Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 1
istffil •\.v.v ^ ^ ■ í-SIS . , ^Ér: ■ ■ MMM mMttk PWHWIÍ P«i Wlg stakk peningi í gasmælinn, í sömu andrá heyrði ég hvin í gas- vélinni og tendraði bláan loga. Þeg- ar Ingiríður Rygg kom hafði ég með mikilli fyrirhöfn rutt vinnuborð mitt, sem var eina borðið í herberg- inu og alltaf þakið bókum, blöðum og skrifpappír. Eftir að gesturinn hafði fengið nauðsynlegustu leið- beiningar til að sitja í hinum virðu- lega, en fótaveika, flosklædda hæg- indastól settumst við að kaffi- drykkju og borðuðum birkibrauð með „mömmu-marmelaði.“ Ég setla að skjóta hér inn í frásögn um kynningu mína við Ryggfjölskyld- una í Horten. Árið 1933 komst ég í bréfasamband við unga, norska stúlku í Horten, Álfhildi Rygg. Við skiptumst á myndum og hétum því að hittast eins fljótt og auðið yrði. Sumarið eftir dvaldi ég stuttan tíma í Noregi, en gaf mér þó tíma til að fara til Horten, sem er ljómandi snotur bær vestanvert við Oslóarfjörðinn, tilheyrir Vestfold fylki, sem er minnsta fylki Noregs en hið þéttbýlasta, frjósamt og vel ræktað, Mér fannst á þeim árum, sem ég kom til Horten, árin 1934, 1935 — 1936, og svo eftir stríðið, að þar væri aldingarður við hvert hús, nema ef til vill ekki í þéttasta verzlunarhverfinu. Álfhildur vissi um komu mína og beið mín á járnbrautarstöðinni. Ég þekkti hana strax, þótt ég hefði aldrei séð hana áður nema á mynd. Hún var stór og hraustleg, brádökk, brúneygð með dökk jarpt liðað hár, klædd Vestfoldbúningi, hvítri, víðerma líntreyju og ljósbláum bol og pilsi. Hún átti heima í hvítu tvílyftu timburhúsi í stórum trjágarði. Ingiríður, systir- -hennar lítil, grann- vaxin og hláturmild stóð uppi í stiga, sem hafði verið reistur upp að mjög stóru berjatré og var að tína ber í körfu, sem hún hafði hengt á eina trjágreinina, Ingiríður ætlaði sér að verða húsmæðrakennari, Álfhildur lyfjafræðingur. ólafur bróðir þeirra, eem stundaði verkfræðinám við há- ekólann í Þrándheimi, var í sumarleyfi og notaði tímann til að mála hús móður einnar. Systkinin voru mjög vinnusöm og hjálpuðu því mikið til heima hjá sér. M-J g tilfæri hér kafla úr dagbók minni: „. , . Þegar við höfðum snætt morg- wnverð lögðum við af stað í mikinn leiðangur. Fyrst skoðuðum við Flota- eafnið (Marinemuseum), þá vopna- safnið, þar sem morðtól frá ýmsum tímum eru geymd. í Horten er sjóliðs- foringjaskóli Noregs, og iðnaður ýmis- konar í sambandi við flotann. Geta má nærri hve takmarkaðan áhuga ég liafði fyrir slíku, en. Ólafur mun aðal- lega hafa ráðið ferðinni í þetta sinn. Hann sýndi okkur hina stórfenglegu skipasmíðastöð. Ólafur hefur unnið þarna og kann því skil á öllum vél- unum. Sá var nú í essinu sinu, þegar hann var að segja mér hvernig þær ynnu. í þessari skipasmíðastöð eru smíðuð herskip, kafbátar, tundurspillar og flugvélar. Ég undraðist, hvað mikið var smíðað þarna. Gat það verið nauð- synlegt? Við fórum um borð í herskip, sem lá við höfnina, og að lokum skoð- uðum við gamalt vígi. Það eru söguleg- ar menjar frá herskárri fortíð, en hefur varla aðra þýðingu. Hverjum skyldi svo sem detta í hug að ráðast á þennan litla, friðsæla bæ? Óneitanlega hefur hann mikið hernaðarlegt gildi, ef Norðmenn lenda á ófriði. En hamingjunni sé lof, að það er ekkert útlit fyrir það . . .“ Þetta skrifaði ég í dagbókina mína í júlí 1934. Tæpum sex árum síðar stóð blóðugur bardagi við Horten. En þeir pistlar, sem ég skrifaði um hernámsár Noregs, eiga ekki hér heima nema að litlu leyti. --------Næsta ár var ég í páskaleyf- inu með Ryggsystrum í litlu, vistlegu bjálkahúsi á skógivöxnum ási skammt frá Nykirke. Álfhildur var að lesa undir stúdentspróf, við höfðum því mjög hægt um okkur, fórum samt í heimsókn Framhald á bls. 10. Höfundurinn og Álfhildur á „Ástar brautinni“ í Horten. Að fagnaði með fimmtu herdeild Eftir Þórunni EHu Stórþinghúsið í Osló | 44. tbl. 11. des. 1966. 41. árg. |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.