Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 10
HAFNS060M ÚR SÖGU REYííJAVÍtUm Hinn athuguli og glöggi fræðimaður, dr. Jón bisk- up Helgason, hefir birt nöfn hafn- sögumanna í Reykjavík. En þeirri skrá lætur hann fylgja þessa athugasemd: „Ekki hefir tekizt að grafa upp hvenær allur þorri hafn- sögumanna á 19. öld hefir byrjað starf sitt eða hætt því. Getur og verið að nokkra vanti“. Úr því verður ólíklega bætt héðan af, og þess vegna verður skránni fylgt hér eins og hún er fram að þeim tíma er hafnsögumenn eru ráðnir starfsmenn hafnarinnar og taka ákveðin laun. Þegar litið er yfir skrána vekur það fyrst athygli, að allir hafnsögumenn- irnir eru Vesturbæingar. Varla má skilja þetta svo, að þeir í Vesturbæn- um hafi verið taldir svo miklu betri sjómenn en hinir, sem áttu heima fyr- ir ofan læk, að þeir hafi verið taldir sjálfsagðir til þessa starfs. í Austur- bænum voru á sama tíma margir af- burða góðir sjómenn, en þó hefir al- veg verið gengið fram hjá þeim. 1 fljótu bragði finnst mér ástæðan til þessa varla geta verið önnur en sú, að Vesturbæingar hafi verið taldir standa bezt að vígi að rækja hafn- sögumannsstörfin. Gæti þá komið til mála, að betur hefði sézt til skipa- ferða við Gróttu úr Vesturbænum held- ur en annars staðar, og alveg er víst að þar var mikill munur á í Skuggahverfinu. Hitt kemur líka til greina, að skemmra var úr Vesturbæn- um til móts við skip heldur en úr Austurbæ j arvörunum. A skýrslunni má sjá, að helm- íngur hafnsögumanna átti útræði úr vörunum fyrir utan Örfiriseyjargranda. En hinir áttu uppsátur í Grófinni eða á Hlíðarhúsasandi. Gátu þeir orðið jafn viðbragðsfljótir og hinir í ytri vörun- um, ef þeir gátu farið beint yfir grand- ann, en það var ekki alltaf, því að bátum var ekki fært yfir grandann ef sjór var hálffallinn. Þá hefðu þeir þurft að fara yfir álinn milli Örfiris- eyjar og Engeyjar og út með Akur- ey, og munaði það miklu á vegar- lengd er fara skyldi vestur fyrir Gróttu. Nú er talað um það, að hafnsögu- menn eigi að leggja sér til fjögurra- mannaför, en verði þó að hafa vísa sexæringa ef illt sé í sjó. Hér var það venja að róa á sexæringum á vetrar- vertíð, en minni bátum á vorvertíð. Hefir því hver hafnsögumaður senni- lega átt tvo báta mismunandi stóra, gat hann þá geymt minni bátinn í einhverri vörinni fyrir útan Granda, t.d. í Stóraselsvör. Það var líka talið æskilegt að hafnsögumenn ætti heima sem yzt á nesinu, og má vera að það hafi verið talið nógu utarlega á nes- inu, ef „lóðsbátar" voru í vör utan Granda, og munaði miklu á því og vörunum niður í Skuggahverfinu. Þetta hygg ég að hafi riðið bagga- muninn um val hafnsögumanna, en ekki hitt, að gert hafi verið upp á iíiilli manna Qg þgjr í Vesturbænum hafi verið taldir betrí sjóhiéiin Sn Austurbæingar. Að svo mæltu verður minnzt nokk- uð á hafnsögumennina sjálfa og þeir taldir í sömu röð og dr. Jón biskup Helgason nefnir þá. En þess skal get- ið hér, að fjórir hinir fyrstu hafa ver- ið hafnsögumenn fyrir 1828, eða áð- ur en reglugerð um hafnsögu var sett og hafnsögumönnum fengið emb- ættisbréf. 1. Jón Magnússon í Landakoti. Hann hafði auknefni og var nefndur Jón skjallari. Mun hann hafa verið fyrsti EFTIR ÁRNA ÓLA hafnsögumaður hér eftir að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, og sennilega gegnt því starfi til dauðadags 1808. Hann mun hafa haft uppsátur í Sels- vör. Jón skjallari fékk auknefni sitt af því, að hann skrumaði mikið um dugn- að sinn og vitsmunum og hrærði ís- lenzku og dönsku saman í tali sínu. 2. Jón Jónsson í Litla Landakoti var sonur Jóns skjallara og hafði líka sitt auknefni og var kallaður Jón sori. Hann varð hafnsögumaður eftir föð- ur sinn, en hafði þótt heldur óknytta- samur í æsku. Faðir hans ætlaði að setja hann til menta og kom hon- um í Hólavallarskóla en hann varð þar fljótt óvinsæll meðal skólafélaga sinna, þvi að þeir töldu að hann bæri „slúð- ursögur" í Jakob Árnason, sem þá var skólameistari. Ákváðu piltarnir að gefa honum ráðningu og fóru með hann um kvöld niður á tjörn og af- hýddu hann þar með bleyttri skjóðu. Þetta varð til þess að Jón sori sást ekki framar í skólanum. En hann mun hafa orðið duglegur sjómaður og hef- ir hann haft útræði sitt í Selsvör eins og faðir hans. Jón sori fékk uppnefni sitt af því, að hann var blestur í máli og gat aldrei sagt þ. Þegar hann ætlaði að segja: Ég þori, þá varð alltaf úr því: Ég sori. 3. Davíð Guðmundsson í Hlíðarhús- um. — Um miðja 18. öld settist norð- lenzkur maður að í Hlíðarhúsum, Guð- mundur Davíðsson af nafni. Hann kvæntist Björgu Jónsdóttur, syttur Giss- urar á Arnarhóli. Sonur þeirra var Davíð (f. 1747). Hann gerðist snemma starfsmaður hjá Holmsverzlun og má vera að þess vegna hafi hann orðið hafnsögumaður. Hann var aldrei kall- aður annað en Davíð lóðs, Meðan hann var hjá verzluninni lenti hann eitt sinn óvart í helgidagsbroti. Það var árið 1768. Þá var Arv Gudmansen yf- irmaður verzlunarinnar og á trinitatis reið hann upp að Elliðavatni til að skoða fjárbúið. Hafði hann með sér - SÍÐARI HLUTI tvo fylgdarmenn, Davíð og Jóhann Jóhannsson í Ánanaustum, en báðir voru starfsmenn verzlunarinnar. Þá var fyrir fjárbúinu Hróbjartur stúdent Sigurðsson, sem kallaður var „Hrúta- barón“. Arv skoðaði féð, dvaldist svo um stund inni hjá bónda. Síðan fór hann út á tún og mataðist þar með mönnum sínum eins og títt var í út- reiðum að menn m'ötuðust úti. Að þvi loknu fóru þeir að spila og spiluðu um stund. Síðan fékk Arv sér miðdegis- blund og hélt svo heimleiðis. En fyr- ir þetta var hann kærður fyrir marg- falt helgidagabrot, fyrst fyrir það að hafa sjálfur óvirt sabbatsdaginn og dregið fylgdarmenn sína út í að gera það líka, í öðru lagi fyrir að hafa hindrað Hróbjart að lesa húslestur yf- ir fólki sínu og í þriðja lagi fyrir að hafa teymt bóndann á Ártúni með sér upp að Elliðavatni og þannig vald- ið því að hann framdi helgidagsbrot. — Arv var sektaður fyrir þessar yfir- sjónir og er ekki fyrir að synja að þar hafi nokkru um ráðið hve óvin- sæll hann var. Davíð kvæntist Ástu Sighvatsdót-t- ur, systur Þórðar í Hlíðarhúsum, og bjuggu þau hjón þarna alla ævi. Þótti Davíð vera einhver ötulasti sjósókn- ari hér í bæ og hafnsögumaður hefir hann verið fram yfir aldamót, en sein- ustu árin var hann blindur og dó 1821. 4. Torfi Jóhannsson í Ánanaustum Foreldrar hans hétu Guðrún Engil- bertsdóttir og Jóhann Jóhannesson, sem bjuggu í Arnarhólskoti um miðja öldina, en fluttust síðan að Ánanaust- um. Arnarhólskot eða Litli Arnarhóll stóð við vörina niður frá Arnarhóli, rétt austan við Batteríið. Torfi var farinn að búa í Ánanaustum þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og var talinn mikill atorkumaður. Hann andaðist árið 1829, eða árið eftir að hafnsögureglugerðin var sett. — Einka- dóttir Torfa hét Margrét og giftist Guðlaugi Ólafssyni frá Hurðarbaki í Kjós. Hafa þau orðið mjög kynsæl. 5. Jón Jóhannesson í Hákonarbæ. Hann mun hafa verið einn af fyrstu lög- giltu hafnsögumönnunum og hafði hann útræði sitt í Grófinni. Hann var son- ur Jóhannesar verzlunarmanns á Bildu- dal og Ragnheiður Jóhannsdóttir á Arnarhóli og Ánanaustum. Bræður Jóns voru þeir Jóhann Jóhannesson í Hlíðarhúsum og Jens Jóhannesson í Garðhúsum. Kona Jóns í Hákonarbæ var Halldóra Sigurðardóttir vefara, Þórðarsonar kembara Péturssonar. Þórður var einn af fyrstu starfsmönn- um innréttinganna. — Synir Jóns og Halldóru voru þeir Torfi í Hákonar- bæ og Geir skóari. 6. Jón Davíðsson í Hlíðarhúsum. Hann var sonur Davíðs lóðs og mun hafa tekið við af föður sínum. Kona hans var Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir timburmanns í Tjarnargötu. Áður hafði hún verið gift Jóni Guðmundssyni vaktara á Kleppi og voru börn þeirra: Jón í Austurbænum í Hlíðarhúsum og Margrét kona Jóhanns Jóhannessonar, bróður Jóns í Hákonarbæ; þau bjuggu í Miðbænum í Hlíðarhúsum. En dótt- ir Jóns lóðs og Ingíbjargar var Krist- ín er átti Ólaf Andrásson úr Engey og bjuggu þau einnig í Hlíðarhúsum og reistu þar Norðurbæinn og vcru börn þeirra Jón ólafsson í Hlíðarhús- um og Ingibjörg Kristín kona Jóns Guðmundur í Hlíðarhúsum. Systir Jóns lóðs var Guðrún kona Tómasar Bechs söðlasmiðs í Ullarstofunni; dótt- ir þeirra var Ásta kona P. Duus og móðir H. P. Duus. Önnur systir Jóns lóðs var Ingibjörg kona Helga ólafs- sonar Bergmanns; þeirra börn voru Guðrún og Davíð verzlunarmaður, sem reif Ullarstofuna og reisti þar lítið timburhús og fékk til þess byggingar- styrk hjá stjórninni. Þar standa nú Uppsalir. 7. Steingrímur Ölafsson í Litlaseli. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, systir þeirra Einars dúks í Götuhúsum og Jóns dúks, sem reisti Dúkskot upphaf- lega um aldamótin 1800. Þau systkin voru frá Dúki í Skagafirði og kennd við bæinn. Guðrún var yfirsetukona og tók alls á móti 1200 börnum. Þau bjuggu fyrst í Stakkakoti (eða Stakki) en síðar í Seli, og í Litlaseli bjó Stein- grímur sonur þeirra og hafði þar út- gerð sína. Hann var fæddur 1787 en dó 1842. Kona hans var Anna Jakobs- dóttir frá Kaupangi í Eyjafirði, systir Kristjáns Jakobssonar kaupmanns í Reykjavík. Synir þeirra Steingríms voru Ólafur, Jakob, Jón og Sigurður, jafnan kallaðir Selsbræður og voru annálaðir dugnaðarmenn og sægarpar. 8.Þórður Guðmundsson frá Borgarabæ. Hann var sonur Guðmundar borgara Bjarnasonar frá Langárfossi á Mýr- um. Guðmundur settist fyrst að í Marteinsbæ, hafði nokkra útgerð og einhverja verzlun í Stýrimannshúsinu og var af því kallaður borgari. Og við það breytti bærinn líka um nafn og var nú kallaður Borgarabær. Þessi bær stóð syðst á Glasgow-lóðinnL Þórður lóðs bjó þar eftir hann. Kona hans var Vilborg Jónsdóttir frá Arn- arhólskoti. Þau áttu fimm syni er allt- af voru nefndir Borgarbæjarbr. Einn var Jón, sem reisti Jónsbæ í Hlíðar- húsum og bjó þar og var talinn með- al merkustu borgara bæjarins. Kona hans var Jódís Sigurðardóttir og börn þeirra Þórður hafnsögumaður í Ráða- gerði, Vilborg kona ólafs Þórðarsonar í Vigfúsarkoti og Jódís kona Ámunda ÁlúuníJðgQnar fiskimatsmanns. — Ann- ar bróðirinn var ÓuSmilftdur á Kóln- um, lengi bæjarfulltrúi. Kona hans var Valgerður Jóhannsdóttir prests á Hesti, og voru börn þeirra: Þórður verzlun- armaður. Helgi læknir á Siglufirði og Sigþrúður er fyrst átti Jón Steffen- sen en síðar Björn Kristjánsson banka- stjóra. — Þiriðji bróðirinn var Pét- ur faðir þeirra Gunnlaugs bæjarfull- trúa (föður Ásgeirs G. kaupm.) og Framhald á bls. 14 10 lesbók morgunblaðsins 2. apríl 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.