Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1967, Qupperneq 11
Bókmenntir The Room & other poems. C. Day Lewis. Jonathan Cape 1965. 18/— Day-Lewis fæddist á Irlandi af ensku foreldri, varð góðvinur Audens og Stephans Spenders. Ljóð hans voru í fyrstu mjög mörkuð marxisma, en urðu per- sónulegri eftir því, sem hann eltist. Hann hefur einnig skrifað nokkra reyfara undir dulnefni og þýtt Æneasarkviðu Virgilíus- ar með miklum ágaetum. í þessari bók yrkir hann um reynslu sína af ást og vináttu, söknuði og trega, og hafa flestir gert það áður, en sú er listin að gera það á annan hátt og þann veg eins og slíkt hafi aldrei verið gert áður en þó án þess að gera í því. Þetta gerist í þessum kvæð nm, stíll og efni falla hvert að öðru, næmleiki og hóf einkenna þau. Sum ástarkvæðin minna á kvæði franska skáldsins Eluards, sem setti saman sum fegurstu ástarkvæði á þessari öld. í sum- um þessara kvæða kennir elli- trega og angurværðar og höfund ur túlkar þessar kenndir af há- þróaðri smekkvísi. Þetta eru mjög góð kvæði. Bókin er 63 blaðsíður, band einfalt og smekk legt. Selected Poems. Robert Lowell. Faber and Faber 1965. 6/— Lowell er talinn eitt fremsta skáld Bandaríkjanna, hann fædd ist 1917 í Boston og er af gam- alli ætt þar í borg. Mörg kvæða hans eru úr umhverfi og and- rúmslofti þessarar borgar og sum þeirra fjalla um forfeður hans. Hann snérist til kaþólskr- ar trúar og fyrsta ljóðabók hans ber þess merki (1944). Ljóð hans eru mögnuð og markast sterkri hrynjandi. Þessi _bók er úrval úr Ijóðum hans, valið af honum sjálfum og gefur góða hugmynd um aðaleinkenni kveðskapar hans. Le Grand Mcaulnes. Alain-Fo- urnier. Translated by Frank Davison. Penguin Books 1966. 4/6 Bókin er gefin út í bókaflokkn um „Penguin Modern Classics. Höfundurinn fæddist 1886. Hann hlaut menntun sína í París, en þar kynntist hann Yvonne sem mótaði líf hans og verk. Þessi bók hans kom fyrst út 1912 og er tal- in með merkustu skáldverkum á þessari öld. Stlllinn er aðall þess- arar bókar og sá heimur sem höf undur skapar. Höfundurinn féli snemma í fyrri heimsstyrjöld 1914. nrm Jóhann Hannesson: / ÞANKARÚNIR Spurning ein hefir lengi leitað á og nefnd hefir verið skip- uð til að leita svars. Hvers vegna eru almennar guðsþjón- ustur svo lítið sóttar sem raun ber vitni í vorri kirkju? Um leið þarf að spyrja hvort aðsókn sé minni hér en með nálægum þjóðum og hvað telja megi eðlilega messusókn í samtíð vorri, þar sem þjóðkirkjur taka til meiri hluta borg- aranna. Alkunnugt er að kirkjusókn í erlendum fríkirkj- um er víða mjög góð, og samanburður við þser yrði ekki sanngjarn. En í sumum þjóðkirkjusöfnuðum nágrannalanda er einnig um góða sókn að ræða. Komið hef ég í kirkju, sem fullsetin var við þrjár messur sama sunnudag, og þykir ekk- ert einsdæmi. Ekkert þvílíkt á sér stað í stórum söfnuðum á voru landi, Nýlegar tölur úr lítilli borg erlendis sýna að tíu til fimmtán af hundraði fara í kirkju vikulega, en allmiklu fleiri um hátíðar. Hérlendis mun í þéttbýli algengt að færri en einn af hundraði sæki kirkju reglulega. Fleiri hlýða þó vikulega á einhverja guðsbjónustu, t.d. á samkomu eða í útvarpi. í sveitum hérlendis mun sókn jafnast á við það sem gott telst erlendis. Þó eru til staðir þar sem gestir finna jólasálma- númerin standa á töflunum fram undir páska, og er þá sann- gjarnt að spyrja hvort rétt sé að þjóðfélagið launi presta til slíkrar frammistöðu og engum láandi þótt hann svari henni neitandi. Til slíkra staða væri sennilega rétt að senda kirkju- lega ráðunauta eða kennara í kristnum fræðum. Kirkjusókn segu- ekki að öllu leyti til um áhrif kristins dóms á þjóðfélag og einstaklinga. En hún segir nokkuð til um hversu leikmenn rækja sinn almenna prestsdóm, þar sem prestur stendur í stöðu sinni. En afræki leikmenn sinn al- menna prestsdóm, þá hlýtur nokkuð að búa þar að baki, sem ekki er eins á öllum stöðum né í öllum löndum. Þátt- takan í sameiginlegri tilbeiðslu segir verulega til um skyldu- rækni manna gagnvart Guði og samfélaginu. Það er ekki eðlilegt að vænta mikillar kirkjusóknar af skattsvikurum, sem reyna að fara á bak við náungann og eigin samvizku og lítilsvirða sitt veraldlega þjóðfélag, en aftur á móti má vænta hennar af heiðarlegum mönnum. Erlendir söfnuðir, sem kirkjuræknir eru, hafa margir fyrir löngu eignazt sín eigin elliheimili, skóla og barnaheimili, áður en ríkið fór að láta slík mál til sin taka. Örugg svör við spurningunni um orsakir dauflegs (eða einskis) sambands manna við tilbeiðslulíf sinnar eigin kirkju verða ekki fundin nema með „religions-sociologiskum“ at- hugunum, er kosta fé, tíma og kunnáttu, því leita þyrfti einnig að fylgifyrirbærum. Rökstuddar vinnutilgátur má hins vegar setja fram, byggðar á viðræðum við menn og öðrum athugunum, 1. Kirkjulegt appeldi virðist hafa mislieppnazt á liðnum áratugum, sennilegra vegna flausturslegrar fermingarfræðslu og afrækslu kristinna fræða í æðri skólum. Sumir mennta- menn eru álika ófróðir og börn um einföld atriði í sínum eigin átrúnaði og vita lítið um rætur þeirrar menningar, sem þeir lifa og hrærast L 2. Kirkjur hafa verið lokuð hús mestan hluta vikunnar, nema þegar grafa skal framliðna. Erlendis er borgarkirkj- um víða haldið opnum langan tíma alla daga og menn venj- ast á að fara inn í þær til hljóðrar einkatilbeiðslu. Daglegar kveldbænir eru fluttar í sumum þeirra, og margt annað gert, sem óþekkt er hjá oss. 3. Á messutíma árdegis sofa margir, en aðrir lesa blöð eða matreiða. Útvarpsmessur deyfa athygli manna, því útvarpið er víða notað til að mynda baktjalda-klið (baekground noice) allan daginn. Einkum virðast yngri menn dasaðir og óupp- lagðir fyrri hluta sunnudaga. 4. Lífsvenjur nútímamanna hafa tilhneigingu til að lok- ast inni í hring, sem þeir komast ekki út úr, heldur verða að halda sér innan hans, líkt og nautpeningur í girtu hag- lendi eða farartæki, sem alltaf fara sömu slóð í öllum sínum gerðum. Menn fara frá svefnstað heima á vinnustað, mat- stað, skemmtistað og aftur heim, með eins litlum sambönd- um og auðið er við allt sem lifir utan hringsins, svo sem við jurtir, dýr, eigin börn eða annarra, náttúruna, kirkjuna, ná- granna og allt, sem er „óviðkomandi“ í þjóðlífinu, nema þeir neyðist til. Komast menn þá inn í lágmarksáreynslu og lágmarkslif, en tilhneigingin til lágmarkslífs hefir verið rann- sökuð í nýjum borgarhverfum erlendis og virðist ná tök- um á mörgum. 5. Þar sem fjöldi manns tekur ekki þátt í öðrum helgum athöfnum en þeim örfáu, sem framkvæmdar eru á þeim sjálfum eða ástvinum þeirra, myrkvast skilningur manna á flestum innri þáttum hins heilaga, og afstaðan verður lík til- vist fanganna í frægri dæmisögu Platóns um mennina, sem bundnir voru inni í hellinum, og skynjuðu aðeins skugga á hellisgaflinum. Margir hafa ekki af öðru að segja en hlið- stæðum skuggaskynjunum að því er tekur til hins heilaga. 6. Messur í útvarpi efla þetta skuggalíf með því að setja á það sam-gamlan einhliða blæ, með sömu-gömlu prestun- um sömu-gömlu ræðunum, sem sama-gamla málrómnum, sama gamla tóninu, sömu-gömlu hugmyndunum og sama-gamla söngnum, enda vita þeir greindari meðal presta að þeir „tala sig dauða“ í útvarpi, nema þeir kunni þá list að flytja lögmál og fagnaðarboðskap þannig að andleg endurnýjun komi sjálf- krafa frá Orðinu. Þótt prestar séu fullir velvildar, hefir raun- in orðið sú að þeir hafa mjakað mönnum (ekki sett þá) út af sakramentinu, en kórarnir með samskonar velvild mjakað mönnum út úr söngnum. Vilja því nærgætnir menn hvorki ó- náða prest né kór með því að koma í kirkju, þegar messan lik- ist boltaleik milli kórs og prests, langt fyrir ofan höfuð safnað- armanna, hvílandi í eigin ágætleika. A erlendum bókamarkaði Saga 18th Century Europe 1713—1789. M. S. Anderson. Oxford Univer- sity Press 1966. 7/6 Dyroff. Deutsche Taschenbuch Verlag 1966. DM 3.80. Bókin er gefin út í „dtv doku- mente“ og hafa komið fleiri heim ildarrit út í þeim bókaflokki. í þessu riti segir höfundur sögu Vínarfundarins ritar ágætan inn- gang og lýsir síðan aðgerðurn og ákvörðunum fundarins, en þessi fundur markaði sögu Evrópu fram að fyrri heimsstyrjöld. Oll þýðingarmeiri skjöl eru birt, bókaskrá og registur fylgir. Debates with Historians. Pieter Geyl. The Fontana Library 1962. 7/6. Geyl prófessor í Utrecht á Hol landi er einn fremsti meðal sagn „Opus“ heitir nýr bókaflokkur Oxford útgáfunnar, þar eiga að birtast úrdrættir og inngangar að ýmsum fræðum. Þar á að gefa út að nýju ýmis rit úr hinum vinsæla bókaflokki „Home Uni- versity Library“ í nýjum endur- skoðuðum útgáfum og auk þess ný rit, sem þetta. „Opus“ er skammstöfun á „Oxford Paper- backs University Series“. í þessu kveri eru dregnir sam an höfuðþættir Evrópusögunnar írá 1713—1789. í upphafi aidar- innar markast öll stórmál evrópskra ríkja af liðnum tíma og fornri hefð en við aldarlokin hefst nýtt tímabil. Höfundur rekur pólitíska og efnahagslega sögu þessa tímabils. Der Wíener Kongress 1814—15. Die Neuordnung Europas. Her- ausgegeben von Hans-Dieter Sachs, Nelly: Eli. Ett mysterie spel om Israels lidande. Johann- es Edfelt þýddi á sænsku. Sth., 1966. 79 s. Skáldkonan Nelly Sachs, sem fékk Nobelsverðlaun síðastliðið ár ásamt Samuei Agnon, er sem kunnugt er Gyðingur og ritar á þýzku, en hefui verið búsett í Svíþjóð síðan 1940. Er hún viður kennd eitthvert mesta ljóðskáld- ið, sem ritar á þýzku á vorum dögum. Leikritið Eli fjallar um atburði eftir síðasta stríð, þegar fólk var bæði andlega og líkam- lega 1 sárum og hús í rústum. Leikritið er ljóðrænt, fullt af þunglyndi og þjáningu. Sachs, Nelly: Flykt och förvandl- ing. Sth., 1966. 7 s. Þetta er úrvai ljóða skáldkon- unnar á sænsku og kom fyrst út í FIBs lyrikklubb 1961. Johannes Edfelt ritar formála um höfund þessara fögru ljóða. Sachs, Nelly: Án hyller döden livet. Sth., 1966. 71 s. Þetta eru þýðingar sænska skáldsins Eriks Lindegrens á ljóðum eftir skáldkonuna. Bókin kom fyrst út 1964. McPherson, Thomas: The Pliil- osophy of Religion. London 1965. 218 s. Höfundur er kennari í heim- speki við háskóla i Cardiff. Hann tekur hér til meðferðar afstöðu fræðinga. Hann dvaldi langdvöl- um á Englandi, sem fréttaritari og prófessor í hollenzkri sögu við háskólann í London. f þessari bók rekur hann kenningar ým- issra merkra sagnfræðinga og gerir sínar athugasemdir við kenningar þeirra. trúarbragðanna til siðfræði, syndar og siðleysis. Einnig fjall- ar hann um sálarfræði trúar- bragða o. s. frv. Hefur þessi bók hans fengið lof fyrir ljósa fram- setningu og víðsýni. Cameron, Ian: Lodestonc and Evening Star. The saga of exploration by sea. London 1965. 288 s., myndir og uppdrættir. Þetta er fjörlega rituð bók um sjómenn og landkannanir, allt frá leiðangri Hatshepsut drottn- ingar til Suður-Arabíu 1493 f. Kr., Föníkíumanna umhverfis Afríku um 600 f. Kr., Pyþeasar til Bretlands og Ultima Thule 310 f. Kr. og til leiðangurs Nans- ens á Fram 1893-96. Ekki er vist, að allir sagnfræðingar séu sam- mála niðurstöðu höfundar, en eigi að síður er bókin mjög fróð- leg og skemmtileg aflestrar. 19. febrúar 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.