Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 3
HÚN byrjaði að leika gamlar konur með gráa hárkollu. HÚN er sex fet að hæð og les um stjórnmál og efnahagsmál. HÚN hlaut viðurkenningu fyrir leik sinn í leikritum Shakespeares. um, segja menn, sex feta kynþokka- dís, sem fyllir kvikmyndahús beggja vegna Atlanzhafsins. Leikdómarar hafa þó aldrei efazt um hæfni henn- ar og dómar þeirra hafa stundum minnt á ástarbréf. Hún lítur einnig sínum augum á heiminn og hefur að sögn sett met í því hve oft hún hefur verið handtekin fyrir stríðs- mótmæli á Trafalgar Spuare. En það var þó afburðagóður leikur hennar í kvikmyndinni Morgan, sem gerði það að verkum, að hún náði skyndi- legri heimsfrægð tuttugu og níu ára að aldri. Fyrir leik sinn í þessari mynd hlaut hún fyrstu leikkonu- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikdómarar voru undr- andi að sjá algerlega nýja Vanessu Redgrave, en þetta hefði ekki þurft að koma þeim á óvart, því að Van- essa Redgrave er kona margbrotin og óvenjuleg að gerð. ýEtt Vanessu Redgrave var þannig rakin í tímariti fyrir skömmu: Einu sinni var Englendingur, sem hét Fortun- atus Augustus Scudamore. Hann skrif- aði hryllingsleikrit í væmnum Viktor- íönskum stíl og hafði þessvegna ekkert sinn í þeirri mynd. Lynn, sem er tuttugu og fjögurra ára, hlaut almenna aðdáun fyrii leik sinn í brezkri mynd, sem heit- ir Georgy Girl. Og loks Vanessa, sem gerði hlé á glæsilegum leikferli á ensku sviði til þess að leika í tvemur kvik- myndum Morgan og Blow-Up. „Án þess að til þess væri ætlazt eða að því stefnt birti leikur Vanessu Redgrave í þessum tveimur myndum kvikmynda- húsgestum áhrifaríkasta sambla'nd af dulúð og þokka, sem sézt hafði á kvikmyndatjaldinu frá því að Greta Garbo var upp á sitt bezta“, segir í nýlegri grein um Redgravefjölskyld- una. v » anessa hóf sviðsæfingar í list- dansskóla þegar hún var átta ára að aidri. „Þegar ég var þrettán ára“, segir hún, „varð ég að hætta að dansa í heilt ár vegna þess að ég óx of hratt og ég átli um tíma vanda til yfirliða. Ég man eftir því, að þegar ég var fjórtán ára, leit ég upp á móður mína og sagði: „Nú vona ég að ég sé hætt að stækka“. Sex árum síðar þurfti hún að horfa upp þegar við ræddumst við. Foreldrar mín- ir voru mjög nærgætin við mig. Þau sögðu' „Vertu stolt af þessu. Vertu stór. Vertu stór. En ég var rnjög óhamingju- söm þrátt fyrir það. Ég fyrirvarð mig fyrir stærð mína og gömlu fötin og hræðilegu sokkana, sem brezkar stúlk- gengu í á þessum árum. Þetta er nú alll liðin saga, guði sé lof“. egar Vanessa var sextán ára gerði faðir hennar tilraun til að beina henni inn á svið söng- og gleðileikja. Vanessa segir: „Við tókum þetta mál tfyrir einu sinni við hádegisverðarborð- ið. Pabbi sagði að ég hefði góða söng- rödd, að ég gæ'ti dansað og að ég gæti leikið — og það væri alltaf nóg að gera fyrir fólk, sem gæti þetta þrennt. Ég sá sjálfa mig í anda gnæfa yfir hitt fólkið í kórnum. Tillagan höfð- aði til ímyndunaraflsins. En svo fór ég til Ítalíu í þrjá mánuði til að hugsa málið í kyrrð og næði. Og mér varð það spurn, hvenær ég gæti leikið, ef ég eyddi tímanum við dans og söng? Eg komst því að þeirri niðurstöðu, að mig langaði framar öðru að innritast í reglulegan leikskóla". Þetta gerði Vanessa, og fljótlega fór hún með leikflokki í leikför um brezk sjávar- þorp, þar sem hún lék nýtt hlutverk i hverri viku — „venjulega einhverja eldri konu.. Ég var með gráa hárkollu á hverju kvöldi". En þetta var áður en leikstjórar höfðu gert sér ljóst að Vanessa bjó yfir kynþokka. að er ekki langt síðan að hvorki kynþokki né rökrétt afleiðing hans í kvikmyndaheiminum, stjörnufrægð, var ■tengt nafni Vanessu Redgrave í hug- um fólks. Það var ágætt að vera góð leikkona í hlutverkum Shakespearé- leikrita, en til þess að geta orðið fræg kvikmyndastjarna var nauðsynlegt að vera gædd alveg sérstökum eiginleik- um. í heimi, sem hefur þá trú, að all- ai þokkadísir þurfi að vera eitthvað Framhald á bls. 11 Vanessa Redgrave HÚN lék í kvik- mynd og varð í einni andrá heimsfræg kynþokkadís. HÚN er með- limur frægustu leikarafjöl- skyldu, sem nú er uppi. V anessa Redgrave er stjarna, sem um þessar mundir lýs- ir á himni leiklistarinnar. Hún var þekkt og viðurkennd fyrir leik sinn í leikritum Shalkespeares, en til skamims tíma datt engum í hug að nefna kynþokka í sambandi við hana. En nú er hún allt í einiu, með ólíkind á móti því, er Margaret dóttir hans giftist árið 1907 leikara að nafni Roy Redgrave. Þetta hjónaband var eigi að síðui slæmt fyrirtæki, en áður en þáð leystist upp í Ástralíu þremur árum síðar, höfðu þau Roy og Margaret ó- viljandi lagt grundvöll að heilum ætt- hálki leikara. Þessi ættbálkur hefur blómgazt í Englandi í þrjá áratugi, en það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem honum hefur verið veitt jafn mikil at- hygli beggja vena Atlantzhafsins sem fremstu fjölskyldu í leiklistarheiminum um þessar mundir. Að þessu leyti geng- ur Redgrave-fjölskyldan næst Barry- more-fjölskyldunni. eir meðlimir Redgrave-fjölskyld- unnar sem hæst ber um þessar mundir, eru Michael Redgrave, sem er talinn ganga næst Sir John Gielgud og Sir Laurence Oliver að ensku mati. Frú Red- grave, sem leikur undir nafninu Rachel Kempson, er sögð ágæt leikkona, enda þótt hún heyri til þeim hópi, sem minna ber á sviðinu. Börn Redgravehjónanna eru: Corin Redgrave, sem er tuttugu og sjö ára og lék fyrsta stóra hlutverkið í kvikmyndinni A man for AU Seasons. Hann hlaut mjög góða dóma fyrir leik- 2. apríl 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.