Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 2
tóvinnuhúsin. Hér hefir því ráðið ann- að sjónarmið hjá honum, heldur en úti í Viðey. Sumir telja, að Skúla hafi verið það metnaðarmál, að fyrstu verksmiðjuhúsin skyldu risa einmitt á þeim stað, er Ing- ólfur Arnarson hafði reist sinn bæ, fyrsta bóndabæinn á íslandi. Til þess benda og orð Eggerts Ólafssonar, þar sem hann segir, að iðnstofnanirnar hafi verið reistar þar sem lagði hinn fyrsti landnámsmaður „helgar höfuðtóftir“. Eggert var mjög handgenginn Skúla, dvaldist langdvölum hjá honum í Viðey. En í þessum orðum kemur einmitt fram sá metnaður, sem minnzt var á, og er líklega frá Skúla kominn. Fyrsti land- námsmaðurinn byggði í Reykjavík, og hin nýja Reykjavík skyldi rísa einmitt þar, sem bær hans hafði staðið. Fyrstu hús verksmiðjanna skyldu standa á rústum fyrsta bóndabæjarins á fslandi! Þannig skyldi forn frægð vakin og það aldrei gleymast hvar fyrsti landnáms- bærinn hafði staðið. Þegar Skúli hafði tekið ákvörðun um, hvar fyrstu verksmiðjuhúsin ættu að standa, varð skipulag hins nýja verk- smiðjuþorps að miðast við þann stað. Og þá leiddi það af sjálfu sér, að hin forna sjávargata, sem þá var heimreið- in að Vík, yrði fyrsta gata hins nýja þorps. En Skúli lét sér ekki nægja mjó- an stíg, hann gerði þarna stræti, allt frá syðsta horni Víkur og niður að Gróf, og lét þar ráða breidd hlaðsins, sem var milli bæjarins og kirkjugarðs- ins. Svo var húsum skipað meðfram strætinu að vestan allt að Götuhúsastíg, en lengra ekki, því að handan við þann stíg stóð Ingólfsnaust, og það lét Skúli standa óhreyft að sinni. ----O---- Verzlunin var um þessar mundir úti í Örfirisey og stóðu hús hennar syðst á eynni. Hörmangarafélagið hafði þá alla verzlun íslands á leigu hjá einokun- inni. Örfirisey var ekki hentugur verzlun- arstaður og lágu til þess ýmsar orsakir og sú þyngst á metunum, að þangað var ekki hægt að komast nema með fjöru, því að grandinn milli eyjar og lands var oftast á kafi, eins og aldrað- ir Reykvíkingar muna enn glöggt. Það er því líklegt að Skúli Magnús- son hafi gert ráð fyrir því, að þess yrði skammt að bíða að verzlunin flyttist í land eftir að verksmiðjumar væru komnar á fót og fólki fjölgaði mjög í Reykjavík. Og þá varð að sjá verzlun- inni fyrir hagkvæmum stað í landi Reykjavíkur. En þá var í rauninni ekki nema einn staður, sem kom til greina, Grófin, þar sem verið hafði uppsátur Reykvíkinga frá landnámstíð. Þar var lending öruggust og því var þar heppi- legasti staðurinn fyrir verzlunarhúsin. Vera má að það hafi verið vegna þessa að Skúli lét ekki hrófia neitt við Ingólfsnausti. Hann hafi einmitt ætlað verzluninni þann stað. Þá hafði hann komið því svo fyrir, að þessi tvö fyr- irtæki, iðnaður og verzlun, sem áttu að verða lyftistöng hins nýja staðar, stæðu bæði á sögustöðum frá Ingólfs tíma, verksmiðjuhúsin þar sem bær hans stóð, en verzlunarhúsin þar sem hann hafði útgerðarstöð sína. Hörmangarafélagið gafst upp á verzl- Elzfa verzlunarlóð í Reykjavík uninni 1758 og tók þá konungur undir sig alla verzlun á íslandi. En jafnframt var þá á gerð sú skipan, að Marcus Pahl, hinn nýskipaði forstjóri verzlun- arinar, skyldi jafnframt vera forstjóri verksmiðjanna. Árið 1763 var reist í kvosinni nýtt hús, sem ekki kom verksmiðjunum neitt við. Það var fálkahús konungs og var flutt hingað frá Bessastöðum. Það var endurreist fram á sjávarkampinum, aust an götunnar og gegnt Inólfsnausti.*) Pahl verzlunarstjóri og verksmiðjustjóri bjó ekki úti í Örfirisey, heldur í for- stjórahúsi verksmiðjanna (þar sem nú er Aðalstræti 9). Vegna búsetu sinnar hér í bænum, mun hann fljótt hafa uppgötvað hverjir annmarkar voru á því að hafa verzlunina í Örfirisey. Sést það á því, að sama árið sem fálkahúsið var reist hér, ritaði hann Magnúsi Gíslasyni amtmanni bréf og bað hann að leigja verzluninni þetta hús til mat- vörugeymslu, „því að eins og allir viti, sé ekki alltaf hægt að komast frá Reykjavík í Hólminn.“ Þetta var upp- hafið að óánægju út af verzlunarstaðn- um, og leiddi til þess, að ákveðið var að verzluniin skyldi flutt til Reykja- víkur. Og svo voru verzlunarhúsin flutt frá Örfirisey á árunum 1779—80. Krambúð- in var flutt fyrst og þá var Ingólfs- naust rifið til þess að hún skyldi end- urreist þar. Naustið var þá, að sögn, orðið mjög hrörlegt, en veggir þó sæmi- lega standandi. Þetta gæti bent til þess að það hefði verið þaklaust, þakið ann- aðhvort fallið eða fokið. Þetta er ekki undarlegt, því að naustið hafði þá ekki verið notað í aldurfjórðung, eða frá þeim tíma, er Reykjavík hætti að vera bóndabær og útgérð þar lagðist niður, og á þessum tíma mun ekkert hafa ver- ið um það hugsað að halda naustinu við. Og svo reis krambúðin þarna á grunni Ingólfsnausts, fyrsta verzlunin í Reykja vík. Síðan hefir alltaf verið verzlað á þessum stað. Þarna er nú Veiðarfæra- verzlunin Geysir, og sölubúð hennar stendur einmitt á þeim merka stað þar sem Ingólfsnaust var áður. Hér á eftir mun svo reynt að rekja sögu þessa elzta verzlunarstaðar í borg- inni. ----O---- Eftir Marcus Pahl kom hingað sá verzlunarstjóri er Johan Christian Sunchenberg hét, og var hann jafn- framt forstöðumaður verksmiðjanna. Hann bjó ekki í verzlunarhúsunum fyrst i stað, heldur í forstjórahúsi inn- réttinganna Fabrikhus nr. 1 (nú Aðal- stræti 9). Séra Guðmundur Þorgrímsson sókn- arprestur segir í kirkjubók, að Sunchen- berg hafi verið „en gudfrygtig Mand“. Má það vel vera, enda var hann um skeið fjárhaldsmaður kirkjunnar og gaf *)í bókinni „Horft á Reykjavík", bls. 296, er sagt, og haft eftir dr. Jóni bisk- upi Helgasyni, að Fálkahúsið hafi ver- ið flutt hingað af Valhúsahæð á Sel- tjarnarnesi. En það er ekki rétt. Skúli Magnússon segir að það hafi verið flutt hingað frá Bessastöðum. henni forláta kaleik „sem kostað hefir í Kaupmannahöfn yfir 50 rdl.“ og var nafn hans grafið þar á. En viðskipta- mönnum verzlunarinar þótti hann nokk uð harður í viðskiptum, og kvað svo ramt að því að hann fékk áminningu yfirvalda. Hann mun þó hafa viljað vel í aðra röndina, því að hann kom fyrst- ur manna fram með tillögu um að koma á fót barnaskóla í Reykjavík og hugð- ist mundu geta fengið nóg samskotafé til þess hér og erlendis. Lét hann þá setja guðskistu í krambú'ðina og áttu menn að leggja þar í framlög sín til skólans. En þegar Levetzow stiftamt- maður varð var við þetta, varð hann ofsareiður, skipaði Sunchenberg að taka niður guðskistuna og skila öllu, sem í hana hefði komið. Kvað hann þetta uppátæki með öllu óleyfilegt, þar sem ekki hefði verið leitað samþykkis kon- ungs. Árið 1786 fékk Reykjavík kaupstaðar- réttindi og jafnframt var verzlunin gef- in frjáls við alla þegna Danakonungs. Var þá og ákveðið að selja skyldi allar verzlanir konungs á íslandi, og keypti Sunchenberg þá þegar verzlanirnar í Reykjavík og á Eyrarbakka, og rak þær undir sínu nafni frá ársbyrjun 1788. Danska stjórnin var í nokkrum vanda með sölu og afhendingu hinna mörgu verzlunarstaða konungs, og vildi því fá kunnugan mann sér til aðstoðar. Vald- ist Sunchenberg til þessa starfs og flutt- ist þá til Kaupmannahafnar og dvaldist þar til dauðadags (23. maí 1806). Upp frá því hafði hann verzlunarstjóra hér. En áður en hann færi, keypti hann lóðina næstu fyrir sunnan Götuhúsa- stíg, þar sem staðið hafði eitt af torf- húsum verksmiðjanna (Fabrikhus nr. 16). Lét hann rífa þennan kofa en reisa á grunni hans íbúðarhús handa verzl- unarstjóra sínum. Átti þá verzlunin lóð- irnar báðum megin við Götuhúsastíg- inn. Fyrsti verzlunarstjóri Sunchenbergs var danskur maður, sem Johan Höyer hét. Um hann er ekki vitað neitt nema að í útmælingu kaupstaðarins 1792 er hann kallaður kaupmaður. Runólfur Klemensson frá Kerlingar- dal í Vestur-Skaftafellssýslu hafði ver- ið verzlunarþjónn kóngsverzlunarinnar, en gerðist brátt verzlunarstjóri hjá Sunchenberg og tók um leið við stjórn verksmiðjanna. Keypti hann svo for- stjóraíbúðina (Aðalstræti 9). En brátt var forstjórastarf verksmiðjanna tekið af honum og fengið Þorkeli Bergmann í hendur. Keypti Þorkell þá húsið og var það síðan lengi nefnt Bergmanns- stofa. Runólfur fluttist þá í Spunastof- una, sem Petræus hafði keypt. Var Runólfur þá orðinn óreglumaður og missti verzlunarstjórastöðuna um alda- mótin. Upp frá því vann hann hingað og þangað hjá kaupmönnum. Árið 1810 keypti hann kotið Kirkjuból, er seinna nefndist Lækjarkot, en drukknaði ár- ið eftir í tjörninni. Hann var kvæntur Sigríði dóttur Sigurðar Erlendssonar í Götuhúsum, er þá var mjög fyrir öðr- um bændum. Frá þeim er mikill ætt- bálkur kominn, og þaðan er Clementz ættarnafnið komið. Kristofer Faber er búsettur í faktars- ílbúð Sunchenbergs 1801 og er þá verzl- unarstjóri. Hann var ættaður frá Slag- else og hafði áður verið undirtylla í kóngsverzluninni á Eyrarbakka. Barst hann mikið á og lifði um efni fram. Þegar Sundhenberg andaðist og farið var að athuga verzlunarreksturinn hér. kom í Ijós að Faber var orðinn verzlun- inni stórskuldugur og auk þess var reikningsfærsla hans í ólagi. Var hon- um því tafarlaust vikið frá. Rak hann svo verzlunarlhokur hér fram til 1916 en varð þá gjaldþrota. Síðan var hann nokkur ár í Keflavík en flæktist svo hingað aftur og lifði á „náðarbrauði kaupmanna og faktora" eins og segir í kirkjubókinni við andlát hans 1827. Allt er í óvissu um verzlun Sunchen- bergs eftir lát hans. Sumir giska á að ekkja hans eða -erfýigjar hafi hald- ið verzkminni áfram um nokkur ár, en það er fremur ólíklegt, því að ekki búa verzlunarstjórar þeirra verzlunar lengur í faktorsbúðihni, heldur koma þangað leiguliðar. Sennilega hafa verzlunarhúsin verið leigð hinum og öðrum, og einihvern veginn hafa þau komist í vörzlu eða eign Bjarna ridd- ara, því í manntali 1819 er faktorsíbúð- in kölluð Sívertsenshús. En nú skal fyrst minnaist á þá, sem heima áttu í faktorsíbúðinni. Hans Wöllner Koefoed sem varð sýslumaður í Gulllbringu og Kjósar- sýslu þegar Frydensberg var leystur frá þvi emtoætti 1806. bjó fyrst í faktors- fbúðinni. Hann var kvæntur Járngerði dóttur Bjarna riddara, og bendir það ennfremur til þess að Bjarni hafi þá þegar haft umráð húsanna í hendi sér. L. M. Knudsen býr þar á árunum 1807—11. Hann var danskur að ætt, fæddur í Rípum á Jótlandi 1769 (d. 1828). Bróðir hans var Adser Knudsen kaupmaður og var Ludvig fyrst verzl- unarþjónn hjá honum. Meðan hann var þar lagði hann hug á Margrétu Andreu Rölter, dóttur Lars beykis í Stykkis- hólmi, og hún á hann. Um þær mund- ir dvaldist hún hjá Petræusi kaup- manni, því að hún var skyld konu hans. Vildu þau Petrous ekki að hún ætti Ludvig því að hann væri óráðinn, en giftu hana Claus Mohr faktor, sem var 22 árum eldri en hún. Það hlessaðist ekki, því að Margrét hljóp frá honum efti tæpt missiri og kvaðst aldrei mundu stiga fæti sínum inn fyrir hans dyr framar. Vakti þetta geysilegt hneyksli og umtal í bænum og var Margrétu mjög legið á hálsi fyrir til- tæki sitt. — Petræus fluttist svo af landi burt 1807 og varð L. Knudsen þá verzlunarstjóri hjó honum og flutt- ist inn í faktorsíbúð Sunckenbergs. Ár- ið eftir átti hann barn með Margrétu Mohr og þótti nú allt fara að einu um mannorð hennar. Þau voru ákveð- in í að giftast. en hefði þurft að fá stjórnarvalda leyfi til þess úr því að svona var komið og hefði það ef til vill ekki verið auðfengið. En þá varð hin fræga stjórnarbylting hér á landi, og Jörgensen gerðist kóngur um hríð. Hann var mjög frjálslyndur og hafði ekki neitt á móti því að þessir elsk- endur næði saman. Veitti hann þeim þegar leyfi til að giftast og stóð brúð- kaup þeirra i október 1809. Þegar J'örgensen var oltinn úr tigninni var ekkert hreyft við þessu. Hjúskapur þeirra blessaðist vel og er mikill og merkur ættbálkur frá þeim kominn. Gunnlaugmr Halldórsson stúdent átti heima í faktorsíbúðinni árin 1810—12. Hann var sonur Halldórs Pálssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð, varð stúdent 1792 og gerðist djákni í Odda, en líkaði þar ekki og hvarf heim til foreldra sinni 1794. Þar eignaðist hann barn í lausaleik og var þá úti um prestskap- inn. Þegar Sigurður skáld Pétursson sagði af sér sýslumannsembættinu i Gullbringu og Kjósarsýslu, ætlaði stift- amtmaður að setja Gunnlaug yfir sýsl- una, en hann neitaði. Var hann þá skrif- ari hjá Finne landfógeta. Árin 1803-10 var hann verzlunarstjóri í Hafnarfirði. Nú var hann orðinn verzlunarstjóri hjá Rödgaardsverzlun (Faneyarverzlun) í Reykjavík en fór utan 1812 og andað- ist í Rípum. Halldór Thorgrímsen valdsmaður bjó um skeið í faktorsfbúðinni. Hann var sonur séra Guðmundar á Lambastöð- um og hafði tekið próf í dönskum lög- um. Hann var settur sýslumaður í Gullbringu og Kjósarsýslu þegar Koe- foed fór 1814 og þá alltaf kallaður „valdsmaður". Embættisfærslan tókst honum svo illa að hann var sviptur emlbætti með dómi 1818. Seinna varð hann skrifari hjá stiftamtmanni. en missti þá atvinnu um 1825 og varð þá að senda konu sína og börn til Dan- merkur t'i'l ættingja hennar, því að hún Framhald á bls. 8 , 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.