Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 6
dvaldi, var okkur óskylt og foreldrum mínum áður óþekkt. Fólk, sem þau þekktu og þráðu að kæmi, kom ekki eða settist að í öðrum nýlendum. í>að verður ekki sagt, að móðir mín festi yndi hér. Hugur hennar dvaldi heima hjá foreldrum hennar og systkinum. Hún hafði stöðug bréfaskipti við fólkið sitt. Ég man, að eitt sumar átti hún fasta von á annarri systur sinni að heiman. Á hverju sú von var byggð, veit ég ekki. Einn morgun, þegar gufu- báturinn Viktoría, dragandi tvo barða, skreið inn fljótið fram hjá húsinu okk- ar, sáum við konu sitja uppi á þilfarinu, á öðrum barðanum, með tvö börn hjá sér, pilt og stúlku, sem svaraði til hins rétta; systirin átti einmitt tvö börn á þessu reki. Móðir mín var svo viss um, að þetta væri systirin, sem hún hafði vonazt eftir með börnin sín tvö, að hún bjó sig í skyndi til að fara yfir að »«•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Möðruvöllum, þar sem gufubáturinn lenti, að taka á móti þeim. Svo kom hún heim aftur vonsvikin, og því gleymi ég ekki heldur. Öðru máli var að gegna um föður minn. Hann lifði á framtíðarvonum, hafði tröllatrú á landinu — trú, sem ekki var sjáanlegt þá, að hann gæti byggt á neinu. Þegar einhver lét undr- un sína í ljós, að hann skyldi setjast að á þessum stað, sem var ekkert nema hrikafrumskógur og forardiki, svaraði faðir minn glaðlega: Það er gott kot Víðivellir. Sumarið eftir stóraflóðið, þegar allar bjargir virtust bannaðar á Víðivöllum, hafði hann stöðuga atvinnu í Winnipeg, mun þá hafa ætlað sér að setjast þar að, því hann festi kaup á tveim bæjar- lóðum á Princess stræti, sem átti fyrir sér að verða eitt af helztu verzlunar- strætum borgarinnar. Kvittering fyrir ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ «; j RABB i Framhald af hls. 5 munu ólíkleg til árangurs — að því leyti er uppeldi fulloröinna ekki frábrugðið uppeldi barna. Líklega | er eina lausnin sú, að hér skapist 3 almenningsalit, sem þjarmi að þess- um konum; þœr verða að finna, að • landar þeirra brosa í kampinn ekki ; síður en kaupmenn erlendis. Það ; mœtti kannskv byrfa á því að bjóða m • þœr velkomnar heim með sjónvarps • spjalli, svo að þjóðin fái að sjá • framan í þá landa sína, sem gera Í hana hlœgilega með öðrum þjóð- ■ 3 um. m Það er löngu kunn staðreynd, að 3 íslendingar á ferðalögum erlendis j verja mestum tíma sínum í verzl- j unum. Líklega eru þessar utan- ■ landsferðir farnar EINGÖNGU í m j verzlunarskyni, lokastig þessa sjúk- 5 dóms. Hvað veldur þessum ósköp- m um? Hvað veldur því, að konur i þyrpast hver um aðra þvera á j brunaútsölu líkt og þœr vœru að- ■ framkomnar eftir langvinn móðu- ; harðindi? Hvað veldur því, að i þœr setjast kinnroðalaust upp í j millilandaflugvél til að kaupa i glingur og föt? Þetta er auðvitað j sálarástand hinna nýríku, en nú * eru konur ekki nýríkari en eigin- i menn þeirra. Eini munurinn er sá, i að eiginmaðurinn má ekki vera að j því að standa í búðum — hann ■ hefur störfum að gegna. Kaup- : ■ grœðgi húsmæðra skyldi þó ekki i ■ vera athafnaþrá á villigötum, sál- j rœn ófullnœgja? Sé svo vœri æski- ■ legt, ef þjóðfélagið gœti beint þess- : ■ ari athafnasemi inn á verðugri i brautir. Að öðrum kosti má alltaf j búast við, að ófullnægja brjótist j fram í sértrúaflokkum eða verzl- : unum. — _ I ■ Svava Jakobsdóttir. ; hundrað dollara niðurborgun hefur geymzt til skamms tíma. Fyrir þessar tvær lóðir hefði hann fáum árum síðar getað fengið fjárupphæð, sem hrokkið hefði til að kaupa allálitlegan part af Gimli sveit, ekki sízt ef hann hefði sætt lagi á opinberu uppboði landeigna fyrir skatti, en hann sá sig um hönd og seldi lóðirnar, siðla þess sama sumars, fyrir sama verð og hann hafði keypt þær — og sneri aftur. Fögur var hlíðin, gott kot Víðivellir." S ams konar tryggð og hér er lýst kom síðar fram hjá Guttormi sjálfum, er hann sneri aftur til æskustöðva sinna vorið 1911 og hafði þá víða farið og við margt fengizt þau sextán ár, er liðin voru frá dauða föður hans. Gutt- ormur hefur í bréfi til Stephans G. Stephanssonar 7. nóvember 1911 lýst vel gieði sinni yfir endurheimt Víðivalla, en í bréfinu segir hann m.a.: „Vinur minn. — Hefir þú veitt því eft- irlekt, að ég hefi þagað yfir öllu við þig lerxgi, lengi? Ég 'hetfd verið önnum kafinn síðan á krossanessu. Ég keypti æskustöðv- ar mínar síðastl. vor og fluttist hingað samstundis, að heita má. Síðan hefir mér liðið ágæta vel. Hér er mér til ánægju hvert verk. sem ég vinn. Til þess að mér geti liðið vel, þarf ég, eins og naut- peningurinn, að vera þar, sem ég er hag- vanur. Það er betra að vinna fyrir lágu kaupi verk, sem manni leiðist ekki, en fyrir háu kaupi verk, sem manni er ógeð- felit. Þó leikur grunur á því, að hér verði ég bjargálna maður, þegar árin renna. Við vonumst fastlega eftir járn- brautinni hingað, og „sker það stóra fí- gúru“ fyrir mig, því mín lönd tvö eru þau næstu fyrir norðan bæinn. Ég elska þetta land meir en eftirlaunaðir heima ættlandið. Hægt er nú við að jafnast. Hér sé ég sporin eftir ljósu mína í hlaðvarp- anum“. Og seinna í sama bréfi segir Gutt- ormur við Stephan: nokkur smákvæði. Yfir kvæðabáTkinum Jóni Austfirðingi hvílir blær frumbýl- ingsáranna, þar segir frá fyrsta áfangan- um, erfiðleikum og raunum landnem- anna, unz loks tekur að rofa til. Gutt- ormur hefur miklu síðar, í kvæði sínu til Tveedsmuir lávarðar, dregið saman meginefnið úr Jóni Austfirðingi í eitt erindi, er hann segir: Hér hófst vort landnám tryggðum treyst í trú á þjóðar sæmd og heiður. Hér var vor fyrsta frumbyggð reist. Hér festi rætur norrænn meiður. Hann brann, hann kól, hann lifði og lifir allt lágt og smátt að gnæfa yfir. Orlög íslenzku landnemanna hafa jafnan verið Guttormi hugstætt yrkis- efni, og er mönnum þar kunnast kvæði hans Sandy Bar, er hann birti í annarri ljóðabók sinni, Bóndadóttur, árið 1920. í sömu bók er lofsöngur hans um Nýja ísland, en fyrstu þrjú erindin eru svona: Byggðin ertu mesta, hin bezta og stærsta, byggðin ertu helzta, hin elzta og kærsta. Fegurst áttu kvæði og fræði og hljóma, fuglasöngvabólið og skjólið þins blóma. Skógarljóðin hljóma og óma um engi, undir leika vogar sem bogar við strengi, raddir náttúrunnar oss kunnar og kærar kveða ekki víðar eins þýðar og skærar. Tungu vorrar griðland, þú friðland hins forna fjársjóðs vors í bögu og sögu þess horfna, móðir þeirra svanna og manna, sem ganga menntaveginn hraðast og glaðast hinn stranga. En seinasta erindið hljóðar á þessa leið: Hug minn tengir tryggðin þér, byggðin mín bjarta, „Þegar ég er andvaka, tek ég Andvök- ur þínar. Alltaf finn ég nýtt og nýtt, þó ég sé margbúinn að lesa áður. Eitt kvæð- ið þitt hefir sérstaklega tekið fram hjá mér oft, en það er kvæðið um Grím loðinkinna. Mikið hnoð er það, ekki af bulli, heldur gulli. Hvar hefur þú lært málið, maður?“ Guttormur gaf út fyrstu ljóðabók sína 1909, og hét hún Jón Austfirðingur og bezt hefirðu lýst mér og þrýst þér að hjarta. Sá sem víkur frá þér, en hjá þér er hálfur, heim til sín ei ratar og glatar sér sjálfur. í Bóndadóttur er einnig fagurt kvæði um Canada, og verður það flutt hér allt: Framhald á bls. 12 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.