Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1967, Blaðsíða 13
— GSÉffl t ifflM Framhald af bj.s. 2. ast gerði hann við þess háttar sjálfur. Hann gat ekki séð skóflublað eða hamarshaus skaftlaust nema skefta það strax aftur. Var þó nóg til af verkfærum, þótt eitthvað gengi úr sér. Það var þetta stöðuga, þessi fasta regla og hirðusemi, <■ sem allir veittu at- hygli, sem kynntust Guðjóni og þekktu heimilis- hætti hans. Guðjón hafði meiri verkkunnáttu en nokkur ann- ar, sem maður þekkti þá, en það hefur hann m. a. lært af margra ára starfi í vegagerð. Hann var sjálfur ágætlega lagtækur, gerði við amboð og þess háttar verkfæri, en ekki smiður eins og það er kallað, en hann var manna útsjónarsamastur um tilhögun verka og eftir þvi sjálfur verklaginn og hafði næmt og glöggt auga fyrir því, sem vel fór og rétt var unnið. Á heyskap byrjaði Guðjón ævinlega fyrstur manna í sínu byggðarlagi, enda kom hann túninu fljótt í góða rækt á fáum árum og bætti það og stækkaði á hverju ári eins og áður segir. Sjálfur gekk Guð- jón alla daga að heyskap með fólkinu sínu. Hann var talinn allra manna beztur sláttumaður, einkum á höggfærri jörð. Kom það sér vel á Laxnesengjun- um, sem voru að mestu þýfðar. Guðjón var ekkert hraustmenni eins og sagt er um suma menn, en með þessum sívakandi áhuga, iðni og lagvirkni varð hann flestum drýgri í vinnuafköstum. Guðjón heyj- aði alltaf manna bezt, miðað við fólkstölu eða engjar, sem víða voru betri og þá einkum greiðfærari en í Laxnesi, enda kom það fyrir, að hann varð að fá slægjur annars staðar sum árin. Oll árin sem Guðjón bjó í Laxnesi hafði hann ágætt bú og gagnlegt, sem þá mun hafa verið það bezta í sveitinni eða hjá bændum almennt. Guðjón hleypti aldrei upp mjög miklum fénaði eins og vel hefði mátt ætla eftir öðrum ástæðum. Að vísu var jörðin nokkuð takmörkuð, en hann hélt sinni ákveðnu fénaðartölu í föstum skorðum, þótt mis- jafnlega áraði, fjölgaði kúm nokkuð eftir því sem túnin stækkuðu og eftir að mjólkursala hófst til Beykjavíkur. Það var ófrávíkjanleg regla Guðjóns að setja aldrei meiri fénað á en svo, að öruggt væri með hey, hvernig sem tíðarfar gat orðið, enda átti hann alltaf heyfyrningar og stundum miklar. Það var einmitt sá háttur Guðjóns, að þótt hann heyjaði mun meira í góðu sumrunum, setti hann á sem næst sömu fjár- tölu, en átti þeim mun meiri heyfyrningar, en fjöldi annarra hagaði ásetningi sínum öfugt við þetta, sem hafði misjöfn áhrif á afurðir og afkomu margra annarra bænda, líkast stökkbreytingu eftir árferði hverju sinni. Sem dæmi vil ég nefna hér tvennt, sem lýsir þessu skýrast. Árið 1914 er það versta, sem komið hefur það sem af er þessari öld, að minnsta kosti á öllu Suðvestur- landi eftir óþurrkasumarið mikla 1913, þegar engin heytugga náðist að heita nýtileg eða óhrakin. Þá var stófellir á fénaði og þó einkum mikill lambadauði, meiri og minni hjá öllum bændum víðs vegar um landið og einnig hjá þeim, sem næg hey höfðu að vöxtum; svo ónýt voru heyin, að sauðfé varð mátt- laust, þótt það virtist hafa næg hold, og ær gátu ekki fætt lömb. Og svo kom þetta voðalega vor. En það var þetta vor, sem Guðjón í Laxnesi slapp manna bezt, missti sárfátt og lítið af lömbum, miðað við alla aðra. Hver var munurinn og í hverju lá hann? í fyrsta lagi gat Guðjón haldið út með að gefa fénu og ánum út sauðburðinn þar til grös voru komin nægjanleg. í öðru lagi og það sem mestu máli skipti, hann átti fyrningar af góðu heyi frá árinu óður, en sumarið 1912 var forkunnargott heyskapar- sumar, grasspretta með ágætum og þurrkasamt, svo það var eitt með beztu sumrum, sem komið hafa. Þá átti Guðjón miklar fyrningar frá því ári af góðum heyjum. Það var sem bjargaði fénaði hans þetta fellisvor. Eins hefði farið fyrir Guðjóni sem flestum hinna, sem höfðu ekki annað að gefa en þau níð- hröktu hey, sem reyndust svo hræðilega eins og raun bar vitni um. Þá var ekki hægt að fara í kaup- staðinn og fá fóðurmjöl og bæta upp næringarsnauð hey eins og síðar varð. S umarið 1918 eftir frostaveturinn mikla, þegar tún og útjörð eyðilögðust meira og minna af kali og þorri bænda fékk ekki hálfan heyskap, margir langt neðan við einn þriðja af túnunum, enda mjög víða ekki slegnir nema blettir úr þeim, þá urðu allir bændur að stórfækka fénaði sínum og næstum enginn bóndi setti á lömb. En þá gat Guð- jón í Laxnesi haldið sinni fénaðartölu að mestu, sótti heyskap í brokflóa uppi á heiði, því það voru heiðarflóar, sem helzt spruttu. En sumarið 1917 var eitt hið bezta heyskaparsumar, sem komið hefur, það hvort tveggja ágæt grasspretta á túnum og engjum og farsælir þurrkar fram úr. Þá átti Guðjón miklar heyfyrningar og hélt sömu fénaðartölu og áður. Þessi dæmi sýna þetta örugga, fastmótáða búskap- arlag Guðjóns; þó að áraði betur, heyjaðist meira í góðu árunum, þá setti hann á sem næst sömu fjártölu. Urðu þar af leiðandi oft stórar heyfyrning- ar í góðu árunum. Guðjón sagði stundum sjálfur um þetta: „Við eigum að færa okkur í nyt góðu árin, ekki eta þau upp jafnóðum, því þau lakari koma.“ Það er einmitt þessi forsjálni og fyrirhyggja, sem marga íslenzka bændur hefur skort á öllum öldum, því hefur oft farið illa í slæmu árunum. E ins og Guðjón í Laxnesi var mikill bóndi og búhöldur á öllum sviðum sveitabúskapar, fóðraði hann allar skepnur vel, sem gáfu fullt gagn. Þó var hann ekkert mikið fyrir skepnur eða hafði gaman af að umgangast þær né heldur að tala um þær við aðra, eins og svo margir, jafnvel þótt engir búmenn séu. Eins var það með hesta, hann hafði ekkert gaman af þeim eða gleði eins og hann sem allir aðrir þá í sveit þurftu mikið á þeim að halda. Hann átti alltaf 3—4 góða og trausta vagnhesta og 2 reið- hesta, trausta, þokkalega viljuga og þolna. Hann gat aldrei ferðazt hægt á hesti, ef hann var sjálf- ráður, reið heldur aldrei mjög hratt, alltaf þétt- ingsskokk, áhuginn var svo mikill, að hann gat ekki farið hægagang. Ef hann fór til næstu bæja annan tíma en að sumarlagi, fór hann ævinlega gangandi, enda var hann allra manna drýgstur göngu- maður. Það var þessi mikli áhugi og einbeitni að hverju sem Guðjón gekk, þó það væri ekki annað en ganga bæjarleið. Eins og frá var sagt í upphafi var Guðjón Helga- son vegaverkstjóri og hafði það starf með höndum um mörg ár, áður en hann flutti að Laxnesi. Um leið og hann kom þangað, tók hann við stjórn vega- gerðar, einkum Þingvallavegar og Mosfellsheiðar og fleiri vega, sem hann hafði umsjón með öll árin, sem hann bjó í Laxnesi. Ég var einn af þeim mörgu ungu mönnum þá, sem voru með Guðjóni í vegavinnu litlu eftir að hann kom að Laxnesi og óslitið til hins síðasta, er hann féll frá stuttu eftir að byrjað var á nýrri brúargerð vorið 1919. Þegar ég er að skrifa þessar línur og lít til baka, koma í hugann margar myndir liðins tíma, þegar ég rifja upp samveru og samstarf okkar góða yfir- manns og verkstjóra, Guðjóns Helgasonar. Það hefur ætíð verið lán hverju byggðarlagi að fá góða, dug- andi athafnamenn í sveitina sína, en það var meira en að fá efnilegan bónda. Þetta var maður, sem réð yfir peningavinnu, sem ungir menn þurftu að afla sér og heimilum sínum, en á þeim árum var lítið eða ekkert um slíka vinnu, sem greidd væri í pen- ingum nema þá helzt að fara til Reykjavíkur í upp- skipunarvinnu um tíma að vorinu, en það gerðu margir yngri menn þá úr nærsveitunum. Það var ekki síður, að von var um vinnu, að allir fögnuðu vegaverkstjóranum, þegar hann flutti í sveitina, sem varð heldur engum að vonbrigðum, því Guðjón lét sveitunga sína og nærsveitunga sitja fyrir þeirri vegavinnu, sem hann hafði yfir að ráða hverju sinni. Flestir ungir menn og unglingar (strákar) úr nær- liggjandi sveitum voru lengur eða skemur í vega- vinnu hjá Guðjóni og sumir öll árin, meðan hann lifði. Það þótti á þeim árum góð búbót að geta komið manni eða unglingi í vegavinnu, að ég ekki tali um, ef hestur mátti fylgja með. Á þessum árum flestum hafði Guðjón marga menn, oftast milli 20 og 30, og fjölda hesta og vagna. Þá hentuðu vel þessir ungu strákar á aldrinum 13— 16 ára, sem voru látnir keyra hestana (þeir voru kallaðir kúskar). Þeir voru að mörgu leyti heppi- legri en fullorðnu mennirnir. Auk atvinnunnar var þessi vinna gagnlegur skóli imglingum og Ölium ungum mönnum. Þeir lærðu réttar vinnuaðferðir, meðferð hesta og áhalda, stundvísi, og svo að hirða sjálfa sig, sem hver og einn verður að gera, sem býr í tjöldum svo vikum skiptir. Og vissulega verð- ur að teljast skaði í uppeldi og þroska unglinga, að nú er ekki lengur not fyrir þá vegna vélanna við þessa hollu og lærdómsríku útivinnu sem vega- vinnan var. Það var alltaf mikil gleði og tilhlökk- un ungra manna og strákanna að fara í vegavinnu upp á Heiði og, búa þar í tjöldum, þótt mikið skorti á aðbúnað þá, miðað við það sem síðar varð. Þá var búið þröngt í tjöldunum með matarskrínuna við höfðalagið. Þó held ég að aldrei hafi síðar verið eins mikill félagsskapur, einnig og samheldni vega- vinnumanna eins og einmitt þá. Má vera, að félags- lífi í sveitunum hafi verið lítið og næsta fábreytt og tækifærin fá og þess vegna fögnuðu ungir menn að koma saman í stórum vinnuflokki. En hitt hygg ég þó fremur, að meir hafi dregið imgu mennina saman hin löngu, björtu vorkvöld á heiðum uppi, sem ekkert utanaðkomandi truflaði. Urðu þeir sjáifir að finna eitthvað til tilbreytingaro g sameiginiegrar skemmtunar. Þá fór enginn neitt á kvöldin alla vikuna til laugardagskvölds, varla verkstjórinn sjálfur. Næstum á hverju kvöldi, þegar gott var veður, voru þreyttar í einhverri mynd ýmiss konar íþróttir, svo sem glímur, stundum bændaglíma, hástökk, hlaup, — þá eftir veginum, aldrei minna en 1 km. og stundum 3 km., farið í reiptog og að taka upp stein og fleira, sem reynt var. Guðjón hafði mjög gaman af öllu þessu og var oftast einhvers staðar áhorfandi, þegar við vor- um í þessum látum. Hann átti líka til að benda á ef einhver hafði rangt við, og vildu fæstir láta hann sjá það. Ekki vildi hann, að við værum mjög lengi fram eftir á kvöldin í þessum leikjum, helzt allir komnir í ró kl. 11 og því var venjulega hlýtt sem öðru, sem Guðjón lagði fyrir. Stundum á kvöldin var farið út um Heiðina og tínd fjallagrös, það var talsvert af þeim til og frá á Mosfellsheiði. Þá var Guðjón alltaf með, enda var hann hverjum manni drýgri við grasatínsluna. Allt þetta stuðlaði að meiri samheldni og menn urðu betri félagar hvers annars. Og að ævilangri vináttu margra. Nú með öllum hraðanum, fljótu farartækj- unum og miklu peningunum fljúga flestir sinn í hverja áttina um leið og vinnu er hætt að kvöldi og leita sér skemmtana út á við, þrátt fyrir fullkomnustu aðbúð á vinnustað. Guðjón Helgason var ágætur yfirmaður og góður stjórnari og reglusamur um alla hluti, sem hann sá um og lét framkvæma. Sjálfur kunni hann allra manna bezt til verka eins og áður hefur verið lýst. Hann var glöggur og útsjónarsamur á tilhögun verka á vinnustað og að haga til mönnum, sem bezt við átti og samkvæmt kunnáttu við það sem vinna átti, næmur fyrir réttum vinnuaðferðum og handtökum. Tók sjálfur venjulegast verkfærið úr hendi þeirra, sem skakkt fóru að, án nokkurra orða, og sýndi réttu handtökin og aðferðina, sem stundum var lítið og einfalt, en svo hárrétt, að maður varð hrifinn af og gleymdi aldreL að var alltaf nokkur vandi fyrir lítið vana vegagerðarmenn og byrjendur að vinna það sem þurfti kunnáttu til svo Guðjóni líkaði. Hann gerði svo miklar kröfur til útlits og áferðar, hafði næmt og glöggt auga fyrir útliti og öllum frágangi verks- ins, jafnt því að það væri rétt unnið. Það mátti ekki skilja eftir legfar af efni við vegkanta eða skurði heldur fjarlægja það. Það kom fyrir, ef Guðjóni líkaði ekki t. d. ef vegkantur var gúlóttur eða fláinn ekki réttur, að hann lét þann, sem vann, taka það upp aftur. Þetta virtist stundum ekki skipta máli, en auðvitað leyfði sér enginn að segja neitt. En ég hygg, að það hafi ekki síður vakað fyrir Guðjóni, að menn lærðu til fulls að vinna það rétt. Sjálfur hafði hann gaman af að kenna og sýna réttar vinnu- aðferðir, þeim mönnum sérstaklega, sem unnu við undirbyggingu og ræsagerð. . —KÓNCARNIR Framhald af bls. 9 Sú ákæra, að konungdæmi hafi það í för með sér, að þegnarnir læri aldrei að stjórna sjálfir, er al- varlegri en hin, sem vill losna við kónga kostnaðar- ins vegna. Það er ekki ólíklegt, að þetta gæti haft við rök að styðjast, þar sem um einvaldskonunga er að ræða, en alls ekki þar sem um konunga er að ræða, sem ríkja samkvæmt stjórnarskrá. Það er álit margra sálfræðinga, að konungur, sem ríkir samkvæmt stjórn- arskrá lands síns, sé einskonar faðir og styrkjandi faðir sem alltaf sé til staðar, án þess þó að hefta frelsi þegna sinna. Þannig segja þeir að konungurinn sé holdi gætt sameiningartákn án þess þó að neyða til sameiningar, en fyrh slíkt afl sé mikil þörf í nú- tímaþjóðfélögum. Nú þegar þeir hafa verið rúnir að mestu hinu pólitíska og jafnframt hernaðarlega valdi sínu, sem gerði þá svo marga að þyrnum í augum heimsins, þá virðast þeir vera á ný að öðlast töfra- mátt þann, sem þessi tign átti sér í hinni gráu forn- eskju. 2. apriL 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.