Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 6
Ferðaminningar frá Fœreyjum — Eftir Þórodd Cuðmundsson frá Sandi 2. hluti Tá eru góöir dagar Eftir að Ólafur hafði snúið við frá ferjustað, tók hann fleira vegalaust fólk upp í bílinn, unz hann var full- skipaður. Meðal þeirra voru roskin hjón, sýnilega tekin að þreytast, og mið- aldra maður einn færeyskur, sem tal- aði þó og skildi mætavel íslenzku. Virt- ist hann fróður á þessum slóðuim, og fékk ég síðar um daginn skýringu á því. Gekk nú ferðin að óskum. Vegur- inn lá allt norður að Eiði, en beygði þá til austurs við rætur Slættartinds, hæsta fjalls Færeyja, sem bar nú þoku- hjúp efst á höfði. Á leiðinni opnaði Ól- afur fyrir hádegisútvarpinu frá Reykja- vík. Heyrðist það vel fyrst, og var m.a. sagt frá samtoomum á verzlunairmanna- helginni, unz tók fyrir það, þegar ekið var niður á milli fjallanna innan við Gjá. Okkur var bent á veitingahús í þorpinu. Stóð þar matur á borðum: smurt brauð með vindþurrkuðu kjöti ofan á með fleiru og súrmjólto, sem Færeyingar nefna „rjómastamp.“ Á leið inni til Gjár og í þorpinu sjálfu sáum við víða hey á hesjum, sem Færey- ingar nefna „turkilag.“ Hesjurnar eru minni en ég sá þær í Noregi og heyið á færeysku hesjunum oft þakið með neti. Mikill fjöldi fólks var á bazarn- um og keypti óspart. Dáðist ég að, hve allt fór vel fram. Sérstaklega þóttu mér börnin háttprúð, líkt og þau væru við hátíðaguðsþjónustu, en allt var fólkið glatt að sjá og sumt í þjóðbúningum. Þegar við vorum búin að fá nóg af að vera á bazarnum, bauðst Ólafur til að fylgja okkur í kirkjuna á staðnum. Á leiðinni þangað komum við inn í eitthvað hundrað ára gamla búð, lágt hús með tonfþaki og hlöðnum stein- veggjuim. Svo lág var hún, að háir menn gátu aðeins staðið þar uppréttir, búðarborðið úr gömlu tré, skálavog og lóð bak við. Gömul hjón afgreiddu. Keyptum við af þeim smámunL í kirkjunni var eftirtektarverð altar- istafla af Kristi, þar sem hann bjargar Pétrd úr lífsháska, þegar lærisveinarn- ir héldu sig vera að farast. í baksýn var fjall á Karlsey, greinilegt. Myndin var gerð af færeyskum málara. Þegar við komum úr kirkjunni, bauð Ólafur okkur kaffi á heimili unnustu sinnar færeyskrar og bróður hennar, sem hún hefur verið ráðskona hjá, síðan hann missti konu sína úr fýlungaveiki fyrir notokrum árum, en sá sjúkdómur hefur oft gert mikinn óskunda í Færeyjum. Þetta var mikil myndarstúlka, og vor- um við víst ekki einu gestirnir, sem hún gaf kaffi þennan dag. Þorpið Gjá stendur í dalverpi, sem minnir á dalinn inn af Njarðvík eystra, en er þrengra en hann. Það dregur nafn af klettasprugu, sem gegur í sjó fram og getur fyllzt af brimólgu. Svo bar til einn ag fyrir nokkrum árum, er menn höfðu verið að vinna niðri í Gjánni og börn hjá þeim og voru ný- komnir upp, að hún tæmdist skyndilega af sjó, en fylltist síðan aftur í einu vettvangi, og varð þá miklu hærra í henni en venjulega, svo að mennirnir hefðu drukknað, ef ekki hefði viljað svo vel til, að þeir voru komnir upp úr Gjánni, þegar flóðið varð. En orsök þess var sú, að grjóthrun mikið hafði orðið í Karlsey andspænis Gjé og or- sakað flóðölduna. Slík grjóthrun eru ekki óalgeng í Færeyjum, einkum þar sem sæbratt er, því úthafsaldan ham- ast án afláts á hömru-num þar. Á vesturleiðinni í áttina að þorpinu Eiði við sundið blöstu við steindrangar tveir norðan gjögurs nyrzt á Straum- ey. Samkvæmt færeyskri þjóðsögn, eiga drangarnir að hafa myndazt á þann hátt, að tröll tvö, karl og kerling, hafi vaðið frá íslandi til Færeyja og ætlað að draga eyjarnar til íslands, en dagað uppi. Meiri steindrangurinn heitir Karl, en sá m-inni Kerling. Nýleg-a hlekkt- ist færeyskum báti á að norðan við Straumey, en mennirnir komust upp á tá Karlsins og h-öfðust þar við heila nótt. Daginn eftir var þeim bjargað. C uman þann fróðleik, sem nú hef- ur verið í té látinn, fengum við hjá Ólafi, en annað sagði okkur náungi, sem hefur verið getið og varð okkur samferða að mestu frá ferjustaðnum á sundinu til Gjár og aftur þaðan alla leið til Þórshafnar. Var hann vel tal- aður á íslenzku og kunni skil á ýmsu Ég sat hjá honum í bakaleiðinni og spurði hann margs; k-vaðst hann heita Meinhard Jaeobsen, vera fæddur og uppalinn í Gjá, en hafði fyrir mörgum árum stundað sjósókn við ísland, en nú ætt.i ahnn heima á Súgandafirði, hefði dvalizt á æskustöðvunu-m um skeið og heimsótt grafir foreldra sinna í Gjá, færi með næstu ferð Krónprins- ins til íslands aftur. Ferð til Voga. „Þrútið var loft“, en ekki „þungur sjór“ heldur stafalygn Nólseyjarfjörður, þegar við sigldum út eftir honum é „Smyrli" éleiðis til Voga þriðjudaginn 8. ágúst. Vel sást þó til allra eyja inn- an sjónarhringsins, og smám saman létti til. Opnaðist þá fagurt svið. Var sem úr sjónum risu kastalar, hver af öðrum: stjórnborðsmegin suðvesturströnd Straumeyjar með bændaþorpun-um Kirkjubæ og Velbastað, en á bakborðs- hlið Nólsey austast, þá Sandey, Hest- ur og lok-s Koltur í mikilli tign, en einmig sást bláma fyrir v-e.sturs-trönd Skúfeyjar og Suðureyjar í meiri fjar- lægð. Tröllkonufingur teygði sig í loft upp rétt sunnan við suðausturströnd Voga. Það er snarbrattur steindrangi, óárennilegur að sjá til uppgöngu. Þó segir sagan, að Færeyingur einn hafi unnið það afrek. Því miður gleymdi hann öðrum vettlingnum sínum þar uppi, og þegar hann k-lifraði þangað öðru sinni til að sækja vettlinginn, hrapaði maðurinn til bana. (Innan sviga má geta þess, að þessari sögu hef- ut oft verið blandað saman við aðra, sem segir frá heimsókn Friðriks krón- prins, er síðar varð Friðrik 7., til Fær- eyja: Tveir Fær-eyingar vildu sýna krónprinsinum færni sína og klifruðu alllangt upp eftir Tröllkonufingrinum, en þei-m hlekktist ekkert á). Þegar „Smyrill" hafði lagzt við bry-ggju í Miðvogi, stigum við á land og spurðum okkur áfram að gistihúsi staðarins, er var ekki auðkennt. Hins vegar stóð kýr ein úti fyrir því og rak upp dálítið baul, þegar víð komum, eins og hún væri að bjóða okkur vel- komin. Og þó að matmálstíma væri lok- ið, bauðist húsmóðirin til að matbúa rifjasteik, þar eð okkur geðjaðiist sjálf- sagt ektoi að slátrinu, sem hún hefði haft á borðum. Þarna tryggðum við okkur gistingu. Meðan við nutum góðs hádeg- isverðar í Miðvogi, hafði létt fagurlega til, og sólin tók að skína, heit og skær. Undruðumst við og dáðum útsýnið til suðurs, þar sem sjórinn glampaði speg- ilsléttur og eyjarnar Hestur, Koltur og fleiri lokuðu fyrir voginn eins og meg- inland með blóum hamraveggjum hið neðra, en skrúðgrænar að ofan. Við báðum u-m bíl til að flytja okkur ti'l Sandavogs, því að þangað var för- inni heitið fyrst og fr-emst, en fengum það svar, að allir bilar þorpsins væru uppi við Saurvogsvatn vegna komu flugvélar á völlinn þar. Bjuggumst við því til gangis. Verið var að gera nýjan veg milli Mið- og Sandavogs nálægt sjónum. Var ok-kur því ráðlagt að fara gamla veginn, sem lá ofar. Til öryg-gis spurði ég mann, sem ók fram hjá okk- ur í bíl, hvar sá vegur hæfist. Þegar hann heyrði, að við ætluðum til Sanda- vogs, bauðst hann til að aka_ okkur þangað fyrir sanngjarnt gjald. Áður en langt leið, vorum við svo k-omin á einn merkasta sögustað í Fær-eyjum, sem nú skal nánar sa-gt verða frá. A höfuðbólinu Steig í Sandavogi bjó lögmaðurinn, æðsti embættismaður Færeyja, tn isio. og par ræcraist mor- undur færeyska ritmálsins, V. U. Hammershaimb, s-onur síðasta lög- lögmannsins, 1819. Stendur minnisvarði með mynd a-f honum innarlega í þorp- inu, og fundum við hann fljótlega. í Sandavogi hefur fundizt rúnasteinn merkur, sem ég hafði heyrt, að væri geymdur í kirkjunni á staðnum. En þegar við komum inn í kirkjuna var okkur ómögulegt að finna steininn. Skammt frá kirkjunni var lítil verzlun, og fór kona mín þar inn að kaupa eitt- hvað smávegis. Meðan hún var að verzla, vék ég mér að manni nokkrum, sem stóð þar hjá, og spurði eftir stein- inum. Sagði hann, að f-orngripurinn væri geymdur í afihýsi austur úr kirkj- unni og bauðst til að koma með okk- ur. Á leiðinni ti-1 kirkjunnar skýrði hann okkur frá fundi steinsins. Maður einn í Sandavogi hugðist rækta sér túnblett og tók þar upp stóran stein úr jörð, allan þakinn mold. Annar þorpisbúi ætl- aði að r-eisa sér hús. Og þegar hann sá þennan stóra stein, fannst honum hann ti-lvalinn í húsið. Áður en til afnota kæmi, gerði rigningu. Og eftir úrkom- un-a, sem þó m-oldina af steininum, tók væntanlegur húsbyggjandi eftir annar- lagu letri á hlið hans. Varð þetta til þess, að sk-áldið Mikkjal á Ryggi, sem þá mun hafa verið kennari í Bö í Gásadal, tók steininn til athugunar, og var hann síðan létinn inn í afhýsi kirkjunnar þar til geymslu. Áletru hans hefur verið þýdd á þessa leið: Þorkell Önundar- son, Austmaður frá Rogalandi, byggði fyrstrur á þessum stað. Þykir steinninn metfé, og fannst okk- ur hátíðlegt að standa framan við hann og virða fyrir okkur. Að skoðun lok- inni -gáfum við kirkjunni nánar gæt- ur, en hún er úr timbri og þakin norsku gljálögubergi, stílfögur mjög. Síðan Úr Koltri, smáey sunnan við Straumey. Hestur í baksýn. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.