst út: þar hafði árum saman verið safnað saman börnum efnaðra borgara í einbýlishverf- um og bömum frá fátækrahverfum svertingja og þau sett hlið við hlið; já, og börn úr efnuðum negrafjölskyldum sett við hlið barna úr fátækrahverfum hvítra manna .... Og það hafði auð- sjáanlega gengið vel. I Greenburgh nr. 8 — sem er nefnt svo af þvi að sjö önnur hverfi bera sama nafn — gera menn sér vel ljósa sérstöðu sína og ábyrgð. Við verð- um að halda uppi góðum skóla, minnkandi árangur hefði þegar í stað verið tekinn sem sönnun gegn samskól- um. Einu sinni í viku koma nýir kenn- arar saman hjá skólastjóranum — en ég var einn þeirra í ár — til þess að hlýða á klukkustundar fyrirlestur. A þessum klukkutíma erum við sett inn í „heimspeki" skólahverfisins, framlþróun þess er skýrð fyrir oikkur ásamt þjóðfélagssögu samfélagsins. Þetta er gert til þess að leggja grundvöll að daglegu starfi okkar og einnig til að brynja okkur gegn árásum umiheims- ins, sem kennarar við nr. 8 verða fyrir. Skólaheimspeki hverfisins er í stuttu máli sú sannfæring, að aðeins dagleg samvera við nákvæmlega sömu skilyrði geti kennt börnum úr mismunandi um- hverfi að lifa og starfa saman og að það sé jafn þýðingarmikið og náms- efnið, sem skólinu kennir. Einnig að hvert barn, svart eða hvítt, fátækt eða ríkt, gáfað eða miður gefið, eigi rétt á kennslu, sem miðar við möguleika hvers einstaklings. Skólahverfið fylgir ekki samnefndurrx borgarhluta, en nær yfir hluta af White Plains, Hartsdale og Greenburgh; landfræðilega eru skólarn- ir í úthverfi norðan við New York City, í borgarhluta þar sem útlend- ingur getur ekki séð að einn hlutinu sé öðrum frábrugðinn: hvarvetna ak- brautir með benzínstöðvum með vissu millibili, pylsuvagnar og veitingahús, skuggasæl einbýlishverfi uppi á hæðun- um, gömul svertingjahverfi með hrörleg- um timburhúsum niðri í lægðunum, allt þetta tengt saman með viðskiptamið- stöðvum með pósthúsi, banka og gríðar- stórum matvörukjörbúðum. Það er hræðilega ljótt. — Á árunum milli nítjánhundruð og þrjátíu og fjörutíu ein- Framhald á bls. 14. Greinarhofundur í skolastofu með tveimur, nyjum vinum: hvitum og svörtum drcng. Bandaríski harmleikurinn Á. síðasta ári hefur skólahverfið Greeniburgh nr. 8 utan við New York vakið athygli um gjörvöll Bandaríkin. í þessu hverfi hafa skólavagnar verið notaðir um tíu ára skeið — samkvæmt svonefndri Princeton-áætlun — til að breyta um frá gamla fyrirkomulaginu um hverfissköla. Hverfisskóli fær nem- endur sína frá húsunum í kring, sem rneðal annars leiðir til myndunar sér- skóla. Sérfræðingar utan lands og innan hafa lengi fylgzt með þróun þessa skóla- hverfis af áhuga, en kostir þess og gall- ar hafa ekki orðið kunnir almenningi fyrr en á síðasta ári í samibandi við kröfugöngur og foreldramótmæli í New York. Annars vegar eru þeir, sem telja Greeniburgh nr. 8 glæsilegt dæmi þess, að unnt sé að koma á fót sönnum lýð- ræðislegum skóla, en hins vegar eru þeir„ sem er þetta þyrnir í augum, óæskilegt hverfi ef maður vill halda börnum sínum frá öllu sem ekki kemur heim við hætti hvítrar millistéttar. í rauninni er ekki til neinn amerísk- ur barnaskóli. Skólarnir eru frábrugðnir hver öðrum í hinum ýmsu héruðum og mótast af samfélaginu, sem þeir starfa í. Hér koma m. a. til greina fjárhags- atriði: sveitarfélög með há útsvör geta bætt við ríkisstyrkinn og og byggt ný skólahús, greitt hærri kennaralaun o.s. frv. En hér kemur áhuginn einnig til greina. Skattgreiðendur hafa mikil áhrif í skólamálum fyrir milligöngu fræðslu- málanefndarinnar, sem er kosin af sveitarfélaginu, þegar nýr kennari er ráðinn, og eins ef skipaður er rekt- or eða skólastjóri. Skólahverfin eru ýmist framfarasinnuð eða íhaldssöm. Því veldur mestu fyrir ameríkst skólabarn að búa í sveitarfélagi, sem hefur yfir fjármunum að ráða og vilja til að verja þeim til skólamála. — En þetta er ekki nóg, því að jafnvel í sama hverfi geta skólarnir verið mis- munandi að gæðum, og þá verða skól- arnir í fátækrahverfunum harðast úti. Og þar sem börnin sækja skóla í næsta nágrenni fyllast sumir skólarnir af börn- um úr hvítu millistéttarhverfi, en aðrir fyllast börnum úr kofahverfum svert- ingja. Það er auðvitað ekki nema mann- legt að kennarar sækist eftir stöðum í skólahverfum og skólum, sem bjóða hæstu launin og beztu starfsaðstöðuna. Og auðvitað er bæði auðveldara og sem stendur betur þakkað, að kenna börnum, sem hafa jákvæða afstöðu gagnvart skól- anum og eiga foreldra, sem hafa haft aðstöðu til að búa þau undir skólalífið. Börn úr svertingjahverfum líta oft á skólann sem óvinaland — mynd hans af lífinu og umheiminum samsvarar svo illa þeirra eigin reynslu. Foreldrar þeirra hafa sjaldan haft tíma eða tækifæri til að veita þeim þá undirstöðumenntun, sem skólinn gengur út frá. Þessir skólar fá þessvegna — með fáum, en ánægju- legum undantekningum — reynslu- minnstu og lélegustu kennarana. Hverfið og jafnvel húsið, sem barnið býr í, hefur þannig áhrif á það hvernig skólagangan verður. Fjölskyldur, sem búa nærri lé- legum skólum, senda börn sín gjarna í einkaskóla — ef þau geta — eða flytja Eftir Ingu Jonsson til annars staðar. Það verða því fátæku börnin, sem líða við þetta fyrirkomulag, en það eru í mörgum tilfellum svörtu börnin. að var til að ráða bót á þessu misrétti, sem tillagan um notkun skóla- Börn af ólíku litarafti kynnast og venjast hvert öðru í samskóla. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.