Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1967, Side 12
í hreinskilni sagt:
Vondinn nð semjn fyrir börn
Eftir Alan Boucher, dósent
Einu sinni sagði gamall kunningi
við mig: „Af hverju skrifarðu ekki
bók fyrir fullorðið fólk?“ — Ég hafði
nefnilega í nokkur ár verið að skrifa
bækur, útvarpsþætti og annað, aðal-
lega fyrir börn og unglinga, og hon-
um fannst efalaust tími til kominn,
að ég færi að sýna aukinn þroska
með því að snúa mér að erfiðara
og mikilvægara efni.
En þetta er sjálfsagt algjör mis-
skilningur. Listin að skrifa og skapa
fyrir börn, er ekki sú, sem hver
og einn hefur vald á. Til þess þarf
meira en góðvild eina saman. Mér
liggur nær að segja, að margir
þeirra, er taka að sér að skrifa fyr-
ir börn, séu ekki einu sinni færir
um að skrifa fyrir fullorðið fólk.
Hér á landi verður maður stund-
um var við afstöðu hans kunningja
míns, ekki sízt meðal þeirra, sem
teljast gagnrýnendur og ættu því að
vita betur. Ég hef tekið eftir því,
til dæmis, hvernig þeir, er rita um
dagskrá hljóðvarps og sjónvarps
virðast helzt vilja sniðganga þenn-
an lið hennar, þar sem mér sýnist
þurfa mestu aðgæzlu. Enska Ijóð-
skáldið Wordsworth sagði, „The
child is father of the man“ (barnið
er faðir mannsins), og listin getur
haft eins mikið að segja fyrir
þroska barns sem skólakerfi lands-
ins.
Því finnst mér Hinrik Bjamason
eigi skilið viðurkenningu fyrir sinn
ágæta þátt, Stundin okkar, ekki að-
eins vegna efnisins — bömin frá tón-
listarskólanum síðastliðinn sunnu-
dag voru framúrskarandi — heldur
einnig vegna þess, hvemig honum
tekst að tala eðlilega og tilgerðar-
laust við áhorfenduma, án vitundar
uppgerðar lítillaetis. Hún Rannveig
er einig ágæt.
Því miður get ég ekki sagt eins
um öll bamaleikrit í útvarpinu, þar
sem stundum er ýkt fram úr hófi í
því skyni að gera þau áhrifameiri
fyrir krakkana. Þetta finnst mér hálf
móðgandi fyrir börnin, sem eru ekki
eins barnaleg og leikstjórarnir virð-
ast oft halda. Og sjálfsagt er það
heldur leikstjórunum að kenna, þeg-
ar persónur í leikritunum eru gerð-
ar að skopmyndum. Til dæmis: flug-
kennarinn í Áma í Hraunkoti hefði
aldrei fengið kennarastöðuna, eins
taugaveiklaðuT og hann er, en Olli
ofviti, sem á að vera ungur mað-
ur, er aumt gamalmenni. Því minna
sem menn og atburðir eru tengdir
raunveruleikanum, þeim mun síður
vekja þeir hlátur okkar, vegna þess
að undirstaða hláturs er einmitt sú,
að þetta hefði getað komið fyrir okk-
ur.
Aftur á móti var sögumaður Árna
góður og mér finnst höfundar út-
varpsleikrita fyrir hina fullorðnu
geta lært töluvert af barnaleikrit-
um í þessum málum, þar sem margt
fer miklu betur í frásögn en í sam-
tali — sérstaklega það sem gerist.
Það er kjánalegt að heyra mann
segja til dæmis: „Nú er ég búinn að
slökkva ljósið“, eða eitthvað þess
háttar, en sögumaður getur eðlilega
sagt okkur frá því.
BYSSAN
Framhald af bls. 2
vopnum Kúlur byssanna urðu brátt
öflugri skeyti en sterkustu lásbogar og
auk þess mátti hlaða þær bæði með
höglum og kúlum á víxl. Lásbogarnir
voru þó ekkert barnaglingur, hinir
sterkustu þeirra voru spenntir með
tækjum sem minna á bifreiðatjakka og
gátu skotið járnboltum gegnum 5—8
þumlunga þykkar eikarhurðir.
Um aldamótin 1500 datt byssusmiðum
í Mið-Evrópu sennilega i Núrnberg að
smíða kveikjuútbúnað sem minnir helzt
á vindlingakveikjara nútímans. í byssu-
lásnum var komið fyrir hjóli með hrjúf-
um ytri hring. Þetta hjól var knúið
fjöður Iíkt og klukkuhjól og lá upp að
tinnusteini. Þegar tekið var í handfang
eða gikk losnaði um hjólið, það snerist
við tinnuna og sló eldneista sem bár-
ust að púðrinu á pönnunni. Loksins kom
útbúnaður sem gerði skotmenn óháða
því a(5 bur'íast með sérstök eldfæri eða
ganga með logandi kveik á byssunni.
Hinir frægu klukku- og byssusmiðir
Þýzkalands og annarra landa í Mið-
Evrópu tóku þessari uppfinningu feg-
inshendi og fóru nú að smíða fjöldann
allan af byssum, sem margar hverjar
eru hreinustu listaverk, fagurlega skorn-
ar, skreyttar og lagðar gulli, fílabeini
og skelplötu. Þessar byssur hentuðu all-
vel til veiða og kaupendur þeirra voru
því gjarnan konungafólk, aðall og efna-
menn sem horfðu lítt í kostnað. Fjöld-
inn allur af þessum kjörgripum er til
enn í dag á söfnum og, í einstaklings-
eign og óskemmdar hjóllásbyssur eru
mjög eftirsóttar af söfnurum. Hjóllás-
inn hafði samt sína meinlegu galla. Út-
búnaður hans var allflókinn og við-
kvæmur og til þess að smfða hann þurfti
hina högustu smiði. Þetta varð því of
dýrt tæki til þess að fá í hendur venju-
legra hermanna. En hálfri öld seinna
kom lausnin.
Frá aldaöðli kunnu menn að slá sam-
an stáli og tinnusteini til þess að kveikja
eld„ Það var óþekktur byssusmiður á
Niðurlöndum sem fékk þá hugmynd um
1550 að festa mola af tinnusteini á lít-
inn hamar og festa enda hans með
bolta gegnum byssulásinn. Við boltann
var tengd sterk fjöður sem sneri hon-
um og lét hamarinn falla þegar tekið
var í gikkinn, með allmiklu afli á stál-
þynnuflöt og skjóta þannig neistum ofan
í pú'ðurpönnuna. Þarna var fundinn upp
einfaldur, sterkur lás sem næstum hver
handlaginn járnsmiður gat gert við og
jafnvel smíðað, auðveldur í notkun og
ódýr í framleiðslu. Fljótt komust menn
upp á lagið með að setja lok á púður-
pönnuna, sem opnaðist þegar hamarinn
eða byssuhaninn, eins og hann var
nefndur vegna þess hve hann minnti á
hana sem heggur, sló fram, og þannig
var orðin til byssa sem mátti ganga með
hlaðna og lás sem þoldi bæði vind og
regn.
Enda þótt hjóllásinn héldi eftir sem
á‘ður velli einkum á lúxusbyssum, varð
tinnubyssan eins og hún hefur verið
nefnd hin algenga byssa næstu aldirn-
ar allt fram á síðustu öld.
Þetta var byssan sem hinar blóðugu
trúarstyrjaldir 16. og 17. aldar voru
háðar með, byssan sem landnemar Norð-
ur-Ameríku beittu til að útrýma vís-
undahjörðum vestursléttanna og börð-
ust við Indíána með, byssan sem her-
menn Napóleons höfðu í höndunum er
þeir frusu í hel á sléttum Rússlands.
Og enn þann dag í dag eru þessar byss-
ur ekki úr sögunni. Þær eru búnar til
mönnum til gamans, sem langar til þess
að skjóta með sams konar verkfæri og
langafi þeirra notaði. Allt fram á síð-
ustu ár hafa fátækir bændur í skóg-
lendi austurfylkja Bandaríkjanna smfð-
að þær og notað til veiða vegna þess
hve skotfæri fyrir þær eru sáródýr.
Jafnhliða sem menn unnu að endur-
bótum á kveikjutækninni glímdu tækni-
fræðingar við það að smíða hentugar
byssur sem hægt væri að hlaða að aft-
an, einnig við að búa til byssur sem
tækju fleiri en eitt skot í senn.
Mönnum er svo tamt að hugsa sér
aftanhlaðninginn sem tiltölulega nýtt
fyrirbrigði að það vill gleymast að ein-
hverjar elztu byssur sem til eru frá
upphafsdögum byssunnar eru einmitt
aftanhlæður. Aftanhlaðnar fallbyssur
h nar svonefndu „bjórkönnuibyssur"
voru í notkun á 14. öld og ef til vill öld
fyrr. Þær voru smíðaðar þannig, að
aftan og ofan á hlaupinu var numið
burt stykki, nær helmingur hlaupsins
á parti. Kúlunum var stungið fram í
hlaupið inn um þetta gat og síðan
smeygt á eftir sívölu járnhylki, lokuðu
að aftan með handarhaldi líkast bjór-
könnu í laginu, inn í hlaupið sem fyllti
upp í skerðinguna. í þessari „bjórkönnu"
var púðrið, sem tendra’ð var á venju-
legan hátt gegnum örlítið gat á botni
hennar. Með þessu móti fékkst skot-
hraði sem gaf lítið eftir fallbyssum
sem notaðar voru í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Auðvitað er augljóst, að þessar
byssur þoldu ekki eins sterka hleðslu
eins og framhlaðningar sem voru með
heilan hlaupbotn og þar stóð einmitt
hnífurinn í kúnni. Byssusmiðir smíðuðu
alls kyns gerðir af aftanhlöðnum byss-
um. Margar þeirra voru bráðsnjallar
hugmyndir og hin mesta snilldar smíð.
Gallinn við þær allar var að þær voru
veikbyggðari en framhlaðningarnir því
að glóandi púðurloginn vildi þrengja
sér út um samskeytin. Eins og menn
vita innsiglar patrónuhylkið þennan
leka við samskeyti lássins á nútíma
skotvopnum, en skothylkið eða patrón-
an, ýmist úr málmi eða pappa, málm-
klædd að aftan, var ekki fundin upp
fyrr en á 19. öld og ekki nothæf fyrr
en hvéllhettan kom til sögunnar.
Uppfinningamenn sem glímdu við
marghlæður rákust á sama vandann.
Me'ðan hleðslan þurfti að liggja óvarin
í hlaupinu svo hægt væri að kveikja
í henni var nær ókleift að búa til not-
hæfar margskotabyssur. Marghleypan
var helzta þrautalendingin, byssa sem
hafði 2, 3 eða fleiri hlaup sem hlaðin
voru hvert fyrir sig og sérstakan
kveikjuútbúnuð hvert þeirra, en
slíkar byssur voru þungar og flók-
in smiði, enda þessi lausn helzt not-
uð við skammbyssusmiði. Eftir að
tinnulásinn var fundinn upp, var ein-
falt að smíða tvíhleypur, sem eru ekkert
a;jnað en tvær byssur felldar saman á
eitt skefti, enda urðu þær vinsælar
me’ðal veiðimanna. Hinar fyrstu höfðu
hiaupin hvort upp af öðru en síðan sáu
byssusmiðir að einfaldara var að hafa
þau hlið við hlið og þannig varð drottn-
ing allra veiðivopna, hin klassíska tví-
hleypa til.
Seint á 15. öld datt einhverjum
óþekktum byssusmið í Niirnberg eða
Leipzig í hug að skera spírallaga rákir
í byssuhlaupið innanvert til þess að
byssukúlan fengi snúning um sjálfa sig
á fluginu og flygi þannig miklu beinna
en ella. Sumar heimildir eigna þessa
uppfinningu Agústi Kotter byssusmið
í Núrnberg, en fleiri nöfn koma til
greina. Þessi uppfinning þarf ekki að
vekja mikla fudðu þegar það er haft
í huga að bogskyttur höfðu þá þegar
um langahríð snúið upp á stýrisfjaðrir
örva sinna til þess að láta þær spinna
um sjálfa sig á fluginu. Orsakir til þess
að kúlur sem snerust um sjálfa sig
flugu beinna og hraðar en kúlur í slétt-
um hlaupum höfðu menn ekki hugmynd
um því vísindalegar skýringar á lög-
málum þeirrar fræðigreinar sem kall-
ast ballistic komu ekki fyrr en seint
á 18. öld er enski stærðfræðingurinn
Tinnulás sem notaöur vaa- frá 1550—1850
og tíðkast jafnvel enn í dag.
Kveikjulás eins og tíðkaðist á 15. og
16. öld.
Benjamín Robbins hóf sínar athuganir
og tilraunir um þetta efni. Helzt höll-
uðust menn að því að djöfullinn ætti
erfitt með áð setjast klofvega á kúlu
sem snerist og afvegaleiða hana því
spuni hennar væri guðleg hreyfing, aðr-
ir hölluðust að hinu gagnstæða, spuna-
hreyfingin væri einmitt satanísk í eðli
sínu og því ætti sá gamli auðveldara
með að gæta þess að spinnandi kúlan
flygi beinna og næði betur sínum djöf-
ullega tilgangi.
Einhver elzti riffill sem til er í heim-
inum er frá dögum Maximilians keisara
af Habsborg, hin vandaðasta smíði méð
nákvæmum miðunartækjum. Rifflar
voru síðan notaðir bæði til hernaðar
og veiða þó þeir yrðu aldrei eins al-
gengir og byssur með sléttu hlaupi.
Kristján 4, Danakonungur er talinn
fyrstur hafa útbúið hermenn sína riffl-
um og hugsanlegt er að Jón Indíafari
hafi bæði séð þá og notað er hann var
í þjónustu hans.
Frásagnir greina frá hátíðlegum skot-
keppnum á síðar; hluta 15. ald.ar þar sem
greint er milli keppenda sem notuðu
riffla og hinna sem skutu með óriffluð-
um byssum. Þegar 'haft er í huga að
samkvæmt reglum í sumum keppnis-
greinum var færið haft yfir 800 fet
og markið ekki stærra en 314 fet á
hvem veg og skotið standandi á það
sést að hér hafa engir Klaufar verið
að verki. Rifflar með aftanhlöðnum
hjóllás voru einatt búnir til handa
skyttum sem ekki þurftu að horfa í
skildinginn en framhlaðnar tinnulausar
byssur voru samt miklu algengari. Gall-
inn við fram'hlaðna riffla var hversu
erfitt var að reka kúluna r.iður í hlaup-
ið ef hún féll þétt í sem hún varð að
gera ef rifflurnar áttu að koma að gagni.
Menn leystu þennan vanda þó brátt með
því að vefja lappa úr tuskum éða skinni
uian um kúlu sem var miórri en rif.fl-
að hlaupið. Þess háttar kúla var auð-
rekin niður í hlaupið og lappinn sem
var smurður feiti gegndi því tvöfalda
hlutverkj að hreinsa hlaupið er kúlan
var rekm niður eftir bví og gefa
kúlunni snúning þegar hleypt var af.
Frda bét.t þessir r:fflar væru furðu-
lega nákvæmir og auðveldir í meðför-
um kusu margir veiðimenn heldur byss-
ur með óriffluðu hlaupi. Ein ástæðan
var sú að þær voru ódýrari, önnur að
í þær mátti nota bæði kúlur og högl
á víxl, en riffluð hlaup fara mjög illa
með haglahleðslu og auk þess voru ó-
riffluðu hlaupin nægilega nákvæm til
]2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. nóvember