Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Blaðsíða 4
I. VandamálsB nú á fímum: ÞÖríin 7. Yungumálagrúinn Hátt á þriðja þúsund tungumál — Lifandi mál — Misjöfn útbreiðsla — Kostir og gallar tungumála; þrettán höfuðtungurnar. ★ M enn sakna sjaldan tækis, nema þegar þeir þurfa á því að halda og það er ekki við höndina. Vér sökn- um sjaldan málsins þvi að það er svo greiðlega tiltækt. Það er að- eins þegar vér stöndum andspænis manni, sem notar annað mál til tjáningar, að vér verðum verulega vör við þessa þörf. Tungumálið er langmikilvægasta tækið, sem vér notum. Með því ná- um vér sambandi við aðra menn og án þess er öll samhæfð starfsemi ó- hugsanleg. Það má heita, að það sé í notkun allt okkar líf meðan vér ekki sofum. Væru menn sviftir mál- inu mundi þeim verða skipað á bekk með dýrunum. En venjulega verðum vér þessa ekki vör. Málið er ætíð tiltækt til notkun- ar, eins og bunan úr vatnskrananum. Það gerir sér enginn reliur út af vatns- leysi, nema þá sjaldan verið er að gera við vatnsleiðsluna og ekki fæst nema soghljóð, þegar krananum er snúið. Þegar málið kemst í ólag, kemur í stað hins stöðuga straums handapat, setningarslitur eða orð, sem ekki megn- ar að flytja nein fullkomin skilaboð. Eða það kemur útstreymi af einhverju alveg ónothæfu, eins og þegar úr vatn- krananum kemur einhver óþverri i stað vatns. Maður lendir að minnsta kosti í mestu vandræðum. Kostur á samskiptum við aðra er stórlega rýrður og einnig á eigin athöfnum. Það er svo ótal margt sem vér vildum segja, en getum ekki. Það er svo ótal margt sem vér vildum gera. er krefur þátttöku annarra. Vér getum ekki leitað eftir þeirri þátttöku og verðum því að láta það ógert. Maður lendir því ekki aðeins í vandræðum, heldur verður gjörsamlega ráðþrota. Hve oft hefur þú komizt í slíka aðstöðu? Ef til vill hefur þú verið her- maður í einni af styrjöldunum og kom- izt. að raun um, að þú gazt hvorki átt orðaskipti við fjandmenn, bandamenn né hlutleysingja, að þú gazt ekki yfir- heyrt fanga, ekki kallað til fanga, sem genginn var í gildru, að hann skyldi gefast upp, ekki beðið um matvæli, fyrirskipanir né læknishjálp. Ef til vill hefur þú verið ferðamaður erlendis og reynt að segja bílstjóra, sem aðeins tal- aði frönsku, þýzku eða spönsku, hvert hann skyldi aka þér, eða reynt að finna hvar herbergið þitt í gistihúsinu væri eða lyftan eða safnið eða hve- nær járnbrautarlestin, sem þú áttir að fara með, legði af stað. Ef til vill hefur þú einhvers staðar reynt að verzla við fólk, sem ekki talaði sama mál sem þú, reynt að sýna þeim kosti þess, sem þú hafðir til sölu eða spyrja um hluti, sem þú vildir kaupa. Ef öll þessi atvik eru margfölduð með öllum mannfjöldanum, sem nú býr á Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor i rómönskum málum v/ð Columbia University i New York jörðinni (um 2,500 millj.) þá má fá hugmynd um, hvað vöntun sameig- inlegs tungumáls gildir fyrir allar þjóð- ir heims. Til þess að fá hugmynd um hvað það verður eftir hundrað ár héð- an í frá, þegar ferðalög, verzlunarvið- skipti og alþjóðleg samskipti yfirleitt hafa að líkindum tífaldast frá því sem nú er, þá má aftur margfalda með tiu. Þeir sem eru andlega sinnaðir kynnu líka að hafa áhuga á að lesa bækur, blöð, og tímarit, sem gefin eru út er- lendis, hlýða á erlent útvarp eða horfa á sjónvarp, eða skoða erlendar kvik- myndir eða leiksýningar. Við öllu þessu, sem stafar frá tuttugustu aldar menningu vorri, svo og því, sem enn meir er um vert, samskiptum á mæltu máli, er til eitt allsherjarsvar: „Lær- ið erlent tungumál“. Þetta er gott svar og íhugunarvert. En það er á því einn .stór galli. Erlendu tungumálin eru svo mörg. Hvort sem þú lærir eitt, tvö eða heila tylft af þeim, þá er vandamálið ekki fullleyst Þú getur ekki séð fyrir, hverjar tungu- málaþarfir þínar muni verða að tíu eða jafnvel einu ári liðnu. Að hvaða haldi kemur það þér að hafa lært frönsku til fullnustar og vera svo send- ur til Kína, eða vera útlærður í rúss- nesku, en verða svo að dvelja í Mex- íkó? S tarfsemi á sviði menningar, vís- inda og viðskipta fer nú fram hvar- vetna í heiminum meir og meir á sam- eiginlegum grundvelli, en ekki eins og áður fyrr, er hvert land fór sínu fram í þessum efnum, þar af leiðir, að fulln- aðarsvar við tungumálavandamálinu verður að vera á heimsmælikvarða. Hægfara tungumálanám, sem hentaði vel vissum stéttum fyrri kynslóða er nú á dögum í mesta lagi neyðarúrræði. Tungumálanám hefur ákaflega tak- markað gildi bæði fyrir einstaklinga og samfélagið, þegar þess er gætt, hve óendanlegt magn nýrra staðreynda á mjög óskyldum sviðum bæði einstakl- ingurinn og samfélagið þarf að tileinka sér til þess að fylgjast með framþróun nútímans. Allri ævinni verður ekki eytt í nám erlendra tungumála. Og þó svo væri gert, þá mundi ævin ekki nægja mönnum til þess að leysa úr öllum þörfum þeirra um fullkomið, auðvelt og óhindrað samband við aðra menn. Areiðanlegustu málamenn telja, að um allan heim sé töluð um 2800 sér- Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustjóri þýddi stök tungumál. Eru þá mállýzkur ekki taldar sem sérstök mál heldur aðeins málsafbrigði. Til þess að læra öll þessi mál mundu ekki nægja hundrað manns- ævir. A ð vísu hafa flest þessi mál lítið hagnýtt gildi þar sem þau eru töluð af smáþjóðum, innan við eina milljón manna. En jafnvel þótt frá séu talin yfir tvö þúsund tungumál, sem töluð eru af indíánakynflokkum í Norður- og Suður-Ameríku, svertingaþjóðum í Afríku, Papúum og frumbyggjum Astralíu, dreifðum þjóðum í fjarlæg- um löndum Asíu og Suðurhafseyjum, þá eru ennþá eftir meir en hundrað tungumál stórra menningarþjóða, með einni til fimm hundruð milljónum manna, sem búa í álfum og löndum, er skipta oss miklu. Milljónum saman hafa þeir komið eða munu koma til lands vors og milljónum saman höf- um vér ferðazt eða munum ferðast til lands m.a. þar sem tungumál þessi eru töluð. Menningarafurðir þeirra, töl- uð, rituð útvörpuð, sjónvörpuð orð þeirra höfum vér sífellt fyrir augum og eyrum, í alþjóðlegum umræðum, bók- um, tímaritum, blöðum, í vísindum, viðskiptum og auglýsingum. Það er nú nærri engin leið að komast hjá þessu, og eftir því sem tíminn líður og hraði og tækniþróun nútímans vex verður þess jafnvel enn minni kostur. Sum tungumál, svo sem enska, franska og spænska, eru stórtungar, vel þekktar og víða iðkaðar langt út fyrir takmörk heimkynna sinna.. Önn- ur, svo sem pólska hollenzka og tamil eru af meðalstærð, talaðar af tugum milljóna manna. Loks eru svo smærri tungumál, svo sem danska, ungverska, nýgríska og singhalesamál í Ceylon, sem munu töluð af færri en tíu milljónvun hvert, er eru reglulegur talmiðill á þeirra eigin afmarkaða landsvæði. Það er hugsanlegt að hver sem er af oss geti komizt í persónulega snertingu við sérhvert þeirra og tugi annarra þar að auki. Sá möguleiki, sem fyrr á tíðum var mjög fjarlægar, er nú orðinn nær- tækur og verður æ tíðari, ef svo held- ur áfram sem við horfir. 1 vesturálfu heims eru 4 mjög útbreidd tungumál, fyrir utan Indíána- mál, sem eru fleiri en þúsund talsins og sum, svo sem quichúa í Perú og nahúatl í Mexíkó, töluð af milljónum manna. Þessi 4 tungumál eru enska í Bandaríkjunum og Kanada, portú- galska í Brasilíu, spænska töluð af tveim tugum þjóða, sem eru allt frá 30 milljónum í Mexíkó og 20 milljón- um í Argentínu niður í 900 þúsund í Panama, og loks er franska í Quebec í Kanada, Haiti, frönsku Guiana og nokkrum eyjum Frakka — og er þá sleppt hollenzku í Surínam og dönsku á Grænlandi. Af þessu leiðir, að ferðamaður í Vesturálfunni, sem vill vera, að því er málið snertir, jafnvel settur sem heima hjá sér, hvar sem hann fer og hvaða fyrirætlanir sem hann hefur, verður að hafa mjög liðlega kunnáttu í fjórum tungumálum, ensku, frönsku spænsku og portúgölsku, en það er aug- ljóslega allmikið afrek, þótt ekki sé það óvinnandi. Og þrátt fyrir það gæti hann orðið í standandi vandræðum í hollenzku Guiana og Grænlandi og sums staðar í Mexinó og Mið- eua Suður-Ameríku, þar sem þjóðtungurn- ar eru nær allsráðandi, svo að spænska eða portúgalska koma ekki að haldi. Ferðalangur, sem ætlar sér að leggja leið sína um gervallan vesturhluta Ev- rópu, mundi reka sig á enn alvarlegra tungumálavandamál. Enskan mundi nægja honum í Bretlandseyjum (þótt hann geti lent í velskum, írskum eða skozkum landsvæðum, þar sem ekki tala allir íbúarnir ensku). A megin- landi Evrópu gæti hann þurft að halda á kurmáttu í frönsku, spönsku, portú- gölsku, ítölsku, þýzku, sænsku, norsku dönsku, finnsku, serbnesku eða króa- tísku, nýgrísku og tyrknesku. f þess- ari löngu upptalningu er sleppt bret- önsku á norðaustanverðu Frakklandi, baskisku og katalónsku í Pyreneafjöll- um, rómönsku í Sviss, flæmsku í Belgíu og slóvensku í Júgósslavíu, því að flest- ir þeirra, sem mæla á þessar tungur, tala einnig eitthvert þeirra mála, er áður voru upp talin. í austanverðri Evrópu verða fyrir oss pólska, albanska, búlgarska, rú- menska, að viðbættu því sem eftir kann að vera af lítóvisku, lettnesku og eistnesku, svo og rússneskan í að- alsovétlýðveldinu ásamt hinum ná- tengdu systratungum hennar úkraín- isku og hvítrússnesku. Jí afnvel áður en komið er að Asíuhluta Sovétsambandsins mundi ferðalangur vor komast í snertingu við yms önnur sovéttungumál, sum svo sem armensku af indóevrópskum ætt- stofni, önnur svo sem georgisku af kákasiskum stofni, önnur af sömu ætt sem finnska og ungverska og eru önn- ur skyld tyrknesku. Ýmis tungumál af finnskum og tyrkneskum stofni taka þó alls ekki til megintungumála Asíu, þau eru kínverska, japanska og kór- eanska, vietnamska í Indókína, mala- jiska og javanska í Indónesíu, tíbet- anska, búrmiska og thailenzka, hindú- staní og bengalí í Norður-Indlandi, tamíl og telúgú í Suður-Indlandi, pústú í Afganistan, persneska í íran, ara- biska í Sýrlandi, Líbanon, Jórdan, írak, Jemen og í riki Ibn Sauds og loks ný- hebreska í ísrael. Þar að auki eru margir tugir annarra tungumála, sem töluð eru af mannmörgum þjóðum i Indlandi, Indónesíu og Suðaustur-Asíu. Vesturlandamaður, sem lært hefur til fullnustu eitt af þessum Asíutungumál- um, er skoðaður sem einstakt fyrir- brigði, en sérfræðingur, sem hefur þrjú eða fjögur á valdi sínu, er nánast tal- inn galdramaður. Mikilvægi þessara tungumála fer þó dagvaxandi eftir að Asía er farin að keppa við Evrópu og Ameríku á alþjóðavettvangi. f Afríku verður fyrir oss arabiska fyrir norðan Saharaeyðimörk, en þar eru líka sums staðar innan um berbnesk og kúsjítisk tungumál. Önnur tungu- mál af semíta- og kamitætt eru í Eþíópíu, Erítreu og Sómalílandi. Þá eru fjöldamörg tungumál Afríku-negra og sum þeirra, svo sem hása í Nígeríu og svahíli í Austur-Afríku eru töluð af nokkrum milljónum manna. Malgasí á eyjunni Madagaskar er skylt malaj- ísku á Havaí og Tahíti. Þá eru líka nýlendumálin frá Evrópu, enska, franska, spænska, portúgalska og ítalska, afríkanska í Suður-Afríkusam- bandinu, sem er afsprengi hollensku og í Tanganjika og Suðvestur-Afríku eru nokkrar leifar af þýzku frá því fyr- ir fyrri heimsstyrjöldina. Það eru litl- ar líkur til, að Ameríkumenn, sem ekki eru annað hvort trúboðar eða stunda Afrikuviðskipti, muni þurfa á Afríku- máli að halda. Þó var á tímum síð- asta heimsstríðsins af hernaðar- og áróð- ursástæðum afarmikil eftirspurn eftir fólki, sem eitthvað kunni í þjóðtungum þeim, sem talaðar voru í löndum Frakka í Mið- og Vestur-Afríku. Framnald á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. desember 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.