Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Síða 4
Þessi mynd var keypt í þeirri trú, að hún væri eftir Vermeer, en í raun- inni hafði falsari að nafni van Méegeren málað hana. Hann byrjaði á því að útvega sér striga, ramma og litaformúlur frá 17. öld. LISTAVERKAFALSARAR Þeir eru snjallir handverksmenn, og komast ótrúlega nœrri frumverkinu ALDREI hafa jafn margir safnarar og stofnanir eytt jafn miklu fé í listaverk, og aldrei fyrr hefur slíkur mýgrútur eftirlíkinga og vafasamra listaverka ver ið á markaðnum. Á fáeinum mánuðum undanfarið hafa komið fram fölsuð listaverk svo þúsundum skiptir, sem hafa verið seld fyrir milljónir dollara. ,,Þeim hefur fjölgað verulega,“ segir Aime Maeght, einn af atkvæðcimestu listaverkasölum Parísar. „Ég sé að með- altali fimm fölsuð málverk á dag.“ Fyrir skömmu kvað hópur sérfræð- inga upp þann úrskurð, að 44 af 56 málverkum í eigu olíukóngs í Texas, Algur Meadows að nafni, væru eftir- líkingar. David Stein, 32 ára listaverka- sali á Park Avenue með brezkan ríkis- borgararétt, varð nýlega uppvís að því að hafa í 97 tilfellum verzlað með fals- aðar myndir eftir Picasso, Chagall og Matisse, og var samanlagt söluverð þeirra 165.800$. Opinberir starfsmenn í Los Angeles eru að safna gögnum um starfsemi hrings listfalsara, sem hefur selt verk „eftir“ Renoir, Dufy, Degas og Lovis Corinth, og eru meðlimir hringsins sagðir vera ungverskur flótta maður, fyrrverandi starfsmaður safns nokkurs í Los Angeles, fyrrverandi fataframleiðandi frá New York og „menntaður" greifi, sem er sagður eiga ósvikinn Leonardo, sem er tíu milljón dollara virði. Á meðal þeirra, sem álitnir eru hafa orðið fyrir barðinu á þessum fölsurum, eru: læknir, sem tap- aði því nær heilli milljón dollara; yfir- stéttarfrú nokkur, sem prettuð var um meira en 700.000$; tryggingarfulltrúi, sem glataði 250.000$. Falskar sannanir. í Flórens hafa falsarar notfært sér afleiðingar flóðanna, sem þar urðu í nóvember. Þeir hafa í snatri gert eftir- líkingar af fornum meistaraverkum, dýft þeim síðan ofan í forarleðju til þess að gera þau trúverðugri, áður en þeir seldu þau. Fyrir nokkru rakti ítalska lögreglan feril 25.000$. símaávís- unar, sem hafði verið notuð til kaupa á austurlenzkum teppum, og fann þá 100 málverkaeftirlíkingar í húsi nokkru í Torino. Falsanir listaverka eru hluti af sögu listarinnar. Jafnvel í . hinu glæsilega safni Walters P. Chryslers eru, að áliti Til hægri: Falsað málverk eftir Corinth. Verk Impressíonistanna hafa verið mjög fyrir barðinu á fölsurunum, enda er mikil eftirspurn eftir þeim. Lars Storleer: Norrœnt gagnrýnenda og rithöfundamót Nýlokið er í Gautaborg árlegri ráð- stefnu norrænna gagnrýnenda og rithöf- unda. Undanfarin skipti hafa þessi mót verið hreinlega sænsk-norskt fyirirtæki, en að þessu sinni var einnig boðið til mótsins dönskum gagm-ýnendum og rithöfundum, og setti það sannarlega sinn svip á ráðstefnuna, sem í mörgu varð einskonar dansk-sæniskt uppgjör. Raunar var munurinn á afstöðu og við- horfi Dana og Svía til bókmenntanna allmikill, en auk þess voru sæti þessara þjóða skipuð mönnum, sem höfðu fast- mótaða skoðun á hlutverkinu og ákveðna stefnu í starfi sínu. Hæfileikar Dananna og Svíanna til þess að skil- greina og kryfja bókmenntaverk, áttu þar að auki sinn hlut í að þátttaka Norðmanna, sem var sterkust í gagn- rýnendaflokknum, varð löngum mest á áheyrendabekknum . Allt bendir til þess, að þessi mót eigi framtíð fyrir sér. Það er sannarlega gott. Hið listfræðilega samlíf Norður- landa er dálítið vanþróað. Auðvitað hlýtur alltaf að svífa nokkuT „Gruppe 47“ andi yfir slíkum skoðanaskiptum um gagnrýni. Ennþá skortir talsvert á í einlægni og ákveðnum skoðunum, en það er ef til vill veikleiki, sem hverf- ur, er mótunum fjölgar og sterkari kynni takast með þátttakendunum. Aðalinnihald dansk-sænska tvíleiks- ins á móti þessa árs í Gautaborg, var í stuttu máli, að Svíarnir héldu fram dægurviðhorfum, félagslegum og póli- tiskum, sem grundvelli og mælikvarða á leikrit og prósa og jafnvel ljóð, en Danirnir lögðu áherzlu á innihald og byggingu sem óuppleysan'iega hluta í þróaðri heild. Afleiðingarnar af hinu mikla ósamræmi í viðhorfum kom líka skýrt fram í gæðum þeirra bókmiennta- verka, sem lögð voru fram til gagn- rýni. Danirnir vöktu athygli fyrir þraut- fágun í stíl yfirburði í byggingu og formi, og að því er snerti yngri þátt- takendurna, djúpsýni í innihaldi, en innihaldið í verkum Svíanna bar aftur á móti þjóðfélagslega rótttækan svip, en blær málfarsins var mjög hversdags- legur. Það, að danska framlagið á ráð- stefnunni vakti mesta athygli, stafaði emnig í og með af því,. að Danir sendu sem fulltrúa sína þrjá frábæra gagn- rýnendur: Jens Kruse frá Jyllandspost- en, Niels Barfbed frá Politiken og hina frábæru og skörpu Hanne Marie Svend- sen frá Information og danska útvarpinu. Hvað snerti þátttöku rithöfunda, var koma Klaus Rifbjerg ein auðvitað áhuga- verð, en þar að auki voru mættir tveir bráðungir rithöfundar: Sven Holm frá Kaupmannahöfn og Svend Áge Madsen frá Árósum. Sá fyrri lagði fram inn- gang að framtíðarskáldsögu, sem ber nafnið „Thermush", og norski gagn- rýnandinn Jo Örjasæther taldi hana næstum gallalausa í djúpsærri og skýrri, munnlegri gagnrýni. Svend Áge Madsen kom með einskonar setn- ingarfræðilegan orðaleikskafla um „Hvað „ekki“ hefur, sem „ekki-ekki“ hefur“, og sem lauk með efa um það, hvort bókmenntir hefðu þrátt fyrir allt nokkurn tilgang né þýðingu. Fyrir tillagi Norðmanna sáu Astrid Hjertenaes-Andersen með prósaljóði, sem nefnist: Ein með Brahms; Mathis Mathisen með leikriti um breytingu apa yfir til ofuTmennis; Hansmagnus Ystgaard með smásögu um sambands- leysi. Auk gagnrýnandans Jo Örje- sæther (Nationen) sat þarna Ole Lang- seth (Aftenposten). Af sænskri hálfu komu fram læknirinn og rithöfundurinn P. C. Jersild með leikritsbrot og rit- höfundurinn og gagnrýnandinn Jan Myrdal með vinstrisinnað leikrit, sem mætti sterkri gagnrýni hvað stíl snerti frá Hanne Marie Svendsen (sem var andmælandi Myrdals). Það varð hinsvegar Vietnamljóð gagnrýnandans Göran Hákonson, sem virkilega kall- aði fram dansk-sænsku andstæðurnar um form og byggingu. Af danskri hálfu var hið þulukennda ljóð gagnrýnt fyrir að hafa ísmeygilegt form, sem minnti á „heimspekilegan krosssaum". Danirnir töldu vanta tilfinningabakgrunn fyrir form og boðskap, sem gæti náð til les- andans. Þegar svo sænskur gagnrýn- andi lýsti því yfir, að hann teldi ljóðið búa yfir áhrifamikilli innri spennu, lá ljóst fyrir, hversu mikið djúp var stað- fest milli Dana og Svía. Þrátt fyrir skoðanamun og mismun- andi grundvallarhugmyndir, er rik ástæða til þess að halda norrænu gagn- rýnenda- og rithöfundamótunum áfram. En einnig verður að bjóða Finnum, íslendingum, Álendingum og Færeying- um þátttöku í framtíðinni. Skipulagn- ingin er grundvöllurinn undir því að öll starfsemi mótsins gangi sem bezt og djúpur afrakstur verði. Útvíkkun þátttakendasvæðisins er skilyrði fyrir nauðsynlegum og gagnlegum sam- skiptum á sviði norrænna lista og mennta og miðevrópskir og alþjóð- legir straumar nái allt til endimarka menningarsviðs okkar það skjótt, að þeir fái tækifæri til þess að bæta og Framihald á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. nóvember

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.