Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Blaðsíða 9
í ÞVÍ skammdegismyrkri, sem ihér er fjóra máinuði á ári hverjfu, er þýðingarmikið að iýsiing á vimmistöðum og í 'heimiahúsum sé í laigi. Hér verður gerð að um'talsefni ein ungis sú hlið málsins, sem snýr að heimilunum. Jaifnvel I nýjum húsum virðist lýsing stundum vera ærið handahófsleg. Algengt er að sjá lýsingu, sem hvorki er falleg né hentug. Helzt þyrfti hún þó að vera hvorttveggja; hvoruglt atriðið má vanrækja, ef vel á að vera. Sé lýsingu vel fyrir komið, skapar hún sérstaka stemningu, sérstakt andrúmsloft á heimilinu, ger- ir það aðlaðandi og heillandi. Sé lýsing mislukkuð, hefur hún gagnstaeð áhrif. Því miður teikna arkitektar ekki nema lítinn hluta þeirra húsa, sem byggð eru, enda virðist mjög tilviljunarkennt, hvernig lýs- ingin ræðst Þar virðist meira stuðzt við gamla, afdankaða venju en hvað mundi fara vel hverju sinni. I stofu eru gjarn an sett tvö veggljós á aðal- vegginn og virðist svo sem til þess sé ætiazt, að þar und- ir sé sófi og mynd milli ljós anna. Með öðrum orðum: Það er búið að raða niður í íbúð- ina fyrir fólkið. Það fæsit urmull af falleg- um gólflömpum, borðlömpum og hengiljósum, en einhverra hluta vegna er afar lítið til af sambærilegum fallegum veggljósum. Meðan svo er, ætti að leggja minni áherzlu á þau. Annar algengur ágalli á lýsingu er sá, að yfir sófa- borði hangir ljós í augn.ahæð, óvarið til hliðanna. Að sitja með þesskonar Ijós framaní sér heilt kvöld kemur heim við lýsingar á því, hvernig Framhald á bls. 14 Þeir sem eittlivað eiga af málverkum eða öðVum fall eguin munum ættu að nota meira ljóskastara, eða punktljós, en gert er. Auð- velt er að koma punktljós- um fyrir, lýsingin af þeim verður oftast óbein og þægi leg. Þessi fallegu punktljós eru frá Raak í Hollandi, en seld hjá Bræðrunum Orms- son. Óbeinni lýsingu og punkt ljósum þarf helzt að koma fyrir um leið og byggt er. Það er auðvelt, þegar um timburloft er að ræða* en líka má búa til falskt loft til þess að auðvelt sé að koma fyrir innbyggðum punktljósum eins og sést hér á myndinni. . Arne Jakobsen. danskur arkitekt, sem meðal annars er frægur fyrir sérkenni- lega og vel gerða stóla, hefur teiknað þennan skrif borðslampa, sem er léttur og hreyfanlegur og mætti nota hann sem leslampa við stól eða á náttborði. Myndin til hægri: Þýzkur leslampi, sem auð velt er að færa og snúa á allar hliðar. Danir eiga nokkra prýðilega ljósameistara og einn þeirra er Vilhelm Lauritzen. Hann hefur teiknað þetta fallega hengiljós, sein er messinghúðað og gert til þess að beina birtu niður á ákveðinn blett. Birtan dreifist lítið út til hliðanna. Bert ljós yfir borðstofuborði er einstaklcga óþægilegt, jafnvel þótt það sé varið með einskonar glerhjálmi. Hér er einstaklega gott Ijós til að hafa yfir borðstofuborði. I*að veit- ir mildri birtu gegnum hjálminn út til hlið- anna, en megnið af birtunui lendir á borðinu. 26. nóvei LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.