Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1968, Blaðsíða 5
Antun Soljan G erðu svo vel, hér hefurðu flugmiða til íslands, sagði sendi- herra Júgóslavíu við landa sinn, Anton Soljan, rithöfund. Þetta gerðist í sendiráði Júgóslavíu í Oslo, en sendiherrann þar er einnig sendiherra lands síns á íslandi. Þá var Soljan búinn að flytja fyrir- lestra um júgóslavneskar bókmennt- ir bæði í háskólanum í Oslo og hjá menningarsamtökum þar £ borg. — Milli rithöfundasamtaka Noregs og Júgóslavíu eru sérstakir samning- ar sem gera rá'ð fyrir skiptum á fyr- irlesurum, segir Soljan, árlega fer einn júgóslavneskur rithöfundur til Noregs og einn norskur til Júgóslavíu. Hér munu samnorrænir aðilar ekki standa að baki, svo að mér kom á óvart að ég skyldi komast til Islands í þessari ferð, en þegar manni er fenginn í hendur farmiði til íslands, allsendis óvænt, nú, þá fer maður auðvitað til íslands. Ég er hér á veg- um menntamálaráðuneytisins, en það er ekki ætlunin að flytja neina fyrir- lestra, hér hvíla ekki á mér neinar skyldur aðrar en þær að skemmta mér! En nú er engan veginn nægileg skilgreining á manni að segja að hann sé Júgóslavi, svo að ég bið Soljan að segja á sér nánari deili. — Ég er Króati og bý í Zagreb. Helztu þjóðarbrot sem byggja Júgó- slavíu eru fjögur, Króatar, Serbar, Slóvenar og Makedóníumenn, önnur þjóðarbrot eru minni. Tungumál Serba og Króata er hið sama, — munurinn á þessu tungumáli og hinum tungunum í landinu er svipaður og munurinn á norrænum tungumálum innbyrð- is. Við getum kynnt okkur bók- menntir hvers annars án þess að leggja á okkur allt of mikla fyrir- höfn. Öll eiga þessi þjóðarbrot ólík- ar menningarerfðir, og eigin bók- menntahefíí, jafnvel þótt Króatar og Serbar tali sama tungumálið, eiga þeir eigin aðgreindar bókmenntir. Serbar, eins og Makedóniumenn, voru lengi undir yfirráðum Tyrkja, og það hefur sett sín spor, þeir eru aust- rænni í hugsunarhætti og mörgum líl^venjum. Hjá Serbum voru tunga og bókmenntir nátengd trúarbrögðun um; til þess að halda við tungu sinni, urðu þeir einnig að halda fast í trúarbrögð sín. Þeir tilheyra gömlu kaþólsku kirkjunni — hún er að ýmsu leyti ólík bæði rómversk-ka- þólsku kirkjunni og þeirri grísk- kaþólsku, hún viðurkennir til dæmis ekki óskeikulleik páfa og hún leyfir hjónaband klerka. Upphaf serb- neskra bókmennta má rekja til 18. aldar. Eiginlegar bókmenntir okkar Króata má rekja aftur til 13. og 14. aldar, það voru trúarljóð e'ða kirkju- leg rit, en þíð allra elzta sem til er ritað á tungu okkar, eru ristur í tveimur litlum steinkirkjum í Min og Punat, þessar kirkjur eru mjög fornar og standa enn með sömu um- merkjum og var. Menn telja sig nokkuð örugglega geta tímasett þessar ristur um árið 800. En á 15. öld kemur fram fyrsta stórskáldið okkar, skáld sem skipar svipaða stöðu í króatískum bókmenntum og Chaucer hjá Bretum. — Nú, Make- dóníumenn áttu síðan í vök að verj- ast gegn Búlgörum, og tunga þeirra var lengi bönnuð, en þeir eiga nú ungar bókmenntir sem spegla stolt þeirra og þjóðerniskennd. — Og Slóvenar? Slóvenar yrkja snilldarlega um ástina. Þar hafa ástaljóðin náð hva'ð mestri fullkomnun enda yrkja þeir heldur ekki um annað. — Og yðar eiginn ritferill? Hvað hafið þér skrifað? — Heilmikið, segir Soljan og hlær, sérstaklega er þess er gætt að ég er ákaflega eðlislatur maður. Svo kemur upptalningin á verkum hans, og þá hvarflar að manni, að miklu hljóti ólatari menn í Jlúgóslavíu að afkasta. Soljan, sem er fæddur 1932, hefur sent frá sér tvær ljóða- bækur, þrjár skáldsögur og tvö söfn smásagna. Hann hefur auk þess samið fjölmörg útvarpsleikrit og tvö leikrit fyrir svi'ð. Hið síðara þeirra er nú verið að sýna annað árið í röð. Soljan er líka einn af leiklistarráðunautum útvarpsins í Zagreb. — Við höfum nána samvinnu við þrjár aðrar útvarpsstöðvar í Evrópu, segir hann, í Frankfurt, Varsjá og Prag. Hver stöð leggur fram tíu út- varpsleikrit og úr þeim velja hinar stöðvarnar þrjú til þýðingar og upp- færslu. Með þessu móti höfum v?ð getað haldið uppi verulega gó'ðri og listrænni leiklistarstarfsemi hjá út- varpinu. — Og fleira? — Gagnrýni. Ég hef skrifað eina bók um júgóslavneska ljóðagerð og svo skrifa ég vikulega kjallaragrein- ar í dagblað um bækur og bók- menntir. Eiginleg gagnrýni er það ekki, við getum kallað það spjall, bókmenntaspjall, það form gefur mér frjálsari hendur og ég get látið gamm inn geysa. Leit aö n$um verðmœtum — Viðtal við Antun Soljan — Og um hvað fjallar Soljan í verkum sínum? — Ég skrifa um ungu kynslóðina í landi mínu, mína eigin kynslóð. í styrjöldinni og árunum eftir stríð var öllum gömlum verðmætum eldri kynsló'ðarinnar kollvarpað, orðin haldlaus. Við urðum að finna lífi okkar nýjan grundvöll, leita nýrra verðmæta. Við vorum byltingasinnuð en stóðum svo uppi án nokkurrar byltingar. Um þessa leit okkar að nýjum verðmætum og þá örðugleika sem hafa mætt okkur við þessar að- stæður fjalla bækur mínar. Og ég trúi á æðri verðmæti, ég er meira að segja mjög fastheldinn á þau verð- mæti er a'ð mínum dómi gefa lífi okkar gildi og tilgang. — Jú, ég skrifa um stríðið. Það er mjög erfitt að skrifa um stríð, það er viðfangsefni sem ekki er hægt að fjalla um til- finningalega. Persónulegar endur- minningar manns úr styrjöld og af hörmungum styrjaldar geta leitt til svo martraðarkenndrar skelfingar að það er ekki lengur hægt að skipa því í mennskt samhengi, tilfinningaleg efnismeðferð leiðir af sér ómennsk- ar niðurstöður. Slíkan efnivi'ð hlýtur maður að nálgast sem blákaldar stað- reyndir, maður forðast að sýna til- finningarnar á bak við, en sýnir að- eins staðreyndir. Margir höfundar hafa skrifað um stríð á þennan hátt, t.d. Hemingway. — Og hvað er um stöðu nútíma- bókmennta í Júgóslavíu að segja? — Ég mundi segja að nútímabók- menntir okkar stæ'ðu á mjög svipuðu stigi og t. d. brezkar samtímabók- menntir. Á árunum milli heimsstyrj- aldanna voru náin tengsl milli júgó- slavneskra bókmennta og annarra Evrópubókmennta og þá var mikil grózka í bókmenntalífi okkar. A styrjaldarárunum og árunum þar á eftir meðan Júgóslavía var í nánum tengslum við Sovétríkin kom aftur- kippur í bókmenntastarfsemina, eðli- leg þróun var heft og einangrunar gætti. Segja má að skáldin yrðu að byrja upp á nýtt eftir vinslitin við Sovétríkin, þeir urðu að uppgötva á ný allt sem áður var búið að upp- götva fyrir heimssfyrjöldina. — Getur júgóslavneskur rithöfund- ur lifað af ritstörfum? — Yfirleitt ekki. — Getið þér það? — Já, — auðvita'ð með því að þýða og skrifa blaðagreinar líka. Við höf- um ekki þessi fínu listamannalaun eða ríkisstyrki sem mér skilst að þfð hafið hér. Það kemur samt upp úr kafinu að Soljan hefur verið gefið hús, að vísu ekki af rikinu, heldur bæjaryfirvöld- unum í Kovinj nálægt ítölsku landa- mærunum. — Rovinj er skemmtilegur gamall bær með borgarmúrum sem enn standa. Ibúarnir eru Dalmatíubúar og Italir og þeim kemur ágætlega sam- an, því að báðir eru jafnlatir og jafnfrábitnir erfiðisvinnu, þeir sitja í sólinni allan daginn og tala og drekka vín, það hefur enginn vita'ð til þess að þeir svæfu nema á daginn. Rovinj skemmdist illa í stríðinu, en í yfirlitsbók um samtímabók- menntir Króatíu sem gefin er út af deild Pen-klúbbsins í Zagreb er rit- höfundarins Antuns Soljans víða getið, sem Ijóðskálds, skáldsagna- höfundar og gagnrýnanda. Þar er hann tálinn í hópi þeirra sem stuðl- að hafa að endurnýjun króatískrar sagnagerðar á 6. áratugnum og rutt áhrifum nýrra bókmennta- strauma braut. Sérstöðu skipar Soljan meðal króatískra rithöfunda fyrir einstáklega tæran stíl og Ijósan frásagnarmáta. Hans er einnig getið sem mikilvirks þýð- anda, m.a. hefur hann þýtt á serbó- króatísku verk eftir Hemingway, Faulkner, Shaw, Rilke, Blok, T. S. Eliot og fleiri. Verk Soljans hafa verið þýdd á þýzku, ítölsku, tékknesku ung- versku, pólsku og í sœnska tímarit- inu BLM kom smásaga eftir hann fyrir nokkrum árum. Ég hef undir höndum eina stutta skáldsögu eftir Soljan á þýzku sem ber titilinn Der kurze Ausflug (Stuttur leiðangur), sem gefin er út af Carl Hanser Verlag í Múnchen árið 1966. í bókinni stendur þetta: „Það var á fyrstu árunum eftir stríð, einhvern tíma upp úr fimm- tíu. Við héldum að heimurinn mundi byrja að nýju. Við töldum okkur til þess kjörin að hálda áfram lífinu eftir hörmungar stríðs- ins, taka við þar sem frá var horf- ið, krýna öldina hamingju órofa- heildar, já, leiða hana til lykta.“ Út frá þessu viðhorfi segir Soljan sögu sína um hóp ungs fólks sem leggur af stað í bjartsýni sinni til að leita uppi undurfagrar freskur, sem sagnir herma að gömul klaust- ur geymi. sv. j. þar voru nokkur gömul og falleg hús sem þeir vildu ekki láta rífa, svo að þeir buðu nokkrum listamönnum þau til eignar. Og við höfum hresst upp á húsin, komið þar fyrir nútímaþæg- indum og notum þau fyrir sumar- bústaði. Þetta gengur undir nafninu listamannanýlendan, en í sliku um- hverfi vinnur maður ekki, það er of hávaðasamt og of skemmtilegt. Eg hef mest gaman af að sigla á bátn- um mínum, nei, þar verður heldur ekki af neinni vinnu fyrir mér, þó ég kannski ætli mér það, ég fiska eða sit uppi á dekki og er latur. Og ég skal segja yður, ég held að þi'ð Is- lendingar séuð ekkert vinnusamari en við í Júgóslavíu. Ég gekk niður að höfn um daginn — munurinn er sá að íslendingurinn hvílir sig með verk færið í höndunum, en Júgóslavinn leggur það frá sér á meðan. sv. j. 7. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.