Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 9
heldur ekki nægja að veiða fiska, og eru af þeim langar frásagnir. Af hús- dýrum hefur sitthvað verið sagt bæði í bundnu máli og óbundnu, sérstaklega rennivökrum gæðingum, en um kúna, blessaða skepnuna, hefur einnig verið gerð mörg góð vísan. Þó mun sögnum af forystufé vera orðið hætt. En lang- flestar sögur hafa orðið til af hinu undarlega bjásíri mannanna og öllum þeim myndum, sem það tekur á sig. Sérkennilegir menn hafa verið uppi á öllum tímum, og væri vel leitað, væri ekki ólíklegt, að fram kæmu sögur af aflasælum formönnum og skipstjórnar- xnönnum á stærri skipum, fiskifælum, högum smiðum, ratvísum smölum og póstum, ráðagóðum bílstjórum, skjót- ráðum læknum, brjóstgóðum húsmæðr- um og ýmsu öðru ágætu fólki. Það var líka trú manna áður fyrr, og varla er hún útdauð enn, að sumt fólk væri skyggnt eða orð þess, hvort sem þau voru sundurlaus eða samföst, vaaru áhrifaríkari en annarra, og væri for- vitnilegt að frétta af sögnum um það. Sakaði varla, að þær væru nýjar. Á sumum mönnum hggur fyndniorð, og hafa smellin tilsvör þeirra verið höfð eftir öðrum til skemmtunar. Þó að frið- semd hafi verið og sé hér ein æðst dyggða, lentu menn og lenda í útistöð- um jafnvel við yfirvöldin, og eru slíkar sagnir og þættir merkilegar heimildir um aldarhátt. Varla býst ég heldur við, að þurrð yrði á frásögnum um minnis- stæða atburði, t.d. náttúruhamfarir ým- iss konar og hrakninga á sjó og landi. Ekki má heldur gleyma staðasögnum. Á sumum stöðum var sú trú, að þar mætti hvorki slá né gera nokkurt jarð- rask. Annars staðar mátti ekki veiða. Jarðir fóru líka st dum í eyði, og hef- ur það orðið mönnum að söguefni. Skötumæður, nykrar, hrökkálar, sil- ungamæður, ormar og önnur kvikindi þóttu líka sæmilega söguleg hér áður fyrr. Margar sagnir kunna líka að ganga í munnmælum um atburði, sem snerta landssöguna eða sögu einstakra héraða og bæja. Bæirnir hér á landi eru enn það ungir, að í flestum þeirra eru til menn, sem kunna glögg skil á ýmsum þáttum í vexti þeirra eða jafnvel land- náminu, sem þar átti sér stað. Væri íróðlegt að safna á einn stað frásögn- um landnemanna af fyrstu árum þeirra í bæjunum, og mætti ekki hjá líða að spyrja þessa frumbýlinga í íslenzkum bæjum, hvers vegna þeir fluttust úr sveitunum, hvaða atvinnu þeir stund- uðu fyrstu árin, einnig matarræði, húsa- kynni, skilyrði til menntunar og skemmt ana og dagfegar venjur. Mörgum eru líka ciui í fersku minni frásagnir af vistinni á íslenzkum togurum, er farið var að gera þá út, uphafi íslenzkrar vélbátaútgerðar eða atburðum frá her- námsárunum. F lestar félagsmálahreyfingar, sem mest ber á í dag, eru ekki eldri en svo, að enn eru á lífi fjölmargir forystu- menn þeirra. Nú hafa reyndar verið ritaðar ágætar minningabækur, en fjöldi eldri félaga í ungmennafélögun- um, verkalýðshreyfingunni og sam- vinnuhreyfingunni hefur aldrei ritað neitt, þó að verið gæti, að frásagnir þessa fólks gætu stundum varpað nýju Ijósi á eldri sögu þessara félagssamtaka. Hér mætti bæta við frásögnum af bar- áttunni fyrir aukinni alþýðufræðslu, sem mjög bar á víða um árabil, eink- um stofnun héraðsskólanna og þátt al- mennings í því. Varla má gera ráð fyrir því, að rann- sóknir á þessum frásögnum af sögu- legum atburðum, hefðu neitt endurmat þeirra í för með sér, þó að það tækist að safna þeim saman. En ekki væri ó- liklegt, að þar kæmu betur í ljós en áður alþýðlegar skoðanir á atburðum og málefnum. Opinberar frásagnir og fundargerðir, sem samdar eru jafn- skjótt og atburðir gerast, eru áreiðan- legar heimildir, en það er eins og eitt- hvað vanti og frásagnir sjónarvotta gefl að sumu leyti gleggri hugmynd um atburði, þó að seint séu fram komnar. Langmestu af íslenzkum þjóðsögum og þjóðlögum hafa áhugamenn safnað og bjargað með því ómetanlegum fróð- leik frá algerri glötun. íslenzkur al- menningur hefur ávallt látið sig þessa söfnun miklu skipta, og fyrir bragðið gefur það, sem safnað hefur verið, betri hugmynd um andlegt líf þjóðarinnar en víða annars *taðar í Evrópu, þar sem sams konar söfnun hefur farið fram. Söfnun þjóðlaga, þjóðsagna og annars sem geymist í minni manna, er tíma- frekt starf og erilsamt og þátttaka al- mennings, því mikilvæg, svo að góður árangur náist. Að ýmsu leyti er nú enn brýnni þörf á henni en áður, því að tíminn rekur á eftir. Sú gulöld safn- ara er nú liðin, að þeir þyrftu ekki að leita til nema tiltölulega fárra manna til að safna fjöldamörgum sög- um, en þá kunnu svo margir tugi eða hundruð sagna, að varla þótti í frásög- ur færandi. En enn má finna allmargt fólk, sem heyrði sagðar sögur í æsku og man þær enn nokkurn veginn. Ýmis- lebt frásagnarvert kann lika að hafa komið fyrir marga á lífsleiöinni. Gild- ir hér hið forna spakmæli:,, Safnast þegar saman kemur.“ Það þarf að halda öllu til haga, og sögur sem menn kunna, g'eta verið einstakar í sinni röð. Einna erfiðast er samt að safna smælki alls konar, t.d. lögum og textum, sem voru í tízku stuttan tima. ú hefur verið ákveðið, að haldið verði áfram á vegum Handritastofnun- ar íslands söfnun á því efni, sem hef- Hvert efni verður að njóta sín til hins ýtrasta RÆTT VIÐ HELGA JÖNSSON, RITSTJÓRA jr Islendingar eru víða búsett- ir og starfssvið þeirra er- lendis geta verið margbreytileg. Stundum leggja þeir fyrir sig störf, sem ekki eru unnin hér á landi og þá getur verið fróðlegt að hitta þá að máli og ræða við þá um starf þeirra, eðli þess og tilgang. Einn þessara manna er Helgi Jónsson, ritstjóri við alfræðibók Gyldendals í Kaupmannahöfn. Auk starfs síns þar hefur hann nokkuð fengizt við þýðingar íslenzkra bókmennta á dönsku, m.a. hefur hann þýtt verk eftir Halldór Laxness. Við hittum Helga að máli fyrir skömrnu og spurðum hann um starf og tilhögun við gerð alfræðibókar og einnig um viðgang íslenzkra bókmennta í Danmörku. -—S tarf okkar beinist að því að end- urvinna og gerbreyta gamla fræði- ritinu. Orðalagi er breytt og efninu raðað á annan veg eins og ritstjórnin telur hagkvæmast. Mikill fjöldi fræði- manna í ýmsum greinum vinnur að því að safna staðreyndum og skrifa þær, en okkar verkefni er að færa þessar staðreyndir í föt að meira eða minna leyti. Hver sem vinnur við slíka bók verður því að vera brot af fjöl- fræðingi. Það er hægt að líta á stað- reyndir frá mörgum sjónarmiðum, en við vinnum mikið út frá því fílósó- fiska sjónarmiði að hvaðeina hafi sina orsök. Hana reynum við að finna og þræða til skilgreiningar, sem við vinn- um svo út frá. Við flokkum málefni aldrei eftir persónulegum skoðunum, en látum hvaðeina njóta síns réttar. Þannig verður raunverulega að meta hvert atriði í senn hlutlægt og hug- lægt og við verðum að fjalla um ólík- legustu og ótrúlegustu hluti t.d. drauga og afturgöngur eins og þeir væru til. Við leggjum kapp á að skrifa um hvert mál af alúð þannig að sá sem skrifar sé í senn bundinn og óbundinn af við- fangsefninu, iíti á það jafnt að utan sem innan. — Viltu skýra þetta svolítið nánar? — Jú, það sem ég á við, er að hvert efni verður að njóta sín til hins ýtr- asta. Það ber að líta á það að utan hvað snertir staðreyndir, af málefnalegri rök- vísi, en að innan af alúð, nálægð. Þann- ig er litið á hvert mál frá tveimur sjón- armiðum í einu, ef svo má að orði kom- ast. Hverri stefnu er lýst frá sínu eigin sjónarmiði, en jafnframt af hlutlægri rökvísi. — Verður nýja alfræðibókin miklum mun yfirgripsmeiri en sú gamla? . — Gamla verkið var fjögur bindi auk tilvísunarbindis, en áformað er að verk- ið sem nú er unnið að, verði fimm bindi auk tilvísunarbindis. Er gert ráð fyrir að tvö fyrstu bindin komi á markað að tæpu hálfu ári liðnu, næstu tvö um það bil hálfu ári síðar, en síðasta bindið og tilvísunarbindið eru svo áformuð á markað eftir tæplega hálft annað ár. — En ég vil í þessu sambandi taka fram, að ég er á móti því að nota orðið alfræðibók um svona verk. Hér hlýtur efnisval og vinna við verkið ætíð að vera að öllu leyti undir rit- stjórninni komið og þannig verður það efni, sem valið er, metið huglægu mati. Þetta gerir það að verkum, að ekki er hægt með réttu að nota orðið al. Auk þess er alfræðibók blæbrigðalausara og lýsir ekki því sem við er átt eins vel og orðið ensýklópedía. — Hvaða efni leggið þið mesta áherzlu á að fá inn í verkið? — Við höfum lagt mikla áherzlu á sögu og landafræði okkar tíma. En hér getur verið erfitt að hafa við. Breyt- ingar á landaskipan geta t.d. orðið nær vikulega og er ekki laust við að við öf- undum stundum blaðamennina, sem ekki þurfa að skrifa annað en það sem gerist í dag, áhyggjulausir um hvernig hlut- irnir kunna að breytast á morgun. Við þurfum á hinn bóginn að greina sundur hvað sé stundarfyrirbrigði og hvað sé líklegt til að verða varanlegt. Hér hef- ur orðið nokkur breyting á frá eldri gerð verksins. Við verðum að búast við því, að þeir sem nota bókina, sé venju- legt fólk, sem les dagblöð og horfir á sjónvarp. Þeir sem gerðu ensýklópedíu fyrir tuttugu til þrjátíu árurri gátu t.d. afgreitt Afríku alla í einu og gleypt Asíu í nokkrum munnbitum. Mig minn- ir að fram til 1957 væri hægt að tala um Indókína. En annars er Afríka bezta dæmið um þá erfiðleika, sem skapazt hafa í landafræði nútímans — Þá er ýmis alþjóðastarfsemi orðin mjög yfirgripsmikil á seinni árum, ný samtök eru stöðugt að myndast og nefndir og ráð sett á laggirnar. Og ríki klofna og smáríkin klofna svo aftur eins og fyrir kjarnaverkanir. Þegar á að skrifa um svona hluti verður að leita að þeim sáttmálum, sem gerðir kunna að hafa verið og síðan að rekja sig eft- ir þeim á tveimur sviðum, þjóðlegu og alþjóðlegu. Líta á málin með einsýnum þjóðarrembingi og einnig frá sjónar- miði víðsýnna alþjóðasamtaka. f dag er allur lieimurinn í deiglu að veru- legu leyti nerna Evrópa og Norður- Ameríka. Helgi Jónsson. — Annað dæmi þess, hve miklu erfið- ara er að gera ensýklópedíu nú en áð- ur fyrr er atómfræði og geimför. Fyrir 20 til 30 árum var ekki til siðs að setja menn í dósir og skjóta þeim upp í loft- ið. — Hvað um andleg efni, bókmenntir og listir. Getur ekki stundum verið erfitt að fylgjast meö nýjungum þar? —• Það er þá helzt í núímatónlist, elektrónmúsík, þar gerast reiðinnar ósköp. En þetta er þó betra að sjá fyrir en rikjaskiptingu í Afríku. Og það sem gerist í andlegum stefnum er yfirleitt mögulegt að sjá fyrir eða fylgjast með. Á flestum sviðum er það þannig, að einn tekur við af öðrum og tengiliðir eru í velflestum tilfellum sjáanlegir. Er mikill munur hversu auðveldara það er að fylgjast með andlegum efnum en stjórnmálum lítt þekktra ríkja. — Teldir þú möguleika á aö gerö yrði íslenzk alfræöibók? — Þetta efni hefur einhverntíma ver- ið rætt og þá nugsað þannig, að íslenzk- ur viðbætir yrði skeyttur við erlenda ensýklópedíu. En það er af og frá að vinna verkið þannig. Það er gróflega erfitt að halda því fram að eitthvað byrji eða endi við landsteina. Flest íslenzkt á að meira eða minna leyti rætur að rekja til annarra landa. Það er t.d. erfitt að ímynda sér hvernig Jóni Árnasyni hefði dottið í hug að Framhald á bls. 12 4. desember 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.