Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 2
»r Á H n^n ÍFl lfT n/au7 nn udJ lU lil Jíli IMil JU m\l arprýði og umbætur, heimreiðin að Laxnesi í tvær áttir. Það var oft minnzt á heimreiðina með hrifn- ingu, einkum af þeim sem vissu, hvernig það var áður illfært suma tíma árs í rigningatíð. M lTl.örg fyrstu árin lagði Guðjón mesta áherzlu á túnræktina, en túnið var eins og áður segir bæði þýft og blautt. Það fyrsta var að girða túnið allt af með gaddavír, og það graslendi, sem talizt gat til túnstækkunr, sem var norðan og austan megin bæj- arins. Öll jarðvinnsla þá og löngum síðar var unnin með handverkfærum, sem útheimti mikinn vinnu- 4. kraft, ef einhverju átti að koma áfram sem um munaði, en þá var öll jarðabótavinna mörgum sinn- um afkastaminni og dýrari en síðar varð með stór- virku vélunum, sem skila tugum sinnum meiri vinnu og kostnaðarminni í svipuðu hlutfalli. En þá var líka aftur á móti auðvelt að fá góða verkamenn, sem kunnu og voru þaulvanir jarðvinnsluverkum með skóflunni og ristuspaðanum eins og það, að slá með orfinu. Það var algengt þá, að góðir ofanafristu- menn skiluðu 70 ferföðmum á dag og dag eftir dag, og sumir afburðaofanafristumenn miklu meiru. Guðjón hafði alltaf einn eða fleiri ofanafskurðar- menn á haustin, sem ýmist voru að rista ofanaf í túninu eða grafa uppþurrkunarskurði í gamla tún- inu, sem var svo víða blautt. Flest árin sléttaði Guð- jón aldrei minna en eina dagsláttu á ári og stundum meira nokkuð einkum fyrstu árin, meðan hann var að ráða niðurlögum þýfisins. Þetta þótti þá mikið og langt umfram það, sem aðrir bændur gerðu að jarðabótum á þeim tíma. Þó var almennt þá og undantekningarlítið vaknaður áhugi bænda á tún- sléttun og öðrum jarðabótum, en samt var það í smáum stil hjá flestum, sem ekkert höfðu umfram sínar eigin hendur og skófluna. Þá var hvergi til plógur nema rétt hjá einstaka bónda. Varð því að stinga upp flögin með skóflu, mylja og jafna eins og kálgarða. Guðjón fékk sér alltaf plægingarmann til að plægja flögin á haustin, þegar búið var að rista ofanaf. Hann átti sjálfur plóg og herfi, og flýtti það stórum fyrir jarðvinnslunni og sparaði vinnu og erfiði og mikið atriði að láta gróftvinna flöggin undir veturinn, þá var léttara að jafna þau að vorinu, áður en þakið var yfir. Guðjón í Laxnesi hafði mikil bein og óbein áhrif á sveitunga sína og nágranna um jarðræktar- framfarir og margt fleira, og bændur veittu athygli ýmsum nýjungum, sem hann kom með, eða vinnu- aðferðum, er þeir sáu að betur fóru. Það er ævin- lega svo um þá menn, sem ganga á undan öðrum í dugnaði og framtakssemi, að þeir hafa þessi óbeinu vekjandi áhrif á aðra og ýta við þeim án beinna afskipta. Guðjón var einn af þessum mönnum. Hann var alltaf fyrstur allra með vorverkin, byrjaði túnávinnslu löngu á undan öðrum og tók að þekja yfir flögin um leið og klaki þiðnaði. Þessu var tekið eftir á hinum bæjunum og af nágrönnunum. Þá var d oft sagt: Guðjón í Laxnesi er farinn að „vinna á“, búinn að taka upp móinn eða: Það er farið að slá í Laxnesi. Þetta var oft sagt og er óbeinn saman- burður, sem hinum er ekki sama um og varð til þess, að aðrir byrjuðu hjá sér á sömu verkum fyrr en ella. Jafnhliða túnræktinni og stækkun túnanna, sem Guðjón lagði mjög mikið kapþ á, byggði hann oftast eitthvað árlega eða endurbætti, enda margt sem kallaði að og koma þurfti í verk. Hann lét endur- bæta og breyta að nokkru íbúðarhúsinu; þótt það væri tiltölulega nýlegt, þá var það í vanhirðu. Hann kom inn í það vatnsleiðslu og frárennsli. íbúðar- Framkv.stJ.: Sisfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður BJarnason frá Vigur. Matthlas Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. RitstJ. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Kítstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík Bærinn í Laxnesi eins og hann var þegar Guðjón og Sigríður bjuggu þar. herbergi innréttaði hann í kjallara fyrir verkamenn og fleira. Síðar, 1915, stækkaði Guðjón íbúðarhúsið til muna. Og varð það þá með allra beztu og rúm- mestu íbúðarhúsum í sveit, sem þá þekktust. fyrstu árunum stækkaði hann og endur- byggði heima heyhlöðuna og byggði síðar nýtt fjós meðfram hlið hlöðunnar úr klofnum grásteini, múrað, og með steyptum flór. Þá þótti þetta betra og vandaðrá fjós en til var í sveit og þægilegra, þar sem heyhlaðan var við hliðina á fjósinu og í sömu gólfhæð og bera mátti heyið í fjósið án þess að fara með það út, en alls staðar var þá fjósið á öðrum stað og heyhlaðan á hinum. Nokkru síðar byggði Guðjón áburðarhús úr klofnu grjóti, múrhúðað og steypt gólf, með góðri yfirgerð. Ég hygg, að óvíða þá hafi verið byggð áburðar- geymsluhús; a.m.k. var það ekki þá til í okkar byygð- arlagi og þótt víðar væri skyggnzt til á þeim árum. Á þessu sviði, um nýtingu áburðar og hirðingu, sem flestu öðru, var Guðjón mikið á undan sínum sam- tíðarbændum. Árið 1910 byggði Guðjón ein þau bezt gerðu fjár- hús og heyhlöðu að formi og fyrirkomulagi, sem hvergi áður sást á bóndabýli að stílfegurð og góð- um frágangi. Ég var þá og jafnan sem margir aðrir hrifinn af að koma inn 1 þessi hús. Krærnar feti breiðari en þá þekktist í fjárhúsum, gluggar stórir, garðarnir klæddir borðum, þurrt torf undir járnþak- inu á þéttum rimlum, heyhlaðan á bak við og hlöðu- gólfið lítið lægra en fjárhúsgólfið, þar af leiðandi þægilegt að bera heyið fram á garðana. Svo var baðker í enda garðans. Það liðu 20 ár eða meir þar til ég a.m.k. sá þessa gerð fjárhúsa og þó ekki enn jafn sviphreina samræmingu. Að vísu nú víða stærri í sniðum, því sauðfé sem öðrum búpeningi hefur fjölgað stórum mikið á síðari árum hjá bændum yfirleitt. Árið 1912 gerði Guðjón mikla fjárgirðingu í Lax- neslandi, sem þá var að heita mátti næsta nýstárleg búgrein, ef svo mætti að orði komast. Girða lét hann af stórt land, sem heitir Skógarbringur, og nokkru meira land þeim fylgjandi. Þetta er gott beitar- og fjárland og að miklu mestu graslendi og skjólgott í kuldaátt. Þetta girta land var um 1,5 km! eða meir. Girðingin öll mjög vönduð og allur frágangur góður. Allir girðingarstólpar úr galvaniseruðu vinkiljárni, sem borað var fyrir í stóra viðráðanlega steina, sem færðir voru á línuna. Undir alla girðinguna var svo hlaðið eitt fet eða meir eftir landslagi. Það var mikil vinna að koma öllum steinunum á girðingarstæðið, þeir þurftu að vera allvænir, en landið nokkuð bratt á köflum, síðan að bora ca. 10 cm. holu í hvern stein, sem stólpinn var rekinn niður í. Þessi fjár- girðing var mikil jarðabót og gagnleg Laxnes- bóndanum. Það var öllum ljóst um leið og hún var komin, enda þótt flestum þá hafi fundizt þessi girð- ing dýr og í mikið ráðizt. En Guðjón var mikill búmaður og hygginn og í senn mikill framfara- og atorkumaður og jafnhliða gætinn. „Taka aldrei stærra í einu en maður ræður við fjárhagslega," voru hans eigin orð. Jr að kom brátt í ljós, að það varð mikill vinnu- sparnaður og beinlínis afurðaöryggi í sauðfjárrækt- inni eftir að búið var að girða þessa landspildu fjárheldri girðingu. Laxneslandið er ekki stórt mið- að við -sumar aðrar jarðir eins og áður er sagt, en liggur hinsvegar mjög vel við ágangi fénaðar ann- arra á alla vegu, og sótti m. a. af þeim sökum heima- fénaður þaðan til fjalla og heiða og þá ekki sízt um sauðburðartímann. Þetta sá Guðjón fljótt og vissi, hversu mikla þýðingu það hafði að geta geymt ærnar í lokaðri girðingu um sauðburðartímann. Það sýndi sig fljótt með reynslunni, hversu þarna var um mikinn vinnusparnað að ræða og beinan fjárhags- legan hagnað, sem kom fram í betri gæzlu fjárins og minni vanhöldum. í þessa girðingu var ánum sleppt á vorin og þær hafðar þar fram yfir sauðburðinn og þar til rúið var og rekið til fjalls. Það að geta gengið til ánna um sauðburðinn kvölds og morgna og fylgzt með hverri kind sem bar og engin aðkomukind að villa fyrir, því þarf ekki að lýsa fyrir neinum, sem veit hvað er að fylgjast með ám um sauðburð víðs vegar út um haga, enda kom það fljótlega í ljós. Það var varla, að Guðjón missti lamb á vorin um sauðburð- inn, beinlínis vegna þess að eftirlitið var auðvelt og öruggt. þessum árum var almennt hjá bændum fært frá ánum og víða nokkuð fram yfir 1920. Guð- jón í Laxnesi færði frá sem aðrir. Þá var hjáseta á daginn og ærnar hýstar inni á nóttunni. Fara varð með ærnar mjög snemma í haga á morgnana, áður en mjaltað var, en í Laxnesi eftir að girðingin kom var tekið upp annað búskaparlag í þeirri grein. Þá var hægt að leggja niður hvort tveggja: hjáset- una og innilegu ánna á nóttunni. Ærnar voru bara sóttar í girðinguna kvölds og morgna fyrir mjaltir, og þurfti ekki meira fyrir því að hafa á annan hátt. Auk vinnusparnaðar sem áður segir, gerðu ærnar meira gagn, þar sem þær lágu úti á nóttunni í góð- um haga. Þessi fjárgirðing var góð og gagnleg jarðabót, sem jörðin Laxnes bjó lengi að síðan eins og flestum verkum Guðjóns þar bæði jarðrækt og húsagerð, sem síðari ábúendur nutu lengi eftir hann. Þótt fleira mætti telja af framkvæmda- og umbóta- verkum Guðjóns þar, bæði jarðrækt og húsagerð, árin, sem hann lifði, þá sýna þessar fáu myrtir framfarahug og dugnað bóndans, sem hafði óbtf- andi trú á ræktun landsins og bóndastarfinu, eins og hann sagði stundum sjálfur, þegar hann var að ýta undir aðra: „Ef við reynum að færa okkur í nyt það sem landið getur gefið, fáum við það borgað.“ Guðjón í Laxnesi var mjög góður bóndi í víð- ustu merkingu þess orðs. Sjálfur var hann mikill starfs- Og áhugamaður um alla hluti, sem hann var að láta gera og framkvæma. Alltaf sístarfandi sjálfur úti eða inni, þegar hann var heima. Ég held að megi segja, að ég hafi engn þekkt eins nýtinn á tíma og Guðjón. Hann gat alltaf fundið verkefni handa sér og öðrum á heimilinu, þegar ekki var verið í föstum útiverkum og gegningum á vetrum, en þó frásneiddur því að vera ágengur við fólkið sitt á þess eigin tíma og frídaga. Hann var mjög reglu- samur með alla útivinnu, sem unnin var á sama tíma, jafnt skepnuhirðingu sem annað, og mátti heita að öll vinna undantekningarlaust byrjaði snemma að morgni, en aldrei verið lengi að á kvöldin, ekki einu sinni um sláttinn. S ama var að segja með öll áhöld, sem verið var að nota. Þau varð að láta á einn og sama stað í svokallaða skemmu þar við bæinn, sem öll verk- færi voru geymd í, sem inn var hægt að láta. Eins var hvaða áhald sem bilaði eða annað, sem aflagað- ist, þá lét hann gera við eða gerði við það strax. Oft- Framhald á bls. 13 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.