Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 1
I 38. tbl. 30. okt. 1966 — 41. árgangur | ~) Fyrstu iðnðarmenn hér á landi voru rauðablásturs- menn og járnsmiðir. Hófst það í Borgarfirði, en greiddist síðan út um land allt, eins og sjá má -á því, að þegar rannsóknir hafa farið fram á fornum býlum, þá hafa á fiestum þeirra fundizt smiðjur og merki um rauðablástur. Menn þurftu á miklu járni að halda fyrr- um, ekki síður en nú. í vennt var nauðsynlegt til þess, að hægt væri að framleiða járn: Kauð- inn þurfti að vera nærtækur og eins skógur eða hrís til kolagerðar. Gerð- ir voru nokkurs konar bræðsluofnar á bersvæði. Voru þeir hlaðnir úr grjóti og þéttaðir innan með leiri. í þessum omum var rauðinn blásinn og brædd- ur við viðarkolaeld. f bræðsluofnun- um var rauða og kolum raðað í lög sitt á hvað. Síðan var kveikt í bingn- um og blásið ákaft undir með smiðju- belgjum (er Skallagrímur kallaði hrærikytjur). Bráðnaði þá járnið úr, en sorinn og gjalli varð eftir. Verður þessu ekki nánar lýst, því að nú kunna menn ekki skyn á rauðablæstri, enda um fjórar aldir síðan hann lagðist al- gerlega niður hér á landi. Líklegt er, að rauðajárnið hafi aldrei verið gott, vegna þess að menn hafi ekki kunnað að hreinsa allan sora úr því. Þó var það reynt og var gert á þann hátt, að járnið var hitað hvað eftir annað og hamrað og hrökk þá úr því hið mesta af sora og gjalli. Var það þá nefnt fellt járn, eða fellujárn. Úr þessu járni hefir mátt smíða teng- ur, hamra og sleggjur, ljái og hnífa, spjót og axir. En varla hafa verið smíð- uð úr því góð sverð, til þess hefir það ýmist verið of deigt, eða of stökkt. Eru ýmsar frásagnir bæði um sverð og spjót, sem voru svo deig, að þau bognuðu í orustum, svo að menn urðu að bregða þeim undir fót sér til þess að rétta þau. Getið er um nokkra járnsmiði á land- námsöld, en ég minnist þess ekki að getið sé sérstaklega um vopnasmiði, nema þá er reyndu að gera ný vopn úr brotum sverða, er áður voru fræg. Flest rök hníga, að því, að sverð hafi ekki verið smíðuð hér á landi. Má á sögum sjá, að öll hin beztu sverð, sem „hvergi námu í höggi stað" hafa verið útlend og smíðuð úr stáli. »3 agnir um fræg sverð. Öll hin frægustu sverð fornaldar áttu sér nöfn. Sum höfðu dvergar smíðað og hert í eitri, svo að banvæn voru þau sár, er þau veittu. Sumum fylgdu Sverð og annað haugfé úr Kumli í K aldárhöfða. (tJr Kuml og haugfé. Forn sverö og sverösmíöar Ur kumli á Sílastöðum (Kuml og haugfé). Eftir Arna Óla ákvæði og ill álög. Svo var um Angur- vaðil, Tyrfing, Mistiltein, Dáinsleif o.fl. Nokkrum af hinum k/.nnustu sverð- um, er hingað til íslands bárust, fylgdu einnig ákvæði, og skal nú saga hvers þeirra rakin í stuttu máli. Sköfnungur. Svo hét sverð Hrólfs konungs kraka ,„er allra sverða bezt hefir verið borið á Norðurlöndum." Náttúra Sköfnungs var sú, að hann kvað við hátt þegar hann kenndi beina. „Gnestur hann nú hátt í þeirra haus- um", mælti Hjalti hinn hugprúði í or- ustunni hjá Hleiðru. En í þeirri orustu féll Hrólfur konungur þó og allir kapp- ar hans. Var haugur orpinn eftir hvern þeirra og lögð hjá þeim vopn þeirra, og Sköfnungur lagður í haug hjá Hrólfi kon ungi, eins og segir í sögu hans. Miðfjarðar-Skeggi, sem átti heima á Reykjum í Miðfirði og var garpur mik- ill, hafði lengi verið í víkingu á yngri árum. „Og eitt sinn fór hann til, Dan- merkur og fór til Hleiðru, þangað sem haugur Hrólfs kraka var og braut haug- inn og tók á braut sverðið Hrólfs kon- ungs Sköfnung, er bezt sverð hef ir komið til íslands", segir í sögu Þórðar hreðu, og er þessa einnig getið í Land- námu. V egar Kormákur skáld átti að ganga á hólm við Bersa í Tungu, ráð- lagði Dalla móðir hans honum að biðja Skeggja að ljá sér Sköfnung. En er Kórmákur bar upp erindið, tók Skeggi lítt á því og sagði: „Sköfnungur er tómlátur en þú ert óðlátur og óðlundað- ur". Þó fór svo að hann léði sverðið, en kvað vandhæfi á um meðferð þess: „Pungur fylgir, og skaltu hann kyrran láta. Eigi skal sól skína á efra hjaltið. Eigi skaltu bera hann nema þú búizt til vígs. En ef þú kemur á vettvang, sit einn saman og bregð þar, rétt fram. brandinn og blás á. Þá mun skríða yrmlingur undan hjaltinu, halla sverð- inu og ger honum hægt að skríða und- ir hjaltið". Þetta þóttu Kórmáki firrur miklar, og er hann kom heim, vildi hann sýna •.. móður sinni sverðið, en það gekk þá ekki úr sliðrunum. Kórmákur setti þá fætur við hjöltin og sleit af punginn. Sköfnungur grenjaði við, en gekk ekki úr slíðrunum að heldur. — Þegar á hólm inn kom, settist Kórmákur einn, tók af sér sverðið og hirti ekki þótt sól skini á hjaltið. Vildi hann þá bregða, en fékk eigi fyrr en hann steig á hjalt- ið „og kom yrmlingurinn og var ekki Framhald á bls 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.