Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 12
SVIPMYND Framhald af bls. 2 Mot himlen riktade han pipan, till Gud bláste han, Eli, sade ánkan Rosa, som dá ánnu levde. Mikael, skósmiður þorpsins og einn hinna 3ö réttlátu, sem samkvæmt gam- aili Gyðingatrú eiga hina heilu sjón, fer að leita hermannsins, er myrti dreng- inn. Hann finnur morðingjann, sem nú er borgaralegur heimilisfaðir búsettur handan landamæranna. Barn hans kemur auga á flautuna, sem Mikael hefur með- férðis og heimtar af föður sínum að fá hana. Faðirinn lofar að útvega barn- inu aðra flautu en þessa — samvizkan nagar hann eins og barnatönn — „hos mig tuggas den sönder av mjölktanden". Frammi fyrir augliti Mikaels byrjar morðinginn að leysast upp, hverfa úr tilverunni. En fram á síðustu stundu reynir hann að réttlæta sig líkt og væri hann fyrír dómi. Hann spyr: Var finns ordningen, várldsordningen Jag ar vid liv, jag ár inte död — Inte hángd — inte bránd — inte levande kastad i graven------- Det ár ett misstag, ett misstag, jag faller sönder, faller sönder — R. Léttarhöld og mannasetnigar ná skammt. Þeir, sem krefjast réttarhalda sjá í molum. Hér dugir aðeins hin heila sjón þeirra, er sjá samhengi góðs og ills, samræmið í tilverunni. Bregðist hin heila sjón misþyrmi menn innbyrðis samræmi tilverunnar, fær hið illa yfir höndina. Ríki hins vegar fullkomið sam ræmi er í rauninni ekkert til — hvorki gott né illt, líf né dauði. Eða með öðrum orðum — lífi er dauði og dauði er líf. Boðskapur Nelly Sachs kemur fallega fram í Ijóði, sem hún nefnir „Det heliga landets röst": O mina barn, doden har farit genom era hjártan sem genom ett vinberg — málade Israel rött pá jordens alla vaggar. Vart skall den lilla heligheten ta vagen som alltjámt bor i min sand? Genom enslighetens vassrör talar de dödas stammor: Lagg pá ákern hámndens vapen sá att blir tysta — ty ocksá járn och sad ar syskon i jordens sköte. Vart skall dá den lilla heligheten ta vágen som alltjamt bor i min sand? Barnet mördat i sömnen stiger upp; böjer ned ártusendenas trád och faster den vita, andande stjarnan som en gáng hette ísrael i dess krona Tillbaka fort, sager det, dit dár tárar betyder evighet. F rábærir þýðendur hafa þýtt bæk- ur Nelly Sachs á sænsku. Ljóðaskáldið Johannes Edfeldt þýddi ljóðaleikinn Eli og Erik Lindegren þýddi ljóðabókina „An hyllar döden livet". Einnig hefur Gunnar Ekelöf þýtt ljóð hennar. Væntan leg munu einhver Ijóð hennar á dönsku í þýðingu skáldsins Paul Borum. Sjálf hefur Nelly Sachs verið iðinn ljóða- þýðandi og kynnt verk sænskra skálda í Þýzkalandi. Hún hefur hlotið ótal bók- menntaverðlauna bæði í Svíþjóð og Þýzkalandi. Borgin Diisseldorf stofnaði fyrir nokkrum árum bókmenntaverðlaun sem bera nafn hennar. Síðan 1940 hefur hún átt heima í Svíþjóð og þar á hún grafreit, er bíður hennar. Sv. J. FORN SVERÐ Framhald af bls. 4. Sverð þetta hafði Ingólfur fagri Þor- steinsson er hann barðist við þjófana í seli og hafði þá tvo menn í einu höggi. Annars hefir sverðið gengið til niðja Jökuls, fyrst til Bárðar sonar hans og síðan til Ásdísar dóttur hans, húsrreyj- unnar á Bjargi. Sverðið gaf Ásdís Gretti er hann fór að heiman, og þá kvað hann þetta: Enn réð orðskvið sanna auðnorn við mig fornan ern að bezt er barni benskóðs fyr gjöf móðir. Með þessu sverði hjó Grettir hramm af bjarndýri í Noregi og hann hafði það er hann gekk í haug Kárs hins gamla í Háramarsey og hjó með því sax, það er seggja vexir sár, hyrlestir báru, og skyldi mér aldrei jalms dýrlogi hjalma ýtum hættur, ef ætti, angurs, hendi firr ganga. Þorfinnur svarar: Vel er til mælt, en sýna skaltu nokkuð áður, það er frægð þyki í vera, en ég gefi þér sax- ið, því að það fékk ég aldrei af föður mínum meðan hann lifði." Um jólin næstu fékk Grettir að reyna saxið, þá er hann barðist einn við ber- serkina tólf og felldi þá alla. En um vorið gaf Þorfinnur honum saxið góða. „Það bar Grettir meðan hann lifði, og var hin mesta gersemi." Er vart annað sverð frægara hér á íslandi, en frægð sína fékk það af því að það var í hönd- um Grettis. Hann efndi vel það sem Sverð á þjóðminjasafni. Sverðið Iengst til vinstri er úr Kumli í Eyjafirði, annað er úr Ketildölum, en lengst til hægri er sverð enskt að uppruna. höfuð af draugnum. í haugnum náði Grettir í saxið góða, er honum þótti miklu betra vopn. Þegar hann kom heim til íslands aftur gaf hann Atla bróður sínum Ættartanga — og fara ekki sögur af honum síðan. Ö axið Kársnautur. — Þegar Grett- ir var hjá Þorfinni i Háramarsey, gekk hann i haug Kárs hins gamla, föður Þorfínns, og tók þar fé mikið í gulli og silfri og ýmsa gripi aðra. Þetta fé bar hann heim og lagði á borð fyrir Þorfinn um kvöldið. „Einn var gripur sá, er Gretti stóðu mest augu til. Það var eitt sax, svo gott vopn, að aldrei kvaðst hann séð hafa betra. Það lét hann síðast fram. Þorfinnur varð létt- brúnn við, er hann sá saxið, því að það var minjagripur þeirra og hafði aldrei úr ætt gengið. Hvar náðir þú saxinu góða? spurði Þorfinnur. Grettir svar- aði og kvað vísu: - .. Fékk í firna dökkum, féll draugur, tekið haugi hann hét í Háramarsey, að það skyldi sér aldrei hendi firr ganga, því að þegar hann var fallinn í Drangey, hafði hann kreppt svo fast fingur að meðalkaflan- um, að þótt maður gengi undir manns- hönd að reyna að ná af honum saxinu, tókst það ekki — fyrr en þeir hjuggu hendina af í úlnliðum. Þá greip Þor- björn öngull saxið og hjó því tveim höndum af alefli í höfuð Grettis, og brotnaði þá skarð í eggina. Menn spurðu hví hann spillti svo góðum grip. „Þá er auðkenndara, ef að verður spurt", svaraði Ongull. Nokkru síðan flæmd- ist hann af landi brott. Hélt hann suð- ur til Miklagarðs og hafði saxið góða með sér. Þorstainn drómundur, hálf- bróðir Grettis, frétti til ferða hans og fór suður á eftir honum, í þeirri von að fá hefnt Grettis, en ekki þekkti hann Öngul. Svo var það á vopnaþingi, þar sem Væringjar sýndu vopn sín áður en þeir færu í hernað. Þar lagði Öngull fram saxið góða og töluðu menn um spillt væri góðum grip þar sem skarð var í eggina. Gat Öngull þá ekki á sér setið að hrósa sér af vígi Grettis, og síðan væri skarðið. Þá vissi Þorsteinn hvar hann skyldi leita bróðurhef nda. Hann fékk að skoða saxið og hjó því þegar til Önguls í höfuðið og klauf hann í jaxla niður. Þetta eru seinustu fréttir af saxinu, og aldrei mun það hafa komið til Is- lands eftir þetta. F. ótbítur. — Geirmundur gnýr, norskur maður, var tengdasonur Ólafs pá í Hjarðarholti, kvæntur Þuríði dótt- ur hans. Hann átti sverð, mikið vopn og gott og tannhjölt að. Ekki var þar borið silfur á, en brandurinn var hvass og beið hvergi ryð á. Þetta sverð kall- aði hann Fótbit.. og lét það aldrei hendi firr ganga. Stirð var sambúð þeirra Þuríðar, en þó var Geirmundur þrjú ár í Hjarðar- holti. Þá hugðist hann fara til Noregs og vildi hvorki hafa með sér konu sína né dóttur ársgamla, er Gróa hét. Var þetta gert með samþykki Ölafs, en þeim mæðgum líkaði stórilla, Þuríði og Þor- gerði. Geirmundi gaf ekki byr Iengra en út að Öxney og lá þar í hálfan mánuð. Þangað fór Þuríður með barnið og komst um borð á náttarþeli, er allir voru í svefni. Þar náði hún Fótbít, sem hékk á staf, en setti barnið hjá Geir- mundi. Síðan fór hún. Geirmundur vaknaði við grát barnsins. Hann setl- aði að grípa sverðið, en saknaði vinar í stað. Gekk hann þá á þiljur og kallaði til Þuríðar að hún skyldi skila Fótbít, en hirða barnið og taka eins mikið fé með og hún vildi. Þuríður kvað hann aldrei skyldu sverðið fá. „Þá læt ég um mælt", sagði Geirmundur, „að þetta sverð verði þeim manni að bana í yðar ætt, er mestur skaði er að og óskapleg- ast komi við". Þuríður gaf Bolla frænda sínum. sverðið og bar hann það lengi síðan. Og með þessu sverði vá hann Kjartan Ólafsson, frænda sinn og fóstbróður, á Svínadal. Komu þar fram ákvæði Geir- mundar. Þegar Bolla var veitt aðför í selinu, bað Þorsteinn svarti menn að fara var- lega, því að Bolli væri bæði sterkur og vígfimur. „Hefir hann og sverð það, er öruggt er til vopns-, sagði hann og má af því marka hve miklu hefir þótt skipta að menn hefðu góð sverð. Guðrún Ósvífursdóttir geymdi Fótbít þar til henni þóttu synir þeirra Bolla svo þroskaðir, að þeir gætu leitað föð- urhefnda. Þá gaf hún Bolla yngra sverð- HAGALAGÐAR Miður góður munnsöfnuður. Auglýsing ber fyrir augu mér, og er þetta góðgæti þar í tveim línum: „betræk — fyrirliggjandi — rosetur — gesimar." Svona er orðfærið í verzlunar- og snúl-imálinu. Þarf samtök til þess að bæta úr þessu, og blöðin styddu með því að taka ekki ókarað slík- an auglýsingaósóma. (N - Kbl.) LEIÐRETTIIMG í grein Sigurðar Jónssonar frá Brún í síðustu Lesbók slæddust inn f jórar mein- legar prentvillur. Síðasta línan í fyrra erindinu eftir dótturson Bóluhjálmars átti að vera; „Hann er tjara og mysu- sótt". f lok greinarinnar átti kvteðiskorn höfundar að hefjast á orðunum: „Ein ei" og sjötta lína átti að vera: „eins í kliði og kyrrð". Eru höfundur og Iesendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 30. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.