Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 3
MMMMM—iail nimn i aa^——————■ Maðurinn á gðtunni Hvítkalkað hús við þrönga, stein- lagða götu. Þetta var ekki umferðar- gata enda þótt hún væri í miðri borg- inni. Húsin voru öll eins við þessa götu. Hvítkölkuð fjögurra hæða hús, dálítið gamalleg og snjáð. Þau vóru samföst eins óg þau væru eitt hús sem hefði verið byggt í mörgum áföngum. Þau voru eilítið þreytuleg án þess þó að vera slitin. Eins og miðstéttarfólk á eftirlaunum. Eftir Njörð P. Njarbvik Þetta var í fyllsta máta hversdagslegt umhverfi. Og samt stóð hann þarna ennþá á gangstéttinni. Hvurs vegna í ójköpunum var hann að vappa þarna fyrir framan húsið? Mér þykir vænt um þetta hús. Ég hef átt heima hérna frá því ég var lítill drengur. Og eftir að foreldrar mínir dóu, bjó ég hér áfram einn þó íbúðin væri raunar alltof stór fyrir mig Og nú sat ég við skrifborðið mitt, þetta gamla rispaða borð sem hefur verið vitni að öllum bardögum mínum við hvítan pappírinn. Allt var á sínum stað: ritvélin, pípan og öskubakkinn, að ógleymdu handrit- inu. Og gamla klukkan uppi á hillu. Hún tjfaði ekki eins og klukkur gera yfirleitt nú, heldur gekk hún tímann löngum, hægum skrefum sem báru vott um festu og varanlega ábyrgðartilfinn- ingu. Ég sat þarna útvið gluggann flesta daga og skrifaði. Og síðustu dagana hafði ég tekið eftir honum, manninum á götunni. Hann kom ævinlega um tíu- leytið á morgnanna og svo kom hann aftur um klukkan fimm síðdegis. Og hann gekk eftir gangstéttinni hægum, varkárum skrefum sem minntu á göngu- lag klukkunnar á hillunni. Hann var næstum alltaf fyrir framan gluggann minn. Öðru hverju skotraði hann aug- unum til gluggans en leit svo strax beint fram fyrir sig aftur eins og augun hefðu horft á gluggann í algeru óleyfi eiganda þeirra. Svo horfði hann aftur á gluggann. Ég sá hann ekki greinilega. Til þess er ég of kurteis. Allir vita það er dóna- skápur að hanga úti í glugga og glápa á vegfarendur. Þess vegna varð ég að láta mér nægja að horfa á hann milli gluggatjaldanna. Stundum sá ég hann mjög ógreimlega. Hvurn andskotann vildi maðurinn eiginlega? E g gat ekki skrifað. Óg ég held þú hefðir ekki getað það heldur. Það er alls ekkert þægilegt að hafa ókunn- ugan mann fyrir framan húsið sitt, sérstaklega þegar eingir aðrir eru á ferli. Ég sat og glápti á hann út á milli f gluggatjaldanna og ég var orðinn hálf- önugur í skapi. Hana, loksins fór hann. Var það nú alveg víst? Ég beið í tíu mínútur og þá var ég viss um að hann væri farinn. Ég fór út, gekk þvert yfir götuna og mændi á húsið eins og ég hefði aldrei séð það fyrr. Ég sá ekkert athugavert. Ég var viss um að svona hefði þaö litið út síðustu þrjátíu árin. Þetta endurtók sig tvisvar á dag. Mér var farið að líða illa. Ég sat allan daginn við skrifborðið, hvít, óskrifuð pappírsörk vár í ritvélinni. Hún hafði verið þar í viku. Ég settist við skrifborðið strax klukk- an níu á morgnana ef ske kynni hann kæmi fyrr en venjulega. Hann kom klukkan tíu. Hann var meira að segja stundvís. Hvurn andskotann vildi maðurinn eiginlega? Af hverju kom hann endi- lega klukkan tíu en ekki hálf ellefu? Ég var hættur að sitja við skrifborðið nema meðan hann var fyrir utan. Þess á milli gekk ég um gólf. Þegar skrefin tóku að hljóma fyrir utan, settist ég við skrifborðið og horfði út á milli gluggatjaldanna, og hljómur skrefanna, háttbundinn, hægur og varkár, smaug inn um gluggann til mín. Mér fannst eins og hvert skref væri slitið út úr eyrum mínum, hægt og gætilega og af sömu nærgætni og ástúð og pyndinga- maðurinn sýnir þegar hann slítur af þér neglurnar. Ég tók um eyrun og starði. Þegar hann var farinn hafði ganghljóð klukk- unnar sömu áhrif og hljómur skref- anna og ég fór með hana upp á háa- loft. Þá tók þögnin við. Þögnin og biðin. Og svo í gær. Hann kom of seint. Ég var orðinn hamslaus. Hvað meinti Framhald á bls. 7. ; FELLD VORU TÁR Eftir Pétur Gunnarsson Sorgbitið fólk sem harmar, þungbúið fólk sem skilur, makindalegt fólk sem þykir kaffið og meððí gott. Leiði, mold sem gengur af, hvít blóm og rauð. Kona sem grætur móður börn sem skilja ekki alveg, síðan ekkert aldrei meir. Sólskinsdagur, dreymandi f jall, daggir, drúpandi blóm, dalalæða, dimm, þung sorg. Söngur fugls sem ei verður greindur, þytur í laufi sem ekkert segir, niður í læk framandi hljóð, ekkert aldrei meir. Hvít kisa með gullneglum, hvít blóm og rauð. Kista með kransi sígur í gröf, ekkert aldrei meir. Svartur tjörupappi, reka, mold, ljósbrún og heit af skini sólar. Aldrei framar fer lúin hönd um glóbjart hár lítils drengs. Aldrei framar verða tár strokin af ungum hvarmi, aldrei saga, aldrei sykur, aldrei kaka, aldrei sauðalús að kvöldi, aldrei guðgefigóðanótt, aldrei peysuföt á sunnudegi, • aldrei hjarta sem skilur, ekkert aldrei meir. #0. október 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.