Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 11
 Jóhann Hannesson: / ÞANKARÚNIR FJÁRLAGARÆÐAN var, a'ð voru áliti, ein sú bezta, sem birzt hefir hérlendis í seinni tíð. Gagnlegit hefði verið að sú ræð<a hefði komið í faillegu bandi á bókamarkað fyrir jól. Hefði hún :þá verið mörgum öðrum bókum hentiugri til jólagjafa, einkum ef fylgt hefðu teikningar, 'Jinurit og nokkrar sósíalvásind.alegar skýringar. Fjárlagaræður eru með þýðingarmestu þéttum í samitíðarsögu hivers lands. En margir afrækja lesitur þeirrar sögu, þótt það sem í henni greinir, varði þá og börn þeirra mikilu. í einhverju smáblaði sáum vér a’ð blaðamaður einn vildi kalla ræðuna „guðspjall", en það finnst oss ótækt, efnisins vegna, en teljum að „auðspjall" hefði verið heppilegra nafn. Guðispjöll segja frá því, sem Guð hefir fyrir mennina gjört, en auðspjöll greina frá því hversu með auðinn skuli fara, í þessu tilfeUi frá þeim góðu og gagnlegu verkum, sem gera skal með sameiginlegum sjóði þjóðfélagsins og hvernig fjár skuli til hans aflað. Allar sannar ríkisistj órnir inniheimita skatta, og lögmál Guðs bý’ður oss að gjalda ríkinu það sem ríkisins er. Eitt mættu þó auðspjöU taka upp eftir guðspóöllum: Skiptingu í kapítula og vers, svo auðvöldara væri um tilvitnanir og út- leggingax. Gailla finnum vér einn á ræðunni, og getum hans áður en upp eru taldir kostirnir, en það er þáttur sá, er snýr að vinum vorum og bjargvættum,l æknunum. Nú hafa þeir að visu sýnt að þeir hafa fleira í hendi sér en líf manna, enda höfum vér enga tiihneigingu til að telja þá af. Fyrir fám árum fékk einn kunningi vor í þeirra hópi útJborgaðar krónur fimm á mánuði af sínum íöstu launum .í sama mánuði gátu sitrákar stungið tugum þúsunda í vasann fyrir einfalda vinnu. Þó kvartaði læknirinn ekki ytfir hæð skattanna, heldur yfir skrykkjóttum viinnúbrögðum skatthéimtunnar, en xykkir og skrykkir í kerf- inu hafa aflað ríki voru óvinsælda, sem engin þörf er á a’ð innheimta af þeim, sem skilning hafa á nauðsyn skatta. Lækn- arnir minna oss á fallega sauði, sem nýbúið er að rýja, og eru orðnir lóttir á sér og hoppa upp úr réttinni og sækja á fjall, unz þeim er vaxin ull á ný. Mestu kostir ræðunnar — auðspjalLsins — eru hve vel hún sýnir ,rsocial trends“, það er eðlislæga hneigð þjóðfélagsins tU breytinga í ýmsum greinum. Margir bera hlýjan hug til ráð- herra vors fyrir viðleitni og aðgerðir tid að uppræta skatts-vik, og vona að árangur verði þar af, og eins að straumur skatt- heimtunnar jafnist, svo að hún falli ekki í foss-um og flúðum. Yrðu menn þá j-afnari fyrir lögunum en nú er, en eins og sakir standa eru sumir jafnari en aðrir. Að ræðunni sést að þjóð- félag vort atefnir í líka átt og mörg önnur. Erfitt er og dýrt að kioma í gott horf menningarmálum, sem lent hafa í seinagangi (cultural lag) á fyrri árum. Svo er um heilbrigðisþjónustu, einkum fyrir geðsjúka menn og sálsjúka og taugaveikluð börn. Um viða veröld ágerast viðfangsefnin á þessu sviði, og róður- inn er þungur, jafnvel þar sem ekki er til sparað að koma öllu í gott horf. Sumir nútímamenn eiga með ári hverju erfiðara með að lifa lífinu án hjálpar lögreglu, og það er í fyllsta samræmi við samtímann að löggæzlukostnað þarf að auka um helming. Hér valda nokkru drykkjuveizlur, sem fer fjölgandi, og bætt þjón- us-ta til að koma áfenginu ofan í menn — líkt og sjónvarpið gerir sitt til að gera börnin taugaveikluð. Sá er munur á gaffal- bitum í vínsósu og mönnum, sem sósaðir eru í vini, að þeir fyrri liggja kyrrir og varðveitast, en þeir síðari spillast undir áhrifum þess sama víns, sem varðveitir þá fyrri. Hér er einnig fylgni við heilsu manna: Sá sem sýkir sig á víni, verður að reyna að hafa ráð á því a'ð fá sig læknaðan, jafnvel þótt lækn- ingin dugi ekki til að græða nema lístið eitt af meinunum. Að kostnaður skóla fer vaxandi ár frá ári er eðlileg stefna hjá þjóð, sem fjölgar jafn ört og vorri. Þegar Svíum nægir að bæta við einni skólastofu, verðum vér a’ð byggja tvær til að halda í horfinu, og sömuleiðis bæita tveim kennurum við þar sem Svíum nægir einn. Menn vissu það betur fyrrum en nú að sá, sem á mörg börn, verður a’ð leggja talsivert á sig til að koma þeim upp. Að vúsu minna vorir skólar að sumu leyti á útgerðarfyrirtæki, þar sem skip og menn halda sig langtímum í höfn, þótt veiðin sé góð. Tvisvar niiu eru átján, en brisvar sex eru líka átján. Með sex mánaða kennslu þurfum vér þrjú ár til að miðla sömu þekkingu og auðið er að miðla á tveim árum með níu mánaða kennslu. Sú menningaibylting, sem vér fram- kvæmum á hverju vori með því að senda æskulýðinn í vinnu, meðan aðrar þjóðir halda sínu unga fólki 1 skðla, hefir auð- vitað ýmsa kosti — en hún kastar líka nokkuð, sem kemur fram í því að skólaárin hljóta að verða tilsvarandi fleiri en ella, eða þá að minni menntun er veiitt. En þótt skólahaldið sé dýrt, eru margir af skólum vorurn bláfátækir að bókum og kennslutækjum, og verður ekki af þeirri fátækt séð að vér séum ein tekjuhsesta þjóð í heimi. Þa'ð er nóg að gera við það fé, sem rennur í ríkissjóðinn, og mikil þörf á trúum og réttlátum ráðsmönnum yfir þeim auði. En þörf er einnig á þegnskap meðal þeirra, sem eiga að leggja fé í þennan sjóð, og ættu menn að sjá sæmd sína í að skjótast þar ekki undan skyldu sinnL Á erlendum bókamarkaBi Life in Norman England. O. G. Tomkeieft English Life Series edited by Peter Quennell. B. T. Batsford 1966. 21/-— Áhrifa Normanna tekur að gæta með valdatöku Játvarðar hins góða, en móðir hans, Emma, var dóttir Kiíkharðar Húðujarls. Þessi áhrif stórauk- ast og verða ráðandi á Eng- landi eftir valdatöku Vilhjálms bastarðar. Náin tengsl Nor- mandí og Englands haldast allt til 1204, þegar Englendingar missa Normandí. í þessari bók rekur höfundur þær breyting- ar, sem verða á þjóðlífi Eng- lendinga vegna áhrifanna hand an yfir sundið. Höfundur lýsir daglegu lífi manna, siðum og háttum, byggingum og maitar- æði. Kaflar fjalla um kirkj- una, bókmenntir og lagagerð og þær breytingar, sem verða með tilkomu Normanna. Lengi vel samlagast þjóðin, sem fyrr bjó í landinu ekki lífernismáta og mati hinnar normönnsku yfirstéttar, sú samlögun tók nokkuð langan tíma og verður ekki veruleg fyrr en á síðari hluta 12. aldar. Bók þessi er gefin út í bókaflokki, sem fjallar um enskt þjóðfélag frá upphafi og fram á okkar daga. Bókin er ágætlega mynd- skreytt og mjög smekklega út- gefin. Registur fylgir. The Norman Conquest its Setting and Impact. D. White- lock, D. C. Douglas, C. H. Lemmon, F. Barlow. Eyre St Spottiswoode 1966. 21/— Fjórir sagnfræðingar eiga hlut að þessari bók, sem er gefin út til minningar um 900 ára afmæli orrustunnar við Hastings. Dorothy Whitelock prófessor í Engil-saxnesku við háskólann í Cambridge skrifar um menningu Engilsaxa og þjóðfélag. David C. Douglas lýsir Vilhjálmi bastarði sem hertoga og konungi. Charles H. Lemmon lýsir orrustunum hið minnisverða ár 1066 og einkum orrustunni við Hast- ings. Frank Barlow rekur áhrifin, sem ummynda enskt þjóðfélag eftir sigur Vilhjálms við Hastings, allt fram á fyrri hluta 12. aldar. C. T. Chevalier er útgefandi ritsins og skrifar inngang, þar sem hann dregur upp mjög góða mannlýsingu af Haraldi konungi. Bókinni fylgja nokkrar myndir og bók-alisti ásamt registri. Þótt bókin sé innan við tvö hundr- uð blaðsíður, er hér saman- kominn mikill fróðleikur um þessa atburði og þá, sem ollu þeim. Bókin er mjög smekk- lega útgefin. Landlýsingar. The Hebrides. W. H. Murray. Heinemann 1966. 30/— Höfundurinn er Skoti. Hann hefur stundað rannsóknir og tekið þátt í leiðöngrum í imalayafjöllum 1950 og 1951. Hann hefur ritað nokkrar ferðabækur og er allra manna fróðastur um landshætti og mannlíf á vesturströnd Skot- lands og Skotlandseyjum. He- brideseyjar eru um fimm hundruð talsins og liggja utan vesturstrandar Skotlands. Eyj- ar þessar eiga langa sögu og er hún framan af mistri hulin. frskar sögur og fabúlur kynna í fyrstu þessi byggðarlög, síð- an koma víkingar og þar með dragast þessi svæði inn í sög- una. Bókinni fylgja ágætar myndir, athugagreinar, bóka- skrá og registur. Höfundur gefur lifandi lýsingu á þessum svæðum, sem eru um margt tengd víkingasögunni ' 010 YOU HAR \ ABOUTANOYCAPP/ S /VARY?- FLUNG- >/'IMSELF INTHE< <CANAL LAS'NIGHT x=( -BUTA FOLICEMAN •' \ FISHEO ‘IM OUT r tch/tch/ POOR ANOY • TCH/TCH/ POQR FLORRIE Hefurðu heyrt um Sigga sixpensara, Maria? Hann kastaði — En hann var fiskaöur upp af lögregluþjóni. sér í díkið í gærkvöldi. — Uss, uss, aumingja Flóra. — Uss, uss, aumingja Siggi! 4. desember 1966 ■LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.