Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 12
Blaðsíða úr Rcykjabók, sem talin hefnr verið geyma einna elzta handrit að Njálssögn og mun rituð nálægt 1300. Hér segir frá því er Gunnar reið heiman og sneri aftur. #MI ■■■■■■■■■»■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■«* RITUNARTÍMI Framhald af bls. 1 íínum hefur betur þekkt til ísiands og íslendinga, enn fremur Björn M. Ólsen Og ýmsa menn á íslandi, sem lagt hafa nokkuð fram til rannsókna íslendinga- sagna á síðustu áratugum. Síðan hefur þ-essi stefna breiðzt út til annarra landa. Ef litið er á íslendingasögur án fyrir- framsikoðana og spurt að heimildum, gefa sögurnar sjálfar svar, sem virðist mega við hláta til frekari rannsókna. í fyrsta lagi er vitnað í þeim til vísna eða kvæða, sem sögð eru gömul, oftast talin ort af söguhetjunum sjálfum. í öðru lagi er vitnað til munnlegra sagna eða fróð- leiks, og er þá oft kveðið svo að orði: Þat er sögn, svá er sagt, segja sumir. ... en aðrir segja o.s.frv. Þessar tilvitnanir Ihafa aldrei verið rannsakaðar gaumgæfi- lega, en líklegt er, að þær vísi í eldri sögum í raun og veru til munnlegra sagna eða fróðleiks, en í yngri eða yngstu sögum er ekki loku fyrir það skotið, að þessi orð séu stæld eftir því sem stóð í eldri sögum. Þriðja tegund heimilda, sem stundum er vitnað til, eru aðrar sögur eða ritaðar heimildir. í lokaorðum um bókfestukenninguna kemst prófessor Einar Ólafur að orði á þessa leið: Irar og fslendingar 'bjuggu báðir á noi'ðurvesturihjaranum, og hjá báðum tíðkuðust sögur. Er því eðlilegt, að sú hugsun geri við og við var,t við sig, að munnlegar frásagnir Íslendinga hafi orð- ið fyrir áhrifum og glæðingu frá írskri sagnamenningu. Því verður ekki neitað, að slíkt kunni að hafa átt sér stað. Þó er þess að gæta, að hvergi er þess getfð, að islenzkur eða norrænn maður lærði sögur af írskum fræðimanni og ekkert er það í sögunum, sem sanni kynni af þessu tagi. Einstök minni sanna ekkert slíkt. Hitt væri heldur, að líking í orða- lagi ínsikra og íslenzkra sagna vitnaði um náin tengsl, en hún kemur fyrir í álaga- formálum ævintýra. Sennilegast þætti mér, að þetta stafaði frá sögn írsks fólks á íslandi, og þá á landnámsöld, en ekki síðar, en líklega er hér um að ræða sagnir lægri stéttar manna, ekki frásögn frægra sagnamanna eða fræðimanna, sem hafi orðið til fyrirmyndar í mann- fagnaði og vdð hirðir. — Munnlega frá- eögn, þá er kann að hafa verið ein rót íslendingasagna, er unnt að skýra með íslenzkum kringumstæðum. Norskir fræðimenn hafa dregið fram ( dagsljósið munnlegar frásagnir, sem HVERT EFNI VERÐUR Framhald af bls. 9 safna þjóðsögum ef Grimms bræður hefðu ekki fyrr starfað. Og á það má minna í þe/su sambandi, að Búkollu- sevintýrið hefur verið rakið suður í Arabíu og því má efast um hve margar alíslenzkar þjóðsögur séu yfirleitt til þegar ein hin rammíslenzkasta er rakin tll þjóða, sem áður voru kallaðir Tyrk- i*. — 8vo að við snúum okkur að öðru ■elgt Er íslenzkum bákmenntum veitt ■tikil athygli í Danmörku um þessar Kundir? — Nei, sama og engin. Þetta getur stafað að mörgu, m.a. af því hve þýdd- ar bókmenntir seljast lítið í Danmörku sem stendur. En þess má geta, að Salka Valka í þýðingu Gunnars Gunnarssonar er að koma út í endurútgáfu nú í haust gengið hafa á ýmsum stöðum í Noregi á síðari hluta 19. aldar. Þetta voru nokk- uð langar frásagnir, lengri en þjóðsögur eru vanar að vera, eða voru eins og margar þjió'ðsögur væru settar saman, og og auk þess kemur nú út hér Ijóðaúr- val Hannesar Péturssonar í þýðingu Foul M. Pedersens. En Danir hafa van- ið sig af því að lesa hækur í þýðingum. Þær bækur, sem mest seljast hér nú, eru ódýrar enskar bækur. Ég get nefnt sem dæmi, að útgáfufyrirtæki hér, sem gaf út þýdda bók enska, seldi eitt ein- tak af sinni útgáfu á móti hverju ensku. Þó virðast engin takmörk fyrir því hve dýrar bækur er hægt að gefa út hér. Den danske Vitruvius eftir Thurah, sem kostaði tæpar fimmhundruð krónur danskar bindið, var upppöntuð daginn áður en hún kom á markað. Ég held því ekki að það séu peningar, sem skipta mestu máli í sambandi við bókakaup, heldur hitt, eins og ég nefndi áðan, að menn hafa vanið sig af að lesa þýdd- ar bækur. Þetta kemur sér auðvitað ekki vel fyrir okkur íslendir.ga, því að fáir Danir munu komast upp á lag með að lesa íslenzkar bækur á frummál- inu. J. H. A. taldar með meira sagnfrœðilegu inni- haldi en þjóðsögur hafa að jafnaði. Þess- ar frásagnir hafa verið bornar saman við íslendingasögur, og má ýmislegt af þeim læra. Mér virðist það koma greini- lega í ljós, að þessar merikilegu munn- legu frásagnir standi á miklu lægra listarstigi en flestar íslenzku sögurnar. Hitt mæbti hugsa sér, að heimildir sumra sagnanna kynnu að hafa verið likar þessum norsku frásögnum. Þó er óefað, að í Noregi voru á þeim tíma engir, sem likja má við fróða menn á íslandi á 11. og 12. öld. Eigi að síður gætu norsku sagnirnar geffð hugmynd um mikils- verðan þátt í tilurð fslendingasagna, en sögurnar sem mikils háttar bókmennta- tegund verða efcki til fyrr en hinar munnlegu frásagnir lenda í höndum manna, sem hafa kunnáttu í að skrifa, Margt mætti segja um þessar norsku munnlegu heimildir, t.d. virðist svo sem þær bafi verið mjög sundurieitar í varð- veizlu, stundum kann einhver sagna- maður að hafa sett saman langa heild úr brotum, en hjá öðrum voru frásagn- irnar skemmri og náðu yfir JEærri þætti. Þessi sundurleita varðveizla virðist auð- sæ í gögnum þeim, sem til eru um norsku frásagnirnar. E f menn hugsuðu sér, að munn- legar heimildir einhverra íslendinga- sagna hefðu verið líkar þessu, er aiiS- sætt, a'ð söguritarinn mundi oft, að lik- indum alltaf, hafa haft mikið verk að vinna. Jafnvel þó að gert væri ráð fyrir, að hann gæti stuðzt við nokkuð langar frásagnir, hefur hann þó óefað orðið að safna sér meira efni héðan og handan að, svo að ektki sé rætt um þa'ð, þegar heimildir hans voru brotasilfrið tómt, Mjög oft hefur hann þótzt verða að tengja saman, gefa efninu stefnu og sameiginlegt innihald, og loks má ætla, áð honum hafi þótt þörf að breyta margri líflausri staðreynd í dramatíska frásögn. Þær líkur um verk höfundanna, sem dregnar voru af hinum norsku fráshgn- um, fá nokkurn styrk af því, sem i heimildunum stendur. Hér að framan var þess getið, að í sögunum stæði allofit „sumir segja.... en aðrir segja“, og bendir það á missagnir. Sjaldan er í ís- lendingasögum getið heimildarmanna söguritaranna eða þ'á manna, sem voru litlu fyrir þeirra daga, en það er þá varð andi einstaka kafla (um haus Egils, Eg- ilssaga, 8-6. kap.; bein Snorra goða og annara EyPbyggjasaga, 65. kap.; um ikirkjuna á Völlum og Tómasdrápu, Bjarnar saga Hítdælakappa, 19. kap., — hér hyggur Sigurður Nordal átt við rit- aða heimild). Athugun á öðrum ritum veitir nokkra hjálp. Ari fróði vitnar um einstök atriði í íslendingabók til margra faeimildarmanna. En ævi Noregskon- unga ritaði hann „eptir sögu Odds Kols- sonar, Halls sonar af Sfðu, en Oddr nam at Þorgeiri afráðskoll, þeim manni, er vitr var ok svá gamall, at hann bjó þá í Niðarnesi, er Hákon jarl inn riki var drepinn“ (formáli Heimskringlu). Aftan við handrit af Ölafs sögu Tryggvasonar Odds munks eru taldir upp heimildar- menn söguritarans (flestir telja að þar sé átt við Gunnlaug Leifsson), og eru þeir sex að tölu, og dreifast kaflar án efa á þá. í fráisögn Gunnlaugs munks af ber- serkjunum á Haukagili vitnar hann til Glúms Þorgilssonar (Fms. I, 266). Aðeins eitt dæmi virðist vera um það, að í íslendingasögu sé vitnað til eins heimildarmanns, „er sagði sögu þessa“, en þar er að ræða um Dnoplaugarsona- sögu. Heimildarmaðurinn er nefndur Þorvaldur. Ætt hans er rakin frá Grimi Droplaugarsyni, en þar er villa í, sem ekki verður leiðrétt með vissu. Kann hún að variða tíma heimildarmannsins, og jafnvel er óvlst, hvort farið sé eftir munnlegri eða skriflegri frásögn hans. Hafa forlögin í þetta sinn verið óþarf- lega meinibægin. A llmörg dæmi finnast þess, að sögur séu varðveittar í fleiri gerðum en einni. Þegar efnismunur er milrilil, hafa ýmsir færðimenn gripið þetta feg- insihendi og skýrt mörg dæmin svo, að þar sé að ræða um óháða texta og þvi örugg vitni um tilbrigði úr munnlegri frá'sögn. Á siðari tímum hafa menn þó meir og meir snúizt gegn þessari hug- mynd. Verður nánar rætt um þetta efni síðar í bókinni, svo og þau rök, sem að þessu lúta. Tilvitnanir í íslendingasögum era ekki mjög margar, og þær segja sjálf- sagt lítið til þess, hve notkun rita'ðra faeimilda hefur verið tið, en af líkingu í orðalagi má oft ráða það. Stundum er því Mkt sem bak við eina sögu sé önnur. En auik þess sem faöfundur einnar ís- lendingasögu þekkir aðra og notfærir sér hana, verður þess oft vart, að hann 'þckkir konungasögur (og vitnar stund- um til þeirra). Landnáma er líka stund- um heimild, einikum í yngstu sögum og þó víðar, en auk þess er mikið efni tekið úr sögunum í sumar gerðir hennar. Þá hafa menn í seinni tíð uppgötvað tilvist og notkun gamalla mannfræði- og tíma- talsfaeimilda, sem nú eru glataðar að miiklu leyti, og a'ð þessu hefur óefað kveðið meira en nú verður sannað. Þetta má ráða af ýmislegum vitnisburði og leifum. Þannig er v-arðveitt í Mela- bókarihandritum Eyrbyggju Ævi Snorra 4. desember 1966 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.