Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 11
FÉLAGI Mao (þ.e. Mao forma'ður) ætlar aS útrýma borgara- legum hugsunarhætti í landi sínu og hefir í því skyni magnað rauðu varðliðana. Með ýmsu móti má slíkri útrýmingu til veg- ar koma, líkt og útrýmingu lúsar, höfuðverkjar og sumra ann- arra óþæginda: 1. Taka má höfuðin af borgurunum, og hugsa peir pa litt í þennan heim, en meira í annan. 2. Taka má af borgurunum það, sem borgaralegum hugsunabhætti veldur, t.d. eignir þeirra, húsgögn, bækur, börn, eldhúsáhöld, matvæli, ör- yggi, réttindi og annað þess háttar. 3. Flytja má borgara úr borgum í vinnubúðir HINS NÝJA LÍFS og láta þá jafna sig þar í svo sem tvo áratugi. Nota má fleiri aðferðir. Auðvitað þarf fnaður rauðan her, gulan eða brúnan, til að koma þessu í kring, og hann er nú að spíra í raúðu varðliðunum, líkt og útsæði á vordegi En hvað er þá boígaralegur hugsunarháttur?. Svar við þeirri spurningu yrði alllöng hugsjónasaga (idehistorie) og hér á landi er ekki til fé til að gefa út bækur í þeim flokki. Verður því aðeins reynt að benda í áttina, segja til vegar „án þess að fara veginn". f stuttu máli má segja að sú hugsun, sem ein- kennir frjálsan mann eða frjálst mannfélag í borg, sé borgara- legur hugsunarháttur. Má hér fyrst frægan telja Sókrates, borgara í Aþenu. Lærisveinn hans, Platón, og í annan lið, Aristóteles, eru báðir fuUtrúar borgamlegs hugsunarháttar, sem leitast við að endurnýja sig. Grísk menning var fyrst og fremst menning lítilla borgríkja. Aristóteles safnaði stjórnar- skrám borgríkjanna, hagnýtti safnið við samningu bókar sinn- ar POLITIKE, sem er svar hans við því hvaða stjórnarfar sé það bezta er hugsazt getur. Og þáð er eitt einkenni borgara- legs hugsunarháttar að leggja meiri áherzlu á góða stjórn- skipan en góðan stjórnanda. Borgríki stofnuðu menn víða í veröldinni. Mikið af hugr rænni menningu mannkynsins, grískrL hebreskrL sýrlenzkri, kínverskri og indverskri hefir orðið til í borgum, og allmikið af verkmenningu sömuleiðis. Mörg borgríki voru byggð kring- um fræga helgidóma (hof, musteri) eða hafnir, en múrar voru lengi fram eftir öldum eitt aðaleinkenni borga. Leifar finnast í Evrópu, en víða heilir múrar enn í Kína. Borgara þótti miklu vænna um borg sína en land. Öldum saman hugsaði borgarinn líti'ð um landið og þjóðina, en var reiðubúinn til að fórna öllu fyrir borg sína, einkum af því að hún veitti honum og heimili hans það eina öryggi, sem hann þekkti til. Herforingjar, hermenn, þrælar, prestar, hirðingjar, flakk- arar, konungar, bændur og aðalsmenn höfðu önnur sjónarmið en borgarar og hugsuðu á aðra lund — og leituðu oft á borg- irnar til rána, svo sem frægt er orðið af rannsóknum fornfræð- inga á rústum borga. Löstur grisku borganna, látlaust rifrildi og óhæfni til samstöðu, .varð þeim að fótakeflL og einræði Alexanders sigraði þær. En Rómaborg gerðist heimsvaldasinnuð og varö miðstöð heimsveldis. Stóuspekingar tóku að hugsa heimsborgaralega. KOSMOPOLITANISMUS þeirra ber í heiti sínu að KOSMOS, heimurinn, sé Polis, það er borg fyrir alla menn. Eru hér upptök einnar gerðar mannúðarstefnu og frið- samlegrar sambúðar. Má hér af renna grun í fjölbreytileik borgaralegrar hugsunar; henni nægir ekki liugsun og Ijóð eins manns. Borgarinn vill réttindi, getur jafnvel gert byltingu til að ná þeim úr hendi einvaldsins. Öðrum borgurum ann hann réttar, en skilur lítt kjör þræla, veiðimanna og bænda, þarf lítið landrými til borgaralegrar iðju, sem er verzlun, iðnaður, vísindi, listir, húsasmíði o. fl. En til að hafa mat, verður hann að ná samkomulagi við bændur, og vi'ð hermenn til að verja sig. Borgarinn þjálfast í að „plata sveitamanninn'1, bæði í of- fullum sveitum Asíu og oftæmdum sveitum íslands. En félagi Mao er sveitamaður, sem kann að plata borgara. Þegar Sjang lét einn foringja sinn taka Jenan, liöfuðborg Maos, árið 1947, héldu vestrænir borgarar að nú hefði Mao og söfnuður hans sungið sitt síðasta vers. En sigrararnir fundu tóma kofa, og Mao sýndi veröldinni að fyrir menn, sem kunna byltingatækni í Asíu, skiptir ein höfuðborg engu máli. En lítil þjóð, sem hugsar líkt og ’börn í leikgrind, má ekki missa sína höfuðborg, því þar eru öll nýju leikföngin. Fórnfýsi sumra útlendra borgara fyrir borg sína er aðdáan- ieg: Dýrmætar stofnanir, skólar, söfn, elliheimili, kirkjur o. fl. bera nöfn mikilla borgara, sem áður lifðu og byggðu sína borg. Eigingirni sumra annarra fer einnig oft úr hóf fram. Hugsun þeirra rotnar og spillist. Þeir sökkva sér og borgum sínum niður í hégóma, letL lúxus, óhóf, úrkynjun og ólifnað og rang- læti, og gera þær líkar Sódómu og Babýlon. Enginn vill fórna sér fyrir borg sína, þegar hún þarf á að halda, og enginn hjálp- ar borginnL þegar hún kveinar. Þess vegna hrynja borgir og menn fagna hruni þeirra, svo sem kunnugt er úr bókmenntum. En kostir borga eru svo miklir að menn byggja nýjar borgir á rústum hinna gömlu. Það er eðlilegt að útrýming vestrænna áhrifa og borgaralegrar hugsunar fari fram í Kína. Vestræn menning án þeirrar sömu hugsunar er alls ekki til, og hefir aldrei kunnað að byggja tilveru sína á hugsun og ljóðum eins manns, — sem ekki þarf á neinni borg að halda. En „borgarinn í Evrópu á sér enga framtíð nema í sam- stöðu með öðrum mönnum" eins og kunnur guðfræðingur hefir nýlega sagt. Þvi heimurinn stefnir áð því að verða líkur einni stórri borg, þótt hann verði ekki nein ný eða himnesk Jerú- salem. og kímni alls staðar 1 gegn. Friel, George: The boy who wanted peace. London 1964. 231 s. Söguhetjan er piltungur úr Cá- tækrahverfum Glasgows, og hon- um fylgjum við á þyrnigöngu hans allt fram að furðulegum endalokum. Bók þessi er nýtízku- leg dæmisaga, glettin og samúð- arrík, en á bak við er þung og djúp alvara. Giæver, John: Fra Little Norway tll Karasjok. Oslo 1964. 180 s. Bókin er endurminningar frá stríðsárunum, en þá var höfund- ur víða á ferli, eihs og aðrir landflótta Norðmenn. Bókin er vel skrifuð og hressileg. Leithauser, Joachim G.: Opdag- elsernes eventyr. Lotte Eskelund þýddi á dönsku. Kbh. 1965. 327 s. Vel skrifuð og efnisrík bók um rannsóknarleiðangra, allt frá dög- um hinna fyrstu landkönnuða til geimferða vorra tíma. Pine, L. G.: Heirs of the Con- queror. London 1965. 204 s., m. Höfundur segir í fáum orðum EÖgu Englands frá innrás Cæsars árið 55 f. Kr. til vorra daga. Þungamiðja ritsins er þó orustan við Hastings, sigur Vilhjálms bastarðar og þau áhrif, sem þeir atburðir höfðu á stjórnskipun landsins og ensku þjóðina. Höf- undur. er lítið vinveittur hinum sigursæla Vilhjálmi, en allt um það er bókin athyglisverð og skemmtileg aflestrar. Schildt, Göran: Det gyllene skinnet. Sth. 1964. 234 s., m. Höfundur siglir á skútunni Daphne á svipuðum slóðum og Jason fór, er hann leitaði forð- um að hinu gullna reyfi. Leiðin liggur um sunnanvert Miðjarðar- haf og um Sæviðarsund í Svarta- haf. Heillandi ferðabók með ívafi fornra goðsagna. A erlendum bókamarkadi EIRÍKUR Hreinn Finnboga- son, cand. mag., borgarbóka- vörður, mun annað veifið rita í Lesbók Morgunblaðs- ins stutta lýsingu á nokkr- um nýjum, erlendum bók- um, sem Borgarbókasafni Reykjavíkur hafa borizt. — Fyrsti þátturinn fer hér á eftir: Ekelöf, Gunnar: Diwan över Fursten av Emgión. Sth. 1965. 106 s. Siðasta ljóðabók skáldsins, en fyrir hana hlaut það bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Faludy, Georges: Mine lykkelige dage í helvede. Lotte Eskelund þýddi á dönsku. Kbh. 1964. 392 s. Sjálfsævisaga ungversks rithöf undar, sem fluttist til Frakk- lands. Þegar Frakkland gafst upp flúði hann til Norður-Afríku og þaðan til Ameríku. Eftir stríð- ið sneri hann heim til Ungverja- lands, en lenti fljótlega í and- stöðu við stjórn landsins og var settur í fangabúðir, sem hann sat i til 1953. Þrátt fyrir nokkurn biturleik, skín fyndni höfundar E. H. F.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.