Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Qupperneq 11
islEnzkir listamenn
Á ELLEFU árum hafa komið út
sex ljóðabækur eftir Jóhann
Hjálmarsson og ein bók með ljóða-
þýðingum. Síðasta ljóðabók hans,
Ný lauf, nýtt myrkur, er nýkomin
á markaðinn. Enn er Jóhann ekki
orðinn þrítugur að aldri, en hann
var aðeins 17 ára, þegar fyrsta ljóða
bók hans, Aungull í tímann, kom út.
Þetta eru staðreyndir sem mörgum
eru kunnar, en mig langar samt til
að rifja hér upp aðdraganda þess,
að Jóhann gaf út ljóðabók svona
ungur. —
— Ætli ég hafi ekki verið um 15
ára gamall, þegar ég fór að hafa á-
huga á að yrkja og af rælni sýndi
ég Jóni úr Vör handrit að ljóðunum
í þessari fyrstu ljóðabók. Ég hafði
búið þetta til handa sjálfum mér og
datt ekki í hug bók, en hann vildi
endilega að þetta yrði getfið úit. Hann
taldi samt, að ekki mundi þýða að
leita til útgefenda, svo að ég gaf bók
ina út á eigin kostnað, — en það er
sem sagt Jóni að kenna, að þessi
fyrsta bók kom út. Hann má hafa
það á samvizkunni.
— Og hvernig var þér innan-
brjósts 17 ára gömlum að vera að
gefa út bók?
— Mér var mjög illa við það og
var óskaplega feiminn.
— En hverjum augum leiztu sjálf-
ur á þennan viðburð í ævi þinni?
— Um þetta leyti var ég farinn að
hugsa um það að gerast rithöfund-
ur, og eftir útkomu þessarar bókar
er óhætt að segja, að lífsstefna mín
hafi mótazt af því.
— Eitt af því sem maður rekur
augun í þegar maður athugar þró-
un Ijóðagerðar þinnar er sú stað-
reynd, að litirnir eru alltaf að dofna.
í fyrri bókunum er mikið um lita-
orð, í Ný lauf, nýtt myrkur eru lit-
irnir nær eingöngu svart og hvítt.
— Litaorðin í fyrri bókunum mín-
' um eru ekki áhrif frá neinum höf-
undi eins og stundum hefur verið
haldið fram, þau eru bein áhrif frá
myndlist, sem ég hugsaði mikið um
á þessu tímabili. Ég kynnti mér
hana gagngert og hef raunar alltaf
gert. Og sum ljóðin í fyrstu bók-
inni eru beinlínis gerð með sjónar-
mið málarans í huga. Þessir litir í
ljóðum mínum voru því ekki settir
í tilgangsleysi, ekki bara vegna lita
gleði. En að litirnir dofna og verða
bara svart-hvítir er einn liður í leit
að einfaldleika, ljóðið stefnir að því
að vera persónuleg tjáning, skrautið
er minna, í síðustu ljóðabók minni
fær lesandinn meira tækifæri en áð-
ur til að mála sjálfur ljóðið. Ég held
að megi segja, að ég stefni að því að
komast í beinna og persónulegra
samband við lesandann í þeirri von,
að með því að gerast allt að því inn-
hverfur, segi maður um leið algild-
ari hluti. Og sjálfur álít ég raunar,
að ég hafi alltaf reynt að leita ein-
faldleikans bæði i orðavaili og í
I leit að einffaldleika
Rœtt v/ð Jóhann Hjálmarsson
myndum. Það kemur aftur á móti
fram á tímabili tilhneiging til að ná
yfir stærra svið en áður, vera ekki
eins afmarkaður, og þá hef ég í huga
ljóðabókina Malbikuð hjörtu. Eins
og kemur fram í athugasemdum
mínum aftan við bókina, er hún
töluvert mótuð af súrrealisma í
skáldskap og þó aðallega í myndlist.
Það má kannski segja, að ljóðabók-
in Mig hefur dreymt þetta áður og
svo síðasta bókin notfæri sér það
sem ég hef lært af súrrealisma og
þurrki hann um leið út úr mínum
ljóðaheimi.
— Ein ljóðabók þín heitir Mig
hefur dreymt þetta áður. Hvers
vegna leitar tíminn á huga þinn á
þennan hátt?
— Það kemur oft fyrir mig í bók-
staflegum skilningi, að mér finnist
ég hafa lifað vissa atburði áður, en
það sem ég er að reyna að tjá með
þessu er það sem ég býst við að
allir hafi reynt — endurtekningin í
lífi manns.
— Andstæðurnar nálægð og fjar-
lægð eru mjög ríkur þáttur í nýj-
ustu bók sinni.
— Já, það er hið eiginlega viðfangs
efni hennar. Hún er líka ort erlendis
og ber þess merki. Nú orðið vil ég
helzt vera á einhverjum ókunnum
stað þegar ég er að koma saman bók,
vil helzt fá frí frá öllum störfum og
byggja upp heila bók á vissu tíma-
bili. Þannig verða ljóðabækur sam-
felldari. Áður fyrr, þegar ég var að
semja fyrstu bækurnar, orti ég einu
sinni til tvisvar á dag og safnaði
þannig í bók, en ljóðasöfn, sem þann
ig eru unnin, verða oft of sundur-
leit. Mér hefur eins og svo mörgum
öðrum gefizt bezt að vera í algeru
fríi meðan ég yrki og taka mér svo
algert frí frá skáldskapnum þess á
milli.
— Þú hefur alltaf ferðazt tals-
vert?
— Já, svolítið. Það er nauðsynlegt
að koma á nýja staði, — jú, ég hef
-íka reynt að kynna mér bókmennt-
ir þar sem ég hef dvalizt, nema í
Danmörku. Einn vetur var ég í Kaup
mannahöfn, en þar átti ég erfitt með
að finna bókmenntir sem ég hafði
áhuga á. Dönsk ljóðagerð á ekki við
mig, en hins vegar var ég hrifinn af
skáldsagnahöfundunum Steen Steen-
sen Blicher og Martin A. Hansen. Og
dálítið hef ég kynnt mér sænsk skáld
og að sjálfsögðu skáld annarra þjóða
eins og Spánverja, Frakka og Banda
ríkjamanna eins og komið hefur
fram í greinum mínum og þýðing-
um. Nei, ég veit ekki til, að sérstakt
skáld hafi haft áhrif á minn eigin
skáldskap, þótt maður lesi auðvitað
aldrei án þess að verða fyrir ein-
hverjum áhrifum. En áhrifin hafa
þá frekar komið fram í því sem ég
hef þýtt. Ég hef reynt að þýða þau
ljóð sem hafa eitthvað að segja
mér.
— Þú hefur haft ákveðnar skoð-
anir um hlutverk skálds í þjóðfélag-
inu.
— Ég er gegn því að hlutverk
skálds eigi að vera einhvers konar
þjónusta við kommúnismann eða
marxismann, en það_ er mjög út-
breidd skoðun hér á íslandi. Það er
eins og íslenzkum höfundum gangi
illa að slíta barnsskónum í þessu til-
liti. Mér finnst nauðsynlegt að
spyrna gegn því að fáeinir menn
hafi bókmenntalegt vald til að ío_r-
heimska almenning í þessu tilliti. Ég
álít, að sjónarmið Kristins Andrés-
sonar, sem ég var að mótmæla í
blaðagrein nýlega, séu hjákátleg nú
á tímum. Hitt er allt annað mál, að
skáld getur haft þjóðfélagslegan til-
gang með verki sínu og samið á-
deilubókmenntir, en þegar á að fara
að beina huga rithöfunda að ein-
hverju ákveðnu marki eins og reynt
hefur verið að gera, er ástæða til
að segja nei takk. Þessir draumórar
um pólitískan tilgang skáldskapar
ganga að vísu alltaf aftur og þá
venjulega í nýrri mynd, undir nýj-
um merkjum og það er óviðkunn-
anlegt að vekja upp aftur gömul
viðhorf og gamla trú, sem er eng-
an veginn í samræmi við líf okkar
í dag. Sjálfur hef ég ákaflega litla
tilhneigingu til að segja rithöfund-
um fyrir verkum.
— Hverjum augum lítur þú sjálf-
ur á starf þitt sem gagnrýnandi?
— Gagnrýni er bókmenntastarf
sem er í samræmi við bókmennta-
lega sköpun. Hlutverk gagnrýnand-
ans er ýmislegt, og fer m.a. eftir
þeim sjónarmiðum sem eru ríkjandi
á tíma gagnrýnandans, en tilgangur
gagnrýni er fyrst og fremst sá að
vekja athygli á bókmenntum og höf
undi, benda á það sem manni finnst
lífvænlegt og gera athugasemdir við
það sem manni þykir bera feigðina
í sér. Gagnrýnandi er aftur á móti
enginn dómari, eins og fólki hættir
til að halda, — hann setur aðeins
fram eigin persónuleg viðhorf. Mér
finnst mest koma til gagnrýni, sem
er þannig uppbyggð, að það er hægt
að líta á hana sem sköpunarstarf í
ætt við fagrar bókmenntir.
— Og hvernig tekurðu sjálfur
gagnrýni á ljóð þín?
— Ef gagnrýnin er góð, finnst
mér mikið til gagnrýnandans koma,
ef gagnrýnin er neikvæð, er ég auð
vitað viss um, að maðurinn sé svo
vitlaus, að það sé ekki mark á hon-
um takandi. Rithöfundurinn verður
að setja sér upp einhverja svona for-
múlu — annars verður mjög nei-
kvæð gagnrýni bara til þess að drepa
hann. Hörð gagnrýni sem byggð er
á þekkingUi er kannski æskilegust
fyrir höfundinn, en aftur á móti get-
ur það spillt sambandinu milli les-
andans og höfundar, ef lesandinn fer
að halda, að gagnrýnandinn sé
óskeikull, en það er eitt af því sem
lesandi bóka má aldrei láta sér
detta í hug.
sv. j.
i
i
'l
fyrir það að hann stæði ekki í skilum með leigu og níddi húsið niður. Upp úr þeim
málaferlum keypti Petræus svo Fálkahúsið 1820, og var verzlað í því fram yfir
miðja öldina.
Eftir Knudsen varð Pétur Petersen verzlunarstjóri í Fálkahúsinu. Hann var kall-
aður Káetu-Pétur, og var þa'ð gælunafn meðal kunningja hans íslenzkra.
Petræus andaðist 1828 og þá keypti Pétur verzlunina og rak hana fram til 1850,
en seldi hana þá N. Chr. Havsteen. Árið 1868 lét Havsteen rífa gamla Fálkahúsið og
reisa þarna nýtt verzlunarhús dálítið norðar á sjávarkambinum, svo að Hafnar-
stræti gæti breikkað. Þarna var síðan talin einhver laglegasta búðin í bænum.
Árið 1880 keypti J. P. T. Bryde í Kaupmannahöfn verzlunina og verzlunarhúsin
og var kaupverðið 26.000 krónur, og þótti hátt. Nokkru síðar reisti Bryde þarna
nýja sölubúð eða sölubúðir, því að verzlunin var í sjálfstæðum deildum. Þetta nýja
hús var kallað hin mesta bæjarprýði og byggingarlagið næsta nýtízkulegt, tvílyftir
báðir endar, en einlyft í miðju. Á þak miðhússins var sett líkan af víkingaskipi, en
á stafnana fjóra voru settar myndir af fálkum til minningar um, að á þessum stað
hefði upphaflega staðið Fálkahús hans hátignar konungsins. Þetta hús stendur enn
með sömu ummerkjum, en Brydesverzlun gafst upp árið 1914 og síðan hefir firm-
a'ð Ó. Johnson & Kaaber verið eigandi hússins.
26. nóvember
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H