Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 1
Ritunartími
íslendingasagna
Rök og rannsóknaraðferð
Snemma á þessu ári kom út
hjá Hinu íslenzka bók-
menntafélagi rit eftir prófessor Ein-
ar Ól. Sveinsson, sem heitir Ritunar-
tími íslendingasagna, rök og rann-
sóknaraðferð. Er hér um að ræða
endurunnið og aukið verk prófess-
orsins, Dating the Icelandic Sagas,
eem kom út í London 1958. Eins og
höfundur tekur fram í formála hef-
ur enska bókin verið lítt þekkt hér
á landi, og því þótti Hinu íslenzka
bókmenntafélagi ástæða til að
kynna verkið íslenzkum lesendum.
Er ekki efamál, að þetta grundvall-
arrit íslenzkra fræða hlýtur að verða
aufúsugestur öllum þeim, er áhuga
hafa á fornum fróðleik og láta sig
íslendingasögur einhverju varða.
Lesbók Morgunblaðsins hefur feng-
ið leyfi höfundar til að birta hér
nokkra kafla úr þessari nýju bók.
Eldri rannsóknir
Fyrsti katli bókarinnar fjallar um
eldri rannsóknir á ritunartima íslend-
ingasagna. Eru þar fyrst raktar rann-
eóknir 19. aldar og síðan áfram til Finns
Jónssonar og Bjarnar M. Ólsen. Síðan
segir:
I beinu framlhaldi af þessu verfki
Bjarnair M. Ólsens tel ég þá kappsam-
iegu viðleitni, sem viðhöfð hefur verið
í ritsafninu íslenzkum fomritum (1933
o.áfr.) eða þá af hinum sömu fræði-
mönnum í öðruim ritum þeirra. Hygg ég
varla leiki á tveimur tungum, að þar
hafi verið stigið stórt skref fram á leið
til nánari vitneskju um þessi efni.
En hins er ekki að vænta, að í einu
verði ráðið fxam úr s vo vandasömu máli,
og efa ég ekki, að sumt í þessum freeð-
um kunni að þurfa endurskoðunar við.
f annan stað er þeiss að gæta, að hvergi
'hafa rök oig aðferðir þessara tilrauna
verfð . téknar til gaumgæfilegrar könn-
unar, en þess hygg ég muni þó mjög
þörf. Þiörtf er nánari athugunar á þeim
grundvelli, sem tímasetningin verður að
byggja á, þ.e. textanum, og nánari at-
hugunair á eðli og gildi hinna einstöku
aldursmerkja. Sú var skoðun mín, þeg-
ar ég fór í fyrsta sdnn yfir þetta efni
í heild í fyrirlestrum í Háskóla íslands
árin 1947—48. Enn tók ég það til athug-
unar í erindi, sem ég flutti um þetta á
fundi norrænna málfræðinga í Helsing-
fors árið 1950, og má það kallast kjarni
þessarar ritgerðar.
Síðan hefur kornið út VIII. bindi, B-
deild, af ritsafninu Nordisk Kultur, með
hinni merkilegu grein SigiUrðar Nordals
Sagailitteraturen. Þegar þess er gætt, að
ritgerðin öll, sem fjailar um þetta mikla
efni, er akki nema 94 blaðsíður, er þess
ekki að vænta, að vandlega sé unnt að
ræða aðferðir og rök tímasetningar ís-
lendingasagna, og hef ég því ekki talið
slíkri tilraun sem þessari með öllu of-
aukið. Þess vegna haf ég tekið til nýnrar
og rækilegri athugunar öll þau vanda-
mál, sem ég fjallaði um í skömmu máli
í fyrirlestrinum 1950.
Bókfestukenningin
og sagnfestukenningin
í öðrum kafla, sem ber yfirskriftina
Fræðiorð og fræðikenningar, eru raiktar
tvær helztu kenningar, sem uppi hafa
verið um tilurð íslendingasagna, bók-
festukenningin og sagnfestukenningin.
Um sagnfestukenninguna segir m.a.:
s
am'kvæmt kenningum sagnfestu-
kenningarinnar haifa siögurnar verið sett-
ax saman snemma, á munnlegu stigi,
væntanlega eftir samtíðarfráisögnum (þó
gerir Heusler ráð fyrir, að fjörkippur
hafi hlaupið í hinar munnlegu söguir
laust eftir 1100, ef til vili fyrir írsk
áhrif). Siðan hafi þær heildir varðveitzt,
þættir, ef þættir voru, langar sögur, ef
langar voru, þannig að sagnamenn sögðu
þær og nam einn af öðrum. Gert er ráð
fyrir, að ekki hafi efnið eitt varðveitzt
í þassum munnlegu sögum, heldur sögu-
heildirnar og jafnvel orðfæri. Síðan hafi
sögurnar verið skráðar, og hafi það ver-
ið skrásetningin einber, þ.e. sagnamað-
urinn sagði, og söguritarinn skrifaði
orðrétt eftir honum. Þannig á skrifaða
sagan samkvœ-mt þessari kenningu sér
enga séristöðu, hún er aðeins eitt tiibrigði
sögunnar.
Frá einu og öðr.u eru gerðar undan-
tekningar, t.d. er það vi'ðurkennt, að
skrifarinn kunni að hafa breytt hér og
þar, en þær breytingar muni ekki hafa
verið meiri en hvaða sagnamaður sem
var kann að hafa gert. Enn fremur eru
hinar lengstu íslendingasögur undan-
skildar; í þeim komi fram meiri áhrif
frá bókum en í hinum. Enn má geta
þess, að margir fræðimenn sem aðhyll-
ast þessa stefnu greina ekki nægilega
sumdur ritið, það sem tU er, og þá munn-
legu sögu, sem þeir gera ráð fyrir, og er
þá stundum torvelt að vita, hvað við
er átt.
Kenning þessi er gömul. Norski fræði-
maðurinn Rudolf Keyser kvað svo að
orði forðum daga: „Nedskriveren
brugte i Regelen blot Pennen, Tanker og
Ord tilhþrte Traditionen“. Hver sem
rætt hefur við skandinavískan blaða-
manm mun kannast við orðið „ned-
skrive"; stundum er líka viðhaft orðið
„bevare“ um lisitsköpun íslendingasagna.
Af öðrum fræ'ðimönnum, sem að nokkru
eða öllu hafa aðhyllzt sagnfestukenning-
una, má t.d. nefna Guðbrand Vigfiússon
(að minnsta kosti að nokkru leyti),
Rudolf Meissner, Andreas Heusler og
Knut Liestöl.
Taka má fram hér, að Finnur Jónsson
hafði á marga lund sjálfstæðar skoöanir.
Hann bafði tröUaitrú á sannindum ís*
lenzkxa arfsagna — og miklu meiri en
Heusiler, — en hann virðist hafa hugsað
sér, að söguritararnir hafi sjaldnast átt
koist á að skrifa upp söguheildir; aftur
og aftur talar hann hins vegar um, að
þeir hafi safnað efninu, safnað arfsög-
unum. Regluvandir saignfestumenn varu
því aldrei vel ánægðir með skoðanir
hans.
Um þókfestukenninguna segir m.a.:
H in skýringarstefnan á afstöðu
fslendingasagna til heimilda þeirra er
oft nefnd á íslenzku bókfestukenningin
(Buchprosaleihre o.s.frv.), og fer hún
allt aðra leið. Þar er byrjað á þvú, sem
nú er til. Leitað er frá hinu kunna tii
hins ókunna, þangað til unnt er að öðl-
ast almennar niðurstöður. Orðið keirn-
ing, Lehre, er því hæpið um þessa vinmu-
aðferð. Texti sögunnar er tiL, kunnur;
heimildir hans eru ókunnar, og verður
því að leita þeirra. Tilvist söguritarans
er staðreynd, hann (eða þá síðari skrif-
ari) ber ábyrgð á þeirri söguheild sem
varðveitt er; en sagnamaðurinn sem á
að hafa sagt söguna sem heild áður fyrr,
er tilgáta.
Þeir sem aðhyllast þessa stefnu, gieta
eí til vi'll talið Árna Magnússon for-
göngumann sinn. Annars mætti telja tíl
hennar þýzka fræðimanninn Konrad
Maurer, þann mann sem flestum löndum
Framhald á bls. 12.
Dr. Einar ÓI. Sveinsson.
£*■■*■*■.......................................................................
I Kaflar úr bók eftir prófessor Einar Ól. Sveinsson