Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 7
ÁNÆGJULEG ÍSLANDSFERÐ FERÐAMINNING EFTBtl MEUT MACMUN Mér hafa alltaf fundizt eyjar við- felldnar, Staðir eins og Majorka, Kor- síka, Puerto Rico, Kúba (í gamla daga), Hong Kong, Formósa, Nýja Guinea og jafnvel Manhattan og Long Island. En (samt brá mér í brún, þegar vinur tminn, ljósmyndarinn Larry Fried, stakk upp á því við mig, að ég skryppi itil eylýðveldisins íslands. „Islands? Þú ert að gera að gamni þínu, Larry. Það er nógu slaemt að þurfa að eta frosinn mat til miðdegis- verðar allan ársins hring, en ísland í sumarleyfi? Ég á við, þegar ég fer itil eyjar, þá vil ég suðræna vinda, (strápils, og þess háttar. Já, og nógan fisk til að veiða og „teygðu þig eftir ír.ango-ávexti fyrir mig, Tarita“, — þú veizt hvað ég á við. Ég get ekki ímynd- sð mér, að hægt sé að eiga þægilegt leyfi skjálfandi af kulda meðal Eski- imóa“. „Að vísu muntu ekki fá hitabeltis- íoftslag", svaraði Larry, „en þú get- ■ur átt von á góðu leyfi með sundi í volgu vatni, beztu lax- og silungsveið- um sem hugsazt geta við bæjardyrn- ar og svellandi næturlífi með hávöxn- um, föngulegum, norrænum yngismeyj- ium. Og svo get ég sagt þér, að það eru jafnvel ræktaðir bananar þar, fyrst þú ert svona vitlaus í suðræna á- Vexti“. „Segðu mér meira“, sagði ég hik- andi. „En ef ég segi þér, að þetta væri allt ókeypis"? „Ég segði þá að fjögur glös af Mar- itini með hádegisverðinum væri full mikið fyrir hvern sem er til að halda fullri dómgreind“. „Jæja, kannski ekki beinlinis ókeyp- 'is, en þú getur fengið allt, sem ég Ualdi upp, á skemmri leið en klukku- 'tima ferð frá hóteli þínu i Reykjavík, eem er á íslandi, sonur sæll — og Iborgað fyrir það með peningum, sem 'þú sparar á Evrópuferð þinni‘. „Áttu við að ég fari í leiguflugi"? En Larry var að tala um almennt tflug, og hann reyndist hafa á réttu iað standa. Loftleiðir, íslenzka flugfél- egið, er ekki aðili að Alþjóðlega flug- ferðasambandinu (IATA). Árið 1953 átváðu Loflléiðlr ao ksppa við stóru ifiugfélögin með því að bjóða lægri far- gjöld á kostnað hraðans. Þar af leið- ■andi er hægt að fljúga til Evrópu tum ísland í stórum, þægilegum, en ekki ofsalega hraðfleygum Rolls Royce >400 vélum og greiða fyrir það um það bil 100 •dölum 'lægra gjald Iheldur en með venjulegum þotum. Hvað þetta snerti hafði Larry á réttu 'að standa — ef hugsað er til Evrópu- tferðar. En svo er hægt, ofan á sparn- 'aðinn við íslandsferðina, að spara enn- 'þá meira og láta Evrópuferðina alveg eiga sig. Það væri margt vitlausara en 'að eiga tveggja til þriggja vikna ævin- týralega dvöl á íslandi. í fyrsta lagi kostar farið til íslands og til baka til Kew York aðeins $176 (ef dvalið er lallt að 3 vikum). Það er áreiðanlega ilægsta fáanlega verð á Evrópuferð. Eins var það með önnur atriði í frá- sögn Larrys. í fyrsta lagi, það eru istúlkur á íslandi, eins og allir her- menn, sem gegnt hafa herþjónustu þar, geta borið um. Og hvílíkar stúlk- ur! Víkingar! Stórar, íturvaxnar, frjáls- lega-r. en vingjarnlegar, og þeim er æv- ántýraþrá í blóð borin. Eskimóar? Ekki lá íslandi. Það er á hinu kalda en ná- læga Grænlandi, sem Eskimóar búa. Nafngift íslands á rót að rekja til þess, er norskur víkingur, Hrafna- iFlóki, kom á þessar slóðir einhvern 'tíma á níundu öld og varð var við mokkra ísjaka fljótandi í höfninni, en islíkt kemur ekki fyrir nema einu sinni lá mannsaldri, segja Islendingar. Af þessum sökum ákvað hann að kalla ilEndið ísland, án þess að gruna, að hann ynni ferðamálum landsins neitt tjón. Þrátt fyrir þetta dró þessi litla eyja ('hún er aðeins 190 mílur á lengd og \300 mílur á breidd) til sín slangur af iferðamönnum fyrr á öldum. Meðal Ihinna fyrstu var hópur írskra munka, isem fundu enga Eskimóa og enga aðra heldur, þegar þeir komu hingað fyr- ir meir en þúsund árum. Einn þok þá til landsins vel þekktur víkinga- höfðingi, Eirikur rauði (það var fyr- ir daga kommúnista). Hann ályktaði istrax, að land, sem umlukt er Golf- .strauminum, hlyti að hafa allbærilegt loftslag. Hann lenti skipi sínu á ís- lendi, ásamt öðrum norrænum mönn- 'um, sem margir hverjir voru að flýja ofríki Haraldar hárfagra Noregskon- ungs. Sonur hans var piltur, sem hafði talsverð áhrif á okkur Ameríkumenp, en hann var enginn annar en Leifur Eiríksson eða Leifur heppni, eins og hann var nefndur. Leifur fæddist ár- ið 970 á íslandi og er ef til vill fyrsti þeimsfrægi íslendingurinn. (Annar er iHjalmar (Vilhjálmur) Stefánsson, heimskauta-landkönnuðurinn frægi, sem ifæddist í Bandaríkjunum af íslenzkum Iforeldrum). Eiríkur rauði fann land norður af Iíslandi, sem hann kallaði Grænland, en Leifur leitaði fyrir sér vestar. Þar Ifann hann mjög stóran landskika, sem inú heitir Ameríka. Þú þurfti að velja llandi þessu girnilegt nafn, svo að hann Ikallaði það Vínland hið góða. Þetta mafn átti vinsældum að fagna og marg- lir reyndu að nema þar land, en það Itókst misjafnlega, því að menn voru þar fyrir, sem voru mjög fimir með boga og örvar og vörðu þeim inngöngu. Það var að öllum líkindum kænsku- þragð af Leifi að kalla Ameríku Vín- land, því að hvað sem öðru líður tfinnst afkomendum víkinganna gott að drekka. Ákavíti og brennivín eru að- aldrykkirnir þar, og ylja þeir báðir vel fyrir brjósti. Bjórinn? Uks! Það eru einhver lög á móti góðum bjór, sem eru eftirstöðvar bannáranna. ís- land reyndi vínbann frá kringum 1915 tfil 1935, en það gafst ekki vel þar tfrcmur en 'hjá okkur. Vínstúkurnar eru hlýlegar og það er ánægjulegt að vera í landi þar sem Ameríkumenn eru vel séðir. Það var einhver óánægja vegna samskipta Bandaríkjahers og íslenzkra stúlkna fyr- ir nokkrum árum, en það virðist vera um garð gengið, ef til vill af því að piltarnir eru að mestu einangraðir á Keflavíkurtflugvelli, en þangað er um klukkutíma akstur frá Reykjavík. Við lentum á Keflavíkurflugvelli í vambmikilli Canadair Cl-44 skrúfu- þotu, og þar sem blessaðar flugfreyj- urnar voru búnar að troða í mig eins miklu af góðum mat og ég gat í mig llátið, var ég orðinn all-vambmikill líka. Ég get sagt með sanni, að þetta er ein sú þægilegasta flugvél, sem ég þef flogið í á túrista-farrými, og sú eina þar sem vín og koniak er bor- !ið fram ókeypis. Það eru aðeins þrjú eða fjögur góð igistihús í Reykjavík, en gestirnir eru heldur ekki of margir, svo að það kem- tur ekki að sök. „Krónurnar“ eru að- teins verðmeiri en tvö cent, og þó að lekki sé hræódýrt að lifa á íslandi, er þægt að komast furðu langt með vas- lana fulla af krónum. Þjórfé þekkist lekki, og reikningar gistihúsanna eru imjög sanngjarnir. Herbergið mitt á hinu nýja Hótel Holti var vistlega bú- ið fallegum nýtízkulegum húsgögnum, ttneð einkabaðherbergi og með stórum gluggum með útsýni yfir höfnina. Verðið; Nálægt 14 dölum á sólarhring. IÞjónustustúlkurnar, sem voru kornung- lar og viðkunnanlegar, virtust allar vera eins og fjölskyldumeðlimir og ígátu komið á augabragði með ýmist iskál með ísmolum, brauðsneið eða nál log enda um leið og óskin var fram borin. Ein stúlkan, ljóshærð og fag- lursköpuð, var að flýta sér, því að hún lætlaði að hitta vininn seinna um kvöld- tið. „Hvað er hægt að gera sér til iskemmtunar hér á kvöldin“? spurði lég. „Það sama og í litlum bæ með sjö- Itíu og sex þúsund íbúum í Ameríku, býst ég við, herra minn. Það eru fimm leða sex dansstaðir, um tíu bíó, tvö leikhús og fótboltavöllur. Það er sjálf- sagt ekkert í samanburði við Banda- ríkin“. Ég reyndi að gera mér í hugar- lund bæ í Conecticut af sömu stærð. isem gæti státað af tíu bíóum og sex inæturklúbbum. Og hvílíkir næturklúbbar- Það kost- ar um það bil hálfan dal að komast linn, en það er þess virði. Fyrsti stað- urinn sem við heimsóttum var Klúbb- urinn. Þar eru vistarverur á tveim bæðum, með nokkrum vínstúkum og idansgólfum, og þar var fullt af — það er alveg satt — dásamlega glæsileg- um stúlkum, öllum innlendum, að því er ég bezt vissi. (Ég var með kon- lunni minni svo að ég get ekki mik- ið sagt). Og eins og víðar á Norður- löndum komu þessar stúlkur margar einar síns liðs, með þá frómu ósk að bitta einhvern. Vegna nærveru konu minnar gat orðið minna úr nánari kynn- um af minni hálfu en ella, en gaman tvar að fylgja þeim með augunum. Ég >varð vitni að samskonar samdrætti á IRöðli og öðrum klúbbum, sem við fór- lum í, þar til ég var orðinn rauðeygð- 'ur af að glápa. Unga fólkið heldur til lí Glaumbæ (Claumber) og þar er nú fjör. Þar hoppar og ærslast æskan frá tseytján ára til tuttugu og tveggja. Vín- istúkurnar loka klukkan hálf tólf, en Iklúbbarnir hafa opið til kl. eitt að móttu. Islendingar hafa ekkert sjón- varp nema það sem þeir horfa á frá Ibandarísku hersíoðinni. Ef til vill sr~ þáð þess ‘vegna, að næturlífið er svona tfjörugt. (Ath. þýð.: Ferð þessi var far- in áður en ísl. sjónvarpið hóf göngu isína). Næsta morgun þaut ég ekki fram úr irúminu til að ná mér í vagn að Ell- iðaánum til þess að komast í einhverja Ibeztu laxveiðiá heimsins. En anddyr- dð var fullt af fólki í sllkum hugleið- ingum. I stað þess fékk ég mér morg- ■unmat í borðstofunni og fékk þar alls Ikonar reyktan fisk, reykt lambakjöt, rækjur, humar, ost og fleira, að ó- gleymdu hinu ljúffenga „skyri“. Eftir hádegið fór ég í hálfs annars tima flug- ferð fyrir 16 dollara yfir eitthvert það stórbrotnasta landslag sem ég hef séð, þar á meðal Surtseyjarnar tvær, sem risið hafa úr sæ fyrir aðeins 2 ár- um eftir neðansjávargos. Úr flugvél- Framhald á bls. 14 ,,Á íslandi er margt hœgt að gera" segir höfiandurinn. ,/Að veiða, til dœmis? í ánum er gnótt af Saxi og silungi, Sport? íslenzk glíma eins og sést á myndinni, svifílug; fuglaveiðar, fjallgöngur. Afslöppun? Reynið leirböðin. Stúlkur? Þið œttuð nú bara að sjá þœr." 2. apríl 1967 LESBÓX MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.