Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 11
SEINT og síöar meir. og með smáum skrefum lögðum vér landar upp í herferð gegn 'hungri. Síðan hafa nokkrir ungir menn reiknað út hvier ihilutur vor ætti að vera til að standast samanburð við nágranna — að tiltölu vi'ð fólksfjöLda. Ef vér ættum að leggja fram jafn mikið og Danir, þá ætti hilutur vor að vera fimmtíu og ein milljón árlega í hjiáflp til fátækra landa, miðað við þjóðartekjur 1964, og meira ef þær væru þar fyrir ofan. Gjöf sú er vér gáfum, var þannig aðeins brot af því sem vér ættum að gefa árlega — auk gjafa til kristniboðs, Rauða kross, barnahjáilpar SÞ o. fl. Tafl vort um örlæti við aðrar þjóðir mætti að visu skrá á skinn og geyma með gömilum handritum, en til þess áð sagan yrði sönn, yrðu þar að vera mörg auð blöð, sem ekkert væri skrifað á. Annars ætti sagan aðeins heima með þjóðsögum og ævintýrum, en ekki í alvöru- tali fullorðinna manna. Hjálp til fátækra landa, sem aillmörg vestræn ríki veifa nú, er gamail draumur kristniboða og annarra mannvina, sem hafa verið öld eða meir á undan opiniberum aðiium að veita slíka hjáip. Timi var tiil kominn að veraldarmenn sendu Afríku- mönnum eitthvað annað en brennivín, byssur, púður og blý, sem þeir fengu gegnum verzlun við vestræn lönd. Tiil eru í Afríku iðnskólar, stofnaðir af kristnibo'ðum fyrir heiili öld; og ýmsar prentsmiðjur, útgáfufyrirtæki, ræktunarnýjungar, kirkjur, skólar ýmsir, sjúkrahús, 'holdsveikraihæli o. fl. hafa þegar náð álitlegum aldri. Kristniboðið er margþætt herferð: Gegn fáfræði, óhreinindum, hjátrú, sjúkdómum, hungri, fá- tækt, kúgun, þrælahaldi, drepsóttum, meindýrum og tor- tryggni. f sjálfstæðissögu sumra nýfrjálsra rikja eru á víð og dreif nöfn kristinna leiðtoga innlendra og kristniboða vest- rænna. Þjóðsöngur Madagaskar er ortur af presti, eins og vor eiginn. Mikill kraftur komst í hjálparstarf meðal fátækra þjóða fyrir nokkrum árum, en vestan hafs átti Kennedy sáiugi forseti Bandaríkjanna og vinir hans mikinn þátt í þessu. Af þessu hefir leitt að alistórir hópar af ungu fólki, auk kristniboðanna, vinnur að þróunarthjálp víða um heim. Búist er við að frá Bandaríkj unum einum muni tala ungs fólks í friðarsveitunum verða um fimmtíu þúsund innan fárra ára. Norðurlandamenn hafa þegar sent allmarga hópa, og eru sumir þegar komnir aftur. Algengt er að stanfstíminn sé 2 ár, þegar um er að ræða ungt fðlk á háskólaaldri eða nýlærða iðnaðarmenn. Margt er um kennara og hjúkrunarfólk í friðarsveitunum. Eldri leið- togar eru einnig með, til að tengja saman fengna reynslu og kenna þeim, sem nýliðar eru ýmsa lífsvizku, sem afldrei fæst með fagnámi Nokkru þróunárfjármagni er ráðstafað í sam- ráði við gömul kristniboðsfélög tii byggingar skó'la, gróðrar- stöðva, heilsuverndarstöðva o. fl. Þótt ungt fólk í friðarsveit- unum sé bæði vel af Guði gert og hafi fengið góða menntun, þá er ekki því að leyna að vandamál verða á vegi þess. Sumir veikjast meira eða minna aiLvarlega, áðrir eru nokkra stund að aðlaga sig, er heim kemur. En sumir taka út mikinn þroska, og verða miklu færari en þeir ella hefðu orðið, einkum í sam- skiptum við ólíkár þjóðir og meðferð nýrra viðfangsefna. Það er orðin venja að þær þjóðir, sem senda fé, senda líka menn til að fylgjast með því hvernig störfum miðar áfram, og er þetta talið naúðsynlegt til að samhengi verði í aðstoðinni. í kristniboði er sú reynsfla fengin að mikiflvægt er að þeir komi heim og segi frá tíðindum, bæði gleðilegum og sorglegum og varðveiti tengsl við eigin þjóð. Af herferð vorri gegn hungri hafa oss enn ekki borizt þau tíðindi að nokkur maður hafi etið og orðið mettur. Samt held ég að hjálp vor til handa fiskimönnum við Alaotra-vatn sé rétt hugsúð, því markmiðið er að gera þá sjálfbjarga og færa um að hjálpa öðrum. Þegar tifl lengdar lætur er það heil'brigðasta stefnan að manna menn og efla þá til dáða og sjálfstæðis, svo að þeir verði með öllu óháðir þeim, sem hjélpina veita. í kristniboðinu hefir sú leið verið farin að efla innflenda leið- toga til að stjórna sjálfstæðri kirkju, sem getur staði'ð og breiðzt út, óháð móðurkirkjunni, og hliðstæð aðferð notuð við skólana og sjúkrahúsin. Áhugamenn um þróunarhjálp á íslandi ættu nú að nota tækifærið og heyra hvaða tíðindi kristniboðar vorir frá Afríku hafa að flytja, þvi þeir vita vefl hvar skórinn kreppir og kunna frá mörgu áð segja. Og þegar sjá'lfur Oharles Darwin gaf ár- lega nokkra upphæð tii kristniboðs, þá ætti það heldur ekki að vera ósamlboðið gáfum vorum og vísindum (svo ekki sé minnzt á hagvöxtinn) að gera eitthvað sams konar. „Hjálp — eða hörmungar blasa við“, sagði nýlega ungur blaðamaður er- lendur út frá reynshi sinni í þróunarhjálpinnL Og þessar „hörmungar" geta verið tvenns konar: Annars vegar vaxandi hungur, skortur og eymd hinna fátæku, hins vegar vaxandi vesa’ldómur vor sökum sýkingar af velmegunarsjúkdómum. Og væri það ekki nokkuð góð læknisaðfer’ð að lækna með einu og sama meðalinu tvo (eða fLeiri) sjúkdóma í senn, huagurmein þeirra fátæku og velmegunarkvilla þeirra r>u? Og fá svo friðinn ókeypis sem ávöxt af þessari læknislist? »að yrði ekki tiil skammar komandi kynsilóð. A erlendum bókamarkaði Saga. Utopie und Mythos der Welt- revolution. Zur Geschichte der Komitern 1920—1940. Her- ausgegeben von Theo Pirker. Deutscher Taschenbuoh Ver- lag — dokumente — 1964. 3.80 DM. „Þessi nýju alþjóðlegu fé- lagssamtök, eiga að samhæfa og skipuleggja baráttu öreiga allra landa í þeim einum til- gangi, að steypa auðveldi og koma á alræði öreiganna inn- an ráðstjórnarríkja heimsins. Einnig skulu þau vinna að af- námi stéttaskiptingar og að þróun sósíalismans til komm- únisma". Lenin stofnaði til þessa alþjóðlega flokks 1919 og næstu tvo áratugina unnu þessi samtök „Komitern" að heimsbyltingunni með öllum tiltækum ráðum. Útgefandinn Theo Pirker hefur hér safnað saman heimildum varðandi þessa sögu úr ritum, sem gefin voru út af „Komitern". Áhrifa þessa félagsskapar gætti um allan heim, en þó ekki á þann hátt og í slíkum mæli, sem Lenin ætlaðist til í upphafi. Útgefandinn ritar mjög ítarleg- an formála, síðan eru heimildir birtar og loks er heimildaskrá og bókaskrá. DDR Geschichte und Bestands aufnahme. Herausgegeben von Ernst Deuerlein. Deutscher Taschenbuch Verlag — doku- mente — 1966. 3.80 DM. í þessu bindi er að finna 118 skjöl og gögn varðandi póli- tíska þróun í Mið- og Norður- Þýzkalandi frá því 1945 og fram á okkar daga. Bókin er rituð að frumkvæði dtv út- gáfunnar og er þetta fyrsta út- gáfa. Bókin hefst á ítarlegum inngangi útgefandans, síðan eru birt skjöl varðandi ástandið á rússneska hernáms- svæðinu og síðan þær forsend- ur, sem lágu til stofnunar rík- is, sem nefnt var „Deutsche Demokratisohe Republik". Síð an er saga þessa ríkis rakin og skjöl birt varðandi deilurnar sem urðu út af ástandinu í Berlín. Heimildaskrár, bóka- skrár og registur fylgir. Kultur und Gesellschaft der Neuzeit. Pieter Jan Bouman. Walter-Verlag, Olten und Frei- burg 1962. 25 DM. Höfundurinn er Hollending- ur, fæddur í Batavíu og er son- ur hollenzks skipstjóra frá Groningen. Hann hlaut mennt- un í Rotterdam og síðar við hagfræðiskólann í London. Hann lagði stund á þjóðfélags- fræði og hefur skrifað nokkr- ar bækur varðandi þá grein auk þessarar. Þessi bók kom fyrst út á hollenzku 1938 „skrifuð í skugga komandi stríðs", sem höfundur vissi þá að myndi hefjast innan tíðar. Bókin hét í fyrstu útgáfu „Frá Endurreisn til Heimsstyrjaldar — Fjögur hundruð ára menn- ingar- og þjóðfélagssaga Evrópu". í bókinni rekur höf- undur þessa sögu og tekst að draga fram megin einkenni þeirrar þróunnar, sem mótaði söguna á þessu tímabili, að hans dómi. Þetta er feikna yf- irgripsmikið efni og mjög vandmeðfarið. Höfundur hefur bókina á þeirri staðhæfingu, að „menning sé lífsstíll þjóð- félagsins". Hann rekur síðan höfuðstefnur í menningarmál- um, bókmenntum, heimspeki og listum, svo og þróun efna- hagslifs og stjórnmála. Bókin er einnig saga kapítalismans, líberalismans og sósíalismans, þvi að á þessu tímaskeiði þró- ast allar þessar stefnur. Fyrsti kaflinn fjallar um vísinn að menningu nýju aldar á mið- öldum og síðan rekur höfund- ur söguna allt til loka annar- ar heimsstyrjaldar. Bókinni fylgja athugagreinar, tímatals- tafla og nafnaregistur.l Bókin er mjög vönduð að öllum frá- gangi eins og allt það, sem þetta forlag gefur út. Klukkan þín er of sein. 11. desember 1968 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.