Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 15
nútíð á sama stað og annað hefur þátíð
eða öfugt, stundum kann að mega kom-
ast að frumtextanum, en langoftast alls
ekki, og hvað er þá til bjargar? Vita-
skuld sýna vanalegar útgáfur engan
vafa, útgefendur urðu að velja um les-
Oaátt, en hér duga í raun og sannleika
ekki aðrar útgáfur en þær, sem sýna
íhvenær algerðar styttingar eru og hafa
Æullkominn orðamun. Eða þá handritin
sjálf. Jakob Benediktsson gerir talna-
skrá yfir nokkrar sögur, þær eru alveg
ólikar þeim sem Ulrike Sprenger hafði
búi'ð tiL
v
JL msar rannsóknir hafa verið gerð-
arar á samtali í ísle.ndingasögum. T.d.
nia nefna rit eftir M. Jeffrey: The dis-
course in seven Icelandic sagas, 1934;
3L Netter: Die direkte Rede in den Is-
landersagas, 1935. Að svo komnu máli
virðist ekki unnt að hafa skrár um lengd
eamtals f sögum til tímasetningar, þó að
ýmislegt forvitnilegt komi þar í ljós.
ÍEftirtektarvert er, að Ludwig Werner
gerir í bók sinni „Untersuohungen iiber
den Entwicklungsgang und Funktion
öes Dialogs in der islandischen Saga“
♦1933), greinarmun á tvenns konar til-
gangi samtals í mannlýsingum. Önnur
tegund samtals gefur hlutlœga mynd
eöguhetju með þvti að lýsa því sem sjá
*há, og í raun og sannleika er sýnt, án
þess að nokkur afstaða sé tekin til þess.
Jlinn frásagnarliátturinn notar samtöl
ttii umíhugsunar og þannig er huglægum
©kilningi lýst rækilega. Fyrri tegundin,
eem tíðikast í Heiðarvígasögu og Drop-
daugarsögu, segir hann sé eldri; hin komi
thd. fram í Bjarnar sögu Hítdælakappa,
SLaxdælasögu, Hrafnkelssögu, Gunn-
laugssögu o. fL En þó að önnur teg-
undin sé eldri í eðli sínu, sé hér að ræða
«tm tvær bókmenntastefnur sem gerist
eamtímis, og virðist hann telja, a'ð ekki
se unnt að iímasetja sögurnar eftir
þessu. Ef til vill er þetta mál þó vert
nákvæmari athugunar.
E itt aðaleinkenni klassískra ís-
lendingasagna er hin episk-dramatiska
listræna sýnd þeirra. Það er engu líkara
en lesandi eða áheyrandi sjái atburðina
sjálfur, þar sé enginn höfundur, enginn
milli atburða og lesenda.
Þetta er eins og skúli Thorlacius komst
að orði endur fyrir löngu um list Njáls-
sögu:
„Stíll Njálu er vissulega gæddur svo
mikilli fegurð og þrótti, að fáar eða eng-
ar íslenzkar fornsögur standa henni jafn
fætis. Þetta sýnir að höfundur hennar
hefur ekki aðeins verið lærður og vel
orði farinn, heldur og snillingur og
furðulegur listama'ður í lýsingum
manna, svo sem lifandi væru, þvi að
hann kann svo vel skil á, hvað við á
um hverja persónu, að orðin hæfa öld-
ungis eðli og skapi þess sem talar. Stíll-
inn er svo lipur og fer svo vel að efni,
að lesandanum er sem hann sé viðstadd-
ur og hlýði á samtal manna. Yfir frá-
sögnunum er sá glæsibragur, sem gerir
þær þó ekki óeðlilegar, blandinn gaman-
semi en tempraður af viðfeldinni al-
vöru, að lesandinn veit ekki hvað af
þessu hann skuli mest undrast". Síðan
er klykkt út með orðum Shums: „A'ð
. stíl er hann jafn Snorra, að frásagnar-
list fremri“.
Nú er Njálssaga sjálfsagt mesta lista-
verk meðal íslendingasagna, en sömu
aðferðir í frásögn koma yfirleitt fram í
öðrum klassískum sögum, þó að oft sé
á lægra stigi.
Aðeins sjaldan leyfa reglur þess-
ara sagna höfundi að brjóta móti hinni
listrænu sýnd. Það er fyrst og frémst
þegar menn eru nefndir til sögunnar þá
má höfundur lýsa þeim frá sjálfs sín
brjósti og leggja dóm á þá. En mjög
sjaldan terrir hann fram fingurinn í
miðri frásögn til að skýra, hann dæmir
ekki atburði né menn. Hann kappkostar
að segja hvorki of né van. Hann varast
eins og heitan eld að segja sjálfur það,
sem tilheyrir ókomnum tíma; ef hann
vill, að lesandi fái hugmynd um það e’ða
grun, beitir hann til þess sérstökum
ráðum sem ekki rjúfa veruleikasýndina.
Ef spurt er hvenær verið hafi tími
hinna fclassísku sagna, sem fara eftir
þeim ströngu reglum, sem nú var minnzt
á, og ná með þvú svo háu stigi listar, þá
er heppilegast að leita til nokkurra
sagna, sem í senn tilheyra þessum
fiokki og unnt er að tímasetja með mikl-
um líkindum. Hér skal nefna:
Egilssögu og Hallfreðarsögu, sem að
öllum líkindum hafa héðara tímamark
(terminus ante quem) vi'ð Heimskringl.u
og fær sú tímasetning Egilssögu stuðn-
ing af hlutfallstölu orðsins of í brotinu z
en í báðum sögunum er handara tíma-
tmark (terminus a quo) ógleggra en það
eru einhverjar konungasögur (bls. 98—
9); Laxdælu, um 1245 (bls. 68, 71, 81—
2); Njálu ,um 1280—85 (bls. 68, 70, 84).
En hvað var, áður en þetta væri? Eins
og þegar var sagt, eru allar líkur til að
á undan þessu listarstigi hafi verið
annað, þegar höfundarnir náðu ekki
nema við og við þessari fullkomnun og
sögurnar voru reikular að sniðL
Meta með nœrfœrní
stig líkinda
Bókinni lýkur með þessum orðum:
7F
ALy ætla má, að nú hafi verið nefnd
flest' hin mikilvægustu aldursrök ís-
lendingasagna, en margt er rakið í fám
orðum. Ef spurt er, hve miklar Mkur
séu til, að unnt sé að tímasetja sögurnar
nokkuð nákvœmlega, hygg ég alla jafna
megi svara því játandi, og þó þvi aðeins,
að beitt sé réttum aðfer’ðum og ná-
kvæmni við höfð. Og ekki þarf að taka
fram að hér eru harla margar rann-
sóknir ógerðar, sem nauðsyn er að gerð-
ar séu.
Að lokum skal endurtaka nokkur at-
riði úr því sem áður var sagt:
1) Vonlaust er að komast að nokk-
urn veginn traustri niðurstöðu nema
með óhvikulli og nákvæmri rannsókn-
araðfefð.
2) Fyrst af öllu þarf að kanna gaum-
gæfilega varðveizlu hverrar sögu; ef bún
er lök, getur það alveg kippt undirstöð-
unni undan tímasetningu sögunnar.
3) Hverja aldursröksemd verður að
vega og meta nákvæmlega og reyna að
komast að vitnisgildi hennar.
4) Bera verður saman undirstöðuna,
varðveizlu sögunnar, og hvert aldurs-
merki: hve gild sem röksemdin kann að
virðast í sjálfri sér, fer gildi hennar
hverju sinni eftir varðveizlunni. Þannig
er hér að ræða um stæröir, sem breyt-
ast eftir atvikum.
5) Nú eru röksemdir margar, en
hver þeirra virðist hafa lítið burðarþoL
En safnast þegar saman kemur, og getur
verið nokkuð mark takandi á því, ef allt
ber að sama brunni, en efckert mælir
móti.
6) Leita skal jafnan í fyrstu hlut-
lægra, áþreifanlegra röksemda og hafa
þær að undirstöðu; síðan koma huglæg-
ar röksemdir til. Bera skal saman sem
fiestar óháðar röksemdir og vega hverja
móti annarrg ef þær rekast á.
7) Hér er að jafnaði að ræða um
líkindareikning, og verður að læra að
átta sig á styrk líkindanna. Þáð er vís-
indunum meira vert, að fræðimaður
hafi æfzt í að skynja og meta með nær-
færni ýmis stig líkinda, heldur en þó að
hann kunni íþrótt málaflutningsmanns-
ins.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
4. desember 1966