Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 13
GVLFAGSIMIMIIMG Teiknari Haraldur Guðbergsson \ p'A LEt NÍÓR-ÐR K/SLLA 1iL 5V SK/RRí, SKÓ5VEIN FREYS/ OK QAÐ HANN4AN<JA t/LFREYS OK BEIÐA HA/VN ORÐfi^ OK SPYRJA, H'JERJUM HANN V/£RI SVA REl£)R, AT HANNNÆLÍÍ £KKI WIÐMÍfJfJ. EN SK'lRNIR L'EZK CJANqA MVNDU OK EIQI FÚSS OK KVflÐ ÍLLRA 1 SVflRA V£RA V'M Af HONUAl.p EN ER HAMN KOMTiL FREY5, SPVRÐ HANN, HVÍ FREYR VAR W/\ HNlPINN OKMÆltl £KKI VlOAjEN/V. Þ’A SVARAR SKíRN|R,SflqÐ! FflRA SENDl FERD, EN FREYR SVf.RÐSitr. ÞATVflRSVÁ corr sver?)4 AT SJÁLf r VflSK.fc’N FR'ÉYRLEt EKlMTtiL SKORTA OK ígAlr HONVN SVERDIf. ‘ ..NANNLENGI LlFA, EF J-IANN SKYLDI EiqiNfl HENNl, —,OK _________________________________________________________ NÓSKALtV FARAOK DlÐJfl HENNflR NERTlL HANDA OK ÞA SVAR4R FREVR OK SflCDI, At HflRN HAFISÉT KONV FACRA, OK FYRIR HAFA HANA HEIM HINGflt, HVflRT ER FflDIR HENNflR VlLl HENNflR SAKflR VflR HANN SVÁ f/ARMFULLR, ATEiqi fíVHDl. £Ðfl EIGI, OK SKflL £K ÞAT VEL LAUNfl ÞÍR." ' ið Fótbít, og með því veitti hann Helga Harðbeinssyni banasár. Síðan hafði Bolli Fótbít. Þegar hann kom heim úr utanför sinni, var hann skartsmaður mikill og gekk í pells- klseðum. Fótbít hefir hann og látið fegra í utanförinni, því að nú er honum svo lýst, að hjöitun hafi verið gullbúin og meðalkaflinn gulli vafinn. J arðhússnautur. — Þorgils örra- beinsstjúpur var í kaupferðum og hafði eitt sinn vetursetu í Vestur-Víkinni í Noregi hjá ekkju þeirri er Gyða hét. „Hún var margkunnandi á fyrnsku og fróðleik“. Sonur hennar hét Auðunn. Skömmu eftir að Þorgils fór frá þeim kom Auðunn og bað hann að hjálpa sér að jarða móður sína, sem var nýdáin og hefði orðið nokkuð kynlega um dauða hennar. Fór Þorgils með honum og gerði kistu að líkinu. Síðan ætluðu þeir með kistuna til grafar, en þá tók að braka í henni, og svo komst Gyða úr kistunni. Varð það þá fangaráð þeirra að bera hajia á bál og brenna til agna. Fyrir þetta gaf Auðunn Þorgilsi gjafir, þar á meðal sverð, sem Blaðnir hét, gott vopn. „En ef ég kalla síðar til sverðs- ins“, mætli Auðunn, „þá vildi ég að þú létir laust, en ég mun fá þér annað vopn, er gott er.“ Hákon jarl hafði um þessar mundir tekið við ríki í Noregi og tók Þorgils að sér fyrir hann að fara til Suðureyja að heimta skatt. Braut hann skip sitt við Katanes, en komst til jarls þess, er Ólafur hét. Systur jarls hét Guðrún. Svartur járnhaus hét víkingur illur, er tók til sín fagrar konur og hafði með sér um hríð sem frillur. Hann kom til Ólafs jarls og heimti að fá Guðrúnu, og var þar ekkert undanfæri nema ef ein- hver vildi heyja einvígi við hann, en þess fýsti ekki marga. N óttina fyrir hólmstef nudaginn dremdi Þorgils Auðunn vin sinn. „Þú sefur, en jafnt mun vera sem þú vakir. Þú skalt ganga á hólm við berserkinn. Hann spyr jafna hvort andstæðingur hans hafi sverðið Blaðni, en það sverð gaf ég þér. Þú skalt fela það í sandi og segja honum að þú vitir ekki hjölt þess fyrir ofan jörð.“ Svo hvarf Auðunn, en þetta gekk eftir. Tók Þorgils sverðið upp úr sandinum er þeir hófu að berjast og féll Svartur þar. Seinna kom Auðunn til Þorgils í draumi öðru sinni og heimti af honum sverðið Blaðni — ,,en ég mun fyrst fá þér öxi, og innan lítils tíma gott sverð.“ Er Þorgils vaknaði var sverð- ið horfið. Næsta sumar herjaði Þorgils á fr- landi. Lá leið þeirra þar um skóg og á einum stað var fallið lauf af tré. Þeir kipptu upp eikinni og fundu jarðhús þar undir. Þar voru tvær konur og klæði blátt og lágu á tveir gullhringar og sverð gott. Þær sögðu að þungi fylgdi sverðinu og mundi hann svo bezt njóta þess, að hann gæfi þeim frelsi, og það gerði hann. Þetta sverð var kallað Jarðhússnautur og átti Þorgils það til elli. Með því felldi hann kappa mikinn í Svíþjóð, hjó hönd af tröllskessu í Grænlandi, og klauf höfuð hvítabjarnar. Með þessu sverði drap hann og Austmann nokkurn hér á landi þá er hann var sjötugur, en iðraðist þess verks. Tveir bræður Aust- mannsins komu út árið eftir og ætluðu að hefna hans, en Þorgils sættist við þá og gaf öðrum þeirra sverðið Jarðhúss- naut. Hafði hann það með sér utan og mun það ekki hafa komið til Islands aftm-. JJornlijalti. — Valur, sonur Agn- ars konungs á Gestrekalandi, lá úti í Dumbshafi og herjaði á jötna. Hann átti tvo sonu, er hétu Köttur og Kisi. Þeir voru stórir menn og sterkir. Valur hafði fengið svo mikið gull, að þess kunni engi markatal, og tók hann það af Svaða jötni, er bjó í fjalli því er Blesanergur heitir. Það er fyrir norðan Dumbshaf. Svaði var sonur Ása-Þórs. Valur átti sverð það, er Hornhjalti hét. Það var mjög gulli búið og nam aldrei í höggi stað. Eftir ósigur í sjóorustu fóru þeir feðgar í helli nokkurn undir fossi og lögðust þar á fé sitt. Urðu þeir þar að flugdrekum og höfðu hjálma á höfðum og sverð undir bægslum. Gull-Þórir og fóstbræður hans brut- ust í Valshelli, eins og segir í Þorskfirð- ingasögu, náðu vopnum drekanna og unnu á þeim. Síðan söfnuðu þeir saman hinum miklu auðæfum, er þar voru saman komin. Þarna fékk Þórir sverðið Hornhjalta og bar það síðan. Varð það í höndum hans margra manna bani, en um afdrif þess er ekki vitað. K. onungsnautur. — Þegar Kjartan Ólafsson kvaddi Ólaf Tryggvason Nor- egskonung, gaf konungur honum sverð og mælti: „Láttu þér þetta vopn fylgju- samt vera, því að ég vænti þess, að þú verðir eigi vopnbitinn maður, ef þú berð þetta sverð.“ Það var hinn virðu- legasti gripur og búið mjög. Eftir heimkomu Kjartans var haust- boð að Hjarðarholti og voru þeir boðn- ir þangað Laugamenn. Þá var sverðinu góða stolið og fannst það seinna í keldu, en vantaði þá umgerðina og fannst hún hvergi. Upp frá þessu þótti Kjartani minna til sverðsins koma en áður. Þess vegna hafði hann það eigi þá er þeir Ósvífurssynir og Boili sátu fyrir honum í Svmadal, en sverð það, er hann bar þá, dugði illa, bognaði hvað eftir ann- að og brá hann því oft undir fót til að rétta það. Sótanautur. — Þegar Hörður Grím- kelsson var í Gautlandi, gekk hann í haug þess víkings, er Sóti hafði heitið og verið illur mjög viðfangs í lífinu, en hálfu verri eftir að hann var dauð- ur. Þorði enginn annar en Hörðuv að ganga í hauginn en hann mæltist til þess að mega kjósa þrjá gripi af haugfénu. Þessir gripir voru hringur, hjálmur og sverð og átti Hörður þá síðan. Sverðsins er nokki-um sinnum getið í Harðarsögu. Með því hjó Hörður vík- inginn Björn blásíðu sundur um miðju og einnig Auð bónda á Auðsstöðum. Með því hjó hann og Kjartan Kötlu- son niður að belti, klauf búkinn og tvö- falda brynjuna. Þetta gerðist hjá Þyr- ilsnesi, er hann uppgötvaði svik þeirra bændanna. — Eftir víg Harðar tók Indriði mágur hans sverðið til sín, og með því hjó hann höfuð af Þorsteini gullknappi, er svikið hafði Hólmverja. Þorbjörg, systir Harðar, sendi Þórólf starra í Brynjudal að drepa Ref og léði honum Sótanaut til þess. Með sverðinu hjó Þórólfur báða fætur undan Ref, þar sem hann lá í rúmi sínu. Var Þórólfur þá gripinn og drepinn, en Refur tók til sín Sótanaut. Nokkru síðar kallaði Indriði til sverðsins, og treystist Refur ekki til að halda því fyrir honum. Sverðsins er ekki getið eftir það, en ekki er ólíklegt að Helga jarlsdóttir hafi fengið það Grímkeli syni sínum, er hún sendi hann til föðurhefnda að drepa Þórð Kolgrímsson. Grímkell var við þriðja mann og varð fundur þeirra hjá Hvítá. Þar fundust þeir allir dauðir. Var mælt að Skeifur bóndi á Hvitár- völlum mundi hafa drepið þá er sárir voru og síðan rænt þá öllum kostgrip- um. „Skeifur fór utan og kom aldrei út síðan og varð vellauðugur að fé“, 30. október 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.